Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Erlendir verkamenn flýja háa húsaleigu hjá Icelandair

Sjö­föld húsa­leiga hef­ur ekki hugn­ast stór­um hluta þeirra 150 Pól­verja sem Icelanda­ir flutti til lands­ins til þess að vinna hjá dótt­ur­fyr­ir­tæki þess, IGS, á Kefla­vík­ur­flug­velli. Leita þeir nú að laus­um leigu­íbúð­um í Reykja­nes­bæ.

Erlendir verkamenn flýja háa húsaleigu hjá Icelandair
Fjölbýlin á Ásbrú Dótturfélag Icelandair festi nýverið kaup á tveimur fjölbýlishúsum en þar búa erlendir verkamenn sem fluttir voru til landsins til þess að starfa á Keflavíkurflugvelli. Mynd: AMG

Stundin greindi frá því í lok maí að erlendir verkamenn frá Póllandi, flestir farandverkamenn sem hingað komu til lands í apríl til þess að starfa fyrir Icelandair Ground Services, dótturfélag Icelandair, væru að greiða sjöfalda húsaleigu í fjölbýlishúsi sem fyrirtækið keypti sérstaklega fyrir starfsmennina á Ásbrú í Reykjanesbæ. Um var að ræða átta fermetra herbergi með aðgangi að sameiginlegu baðherbergi og eldhúsi auk þess sem fataskápur, rúmlega fermeter, fylgdi hverju herbergi.

„Það var í raun lítið sem ég gat gert fyrir þá þar sem allar þær íbúðir sem félagið mitt hefur til umráða eru í útleigu.“

Aðeins nokkrum metrum frá leigja Íslendingar svipuð herbergi, í öðru fjölbýlishúsi, en þau eru töluvert stærri og leigan töluvert lægri. Þannig greiða Íslendingar 72.000 krónur fyrir 55 fermetra þar sem þeir hafa sérbaðherbergi og séreldhús. Fermetraverð Íslendinganna eru því rúmar 1300 krónur á meðan fermetraverð erlendu verkamannanna er rúmlega 8.000 krónur. Slíkt leiguverð á fermetra, um og yfir átta þúsund krónur á fermetra, er með því hæsta sem finnst á Íslandi, ef ekki það hæsta.

Þýdd og dreift meðal verkamanna

Samkvæmt heimildum var frétt Stundarinnar þýdd yfir á pólsku og henni dreift á meðal þeirra 150 Pólverja sem herbergin leigja. Mikil óánægja var með málið hjá þessum erlendu verkamönnum sem fóru saman í hópum í leit að ódýrara leiguhúsnæði í Reykjanesbæ. Einhverjir fengu íbúðir á svæðinu en eftir því sem Stundin kemst næst er leigumarkaðurinn í bæjarfélaginu ekki upp á marga fiska og lausar leiguíbúðir því af afar skornum skammti.

Stundin ræddi við eiganda fasteignafélags í Reykjanesbæ sem staðfesti við Stundina að fjölmargir starfsmenn IGS hefðu sett sig í samband við hann og spurt um lausar leiguíbúðir. Þeir hafi fengið að vita það í gegnum íslenska fjölmiðla að þeir væru að greiða allt of háa leigu miðað við það sem gengur og gerist og vildu út: „Það var í raun lítið sem ég gat gert fyrir þá þar sem allar þær íbúðir sem félagið mitt hefur til umráða eru í útleigu.“

Hann segist hafa bent þeim á að nota leitarsíður á netinu auk þess sem hægt væri að kanna auglýsingar í héraðsblöðum.

Eftir því sem Stundin kemst næst er dótturfélag Icelandair í viðræðum um kaup á þriðja fjölbýlishúsinu á Keflavíkurflugvelli en ekki er vitað hvort flótti verkamannanna hafi áhrif á þær áætlanir.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
5
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.
Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
8
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
2
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu