Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

„Ég trúði því ekki að við fengjum að búa þarna“

Ís­lend­ing­ar hafa tek­ið á móti 549 flótta­mönn­um frá því fyrstu flótta­menn­irn­ir komu hing­að til lands frá Ung­verjalandi ár­ið 1956. Flest­ir hafa kom­ið frá Balk­anskag­an­um. Að auki hafa 700 manns sótt um hæli hér á landi frá ár­inu 2008 og bú­ist er við að met­fjöldi hæl­is­leit­enda komi hing­að til lands á þessu ári, eða á bil­inu 200 til 250. Á síð­ast­liðn­um fjór­um ár­um hef­ur hins veg­ar ein­ung­is 49 ver­ið veitt hæli. Að baki hverri tölu eru mann­eskja. Hér er saga Bilj­önu Bolob­an.

Nafn: Biljana Boloban.
Aldur: 21 árs.
Upprunaland: Króatía/Serbía.
Kom til Íslands árið 2001.
Starf: Nemi í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands og stuðningsfulltrúi á skammtímavistun fyrir fatlaða.

Biljana Boloban var tæplega níu ára gömul þegar hún kom hingað til lands árið 2001 ásamt foreldrum sínum og yngri systur. Hún hefur tekið virkan þátt í umræðum um flótta­fólk, bæði í fjölmiðlum og á sam­skiptamiðlum. Á stuttri ævi hefur hún fengið að kynnast flótta, fátækt og mikilli neyð í stríðshrjáðu landi. Hún hefur einnig fengið að kynnast íslenskri fátækt, sem hún segir ekki sambærilega þeirri sem hún bjó við í Serbíu.

Fjölskyldan aðskilin á flótta

Árið 1991 braust út stríð í fyrrum Júgóslavíu þegar Slóvenía og Króatía lýstu yfir sjálfstæði. Serbar streittust á móti og reyndu hvað þeir gátu til að koma í veg fyrir að Júgóslavía klofnaði. Í ágúst árið 1995 hrósuðu Króatar síðan sigri þegar um tvö hundruð þúsund Serbar í Krajina héraði voru reknir frá Króatíu. Fjölskylda Biljönu var í þeim hópi.

„Allt í einu var okkur bara sagt að flýja,“ byrjar Biljana en hún var ekki nema tveggja ára gömul þegar hún varð að flýja heimili sitt í flýti. „Enginn tími gafst til undirbúnings og fjölskyldan fór öll af stað á sitthvorum tíma, í sitthvorum bílnum. Ég sat í fangi móður minnar í flutningabíl, pabbi var í öðrum bíl og amma og afi voru einnig aðskilin. Í flutningabílnum voru fleiri mæður með börn sín og okkur var skammtaður matur. Mamma segist stundum hafa þurft að láta mig gráta, hún kleip mig, svo ég fengi mjólk að 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Flóttamenn

Eigi að læra íslensku áður en fjölskyldan kemur
FréttirFlóttamenn

Eigi að læra ís­lensku áð­ur en fjöl­skyld­an kem­ur

Meiri­hluti alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd­ar tel­ur efni til að víkka að­eins skil­yrði til fjöl­skyldusam­ein­ing­ar í um­deildu út­lend­inga­frum­varpi. Skil­yrði til und­an­þágu eru þó frem­ur ströng: Flótta­mað­ur­inn sem sæk­ir um fjöl­skyldusam­ein­ingu gæti feng­ið und­an­þágu ef hann hef­ur á einu ári lært ís­lensku, ver­ið virk­ur á vinnu­mark­aði í átta mán­uði, hef­ur til­tækt íbúð­ar­hús­næði fyr­ir fjöl­skyld­una og get­ur fram­fleytt sér.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Flúði vændi en verður send út í annað sinn: „Ég vil að hún viti að ég reyndi allt“
FréttirFlóttamenn

Flúði vændi en verð­ur send út í ann­að sinn: „Ég vil að hún viti að ég reyndi allt“

Níg­er­ísk­ar kon­ur sem hing­að leita eft­ir dvöl á Ítal­íu hafa í mörg­um til­vik­um ver­ið neydd­ar út í vændi þar og vilja ekki snúa aft­ur, því þær vita hvað bíð­ur þeirra. Ein kvenn­anna kom aft­ur til Ís­lands ör­fá­um dög­um eft­ir að hún fékk end­ur­komu­bann til þriggja ára, því hún sá enga aðra leið út.
Segir taugaveiklun hafa gripið um sig í Sjálfstæðisflokknum í kjölfar ummæla Kristrúnar
StjórnmálFlóttamenn

Seg­ir tauga­veiklun hafa grip­ið um sig í Sjálf­stæð­is­flokkn­um í kjöl­far um­mæla Kristrún­ar

Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sagði að tauga­veiklun hafi grip­ið um sig í Sjálf­stæð­is­flokkn­um eft­ir að Kristrún Frosta­dótt­ir steig inn í um­ræð­una um út­lend­inga­mál. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hafi í kjöl­far­ið ákveð­ið að kenna Sam­fylk­ing­unni um allt sem hef­ur mis­far­ist í mál­efn­um út­lend­inga. Þing­menn Við­reisn­ar og Pírata hörm­uðu í ræð­um sín­um þær breyt­ing­ar sem hafa átt sér stað á við­horfi til flótta­fólks.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu