Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Fjárlagafrumvarp 2017 lagt fram hallalaust

Starfs­stjórn fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is legg­ur fram fjár­laga­frum­varp byggt á um­deildri fjár­mála­stefnu sem var sam­þykkt í ág­úst.

Fjárlagafrumvarp 2017 lagt fram hallalaust
Bjarni Benediktsson Kynnti fjárlögin í dag. Mynd: Pressphotos

Starfsstjórn fjármála- og efnahagsráðuneytisins, leidd af Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra, hefur lagt fram frumvarp til fjárlaga 2017. Eins og síðustu þrjú fjárlög fráfarandi ríkisstjórnar eru þessi lögð fram hallalaus. 

Fjárlög eru venjulega lögð fram með pólitískum vilja ríkisstjórnar, en þar sem ekki hefur tekist að mynda ríkisstjórn er þetta frumvarp byggt á fjármálastefnu 2017-2021 sem var samþykkt í ágúst á þessu ári. Ekki réð einhugur um þá stefnu, en hún var samþykkt með 29 atkvæðum og skilaði minnihlutinn séráliti. Eftir kosningarnar breyttist samsetning Alþingis mjög og er því óljóst hvort fjárlagafrumvarpið, sem byggt er á á þessari umdeildu fjármálastefnu, muni hljóta brautargengi.

Hvernig sem ný ríkisstjórn mun líta út mun hún geta skapað heimildir til að breyta útgjöldum fyrir árið 2017, hvort sem að þetta fjárlagafrumvarp verður samþykkt í núverandi mynd eða ekki. 

Afgangur upp á 28,5 milljarða 

Fjármálaráðherra kynnti fjölmiðlum nýtt fjárlagafrumvarp í dag. Í því er gert ráð fyrir 28,5 milljarða afgangi ríkissjóðs, en gjöld eru 734,4 milljarðar og tekjur 772. Bjarni sagði að sérstök áhersla væri lögð á heilbrigðis-, mennta- og löggæslumál, en er vöxtur útgjalda í þeim málaflokki 5% á yfirstandandi ári, sem er 7% hærra en árið 2006 á föstu verðlagi.

Helstu útgjaldamál í frumvarpinu eru:

  • Heildarframlög á nafnvirði til löggæslumála fara úr 11,8 ma.kr. árið 2015 í 13,7 ma.kr. á næsta ári.

  • Breytingar á lögum um almannatryggingar, sameining bótaflokka ellilífeyrisþega í einn grunnlífeyri o.fl. ‐ samtals 11,1 milljarða króna.

  • Aukin rekstrarframlög til heilbrigðismála, þar af aukin framlög til styrkingar á rekstri sjúkrahúsa og heilsugæslu hátt í 4 ma.kr. og 1,5 ma.kr. vegna nýs rammasamnings um rekstur hjúkrunarheimila – samtals 7,3 ma.kr.

  • Hækkun iðgjalda launagreiðenda til A‐deildar LSR úr 11,5% í 15,1% frá og með næstu áramótum – samtals 4,5 ma.kr.

  • Aukning útgjalda til mennta‐ og menningarmála, s.s. vegna styrkingar á rekstrargrunni háskóla og framhaldsskóla, auk þess sem veitt er framlag til listaframhaldsskóla til eflingar tónlisarfræðslu – samtals 2,5 ma.kr.

  • Nýr rammasamningur um almenn starfsskilyrði landbúnaðarins –  samtals 1,1 ma.kr.

  • Nýtt húsnæðisbótakerfi sem tekur gildi frá og með næstu áramótum – heildarumfang kerfisins verður um 6,5 ma.kr. en aukin framlög nema 785 m.kr. í frumvarpinu – samtals 0,8 ma.kr.

  • Byggðar‐ og sóknaráætlanir landshluta – samtals 0,5 ma.kr. Fjárhæðir og tekjuviðmiðunarmörk barnabóta ásamt eignamörkum vegna vaxtabóta hækkuð þannig að framlög milli áranna 2016 og 2017 haldist áfram óbreytt. 

Skuldlaust Ísland 2025

Hagvöxtur hefur verið stöðugur síðustu ár og er gert fyrir því að hann haldi áfram út það tímabil sem fjárlagastefnan nær til, en væri það í fyrsta skipti í sögu íslenska lýðveldisins sem er samfelldur hagvöxtur í áratug. 

Heildarskuldir Íslands eru svipaðar og fyrirfinnast í ESB ríkjunum, en í kjölfar hrunsins snarhækkaði vaxtakostnaður hins opinbera og nemur hann um 11% af tekjum ríkisins, sem er hærra hlutfall en í öllum ríkjum ESB. 

Bjarni talaði um mikilvægi þess að nýta þann ágóða sem hefur skapast með aðhaldi í ríkisfjármálum til að minnka skuldir og vaxtakostnað frekar en að auka kostnað ríkissjóðs. „Við teljum að það séu viss þennslumörk í kerfinu,“ sagði Bjarni, „sem að krefjast þess að fólk beiti agaðri hagstjórn til að sporna gegn ofhitnun.“ Með þessu móti vildi hann meina að Ísland gæti orðið skuldlaust árið 2025. 

Fjárfestingum hins opinbera er haldið lágt, en þó eru nokkrar undantekningar, eins og:

  • Framlög vegna byggingar þriggja nýrra hjúkrunarheimila á árunum 2016‐2018 –  samtals 1,2 ma.kr.

  • Smíði nýrrar Vestmannaeyjaferju – samtals 1,1 ma.kr (4,4 ma.kr. heildarkostnaður á 3 árum).

  • Aukin framlög til almennra vegaframkvæmda – samtals 1 ma.kr. 

Í núverandi fjárlagafrumvarpi er hvergi að finna þá kröfu rektora allra háskóla á Íslandi að hækka framlag á hvern háskólanema þannig að það verði sambærilegt við Norðurlöndin, né í kröfu Kára Stefánssonar og rúmlega 85 þúsund Íslendinga að hækka heilbrigðisútgjöld úr 8,7% af værgri þjóðarframleiðslu í 11%. 

Hægt er að nálgast fjárlagafrumvarpið hér (PDF skrá; hægri smellið og veljið Niðurhala). 

Sjá einnig: 

Umdeild framtíðarsýn veldur titringi á stjórnarheimilinu: Hvað felst í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar?

„Einn best rekni ríkissjóður í Evrópu“ rekinn með halla í miðri uppsveiflu

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2016

Mest lesið

Öryggisverðir gæta Bjarna – „Nokkuð góðir í að vera ósýnilegir“
2
Fréttir

Ör­ygg­is­verð­ir gæta Bjarna – „Nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir“

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra vill ekki kalla þá líf­verði, ör­ygg­is­verð­ina sem fylgja hon­um hvert fót­mál. „Þeir eru nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir þannig að ég geti sinnt mín­um störf­um,“ seg­ir hann. Áhættumat vegna ör­ygg­is ráð­herra rík­is­stjórn­ar Ís­lands er í sí­felldri end­ur­skoð­un, sam­kvæmt embætti rík­is­lög­reglu­stjóra.
Þórður Snær Júlíusson
4
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Er það að gefa að minnsta kosti hálf­an millj­arð góð með­ferð op­in­bers fjár?

Fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri með sterk flokk­spóli­tísk tengsl tók ákvörð­un um að gera vel við nána sam­starfs­menn sína rétt áð­ur en þeir fóru á eft­ir­laun og rétt áð­ur en hann þurfti að semja um starfs­lok. Kostn­að­ur­inn við þessa ákvörð­un er að minnsta kosti rúm­lega 500 millj­ón­ir króna og skatt­greið­end­ur bera hann. Tveir nú­ver­andi ráð­herr­ar voru kolrang­stæð­ir í yf­ir­lýs­ing­um sín­um um mál­ið að mati Hæsta­rétt­ar og nú­ver­andi dóms­mála­ráð­herra get­ur ekki feng­ið sig til að biðja um rann­sókn á því.
Grátrana sást á Vestfjörðum
5
Fréttir

Grátr­ana sást á Vest­fjörð­um

Grátr­ana sást á túni vest­ur í Djúpi á Vest­fjörð­um. Um er ræða sjald­séð­an flæk­ings­fugl og þyk­ir það tíðund­um sæta að hann hafi sést á þess­um slóð­um en hing­að til hafa þeir að­eins fund­ist á Aust­ur­landi og á Norð-Aust­ur­landi. Fugl­inn varð á vegi hjón­anna Kristjáns Sig­ur­jóns­son­ar og Áslaug­ar Ótt­ars­dótt­ur sem náðu af smella af nokkr­um mynd­um af trön­unni áð­ur en hún flaug á brott.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
5
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.
Hvað gerist í huganum þegar við hreyfum okkur?
8
ViðtalHlaupablaðið 2024

Hvað ger­ist í hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur?

„Mögn­uð“ breyt­ing verð­ur á hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur. Hreyf­ing virk­ar eins og þung­lynd­is­lyf á þau sem glíma við vægt eða miðl­ungs þung­lyndi. Endorfín, sem fást við hlaup, hafa áhrif á túlk­un til­finn­inga, deyfa sárs­auka og valda sælu­til­finn­ingu. Steinn B. Gunn­ars­son íþrótta- og lýð­heilsu­fræð­ing­ur veit­ir inn­sýn í áhrif­in og ráð til að fá hug­ann til að halda sig við hreyf­ing­una.
Öryggisverðir gæta Bjarna – „Nokkuð góðir í að vera ósýnilegir“
9
Fréttir

Ör­ygg­is­verð­ir gæta Bjarna – „Nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir“

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra vill ekki kalla þá líf­verði, ör­ygg­is­verð­ina sem fylgja hon­um hvert fót­mál. „Þeir eru nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir þannig að ég geti sinnt mín­um störf­um,“ seg­ir hann. Áhættumat vegna ör­ygg­is ráð­herra rík­is­stjórn­ar Ís­lands er í sí­felldri end­ur­skoð­un, sam­kvæmt embætti rík­is­lög­reglu­stjóra.
Katrín eini matvælaráðherra VG sem tekur ekki afstöðu gegn gjafakvótanum í laxeldinu
10
FréttirLaxeldi

Katrín eini mat­væla­ráð­herra VG sem tek­ur ekki af­stöðu gegn gjafa­kvót­an­um í lax­eld­inu

Bæði Bjarkey Gunn­ars­dótt­ir og Svandís Svavars­dótt­ir hafa lýst því yf­ir að þær vilji tíma­binda rekstr­ar­leyf­in í sjókvía­eld­inu. Eini mat­væla­ráð­herra VG á síð­asta og yf­ir­stand­andi kjör­tíma­bili sem ekki hef­ur gert slíkt hið sama er Katrín Jak­obs­dótt­ir for­setafram­bjóð­andi. Hún vann tals­vert að frum­varp­inu, fund­aði með hag­að­il­um um það og lét breyta ein­staka grein­um þess.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
6
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
10
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár