Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Fagnar öllu sem bítur á

Dögg Hjaltalín, eig­andi bóka­út­gáf­unn­ar Sölku, er for­fall­in veiði­kona og veit fátt skemmti­legra en að standa á ár­bakka í góðra vina hópi og gleðj­ast yf­ir góð­um feng. Veiði­ferð­ir snú­ast þó um fleira en veið­ina sjálfa, fé­lags­skap­ur­inn og fæð­ið eru stór hluti af skemmt­un­inni og Dögg er sér­fræð­ing­ur í að pakka í nestistösk­ur fyr­ir veiði­ferð­ir, auk þess sem hún eld­ar auð­vit­að fisk­inn sem hún veið­ir af sannri lyst.

Fagnar öllu sem bítur á

Dögg er stödd norður í landi þegar Stundin nær sambandi við hana en fellst góðfúslega á að deila nokkrum uppskriftum að aflanum með lesendum. Fyrst er þó einboðið að setja hana í smá yfirheyrslu og komast að því hvað það er sem dregur hana að árbakkanum oft á sumri. Fyrsta spurningin er eðlilega hvenær hún hafi byrjað að stunda stangveiði?

„Ég byrjaði að veiða fyrir um fimm árum síðan og tók mín fyrstu köst í fluguveiðiskóla í Laxá í Dölum. Við vorum nokkur óvön saman undir styrkri leiðsögn Árna Friðleifssonar og voru frasarnir í fyrstu mjög framandi en flestir urðu forfallnir veiðimenn í kjölfarið. Eitthvað klikkaði kennslan því ég landaði ekki maríulaxinum fyrr en tveimur árum seinna. 

Hvað ferðu í veiðitúra oft á sumri?

„Undanfarin ár hef ég farið tvisvar til þrisvar á sumri. Við erum með Efri-Haukadalsá á leigu og við reynum að fara þangað eins oft og við getum.“

Hvað er mest heillandi við veiðina?

„Félagsskapurinn, náttúran og að skipta alveg um umhverfi er mest heillandi en svo er líka ótrúlega gaman að landa fiski.“

Veiðirðu bæði á flugu og spún, lax og silung?

„Ég hef bara veitt á flugu og nánast bara rauðan frances. Efri-Haukadalsá er bleikjuá en við höfum aðallega fengið lax þar en ég hef líka veitt silung í Haukadalsá sem er laxveiðiá. Ég fagna bara öllu sem bítur á.“

Hvað skiptir mestu máli að hafa með sér í veiðiferðina?

„Góða vini, rauðan frances og nesti fyrir hamingjustundina.“

Taka eiginmaðurinn og börnin þátt í þessu sporti?

„Eiginmaðurinn er sjúkur veiðimaður þannig að hann kynnti mig fyrir þessu. Tæplega þriggja mánaða dóttir mín hefur farið bæði í Langá og Efri-Haukadalsá og sofið vært á bökkunum. Miðjudóttirin er mjög áhugasöm og hefur mikla þolinmæði. Hún er jafn áhugasöm um síli og laxa en við eigum eftir að fínpússa köstin hjá henni með flugustöngina. Sú elsta fékk maríulaxinn í Langá 8 ára.“

Hvað er mikilvægast að hafa í huga þegar nesti í veiðiferð er valið?

„Nestið er mjög mikilvægur hluti veiðinnar. Góðir ostar og kex, salami, salöt eru eðal. Það besta sem ég smakkaði í síðustu veiðiferð var súrdeigsbrauð með anda-rilette.“

Er áfengi nauðsynlegur hluti af veiðitúrnum, eins og margir halda fram?

„ Nei, alls ekki, en það sakar ekki að eiga eitthvað freyðandi til að skála fyrir góðum feng.“

Veiðirðu líka á veturna?

„Nei, ekki enn. Langar að prófa að veiða í vök og læt kannski verða af því næsta vetur. Sé samt frekar fyrir mér að vera með hús og gott kakó en að húka úti í kuldanum, svona eins og er alltaf í bíómyndunum.“

Hvaða ráð geturðu gefið fólki sem langar að taka þetta sport upp en veit ekki hvernig það á að byrja?

„Drífa sig af stað, það er hægt að leigja allar græjur og svo er fullt af flottum svæðum sem kosta lítið sem ekkert. Svo lærir fólk af reynslunni. Svo er sniðugt að lesa sér til um veiði og mæli ég þá sérstaklega með vefritinu Flugufréttum sem kemur út vikulega.“

Uppskriftir:

Hér fylgja uppskriftir sem gott er að nota í veiðihúsum eða á ferðalagi að lokinni veiði:

Teryaki-bleikja

Bleikja
Teryaki-sósa
Ristuð sesamfræ

Hellið teryaki-sósu yfir bleikjuflök í álpappír og stráið sesamfræjum yfir. Látið standa í 15–30 mínútur. Grillið á hæsta hita í ca 5 mínútur eða eftir þykkt flakanna.

Grillaður lax með smjörsósu

Laxaflök
Salt
Pipar
Sítróna

Kryddið laxaflökin með salti og pipar og þekið með þunnt skornum sneiðum af sítrónum. Vefjið inn í álpappír og grillið í 8 mínútur eða eftir þykkt flakanna. Látið jafna sig í nokkrar mínútur.

Hvítvínssmjörsósa

Smjör
Hvítvín
Skarlottlaukur (laukur)
Chili

Setjið smjörið í pott og skerið laukinn smátt og mýkið hann í smjörinu. Skerið chili smátt og bætið út í. Magn chili-fræja, sem sett er út í, fer eftir bragðlaukum hvers og eins og sumir sleppa þeim alveg. Hvítvíninu er svo blandað saman við í lokin.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Auður Jónsdóttir
1
Skoðun

Auður Jónsdóttir

Þið er­uð óvit­ar! ­– hlust­ið á okk­ur

Það er andi elí­tísma í kring­um kosn­inga­bar­áttu Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur. Nafn­tog­að­ir lista­menn, áhrifa­fólk í sam­fé­lag­inu og stjórn­mál­um jafnt sem vél­virkj­ar þaul­setn­asta stjórn­mála­flokks lands­ins leggj­ast á eina sveif með henni. Fyr­ir vik­ið eru kosn­ing­arn­ar áhuga­verð fé­lags­fræði­leg stúd­ía af því að í þeim af­hjúp­ast sam­taka­mátt­ur þeirra sem vald og raddsvið hafa – á ólík­um svið­um.
Stóriðja og landeldi takast á í eitruðu andrumslofti í Ölfusi
4
SkýringJarðefnaiðnaður í Ölfusi

Stór­iðja og land­eldi tak­ast á í eitr­uðu andrum­slofti í Ölfusi

Mikl­ar deil­ur eru komn­ar upp í við­skipta- og stjórn­mála­líf­inu í sveit­ar­fé­lag­inu Ölfusi um möl­un­ar­verk­smiðju þýska fyr­ir­tæk­is­ins Heidel­berg. Íbúa­kosn­ingu um möl­un­ar­verk­smiðj­una hef­ur ver­ið frest­að vegna gagn­rýni frá land­eld­is­fyr­ir­tæk­inu First Water sem tel­ur verk­smiðj­una skað­lega fyr­ir starf­semi þess.
Kristján Þór starfandi stjórnarformaður styrktarfélags Samherjafrænda
7
Fréttir

Kristján Þór starf­andi stjórn­ar­formað­ur styrkt­ar­fé­lags Sam­herja­f­rænda

Kristján Þór Júlí­us­son, fyrr­ver­andi þing­mað­ur og ráð­herra, er stjórn­ar­formað­ur ný­sköp­un­ar- og frum­kvöðl­a­fé­lags sem stofn­end­ur Sam­herja, Þor­steinn Már Bald­vins­son og Kristján Vil­helms­son, hafa sett á lagg­irn­ar. Um er að ræða enn eitt dæm­ið um starf­ið sem Kristján Þór tek­ur að sér fyr­ir stofn­end­ur Sam­herja í gegn­um ár­in.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Saga af áralangri vanrækslu og vonleysi: „Þetta heitir Betra líf sko“
2
RannsóknBrostnar vonir á Betra lífi

Saga af ára­langri van­rækslu og von­leysi: „Þetta heit­ir Betra líf sko“

Slökkvi­lið­ið hef­ur sent kæru til lög­reglu á hend­ur Arn­ari Gunn­ari Hjálm­týs­syni fyr­ir að hafa stefnt lífi og heilsu íbúa áfanga­heim­il­is­ins Betra líf í Vatna­görð­um í hættu eft­ir að eld­ur kvikn­aði þar í fe­brú­ar í fyrra. Áfanga­heim­il­ið flutti þá upp í Kópa­vog. Í styrk­umsókn til Reykja­vík­ur fór Arn­ar með rang­færsl­ur en fékk engu að síð­ur rúm­ar 24 millj­ón­ir fyr­ir rekst­ur­inn. Full­trúi fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­is­ins lýsti áhyggj­um af eit­ur­lyfja­sölu og vændi á einu áfanga­heim­il­inu.
Hvað finnst forsetaframbjóðendunum um stríðið á Gaza?
3
FréttirForsetakosningar 2024

Hvað finnst for­setafram­bjóð­end­un­um um stríð­ið á Gaza?

Fé­lag­ið Ís­land-Palestína sendi for­setafram­bjóð­end­un­um bréf þar sem þeir voru spurð­ir út í af­stöðu þeirra til fram­göngu Ísra­els­hers á Gaza-svæð­inu. Þá voru fram­bjóð­end­urn­ir einnig beðn­ir um að svara því hvernig þeir sæju fyr­ir sér frjálsa Palestínu og hvort þeir muni beita sér fyr­ir frjálsri Palestínu nái þau kjöri.
Auður Jónsdóttir
4
Skoðun

Auður Jónsdóttir

Þið er­uð óvit­ar! ­– hlust­ið á okk­ur

Það er andi elí­tísma í kring­um kosn­inga­bar­áttu Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur. Nafn­tog­að­ir lista­menn, áhrifa­fólk í sam­fé­lag­inu og stjórn­mál­um jafnt sem vél­virkj­ar þaul­setn­asta stjórn­mála­flokks lands­ins leggj­ast á eina sveif með henni. Fyr­ir vik­ið eru kosn­ing­arn­ar áhuga­verð fé­lags­fræði­leg stúd­ía af því að í þeim af­hjúp­ast sam­taka­mátt­ur þeirra sem vald og raddsvið hafa – á ólík­um svið­um.
Fékk milljónir frá Reykjavíkurborg þrátt fyrir rangfærslur í umsókn
5
RannsóknBrostnar vonir á Betra lífi

Fékk millj­ón­ir frá Reykja­vík­ur­borg þrátt fyr­ir rang­færsl­ur í um­sókn

Í um­sókn til Reykja­vík­ur­borg­ar um styrk sagði Arn­ar Gunn­ar Hjálm­týs­son, rekstr­ar­að­ili áfanga­heim­ila Betra lífs, að þau væru í sam­starfi við Berg­ið headspace og Pieta, sam­tök sem kann­ast ekki við að vera eða hafa ver­ið í sam­starfi við Betra líf. Ekk­ert virð­ist hafa ver­ið gert hjá borg­inni til að sann­reyna það sem stóð í um­sókn­inni.
Heidelberg reyndi að beita Hafró þrýstingi fyrir opinn íbúafund í Ölfusi
7
FréttirJarðefnaiðnaður í Ölfusi

Heidel­berg reyndi að beita Hafró þrýst­ingi fyr­ir op­inn íbúa­fund í Ölfusi

Lög­manns­stof­an Logos sendi tölvu­póst fyr­ir hönd Heidel­berg með beiðni um að starfs­mað­ur Haf­rann­sókn­ar­stofn­un­ar tæki ekki þátt í opn­um íbúa­fundi í Ölfusi. Starfs­mað­ur­inn hafði unn­ið rann­sókn um áhrif námu­vinnslu fyr­ir­tæk­is­ins á fiski­mið og hrygn­ing­ar­svæði nytja­stofna úti fyr­ir strönd Ölfuss. Skylda Hafró að upp­lýsa al­menn­ing seg­ir for­stjór­inn.
Aníta var send heim með dóttur sína og „ekki einu sinni hálfum sólarhringi seinna er Winter farin“
9
Fréttir

Aníta var send heim með dótt­ur sína og „ekki einu sinni hálf­um sól­ar­hringi seinna er Win­ter far­in“

Aníta Björt Berkeley deil­ir frá­sögn sinni af með­ferð heil­brigðis­kerf­is­ins á veikri dótt­ur sinni, Win­ter. Win­ter dó í nóv­em­ber á síð­asta ári, tæp­lega sjö vikna göm­ul. Aníta seg­ist hafa þurft að berj­ast fyr­ir rann­sókn­um á dótt­ur sinni og að henni hafi ver­ið mætt með ásök­un­um af hálfu lækna og hjúkr­un­ar­fræð­inga. Dótt­ir henn­ar var út­skrif­uð af spít­al­an­um þrátt fyr­ir mót­bár­ur Anítu og tæp­lega hálf­um sól­ar­hring síð­ar lést hún.
Íslenska útrásin í bresku elliheimilin
10
Úttekt

Ís­lenska út­rás­in í bresku elli­heim­il­in

Fjár­festa­hóp­ur sem Kvika setti sam­an hef­ur á síð­ustu ár­um ver­ið eig­andi breskra elli­heim­ila. For­svars­menn elli­heim­il­is­ins hafa kom­ið hing­að til lands til að mæla fyr­ir auk­inni einka­væð­ingu í vel­ferð­ar­þjón­ustu á Ís­landi. Kvika sjálf, og þar með ís­lensk­ir líf­eyr­is­sjóð­ir, er hlut­hafi í elli­heim­il­un­um sem skil­uðu arð­semi um­fram vænt­ing­ar á síð­asta ári.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
2
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
4
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár