Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Donald Trump er orðinn forseti

Don­ald Trump sór embættiseið sem 45. for­seti Banda­ríkj­anna í skugga fjöl­mennra mót­mæla.

Donald Trump er orðinn forseti
Hefðin Trump og Ivanka hittu Obama og Michelle áður en þeir óku að þinghúsinu

Fasteignabraskarinn og sjónvarpsþáttastjórnandinn Donald Trump setti bandarísk stjórnmál og heimsmynd margra á hliðina þegra hann var kjörinn forseti síðasta haust. Nú um klukkan 5 að staðartíma á Íslandi sver hann svo embættiseið og er þar með orðinn 45 forseti Bandaríkja Norður-Ameríku. Í spilaranum hér að neðan má fylgjast með athöfninni í beinni útsendingu.

Þúsundir stuðningsmanna Trumps hafa gert sér ferð til Washington til þess að fylgjast með þessum sögulega viðburði. Það er hinsvegar vitnisburður um hina óvægu kosningabaráttum sem Trump háði að 22 þingmenn demókrata hafa lýst því opinberlega yfir að þeir ætli að sniðganga athöfnina. 

Trump sótti kirkju í morgun með fjölskyldu sinni og hitti svo, ásamt eiginkonu sinni Ivönku Trump, fráfarandi forseta, Barack Obama ásamt forsetafrúnni Michelle Obama. Hefð hefur verið fyrir því, frá 1877, að fráfarandi og væntanlegur forseti hittist í stutt spjall áður en embættisvígslan fer fram. Þeir voru svo samferða í bíl að þinghúsinu þar sem athöfnin fer nú fram.

Háð
Háð New Yorker gerði grín af sjálfhverfum talsmáta Trumps í þessari skrítlu

Mótmælt og kveikt í jónum

Það eru ekki aðeins stuðningsmenn Trumps hópast hafa til Washington í tilefni valdatökunnar, en frá því í morgun hafa mótmælendur látið svo duglega í sér heyra að jafnvel hefur komið til átaka milli þeirra og lögreglu.

Mikil öryggisgæsla er í borginni og hafa mótmælendur sést með skilti með ýmsum skilaboðum, svo sem „Ekki minn forseti,“ „Enga Íslamófóbíu“ og „Svört líf skipta máli.“

Fjöldi hópa hafa skipulagt að nota innvígsluna til þess að vekja athygli á málstað sínum. Meðal þeirra eru samtökin DCMJ sem berjast fyrir lögleiðingu kannabisefna. Notkun kannabis er lögleg í Washington og ætla samtökin að dreyfa þúsundum kannabis-vindlinga ókeypis til þess að sýna stuðning við algjöra lögleiðingu efnanna.

[Hér má sjá útsendingu Democracy Now, sem meðal annars sýnir frá mótmælunum.]

Rúmlega 10 þúsund einstaklingar stóðu í röð í morgun til þess að ná í vindlingana sína. Nikola Schiller, einn af stofnendum DCMJ sagði að engin lögregla hefði verið á svæðinu. Til stendur að hópurinn muni svo fylkja liði þangað sem athöfnin fer fram rétt áður en Trump fer með eiðinn. Fjórum mínútum og tuttugu sekúndum eftir að hann byrjar ræðu sína ætlar hópurinn svo í heild sinni að kveikja í vindlingunum, en talan 420 er oft notuð sem slangur yfir það að koma í kannabisvímu.

Sögulegar óvinsældir

Þrátt fyrir að hafa sigrað forsetakosningarnar á fjölda kjörmanna hlaut Trump tæplega 3 milljónum færri atkvæði en Hillary og vann hún því kosningarnar með 2,1% mun. Kjörmannakerfið í Bandaríkjunum, sem gagnrýnt hefur verið af mörgum, tryggði hinsvegar Trump sigurinn.

Fyrir þremur dögum mældist hann svo með 44% stuðning almennings, en engum forseta hefur tekist að ná slíkum óvinsældum áður en hann tekur við embætti. Það tók Obama 18 mánuði og George W. Bush 4 ½ ár að falla eins mikið í ónáð. Í könnun sem birtist í dag var þessi tala komin niður í 42%, en á sama tíma yfirgefur Obama embættið með 60% stuðning almennings.

Að vanda var Trump snöggur að svara, og notaði þar samskiptamiðilinn Twitter. Sagði hann að sömu einstaklingar hefðu staðið að skoðanakönnunum fyrir kosningarnar og stæðu að könnun á stuðningi almennings. Ekkert væri að marka þessar tölur, þar sem þær væru falsaðar.

Hefðin hefur verið sú að forsetar hafa notað tímann frá því þeir vinna kosningarnar fram að valdatöku til þess að grafa stríðsaxir og þjappa þjóðinni saman eftir oft á tíðum erfiðar kosningabaráttur. Trump hefur hinsvegar haldið sama slag áfram og hann var í fyrir kjördag. Hann hefur lent í útistöðum við talsmenn mannréttinda, Meryl Streep, og Angelu Merkel og Obama, auk þess sem lekið hafa gögn frá rússnesku leyniþjónustunni þess efnis að hann hafi borgað vændiskonum fyrir að kasta af sér vatni í rúm sem Obama hafði gist í nokkru áður.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Forsetakosningar í BNA 2016

Bergmálið frá Hitler: Er Trump fasisti?
ErlentForsetakosningar í BNA 2016

Berg­mál­ið frá Hitler: Er Trump fas­isti?

Á dög­un­um sagði Ásta Guð­rún Helga­dótt­ir, þing­mað­ur Pírata, úr ræðu­stól á Al­þingi að Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti væri fas­isti. Óli Björn Kára­son þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins and­mælti því, og nokkr­ir aðr­ir sömu­leið­is. En fleiri hafa velt þessu fyr­ir sér og ekki að­eins hér á landi. Ný­lega birti vef­síð­an Slate við­tal sem blaða­mað­ur­inn Isaac Chot­iner tók við breska sagn­fræð­ing­inn Rich­ard Evans, þar sem ein­mitt var fjall­að um hvort Trump væri á svip­uð­um slóð­um og fas­ist­ar eða nas­ist­ar líkt og Ad­olf Hitler.

Mest lesið

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Úr öskunni við Vesúvíus: Höfundur Atlantis skammar þrælastúlku á banabeðinu!´
7
Flækjusagan

Úr ösk­unni við Vesúvíus: Höf­und­ur Atlant­is skamm­ar þræla­stúlku á bana­beð­inu!´

Fyr­ir tæp­um fimm ár­um birt­ist á vef­síðu Stund­ar­inn­ar, sem þá hét, stutt flækj­u­sögu­grein um nýja tækni sem þá átti að fara að beita á fjöld­ann all­an af papýrus­roll­um sem fund­ist höfðu í stóru bóka­safni í bæn­um Hercul­an­um í ná­grenni Napólí. Þannig papýrus­roll­ur voru bæk­ur þess tíma. Þeg­ar Vesúvíus gaus ár­ið 79 ET (eft­ir upp­haf tíma­tals okk­ar) grófst Hercul­an­um á kaf...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
3
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
6
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.
Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
7
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
8
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
6
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár