Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Gamla konan komin í kjallaraholu eftir að sáttatilraun strandaði

Að­stand­end­ur ní­ræð­ar konu krefjast rétt­læt­is en þeir telja að Garða­bær beri ábyrgð á að ein­býl­is­hús­ið sem hef­ur ver­ið henn­ar heim­ili í ára­tugi sé ónýtt. Barna­barn kon­unn­ar seg­ir að Garða­bær hafi rétt fram sátt­ar­hönd þeg­ar mál­ið komst í há­mæli en síð­an hafi ekk­ert gerst.

Gamla konan komin í kjallaraholu eftir að sáttatilraun strandaði
Goðatún Hús konunnar er ónýtt og fær hún engar bætur frá Garðabæ.

Umtalsvert hefur verið fjallað um dómsmál níræðrar konu gegn heimabæ sínum, Garðabæ, eftir að hún fór í skaðabótamál við bæinn vegna framkvæmda sem hún taldi að hefðu ollið skemmdum á einbýlishúsi hennar. Árið 2013 vann konan málið í Héraðsdómi Reykjaness og var Garðabæ gert að borga henni 35 milljónir krónur. Þeim dómi var áfrýjað og síðastliðinn nóvember fór svo að Hæstiréttur dæmdi Garðabæ í vil.

Konan óskar eftir nafnleynd en aðstandendur hennar hafa komið á fót Facebook-síðu fyrir hana og krefjast réttlætis. 

Héðinn Ásbjörnsson, barnabarn konunnar, segir í samtali við Stundina að amma sín búi nú í kjallaraholu í Garðabæ, auk þess sem hún borgi enn fasteignagjöld vegna ónýta hússins sem stendur við Goðatún. 

„Amma mín er eignalaus og lífeyrir hennar er í rúst. Hún er búin að búa þarna í nærri fjörutíu ár. Húsið var dæmt ónýtt og hún er bara að leigja einhverja holu,“ segir Héðinn.

„Hún er búin að búa þarna í nærri fjörutíu ár. Húsið var dæmt ónýtt og hún er bara að leigja einhverja holu.“ 

Gagnrýnir Hæstarétt

Héðinn gagnrýnir harðlega vinnubrögð Hæstaréttar í máli ömmu sinnar og segir þau ekki til þess fallin að auka trúverðugleika á því dómstigi. „ Allur þessi aðdragandi að uppkvaðningu í Hæstarétti var svo vitlaus að hálfa væri nóg. Þegar það átti að taka málið fyrir í Hæstarétti loksins þá fékk lögmaður Garðabæjar í bakið þannig að réttarhöldum var frestað um þrjár vikur. Í millitíðinni var skipt um dómaratríó. Þetta sama dómaratríó gat ekki komist að niðurstöðu þannig að málinu var vísað frá Hæstarétti sem heyrir alveg til undantekninga,“ segir Héðinn.

Ný skýrsla lögð fyrir Hæstarétt

Héðinn segir að ein helsta ástæða þess að Hæstiréttur hafi dæmt ömmu sinni í óhag sé skýrsla sem lögð hafi verið  fyrir Hæstarétt en ekki héraðsdóm. „Vegna þess að það voru svo miklir hagsmunir í húfi fyrir Garðabæ gátu þeir ekki kveðið upp dóm sem byggði á þeim gögnum sem lágu fyrir í málinu á þessum tímapunkti. 

Síðan liðu nokkrar vikur og þá var skipaður nýr dómur með fimm dómurum. Í millitíðinni kom sækjandi Garðabæjar með ný gögn sem byggðu á skýrslu um hús nágrannakonu ömmu minnar. Þar bendir allt til þess að húsið sé svo illa byggt. Dómurinn var svo byggður á þeirri skýrslu, en ekki þeim sem lágu fyrir,“ segir Héðinn.

Sáttatillaga eftir Kastljós

Kastljós fjallaði um málið í desember. Héðinn segir að eftir það hafi margir haft samband við sig vegna máls ömmu sinnar. „Kastljósið vakti mjög hörð viðbrögð í samfélaginu og maður fékk skeyti og kveðjur frá fólki sem maður þekkti ekki.

Allt fór á fullt, þetta var mikið í umræðunni, og þá kom sáttatillaga frá Garðabæ, við ættum að koma og ræða málin. Við fórum þangað á nýju ári í janúar og áttum að koma með tillögu að sátt. Við gerðum það en síðan gerðist ekkert.

Í mars kom svo í ljós að þeir ætla ekkert að gera fyrir okkur. Þetta var bara til að drepa niður málið í fjölmiðlum, svo það yrði ekki einhver smánarblettur á Garðabæ,“ segir Héðinn. 

Stundin óskaði eftir skýringum frá bænum en þaðan hafa svör ekki enn borist. 

„Við fórum þangað á nýju ári í janúar og áttum að koma með tillögu að sátt. Við gerðum það en síðan gerðist ekkert.“

Mýrin að þorna upp

Héðinn segir að handvömm Garðabæjar, sem málið snúist allt um, sé hvernig staðið var að því að skipta um jarðveg við götuna. „Málið snýst um að framkvæmdir sem voru unnar af Garðabæ árið 2008 gerðu það að verkum að hús sem var byggt miðað við þáverandi byggingarreglugerðir og byggingarleyfi liggur undir skemmdum er ónýtt.

Það er búið að henda fleiri fleiri milljónum í málsvörn og sókn. Við reyndum að fara samningaleiðina áður en farið var í málssókn. Húsið er allt að síga og er á fleygiferð vegna þess að það er búið að grafa götuna og skipta um jarðveg. Mýrin sem húsið stóð á er að þorna upp þannig að jarðvegurinn heldur húsinu ekki uppi lengur,“ segir Héðinn.

Uppfært klukkan 15:30

Hulda Hauksdóttir, upplýsinga- og menningarfulltrúi Garðabæjar, segir í svari við fyrirspurn Stundarinnar að bærinn kannist ekkert við að hafa haft frumkvæði að sérstakri sáttargerð í málinu. Hún segir að lögmaður húseigenda hafi gert Garðabæ sölutilboð vegna hússins að fjárhæð 47 milljónir kr. Það bréf var tekið fyrir á bæjarfundi og vísar Hulda í eftirfarandi bókun af fundi bæjarráðs 3. mars síðastliðinn:

„Í dómi Hæstaréttar, sem kveðinn var upp 27. nóvember sl. var Garðabær sýknaður af kröfu húseiganda Goðatúns 34 um greiðslu bóta vegna skemmda á húsnæðinu sem húseigandi taldi að væru tilkomnar vegna framkvæmda á vegum Garðabæjar við götuna Silfurtún. Bæjarráð samþykkir með vísan til niðurstöðu dóms Hæstaréttar að leggja til við bæjarstjórn að hafna sölutilboði bréfritara.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
1
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Hvað gerist í huganum þegar við hreyfum okkur?
2
ViðtalHlaupablaðið 2024

Hvað ger­ist í hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur?

„Mögn­uð“ breyt­ing verð­ur á hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur. Hreyf­ing virk­ar eins og þung­lynd­is­lyf á þau sem glíma við vægt eða miðl­ungs þung­lyndi. Endorfín, sem fást við hlaup, hafa áhrif á túlk­un til­finn­inga, deyfa sárs­auka og valda sælu­til­finn­ingu. Steinn B. Gunn­ars­son íþrótta- og lýð­heilsu­fræð­ing­ur veit­ir inn­sýn í áhrif­in og ráð til að fá hug­ann til að halda sig við hreyf­ing­una.
Katrín eini matvælaráðherra VG sem tekur ekki afstöðu gegn gjafakvótanum í laxeldinu
5
FréttirLaxeldi

Katrín eini mat­væla­ráð­herra VG sem tek­ur ekki af­stöðu gegn gjafa­kvót­an­um í lax­eld­inu

Bæði Bjarkey Gunn­ars­dótt­ir og Svandís Svavars­dótt­ir hafa lýst því yf­ir að þær vilji tíma­binda rekstr­ar­leyf­in í sjókvía­eld­inu. Eini mat­væla­ráð­herra VG á síð­asta og yf­ir­stand­andi kjör­tíma­bili sem ekki hef­ur gert slíkt hið sama er Katrín Jak­obs­dótt­ir for­setafram­bjóð­andi. Hún vann tals­vert að frum­varp­inu, fund­aði með hag­að­il­um um það og lét breyta ein­staka grein­um þess.
„Finnst ég vera að heyja dauðastríð“
7
Fréttir

„Finnst ég vera að heyja dauða­stríð“

Níg­er­ísku kon­urn­ar þrjár sem flúðu til Ís­lands und­an man­sali fyr­ir nokkr­um ár­um verða send­ar úr landi í kvöld. Þær eru í fang­els­inu á Hólms­heiði og ræddu við Heim­ild­ina í síma síð­deg­is. Ein kvenn­anna er al­var­lega veik og seg­ist líða eins og hún sé að heyja dauða­stríð. Þær segja að lækn­ir verði með í för þeg­ar þær verða flutt­ar úr landi. „Lækn­ir á að sjá til þess að hún andi út fyr­ir loft­helgi Ís­lands,“ seg­ir ís­lensk vin­kona kvenn­anna þriggja.
Halda Blessing á lífi svo lengi sem hún er í íslenskri lögsögu
8
Fréttir

Halda Bless­ing á lífi svo lengi sem hún er í ís­lenskri lög­sögu

Brott­vís­un þriggja kvenna var mót­mælt í Leifs­stöð í gær­kvöldi. Ein þeirra, Bless­ing, er lífs­hættu­lega veik og þol­andi man­sals. Í lækn­is­vott­orði frá sér­fræð­ingi á Land­spít­al­an­um er skrif­að að það sé lífs­nauð­syn­legt fyr­ir hana að hafa greið­an að­gang að bráða­þjón­ustu sér­hæfðra kvenna­deilda á sjúkra­húsi. „Þannig er ljóst að brott­vís­un mun stefna lífi sjúk­lings­ins í al­var­lega hættu komi hún til fram­kvæmd­ar á nú­ver­andi tíma­marki.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
4
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
7
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
9
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár