Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Finnst „óeðlilegt“ að vitnað hafi verið í þingræðu sína í óundirbúnum fyrirspurnartíma

Theo­dóra S. Þor­steins­dótt­ir, þing­flokks­formað­ur Bjartr­ar fram­tíð­ar, tel­ur að Logi Ein­ars­son, formað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, hafi hegð­að sér óprúð­mann­lega með því að vitna í ræðu henn­ar í spurn­ingu til Ótt­ars Proppé. Kall­ar eft­ir vand­aðri vinnu­brögð­um.

Finnst „óeðlilegt“ að vitnað hafi verið í þingræðu sína í óundirbúnum fyrirspurnartíma

Theodóra S. Þorsteinsdóttir, þingflokksformaður Bjartrar framtíðar, er óánægð með að vitnað hafi verið í þingræðu hennar í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi þegar Logi Einarsson beindi spurningu til Óttars Proppé heilbrigðisráðherra og formanns Bjartrar framtíðar.

Theodóra átaldi Loga fyrir þetta í ræðu undir liðnum störf þingsins í gær og sakaði hann um að hafa verið að „spyrja aðra út úr“ sinni ræðu. 

„Mér finnst ekki mikil prúðmennska falin í því að spyrja aðra út úr minni ræðu þegar ég var sjálf í húsi og tiltæk til að svara spurningum þingmannsins. Ég veit ekki hvað hv. þm. Loga Einarssyni gengur til með svona háttalagi og ég vona svo sannarlega að það sé ekki til marks um þau vinnubrögð sem hann eða aðrir þeir sem ekki eiga sæti í ríkisstjórn að þessu sinni ætla að ástunda,“ sagði Theodóra. 

Þingræða Loga, sem Theodóra vísaði til, hljóðaði svo:

„Frú forseti. Í nokkrum ræðum á Alþingi í gær var fjallað töluvert um vinnubrögð og ný vinnubrögð. Menn töluðu um að byggja brýr. Mér fannst þetta málflutningur sem var vert að taka mark á. Og að menn ynnu þvert á meiri hluta og minni hluta. Ein af þeim sem flutti ágæta ræðu var þingmaður og formaður þingflokks Bjartrar framtíðar, hv. þm. Theodóra S. Þorsteinsdóttir. Hún sagði, með leyfi forseta: „Í mínum huga eru þingmenn og stjórnmálaflokkar ekki annaðhvort með eða á móti. Við erum ekki við og þið. Við erum öll í sama liði. Okkur var falið mikilvægt verkefni þar sem hagsmunir þjóðarinnar liggja undir, ekki hagsmunir stjórnmálaflokka eða okkar þingmanna. Mörg þeirra verkefna sem finna má í stefnuyfirlýsingu og í þeim þingmálum sem lögð verða fram á vorþingi eru mál sem allir flokkar lögðu ríka áherslu á í aðdraganda kosninga. Nú mun reyna á það hvort þeim flokkum sem ekki eiga aðild að núverandi ríkisstjórn var alvara með þeim yfirlýsingum um að vinnubrögð í stjórnmálum þörfnuðust yfirhalningar.“ Þess vegna langar mig að spyrja hæstv. heilbrigðisráðherra hvort sá ásetningur gildi líka um þá þingmenn sem tilheyra stjórnarmeirihluta Bjartrar framtíðar, þ.e. að standa við kosningaloforð. Ég er þó einkum að kalla eftir því hvernig þingmenn Bjartrar framtíðar munu nálgast tillögur og frumvörp sem munu koma fram frá stjórnarandstöðunni og eru í samræmi við áherslumál þess flokks í aðdraganda kosninga. Ég get nefnt frumvarp um greiðsluþátttöku sjúklinga sem mun koma fram, um áframhaldandi vinnu við gerð stjórnarskrár í samræmi við niðurstöður stjórnlagaráðs, að þjóðin fái sjálf að ákveða áframhaldandi ESB-viðræður og kerfisbreytingar í sjávarútvegi. Hin spurningin er svo: Eru þingmenn Bjartrar framtíðar bundnir á einhvern hátt í stjórnarsamstarfinu til að greiða atkvæði gegn gefnum loforðum eða með teknu tilliti til hvenær tillögur koma fram?“

Finnst tilvitnunin skrítin

Theodóra telur að málflutningur Loga hafi verið óeðlilegur. „Háttvirtur þingmaður Logi Már Einarsson kom hér í pontu í gær og gerði að umtalsefni orð sem ég lét falla í umræðu um stefnuræðu forsætisráðherra í fyrrakvöld. Það skrýtna var að hann beindi fyrirspurn sinni að virðulegum heilbrigðisráðherra,“ sagði hún í umræðum undir liðnum störf þingsins í gær. Sem kunnugt er sitja einungis ráðherrar en ekki óbreyttir þingmenn fyrir svörum í óundirbúnum fyrirspurnartímum.  

Oddný Harðardóttir, þingkona Samfylkingarinnar, gerir málið að umtalsefni á Facebook. „Þingflokksformaður Bjartrar framtíðar kvartar undan því á Alþingi að formaður flokksins sé spurður út í kosningaloforð og efndir þeirra. Hún kallar það slæm vinnubrögð. Ég skil ekkert lengur í þessu tali BF um vinnubrögð,“ skrifar hún. 

Theodóra svarar á þessa leið: „Engan vegin að kvarta undan að við séum spurð út í kosningaáherslur, enda erum við búin að svara þeim. Athugasemd mín snýr að því að vitna í mína ræðu og mín orð og spyrja aðra í BF út í þau, þar sem ég hef ekki tækifæri til þess að svara. Sér í lagi þar sem ég var að fjalla um hvernig ég vil vinna "Í mínum huga" hófst það sem Logi hefur eftir mér og spyr Óttarr útí. Ég er bundin af minni sannfæringu, það ætti enginn annar að svara fyrir hana.“

Aðspurð hvort henni finnist í alvörunni óeðlilegt að vitnað sé í orð þingmanns Bjartrar framtíðar í fyrirspurn til formanns Bjartrar framtíðar skrifar Theodóra:

„Ef ykkur finnst þetta góður bragur og eðlilegt þá virði ég það. Mér finnst það hins vegar mjög óeðlilegt og leyfi mér að minnast á það.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
1
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Brosir gegnum sárin
4
ViðtalHlaupablaðið 2024

Bros­ir gegn­um sár­in

Andrea Kol­beins­dótt­ir, marg­fald­ur Ís­lands­meist­ari í hlaup­um, ger­ir hlé á lækn­is­fræði til að reyna að verða at­vinnu­hlaup­ari. Hún deil­ir lær­dómi sín­um eft­ir hindr­an­ir og sigra síð­ustu ára. Fjöl­skyldu­með­lim­ir hafa áhyggj­ur af hlaup­un­um, en sjálf ætl­ar hún að læra meira á manns­lík­amann til að bæta sig og hjálpa öðr­um. Hlaup­in snú­ast um sig­ur hug­ans og stund­um bros­ir hún til að plata heil­ann.
Vill að NATO greiði fyrir nýjan flugvöll
7
Fréttir

Vill að NATO greiði fyr­ir nýj­an flug­völl

Ei­rík­ur Ingi Jó­hanns­son for­setafram­bjóð­andi tel­ur að að­ild Ís­lands að Norð­ur-Atlants­hafs­banda­lag­inu (NATO), sem sam­þykkt var á Al­þingi ár­ið 1949, hefði átt að vera sett í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu. Í nýj­asta þætti Pressu sagði Ei­rík­ur að Ís­land ætti ekki að leggja til fjár­muni í varn­ar­banda­lag­ið. Þvert á móti ætti NATO, að hans mati, að fjár­magna upp­bygg­ingu á mik­il­væg­um inn­við­um hér á landi.
Læknir segir lífi Blessing ógnað með brottvísun
8
Fréttir

Lækn­ir seg­ir lífi Bless­ing ógn­að með brott­vís­un

Lækn­ir á Land­spít­ala seg­ir að það sé ófor­svar­an­legt með öllu út frá lækn­is­fræði­legu sjón­ar­miði að Bless­ing Newt­on frá Níg­er­íu verði vís­að úr landi á morg­un. Hún sé með sex æxli í legi og lífs­nauð­syn­legt að hún hafi greið­an að­gang að bráða­þjón­ustu. Bless­ing er nú í gæslu­varð­haldi á Hólms­heiði að sögn lög­manns henn­ar. Hann seg­ir lækn­is­vott­orð­ið þess eðl­is að ekki sé ann­að hægt en að fresta fram­kvæmd brott­vís­un­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
6
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár