Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Gilbert hryggbrotinn eftir árásina við Smáralind

Fjöldi manna réðst á Gil­bert Sig­urðs­son fyr­ir ut­an versl­un­ar­mið­stöð­ina í gær. Hann seg­ir að rönt­gen­mynda­taka hafi leitt í ljós tvö bein­brot. Gil­bert seg­ir að Hilm­ar Leifs­son og son­ur hans hafi ver­ið hvata­menn árás­ar­inn­ar, en Hilm­ar hef­ur aðra sögu að segja.

Gilbert hryggbrotinn eftir árásina við Smáralind
Hilmar Leifsson Sævar Örn er sonur Hilmars Leifssonar sem réðst á Gilbert fyrir utan Laugar síðasta sumar. Mynd: Pressphotos/Geirix

Gilbert Sigurðsson er með brot á einum hryggjarlið og annað brot á fæti eftir hrottalega árás fyrir utan Smáralind í gær. Í samtali við Stundina segir Gilbert beinbrotin hafa komið í ljós við röntgenmyndatöku á Landsspítalanum. Hann hefur kært málið til lögreglu. Gilbert segir árásarmenn hafa verið sjö talsins en ekki fimm líkt og kom fram í frétt DV í gær.

Mennirnir réðust á Gilbert með ýmsum bareflum svo sem hafnaboltakylfu og stálröri rétt fyrir fimmleytið í gær. Að sögn Friðriks Smára Björgvinssonar yfirlögregluþjóns er einn grunaðra árásarmanna í haldi lögreglu. Hann segir að rannsókna málsins sé á frumstigi.

Að sögn Gilberts var forsprakki árásarinnar Sævar Örn Hilmarsson, sonur Hilmars Leifssonar, en Gilbert hefur áður kært Sævar fyrir morðhótun. Hilmar hefur átt í deilum við Gilbert um nokkurt skeið og réðst Hilmar sjálfur á Gilbert fyrir utan Laugar síðasta sumar. Hilmar var háttsettur í glæpasamtökunum Hells Angels um skeið. Gilbert segir Hilmar standa að baki nýjustu árásinni.

„Nú kemur hann og ætlar að klára leikinn.“

„Þessi sami maður hótaði mér morðhótun. Nú kemur hann og ætlar að klára leikinn. Þetta endar með þessu. Ég hélt uppi vörnum en þetta endaði með því að ég er hryggbrotinn,“ segir Gilbert.

Hilmar neitar aðkomu

Stundin náði tali af Hilmari Leifssyni og vísar hann frásögn Gilberts á bug. Hann segist ekki hafa haft neina aðkomu að málinu. „Þetta byrjar á því að Gilbert fer og skilur bílinn sinn eftir í gangi fyrir utan og fer inn til að berja tvítugan dreng. Hann lemur þann strák. Í framhaldi af því er hringt og vinir hans koma á staðinn. Sævar var með í því en það voru tveir menn sem lentu í átökum við hann Gilbert. Hinir stóðu hjá og Sævar minn stóð hjá og gerði ekki neitt,“ segir Hilmar Leifsson. Líkt og fyrr segir stangast þessi lýsing á við lýsingu Gilberts. 

Hótanir frá Litla-Hrauni

Líkt og fyrr segir hefur Gilbert áður kært Sævar Örn fyrir hótun og fjallaði Stundin um það í júlímánuði. Hótanirnar bárust í gegnum Facebook í mars og apríl í fyrra. Þegar skilaboðin voru send var Sævar Örn í afplánun á Litla-Hrauni.

Stundin hefur undir höndum afrit af skilaboðunum sem voru kærð til lögreglu. Í fyrri skilaboðunum segir: „Þú er nú meiri fokkkking ræfillinn sökkerpunsar 60 kall og hleypur í burtu eins og fokkking hræ í öðrum skónum þettaa er fokkking pabbi ég skal fokkking slatra þer fríkið þótt ég þurfi að eyða restinni af æviinnni herna innni ég fokkkking slatra þér fokkkking kryppplingurinn þiinnn það er fokkking loforð.“

Þegar talað er um „sökkerpuns“ vísar Sævar í atvik sem átti sér stað á Kaffi Mílanó í fyrra, þar sem slagsmál brutust út á milli Gilberts og Hilmars.

Í seinni skilaboðunum er maðurinn varaður við aðgerðum gegn Hilmari: „Þú reðst a pabba minn af engri helvitis astæðu ef þið eruð að plana eh gegn pabba minum drep eg ykkur alla og þig fyrst ekki vera svona heimskur af engri astæðu nóg að okkur lenti saman en þetta er komið gott hvað a pabbi minn sem er 60 að nenna að þurfa standa í svona kjæftæði hann er með fjölskyldu en eg lofa þer því [...] eg er svo mikill pabba strakur að eg hugsa mig ekki tvisar um 16 ara dom fyrir hann svo þú vitir það bara látttu þetta kjurt ligggja.“

Skammbyssa, sterar og exi

Sævar er 22 ára, en þrátt fyrir ungan aldur er hann með marga dóma á bakinu. Í maí í fyrra var hann dæmdur í 16 mánaða fangelsi fyrir líkamsárás, þjófnað og fjölmörg umferðarlagabrot.

Í dómnum kemur fram að umtalsvert magn ólöglegs varnings var gerður upptækur á bæði heimili hans og í bifreið hans. Þar má nefna úðavopn og slöngubyssu, haglabyssu, loftbyssu, skammbyssu, eftirlíkingu af skammbyssu, raflostbyssu og skotfæri, sem ekki voru geymd í aðskildum læstum hirslum, hnúajárn, exi, hníf með 18 cm löngu blaði, 3 hafnaboltakylfur, kylfu sem ekki var ætluð til íþróttaiðkunar, stunguhníf, anabólíska sterar, kannabislauf og 0,10 g af amfetamíni.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ráðherrum ítrekað bent á að gjöf Haraldar stæðist ekki skoðun
1
AfhjúpunDýr skyldi Haraldur allur

Ráð­herr­um ít­rek­að bent á að gjöf Har­ald­ar stæð­ist ekki skoð­un

Upp­lýs­ing­ar úr fjár­mála­ráðu­neyt­inu styðja ekki þá full­yrð­ingu Bjarna Bene­dikts­son­ar að ráðu­neyt­ið teldi rík­is­lög­reglu­stjóra hafa haft heim­ild til „út­færslu samn­inga“ sem sagð­ir eru gjafa­gjörn­ing­ar. Í ráðu­neyt­inu voru þvert á móti veru­leg­ar efa­semd­ir um að sam­komu­lag­ið stæð­ist. Ráðu­neyt­is­stjóri í dóms­mála­ráðu­neyt­inu og lög­reglu­stjór­ar töldu rétt að skoða hvort Har­ald­ur hefði brot­ið lög.
„Þetta snýst um að gera vel við börn“
3
Fréttir

„Þetta snýst um að gera vel við börn“

Alma Möller, land­lækn­ir seg­ir að fá­tækt erf­ist eins og áföll. Stjórn­völd og sam­fé­lag­ið allt þurfi að hjálp­ast að við að bæta að­stæð­ur þeirra sem minnst beri úr být­um. Sá hóp­ur glími frek­ar við lang­vinna sjúk­dóma sem geti dreg­ið veru­lega úr lífs­gæð­um og stytt líf þeirra. „Við þurf­um að horf­ast í augu við þetta og byrja á að huga að börn­un­um.“
Íslenska útrásin í bresku elliheimilin
6
Úttekt

Ís­lenska út­rás­in í bresku elli­heim­il­in

Fjár­festa­hóp­ur sem Kvika setti sam­an hef­ur á síð­ustu ár­um ver­ið eig­andi breskra elli­heim­ila. For­svars­menn elli­heim­il­is­ins hafa kom­ið hing­að til lands til að mæla fyr­ir auk­inni einka­væð­ingu í vel­ferð­ar­þjón­ustu á Ís­landi. Kvika sjálf, og þar með ís­lensk­ir líf­eyr­is­sjóð­ir, er hlut­hafi í elli­heim­il­un­um sem skil­uðu arð­semi um­fram vænt­ing­ar á síð­asta ári.
Hvað finnst forsetaframbjóðendunum um stríðið á Gaza?
9
FréttirForsetakosningar 2024

Hvað finnst for­setafram­bjóð­end­un­um um stríð­ið á Gaza?

Fé­lag­ið Ís­land-Palestína sendi for­setafram­bjóð­end­un­um bréf þar sem þeir voru spurð­ir út í af­stöðu þeirra til fram­göngu Ísra­els­hers á Gaza-svæð­inu. Þá voru fram­bjóð­end­urn­ir einnig beðn­ir um að svara því hvernig þeir sæju fyr­ir sér frjálsa Palestínu og hvort þeir muni beita sér fyr­ir frjálsri Palestínu nái þau kjöri.
Lára Guðrún Jóhönnudóttir
10
Pistill

Lára Guðrún Jóhönnudóttir

Þrílita Bom­b­an sem ann­ast sinn græna reit

Hún lif­ir líf­inu á eig­in for­send­um. Rútína er henn­ar ástartungu­mál og hún geng­ur um ver­öld­ina með sitt með­fædda sjálfs­traust. Eng­inn veit hvað hún er göm­ul í raun og veru þó ýms­ar kenn­ing­ar séu á kreiki. Hún þarf ekki vega­bréf og hef­ur eng­an kosn­inga­rétt. Hún býr við tals­vert áreiti vegna ein­stakr­ar feg­urð­ar og henn­ar lipru hreyf­ing­ar, sem eru ávallt með til­þrif­um,...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Öryggisverðir gæta Bjarna – „Nokkuð góðir í að vera ósýnilegir“
4
Fréttir

Ör­ygg­is­verð­ir gæta Bjarna – „Nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir“

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra vill ekki kalla þá líf­verði, ör­ygg­is­verð­ina sem fylgja hon­um hvert fót­mál. „Þeir eru nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir þannig að ég geti sinnt mín­um störf­um,“ seg­ir hann. Áhættumat vegna ör­ygg­is ráð­herra rík­is­stjórn­ar Ís­lands er í sí­felldri end­ur­skoð­un, sam­kvæmt embætti rík­is­lög­reglu­stjóra.
Missti göngugetuna níu ára og missir „himnaríki“ ellefu ára
6
FréttirFlóttamenn

Missti göngu­get­una níu ára og miss­ir „himna­ríki“ ell­efu ára

Þó að lækn­ar telji mik­il­vægt að hinn ell­efu ára gamli Yaz­an, sem er með ágeng­an vöðvarýrn­un­ar­sjúk­dóm, haldi áfram í lækn­is­með­ferð tel­ur Kær­u­nefnd út­lend­inga­mála ekk­ert því til fyr­ir­stöðu að vísa hon­um til lands sem hann hef­ur sem stend­ur eng­in rétt­indi í. „Ég hef unn­ið við þetta í næst­um 8 ár og aldrei séð svona af­ger­andi lækn­is­vott­orð,“ seg­ir tals­mað­ur fjöl­skyld­unn­ar. Sex sam­tök og fjöl­marg­ir Ís­lend­ing­ar hafa mót­mælt fyr­ir­hug­aðri brott­vís­un.
Þórður Snær Júlíusson
7
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Er það að gefa að minnsta kosti hálf­an millj­arð góð með­ferð op­in­bers fjár?

Fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri með sterk flokk­spóli­tísk tengsl tók ákvörð­un um að gera vel við nána sam­starfs­menn sína rétt áð­ur en þeir fóru á eft­ir­laun og rétt áð­ur en hann þurfti að semja um starfs­lok. Kostn­að­ur­inn við þessa ákvörð­un er að minnsta kosti rúm­lega 500 millj­ón­ir króna og skatt­greið­end­ur bera hann. Tveir nú­ver­andi ráð­herr­ar voru kolrang­stæð­ir í yf­ir­lýs­ing­um sín­um um mál­ið að mati Hæsta­rétt­ar og nú­ver­andi dóms­mála­ráð­herra get­ur ekki feng­ið sig til að biðja um rann­sókn á því.
„Ótrúlega falleg framtíðarsýn“ að hlaupa með pabba sínum á níræðisaldri
9
ViðtalHlaupablaðið 2024

„Ótrú­lega fal­leg fram­tíð­ar­sýn“ að hlaupa með pabba sín­um á ní­ræðis­aldri

Rann­veig Haf­berg hélt að hún gæti aldrei byrj­að að hlaupa. Hún létt­ist um 38 kíló á einu og hálfu ári með breyttu mataræði og hleyp­ur vænt­an­lega sitt tí­unda of­ur­m­ara­þon á Lauga­veg­in­um í sum­ar. Ey­steinn Haf­berg, fað­ir henn­ar, byrj­aði að hlaupa um sjö­tugt eft­ir hjarta­áfall. Hann er orð­inn fræg fyr­ir­mynd í ís­lenska hlaupa­heim­in­um. Móð­ir henn­ar er líka byrj­uð að hlaupa. Og barna­börn­in.
Grátrana sást á Vestfjörðum
10
Fréttir

Grátr­ana sást á Vest­fjörð­um

Grátr­ana sást á túni vest­ur í Djúpi á Vest­fjörð­um. Um er ræða sjald­séð­an flæk­ings­fugl og þyk­ir það tíðund­um sæta að hann hafi sést á þess­um slóð­um en hing­að til hafa þeir að­eins fund­ist á Aust­ur­landi og á Norð-Aust­ur­landi. Fugl­inn varð á vegi hjón­anna Kristjáns Sig­ur­jóns­son­ar og Áslaug­ar Ótt­ars­dótt­ur sem náðu af smella af nokkr­um mynd­um af trön­unni áð­ur en hún flaug á brott.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
2
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
5
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár