Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Facebook bað Gylfa Ægis afsökunar

Gylfi Æg­is­son seg­ist koma mar­gefld­ur til baka en Face­book-síða hans var tek­in nið­ur á dög­un­um. Hann seg­ir ekk­ert hræð­ast og komi til þess muni hann verja sig gegn þeim sem hafa hót­að hon­um líf­láti.

Facebook bað Gylfa Ægis afsökunar

Í fyrradag var lokað á persónulega Facebook-síðu þjóðlagasöngvarans Gylfa Ægissonar í kjölfar þess að hann fordæmdi hinsegin fræðslu í Hafnarfirði og bar fram ásakanir um að verið væri að „eyðileggja“ börn, „heilaþvo“ þau og „fremja sálarmorð“ á þeim.

Nú er síða Gylfa aftur komin upp og segist hann hafa fengið afsökunarbeiðni frá Facebook. „Þeir báðu mig afsökunar. Það er núna búið að ráðast á mig tvisvar og í bæði skiptin hafa þeir beðið mig innilega fyrirgefningar. Þeir sendu mér þetta áðan, að þeir bæðust afsökunar á þessu. Ég segi bara að skömmin er þeirra sem réðust á síðuna mína,“ segir Gylfi.

Tengja hinseginfræðslu við nauðganir

Gylfi hefur safnað liði gegn tillögu innan bæjarstjórnar Hafnarfjarðar að efla hinsegin fræðslu í skólum bæjarins. Hann sakar bæjaryfirvöld um „sálarmorð á börnum“, segir að verið sé að „skemma börnin og eyðileggja“ og kveðst tilbúinn að fara í fangelsi fyrir baráttu sína gegn fræðslunni. Hann sakar Samtökin ‘78 um yfirvofandi heilaþvott. „Samtökin '78 fá að heilaþvo Grunnskólabörn í Hafnarfirði að vild,“ fullyrðir hann.

Stundin fjallaði um yfirlýsingar hans og birti svör fyrr í vikunni. Meðal ásakana fylgismanna Gylfa, sem hafa birst á Facebook og í innhringitíma á Útvarpi sögu, snúa þær að því að tengja hinsegin fræðslu við nauðganir og barnaníð.

Þannig tók söngkonan Leoncie undir á Facebook-síðu Gylfa: „Næst fara kennara til skólans og heilaþvo börnin að það er allt í lagi að nauðga,“ fullyrðir hún

Meðal þess sem Gylfi sagði á Facebook-síðu sinni áður en henni var lokað var að Samtökin '78 myndu „heilaþvo“ börn og sagði það ekki koma á óvart, þar sem það hafi tíðkast í áratugi að „fremja sálarmorð á börnum“.  

„Nú skal ráðist á grunnskólabörn sem varla hafa náð kynþroska og þau heilaþvegin af Samtökum 78 Hvernig er eiginlega heilabúið í þessu fólki? er það steikt? Góðir Íslendingar brettum nú upp á ermarnar og STÖÐVUM innrætingu samtakanna 78 á grunnskólabörnum í Hafnarfirði,“ sagði Gylfi.

Reglur Facebook kveða hins vegar á um að birting á geirvörtum kvenna sé brot sem leitt getur til lokunar Facebook-síðna.

Hótar þeim sem hótar honum

Hann segir að honum hafi borist líflátshótanir eftir nýjasta uppátæki hans, Barnaskjól. „Það var búið að marghóta mér að þetta væri hatursáróður og ég veit ekki hvað og hvað, að ég væri hreinlega skotinn niður. Það er hellingur af fólki að kommenta á Barnaskjól, síðunni sem átti að skjóta niður, og vill ekki að sé hrært í börnunum þeirra. Ég kem margefldur til baka,“ segir Gylfi og bætir við að sér hafi þótt ein athugasemd verst. „Það var þetta komment um að ég væri bestur hnakkaskotinn. Svo var það tekið út. Bara hnakkaskotinn. Ég kem margefldur frá því, það er enginn að fara að skjóta mig. Ég hef rétt á að verja mig. Það er bara verst að ég skrifaði ekki niður nafnið á þessum gaur því þá hefði ég kannski einhverja nóttina setið á rúmstokknum hjá honum og talað við hann. Ég gerði það síðast þegar glæpamaður hótaði mér. Ég hræddi hann svo mikið að hann lét mig í friði,“ segir Gylfi.

Áhrif viðhorfanna á hinsegin börn

Þá hefur móðir samkynhneigðs manns skrifað opið bréf til Gylfa, þar sem hún lýsir áhrifum viðhorfa eins og þeirra sem Gylfi dreifir, á son sinn í gegnum árin:

„Hann var öðruvísi, hann fór sínar eigin leiðir og gerir enn. Hann fylgdi aldrei þessu „normi“ hvað svo sem það á að vera. Hann fór sem Mjallhvít í leikskólann einn öskudaginn, við útskýrðum fyrir honum að hann kæmi líklega niðurbrotinn heim, því við vissum að enn væri til svona fólk eins og þú. Hann kom niðurbrotinn heim!“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
1
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Brosir gegnum sárin
4
ViðtalHlaupablaðið 2024

Bros­ir gegn­um sár­in

Andrea Kol­beins­dótt­ir, marg­fald­ur Ís­lands­meist­ari í hlaup­um, ger­ir hlé á lækn­is­fræði til að reyna að verða at­vinnu­hlaup­ari. Hún deil­ir lær­dómi sín­um eft­ir hindr­an­ir og sigra síð­ustu ára. Fjöl­skyldu­með­lim­ir hafa áhyggj­ur af hlaup­un­um, en sjálf ætl­ar hún að læra meira á manns­lík­amann til að bæta sig og hjálpa öðr­um. Hlaup­in snú­ast um sig­ur hug­ans og stund­um bros­ir hún til að plata heil­ann.
Vill að NATO greiði fyrir nýjan flugvöll
7
Fréttir

Vill að NATO greiði fyr­ir nýj­an flug­völl

Ei­rík­ur Ingi Jó­hanns­son for­setafram­bjóð­andi tel­ur að að­ild Ís­lands að Norð­ur-Atlants­hafs­banda­lag­inu (NATO), sem sam­þykkt var á Al­þingi ár­ið 1949, hefði átt að vera sett í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu. Í nýj­asta þætti Pressu sagði Ei­rík­ur að Ís­land ætti ekki að leggja til fjár­muni í varn­ar­banda­lag­ið. Þvert á móti ætti NATO, að hans mati, að fjár­magna upp­bygg­ingu á mik­il­væg­um inn­við­um hér á landi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
7
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár