Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

„Fyrir stuttu síðan ákvað ég að fara að elska sjálfa mig eins og ég er!“

Sunna Mjöll Bjarna­dótt­ir hef­ur leng­ið ver­ið óánægð með lík­ama sinn en ákvað að snúa við­horf­inu við og ögra stað­al­mynd­um á Face­book: „Það er bara eitt ein­tak til af okk­ur – leyf­um okk­ur að elska það ein­tak, við er­um öll fal­leg!“

„Fyrir stuttu síðan ákvað ég að fara að elska sjálfa mig eins og ég er!“

Sunna Mjöll Bjarnadóttir ákvað að stíga út fyrir þægindarammann með því að birta þessa mynd af sér á Facebook. Ástæðan var sú að hún hefur allt of lengi verið ósátt við líkama sinn. Hún ákvað því að breyta viðhorfi sínu og ögra staðalmyndum. Til að benda á að fólk er fallegt eins og það er, óháð því hvort maginn sé sléttur eða lærin stinn.

Var alltaf að biðjast afsökunar á líkama sínum

„Þægindaramminn er víst þannig gerður að stundum þarf maður að taka alveg svakalega stórt skref út fyrir hann. Fyrir nokkru síðan var ég fengin í ljósmyndaverkefni þar sem fyrirfram ákveðin hugmynd var framkvæmd. Það er búið að taka mig dágóðan tíma að ákveða hvort ég eigi að birta myndina eða ekki, og er ég að svitna við að skrifa þetta hérna. Maður veit að alltaf koma neikvæð ummæli um athyglissýki og fleira þegar svona ert birt, og sitja þau yfirleitt fastari í kollinum á manni heldur en þau jákvæðu.

En tilgangurinn með myndinni er svo sannarlega ekki athyglissýki, heldur er það til að minna ykkur á að vera sátt við ykkur sjálf í ykkar eigin líkama. 
Ég hef alla tíð verið mjög ósátt við líkamann minn vegna þess að maginn á mér er ekki sléttur, vegna þess að lærin á mér eru ekki stinn og svo gæti ég lengi talið.

Sem dæmi er yfirleitt það fyrsta sem ég segi þegar einhver strákur fer að tala við mig er eitthvað á þessa leið: „Já en sko..ég er ekki með fullkominn líkama, maginn minn er mjúkur, þú vilt ábyggilega ekkert kynnast mér“. 

Annað dæmi er að fyrr í vetur fór ég til læknis út af því að ég var með magapest og þegar hann þurfti að fá að taka upp bolinn til að pota eitthvað í magann á mér bað ég hann innilegrar afsökunar á því að maginn á mér væri mjúkur. 
Eðlilegt? Nei!

„Ég hef alla tíð verið mjög ósátt við líkamann minn.“

Segjum stopp við staðalímyndum

Fyrir stuttu síðan ákvað ég að fara að elska sjálfa mig eins og ég er! Ég á einn líkama, það er einungis til eitt eintak af mér og ég ætla að leyfa mér að blómstra eins og ég er. Eigum við ekki öll að fara að þykja vænt um okkur sjálf, sama hvort við séum 45 kg, 75 kg eða 120 kg? Þó ég myndi verða grönn eða þó ég myndi þyngjast um helming, þá mun það ekki breyta persónuleika mínum og það mun ekki breyta því hvernig manneskja ég er.

Eigum við ekki öll að miðla því áfram, sérstaklega til yngri kynslóðarinnar að sama hvernig þú lítur út, þá ertu samt alltaf besta eintakið af manneskjunni sem þú ert.

Sönn fegurð kemur að innan!

Það er bara eitt eintak til af okkur – leyfum okkur að elska það eintak, við erum öll falleg! 

Segjum stopp við staðalímyndum og þeim fordómum sem eru í gangi,“ skrifar Sunna.

„Það er bara eitt eintak til af okkur – leyfum okkur að elska það eintak, við erum öll falleg!“

 

 

Þægindaramminn er víst þannig gerður að stundum þarf maður að taka alveg svakalega stórt skref út fyrir hann. Fyrir...

Posted by Sunna Mjöll Bjarnadóttir on Friday, May 15, 2015

 

Búin að fá yfir 100 einkaskilaboð

Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa. Frá því að Sunna birti myndina í gær hefur hún fengið ríflega 2.000 likes og fjölmörg skilaboð. „Like-in og kommentin við myndina hafa öll verið mjög jákvæð, nema eitt,“ segir hún í samtali við Stundina.

Sjálf átti hún ekki von á svo góðum viðbrögðum, heldur bjóst hún allt eins við neikvæðari ummælum. Hún var í hálfgerðu sjokki yfir allri athyglinni sem myndbirtingin hafði fengið þegar blaðamaður náði af henni tali, en þakklát fyrir viðtökurnar og ánægð með að hafa látið til skarar skríða. 

„Mér líður bara vel. Ég er í pínu sjokki yfir allri athyglinni. Það mun taka langan tíma að fara yfir öll skilaboðin og svoleiðis. En það eina sem ég hugsa um er að ég held að mér hafi tekist að fá fólk til að hugsa fallegri hugsanir um líkamann sinn.

Ég er svo búin að fá yfir 100 einkaskilaboð, frá bæði konum og körlum að þakka mér fyrir. Þau segjast öll eiga erfitt með að elska líkama sinn en ætla að reyna að muna orðin mín.

Ísland var nýlega í öðru sæti yfir hamingjusömustu þjóðina í einhverri rannsókn. Við komumst beint á toppinn ef við förum að elska okkur sjálf eins og við erum.“

 

Ljósmynd: Sigurður Haraldssson - Art of Sighar

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Öryggisverðir gæta Bjarna – „Nokkuð góðir í að vera ósýnilegir“
2
Fréttir

Ör­ygg­is­verð­ir gæta Bjarna – „Nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir“

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra vill ekki kalla þá líf­verði, ör­ygg­is­verð­ina sem fylgja hon­um hvert fót­mál. „Þeir eru nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir þannig að ég geti sinnt mín­um störf­um,“ seg­ir hann. Áhættumat vegna ör­ygg­is ráð­herra rík­is­stjórn­ar Ís­lands er í sí­felldri end­ur­skoð­un, sam­kvæmt embætti rík­is­lög­reglu­stjóra.
„Ótrúlega falleg framtíðarsýn“ að hlaupa með pabba sínum á níræðisaldri
3
ViðtalHlaupablaðið 2024

„Ótrú­lega fal­leg fram­tíð­ar­sýn“ að hlaupa með pabba sín­um á ní­ræðis­aldri

Rann­veig Haf­berg hélt að hún gæti aldrei byrj­að að hlaupa. Hún létt­ist um 38 kíló á einu og hálfu ári með breyttu mataræði og hleyp­ur vænt­an­lega sitt tí­unda of­ur­m­ara­þon á Lauga­veg­in­um í sum­ar. Ey­steinn Haf­berg, fað­ir henn­ar, byrj­aði að hlaupa um sjö­tugt eft­ir hjarta­áfall. Hann er orð­inn fræg fyr­ir­mynd í ís­lenska hlaupa­heim­in­um. Móð­ir henn­ar er líka byrj­uð að hlaupa. Og barna­börn­in.
Þórður Snær Júlíusson
5
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Er það að gefa að minnsta kosti hálf­an millj­arð góð með­ferð op­in­bers fjár?

Fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri með sterk flokk­spóli­tísk tengsl tók ákvörð­un um að gera vel við nána sam­starfs­menn sína rétt áð­ur en þeir fóru á eft­ir­laun og rétt áð­ur en hann þurfti að semja um starfs­lok. Kostn­að­ur­inn við þessa ákvörð­un er að minnsta kosti rúm­lega 500 millj­ón­ir króna og skatt­greið­end­ur bera hann. Tveir nú­ver­andi ráð­herr­ar voru kolrang­stæð­ir í yf­ir­lýs­ing­um sín­um um mál­ið að mati Hæsta­rétt­ar og nú­ver­andi dóms­mála­ráð­herra get­ur ekki feng­ið sig til að biðja um rann­sókn á því.
Eigi að læra íslensku áður en fjölskyldan kemur
6
FréttirFlóttamenn

Eigi að læra ís­lensku áð­ur en fjöl­skyld­an kem­ur

Meiri­hluti alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd­ar tel­ur efni til að víkka að­eins skil­yrði til fjöl­skyldusam­ein­ing­ar í um­deildu út­lend­inga­frum­varpi. Skil­yrði til und­an­þágu eru þó frem­ur ströng: Flótta­mað­ur­inn sem sæk­ir um fjöl­skyldusam­ein­ingu gæti feng­ið und­an­þágu ef hann hef­ur á einu ári lært ís­lensku, ver­ið virk­ur á vinnu­mark­aði í átta mán­uði, hef­ur til­tækt íbúð­ar­hús­næði fyr­ir fjöl­skyld­una og get­ur fram­fleytt sér.
Bjarni segir þetta ár það sterkasta í íslenskri efnahagssögu
8
Fréttir

Bjarni seg­ir þetta ár það sterk­asta í ís­lenskri efna­hags­sögu

„Þetta er sterk­asta ár Ís­lands í efna­hags­sög­unni,“ full­yrti Bjarni Bene­dikts­son, fyrr­ver­andi fjár­mála­ráð­herra og nú­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra, á Al­þingi. Þor­gerð­ur Katrín Gunn­ars­dótt­ir, formað­ur Við­reisn­ar, bað ráð­herra að „girða sig í brók“, skoða stóru mynd­ina og taka ut­an um alla hópa, ekki bara sína eig­in.
Grátrana sást á Vestfjörðum
9
Fréttir

Grátr­ana sást á Vest­fjörð­um

Grátr­ana sást á túni vest­ur í Djúpi á Vest­fjörð­um. Um er ræða sjald­séð­an flæk­ings­fugl og þyk­ir það tíðund­um sæta að hann hafi sést á þess­um slóð­um en hing­að til hafa þeir að­eins fund­ist á Aust­ur­landi og á Norð-Aust­ur­landi. Fugl­inn varð á vegi hjón­anna Kristjáns Sig­ur­jóns­son­ar og Áslaug­ar Ótt­ars­dótt­ur sem náðu af smella af nokkr­um mynd­um af trön­unni áð­ur en hún flaug á brott.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
5
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.
Hvað gerist í huganum þegar við hreyfum okkur?
8
ViðtalHlaupablaðið 2024

Hvað ger­ist í hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur?

„Mögn­uð“ breyt­ing verð­ur á hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur. Hreyf­ing virk­ar eins og þung­lynd­is­lyf á þau sem glíma við vægt eða miðl­ungs þung­lyndi. Endorfín, sem fást við hlaup, hafa áhrif á túlk­un til­finn­inga, deyfa sárs­auka og valda sælu­til­finn­ingu. Steinn B. Gunn­ars­son íþrótta- og lýð­heilsu­fræð­ing­ur veit­ir inn­sýn í áhrif­in og ráð til að fá hug­ann til að halda sig við hreyf­ing­una.
Brosir gegnum sárin
9
ViðtalHlaupablaðið 2024

Bros­ir gegn­um sár­in

Andrea Kol­beins­dótt­ir, marg­fald­ur Ís­lands­meist­ari í hlaup­um, ger­ir hlé á lækn­is­fræði til að reyna að verða at­vinnu­hlaup­ari. Hún deil­ir lær­dómi sín­um eft­ir hindr­an­ir og sigra síð­ustu ára. Fjöl­skyldu­með­lim­ir hafa áhyggj­ur af hlaup­un­um, en sjálf ætl­ar hún að læra meira á manns­lík­amann til að bæta sig og hjálpa öðr­um. Hlaup­in snú­ast um sig­ur hug­ans og stund­um bros­ir hún til að plata heil­ann.
Öryggisverðir gæta Bjarna – „Nokkuð góðir í að vera ósýnilegir“
10
Fréttir

Ör­ygg­is­verð­ir gæta Bjarna – „Nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir“

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra vill ekki kalla þá líf­verði, ör­ygg­is­verð­ina sem fylgja hon­um hvert fót­mál. „Þeir eru nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir þannig að ég geti sinnt mín­um störf­um,“ seg­ir hann. Áhættumat vegna ör­ygg­is ráð­herra rík­is­stjórn­ar Ís­lands er í sí­felldri end­ur­skoð­un, sam­kvæmt embætti rík­is­lög­reglu­stjóra.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
6
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
10
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár