Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Er Donald Trump snillingur?

Don­ald Trump er fyrst og fremst po­púlisti sem gæti orð­ið næsti for­seti Banda­ríkj­anna, nán­ast ein­ung­is vegna gríð­ar­legra vin­sælda með­al hvítra karla. Hvernig tókst hon­um að sigra þaul­reynd­ar kosn­inga­maskín­ur nán­ast einn síns liðs?

Donald Trump er óhefðbundinn frambjóðandi í síðari tíma sögu repúblikana. Flokkurinn hefur barist fyrir lægri sköttum, færri reglugerðum og lagst hart gegn tilraunum demókrata til að niðurgreiða heilbrigðisþjónustu. Trump hefur ekki ávallt talað í anda hefðbundinna íhaldsmanna. Hann sagðist hlynntur því að ríkir greiddu hærri skatta, talaði um að ekki væri hægt að láta fólk bara deyja á götunni heldur að ríkið mætti hjálpa, og þótt margt af því vinstrisinnaðasta sem hann hefur sagt hafi síðar verið dregið til baka er ljóst að hann er frjálslyndari og félagslyndari en ýmsir aðrir frambjóðendur. Donald Trump er fyrst og fremst popúlisti og sem slíkur minnir hann meira á George Wallace heldur en George Bush. En hvernig tókst honum að sigra þaulreyndar kosningamaskínur nánast einn síns liðs?

Uppfyllir ákveðið tómarúm

Mikil óánægja hefur verið meðal kjósenda repúblikana eftir kjör Obama forseta, en reyndar var hún þegar byrjuð að magnast undir lok Bush-tímabilsins. Stjórnmálamenn repúblikana hafa árum saman talað gegn ofurtrú á menntuðum sérfræðingum, vísindum og stofnanaveldi. Þeirra and-intellektúalismi náði hámarki í George Bush yngri sem taldi sig ekki þurfa að hlusta á neinn, bara virðast ákveðinn í sinni sök. Heimsmyndin sem stjórnmálamennirnir drógu upp var að fjölmiðlar væru fjandsamir íhaldsmönnum og tilheyrðu vinstrisinnaðri elítu sem ræki upphaf sitt til háskólasamfélags sem hefði það eitt á dagskrá að ráðast gegn bandarískum gildum.

En það hafði átt sér stað klofningur milli kjósenda og flokksforystu. Kjósendur voru ósáttir við Íraksstríðið og vonsviknir eftir að repúblikanar, þvert á tal um markaðsfrelsi, notuðu ríkisvaldið til að bjarga stóru bönkunum frá falli. Óhjákvæmilega urðu þingmenn flokksins að fjarlægri elítu í augum þessara kjósenda, sama hvað stjórnmálamennirnir hömruðu á andstöðu sinni við ríkisvaldið og jafnvel stutta tilraun til að lama það algerlega 2013. Inn í þetta tómarúm steig Donald Trump.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Forsetakosningar í BNA 2016

Bergmálið frá Hitler: Er Trump fasisti?
ErlentForsetakosningar í BNA 2016

Berg­mál­ið frá Hitler: Er Trump fas­isti?

Á dög­un­um sagði Ásta Guð­rún Helga­dótt­ir, þing­mað­ur Pírata, úr ræðu­stól á Al­þingi að Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti væri fas­isti. Óli Björn Kára­son þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins and­mælti því, og nokkr­ir aðr­ir sömu­leið­is. En fleiri hafa velt þessu fyr­ir sér og ekki að­eins hér á landi. Ný­lega birti vef­síð­an Slate við­tal sem blaða­mað­ur­inn Isaac Chot­iner tók við breska sagn­fræð­ing­inn Rich­ard Evans, þar sem ein­mitt var fjall­að um hvort Trump væri á svip­uð­um slóð­um og fas­ist­ar eða nas­ist­ar líkt og Ad­olf Hitler.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár