Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Fjallað um forboðið samband Megasar við „ladyboy“

Ein­læg­ar upp­ljóstran­ir í lífs­sög­unni Viðr­ini tel ég mig vera. Sleit sam­band­inu við taí­lensk­an „lady­boy“ og gaf út lag­ið Litl­ir, sæt­ir strák­ar.

Fjallað um forboðið samband Megasar við „ladyboy“
Megas Kynntist ladyboy á Taílandi og kom með hann til Íslands. Mynd: PressPhotos

„Taílandsferðin breytti öllu. og hann kom aftur allur annar maður með ný lífsviðhorf,” segir í nýrri bók um Megas, Viðrini tel ég mig vera, eftir Óttar Guðmundsson. Þarna er því lýst þegar tónlistarmaðurinn tók upp ástarsamband við ungan taílenskan mann, svokallaðan „ladyboy“, Mú að nafni. Megas bauð Mú til Íslands og landið bókstaflega logaði af kjaftasögum.

Rakið er í bókinni hvernig ástarsamband þeirra kom til. Megas hafði hitt Mú á bar „þar sem hann kom fram sem kona eða drag-kvín”.

Megas fellur af stalli

„Þeir hrifust hvor af öðrum og urðu nánir vinir. Megas fór fljótlega aftur til Taílands og hann bauð Mú að koma til Íslands. Megas sótti vin sinn út á flugvöll og fór með hann heim til sín þar sem Mú dvaldist um hríð,“ segir í bókinni.

Áður en þetta kom til virtist framtíðin ætla að verða sú að Megas yrði settur á stall af þjóð sinni og hlyti fjölda viðurkenninga. Hann var elskaður og dáður og edrúmennskan var í fyrirrúmi. Höfundur spáir því að Megas verði aufúsugestur á Bessastöðum og fái listamannalaun í áskrift. En svo snérist allt gegn honum.

„Megas datt eins og fallin keila af sínum nýfengna stalli“

„Íslenskt samfélag var á engan  hátt tilbúið til að sætta sig við samband þessara tveggja manna. Margar sögur fóru á flug og fljótlega var Mú orðinn 12-13 ára og kominn í útleigu til bæði karla og kvenna. Megas datt eins og fallin keila af sínum nýfengna stalli og varð að pervert, vændiskaupanda, barnaperra og homma í þjóðarvitundinni. Fallið var hátt og margir tilbúnir til að kasta steinum í skáldið,” segir í bókinni.

Forboðnar ástir

Bókarhöfundur líkir þessu við forboðnar ástir séra Hallgíms Péturssonar og Guðríðar Símonardóttur. Þá hafi eins og nú náðst þjóðarsátt um að fordæma hið breyska skáld.

„Sannleikurinn var sá að Mú var fullorðinn, fæddur karlmaður en klæddi sig og málaði sig eins og kona og lifði á landamærum kynjanna. Slíkir menn kallast transvestítar, klæðskiptingar eða ladyboys í Taílandi …,“ segir í bókinni.

Því er lýst í bókinni að Mú hafi litið upp til Megasar en fljótlega uppgötvað vandamál Megasar með eigin kynhneigð eða skort á samkynhneigð. Og það fjaraði undan sambandinu. Mú fór að fara sínar eigin leiðir.

„Litlir sætir strákar“

Mú sást oft í Vesturbæjargufunni og fleiri stöðum þar sem karlmenn hittust til spjalls og leikja. Eftir nokkurn tíma hafði Megas misst öll tök á aðstæðunum og vissi ekki sitt rjúkandi ráð. Algjör hlutverkaskipti urðu í sambandinu. Megas varð bráðin en Mú veiðimaður en ekki öfugt eins og þegar þeir hittust fyrst …,” segir í bókinni.

Mú kom aftur til Íslands en þá var sambandið „tekið að súrna”. Gjáin milli þeirra dýpkaði. Megas uppgötvaði að hann hafði vakið til lífsins ástand sem hann réði engan veginn við.

„Hann var gagnkynhneigður í sambandi við samkynhneigðan mann í kvenmannsgervi sem ætlast var til að hann héldi uppi …,“ skrifar Óttar um endalok sambandsins. Seinna átti Megas eftir að vekja upp enn meira umtal þegar hann gaf út lagið Litlir sætir strákar.  

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Domino's-þjóðin Íslendingar
2
Skýring

Dom­ino's-þjóð­in Ís­lend­ing­ar

Guð­fað­ir og stofn­andi Dom­ino´s á Ís­landi, Birg­ir Bielt­vedt, hef­ur enn og aft­ur selt hluta­bréf í fyr­ir­tæk­inu og er út­gerð­ar­kon­an Guð­björg Matth­ías­dótt­ir nú orð­inn stærsti hlut­haf­inn. Birg­ir er rauði þráð­ur­inn í æv­in­týra­legri sögu pitsu­fyr­ir­tæk­is­ins á Ís­landi sem hef­ur kom­ið sér í ein­staka mark­aðs­stöðu á skyndi­bita­mark­að­in­um á Ís­landi.
„Ótrúlega falleg framtíðarsýn“ að hlaupa með pabba sínum á níræðisaldri
6
ViðtalHlaupablaðið 2024

„Ótrú­lega fal­leg fram­tíð­ar­sýn“ að hlaupa með pabba sín­um á ní­ræðis­aldri

Rann­veig Haf­berg hélt að hún gæti aldrei byrj­að að hlaupa. Hún létt­ist um 38 kíló á einu og hálfu ári með breyttu mataræði og hleyp­ur vænt­an­lega sitt tí­unda of­ur­m­ara­þon á Lauga­veg­in­um í sum­ar. Ey­steinn Haf­berg, fað­ir henn­ar, byrj­aði að hlaupa um sjö­tugt eft­ir hjarta­áfall. Hann er orð­inn fræg fyr­ir­mynd í ís­lenska hlaupa­heim­in­um. Móð­ir henn­ar er líka byrj­uð að hlaupa. Og barna­börn­in.
Eigi að læra íslensku áður en fjölskyldan kemur
9
FréttirFlóttamenn

Eigi að læra ís­lensku áð­ur en fjöl­skyld­an kem­ur

Meiri­hluti alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd­ar tel­ur efni til að víkka að­eins skil­yrði til fjöl­skyldusam­ein­ing­ar í um­deildu út­lend­inga­frum­varpi. Skil­yrði til und­an­þágu eru þó frem­ur ströng: Flótta­mað­ur­inn sem sæk­ir um fjöl­skyldusam­ein­ingu gæti feng­ið und­an­þágu ef hann hef­ur á einu ári lært ís­lensku, ver­ið virk­ur á vinnu­mark­aði í átta mán­uði, hef­ur til­tækt íbúð­ar­hús­næði fyr­ir fjöl­skyld­una og get­ur fram­fleytt sér.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
5
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
8
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
5
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu