Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

„Er ég þá morðingi?“

Á björt­um og fal­leg­um vor­degi fór Þórð­ur Gunn­ar Þor­valds­son með vin­um sín­um að sækja ein­kunn­irn­ar í MR. Líf­ið blasti við þess­um átján ára dreng sem var vel lið­inn fyr­ir­mynd­ar­nem­andi og íþrótta­mað­ur. Aldrei grun­aði hann að á einu auga­bliki myndi ver­öld­in eins og hann þekkti hana hrynja, þeg­ar hann olli bana­slysi í um­ferð­inni á leið­inni frá skól­an­um.

Þórður býr núna í Ungverjalandi þar sem hann leggur stund á nám í læknisfræði. Hann hefur alltaf verið góður námsmaður en í kjölfar slyssins glímdi hann við erfiðleika sem höfðu áhrif á námsframvinduna. Aldrei hefur þó hvarflað að honum að gefa drauma sína upp á bátinn.

Þegar þetta gerðist hafði Þórður aldrei lent í neinum vandræðum, hvorki í umferðinni né lífinu. Það tók hins vegar ekki nema eitt augnablik að breyta öllu. Augnablikið sem hann bakkaði á gamla konu sem lést af völdum áverkanna.

Þegar hann hugsar til baka birtist þessi dagur honum eins og bíómynd, en á næturnar eru draumarnir líkari hryllingsmynd og hann vaknar upp með andfælum og þessa spurningu á vörunum: „Er ég þá morðingi?“

„Fólk áttar sig ekki alltaf á því hvað það þarf stundum lítið til,“ segir hann. „Það er ekki alltaf ofsaakstur eða glannaskapur sem veldur umferðaslysum. Almennt þykir sjálfsagt að fá bílpróf en við gleymum því stundum hvað það er gífurleg ábyrgð að aka ökutæki. Ég ætlaði alltaf að vera fyrirmyndarökumaður sem færi eftir lögum og reglum, en svo er ég að bakka rólega út úr stæði þegar slysið varð og lífsneistinn hvarf. Slys gera aldrei boð á undan sér.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár