Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Dómarinn sem hætti að treysta dómskerfinu

Áslaug Björg­vins­dótt­ir lét af embætti dóm­ara við Hér­aðs­dóm Reykja­vík­ur í fyrra eft­ir að henni blöskr­uðu starfs­hætt­ir og stjórn­sýsla dóm­stóla­kerf­is­ins. „Ég gat hvorki ver­ið stolt af Hér­aðs­dómi Reykja­vík­ur né stolt af því að vera dóm­ari við Hér­aðs­dóm Reykja­vík­ur,“ seg­ir hún.

Dómarinn sem hætti að treysta dómskerfinu

Áslaug Björgvinsdóttir starfaði sem dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur á árunum 2009 til 2015, fyrst sem settur héraðsdómari frá september 2009 til 1. mars 2010, en síðan sem skipuð héraðsdómari frá maí 2010. Hún ákvað að láta af embætti í fyrra þegar það rann upp fyrir henni að hún treysti ekki lengur íslensku dómskerfi. Áslaug telur að alvarlegir misbrestir séu á stjórnsýslu og innra eftirliti dómsvaldsins á Íslandi.

Þetta er á meðal þess sem fjallað er um í ítarlegri fréttaskýringu Stundarinnar um Kunningjaveldi dómstólanna og konurnar sem fengu nóg. Rætt er við Áslaugu um ástæður þess að hún lét af embætti. Jafnframt birtist viðtal við Elínu Sigrúnu Jónsdóttur, en hún starfaði sem framkvæmdastjóri dómstólaráðs í um áratug en hætti í kjölfar harðra deilna við tvo ráðsmenn sem hófust eftir að hún hvatti til þess að íslenskir dómstólar þægju aðstoð Norðmanna við að betrumbæta stjórnsýslu og starfshætti kerfisins.

Sjá einnig:

Undirmaður og kollegar dómstjóra 
rannsökuðu vinnubrögð hans


Staða kvenna í dómstólakerfinu áfram veik

Maður með fjölskyldutengsl við dómstjóra ráðinn í launalaust starf hjá Héraðsdómi

Fyrrverandi héraðsdómari segir dómstjóra hafa farið á svig við lög og
hvatt blaðamann til refsiverðs verknaðar

Vildi þiggja aðstoð Norðmanna og kveðst hafa orðið fyrir einelti


Áður en Áslaug Björgvinsdóttir tók við embætti héraðsdómara hafði hún gegnt störfum dómarafulltrúa við Héraðsdóm Reykjavíkur á árunum 1994 til 1998 og framkvæmdastjóra dómstólaráðs árin 1998 til 2000. Hún sat í stjórn Dómarafélags Íslands árin 2012 til 2014 og hefur gegnt stöðu dósents við lagadeildir Háskóla Íslands og síðar Háskólans í Reykjavík. Nafn hennar rataði í fréttirnar árið 2010 þegar hún kvað upp fyrsta dóminn um ólögmæti gengistryggðra lána sem var staðfestur í Hæstarétti síðar á árinu, og einnig í vor þegar fjölmiðar fjölluðu um umsögn hennar til Alþingis um frumvarp til dómstólalaga. Stundin ræddi við Áslaugu og bað hana um að útskýra hvers vegna hún ákvað að láta af dómaraembætti í fyrra. Svar hennar fylgir hér að neðan:

Það er mikilvægt að geta verið stoltur af vinnustaðnum sínum. Eftir að hafa kynnst stjórnun og svo fjölmörgum misbrestum í starfsemi héraðsdómstólanna var staðan einfaldlega sú að ég sem borgari treysti ekki lengur dómskerfinu. Ég hef allt aðrar hugmyndir um metnað og fagleg vinnubrögð dómsvalds og deili hvorki ráðandi sýn né gildum innan dómskerfisins. Þegar stjórnendur beina dómurum í þveröfuga átt þá var það umhverfi sem ég gat ekki sætt mig við. Ég gat hvorki verið stolt af Héraðsdómi Reykjavíkur né stolt af því að vera dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur.

Það er réttaröryggismál og grundvallarforsenda réttarríkisins að dómstólar fari að lögum í einu og öllu. Ef sú er ekki raunin geta borgarararnir, hvorki einstaklingar né fyrirtæki, treyst því að dómarar fari alltaf að lögum. Þess eru ítrekuð dæmi að stjórnendur íslenska dómsvaldsins telja að þeir eigi val um það hvort og hvaða lögum þeir fylgja með vísan til sjálfstæðis dómsvaldsins. Það var niðurstaðan að ég vildi ekki tilheyra slíku dómsvaldi.

Ef maður er hluti af kerfi finnst flestum, og það er gerð krafa um það, að maður þurfi að verja það gagnrýni. Það gat ég ekki. Ég gat ekki horft fram hjá þessum misbrestum og metnaðarleysi í starfsemi dómstólanna, þar sem konum er m.a. ætlað annað en körlum, og hvað þá ólögmætri stjórnsýslu dómstjóra og dómstólaráðs. Ég fór úr kerfinu til að geta með góðu móti gagnrýnt það og reyna að koma af stað umræðu um mikilvægi endurskoðunar til að tryggja réttaröryggi borgaranna. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Dómsmál

Ógnaði heimilisfólki með heimagerðu sverði
FréttirDómsmál

Ógn­aði heim­il­is­fólki með heima­gerðu sverði

Hér­aðs­dóm­ur Vest­ur­lands dæmdi fyr­ir skömmu mann fyr­ir lík­ams­árás, hús­brot og akst­ur und­ir áhrif­um áfeng­is. Í lýs­ing­um vitna er sagt frá því að mað­ur­inn hafi kýlt heim­il­is­mann sem reyndi að koma í veg fyr­ir að mað­ur­inn kæmi inn um glugga á hús­inu. Þá er einnig sagt frá því að mað­ur­inn hafi á ein­um tíma­punkti dreg­ið fram heima­gert sverð á sveifl­að því í kring­um sig fyr­ir ut­an hús­ið.

Mest lesið

Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
2
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.
„Óviðunandi“ að bíða í þrjú ár – Var læstur inni árum saman
4
FréttirFatlað fólk beitt nauðung

„Óvið­un­andi“ að bíða í þrjú ár – Var læst­ur inni ár­um sam­an

Þriggja ára bið eft­ir ráð­gjöf frá sér­fræðiteymi um að­gerð­ir til að draga úr beit­ingu nauð­ung­ar í þjón­ustu við fatl­að fólk er óvið­un­andi að mati fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­is­ins. Það var hins veg­ar sá tími sem Ak­ur­eyr­ar­bær beið eft­ir ráð­gjöf­inni í máli Sveins Bjarna­son­ar sem var læst­ur inni í íbúð á veg­um bæj­ar­ins. Ráðu­neyt­ið ít­rek­ar þó ábyrgð þeirra sem beita slíkri nauð­ung.
Læknir segir lífi Blessing ógnað með brottvísun
5
Fréttir

Lækn­ir seg­ir lífi Bless­ing ógn­að með brott­vís­un

Lækn­ir á Land­spít­ala seg­ir að það sé ófor­svar­an­legt með öllu út frá lækn­is­fræði­legu sjón­ar­miði að Bless­ing Newt­on frá Níg­er­íu verði vís­að úr landi á morg­un. Hún sé með sex æxli í legi og lífs­nauð­syn­legt að hún hafi greið­an að­gang að bráða­þjón­ustu. Bless­ing er nú í gæslu­varð­haldi á Hólms­heiði að sögn lög­manns henn­ar. Hann seg­ir lækn­is­vott­orð­ið þess eðl­is að ekki sé ann­að hægt en að fresta fram­kvæmd brott­vís­un­ar.
Menning mótmæla í Bandaríkjunum gleymd og grafin
8
GreiningÁrásir á Gaza

Menn­ing mót­mæla í Banda­ríkj­un­um gleymd og graf­in

Nú­tíma­saga Banda­ríkj­anna er mót­uð af kröft­ug­um mót­mæla­hreyf­ing­um. Mót­mæli gegn Víet­nam­stríð­inu og fyr­ir rétt­inda­bar­áttu þeldökkra og annarra minni­hluta­hópa höfðu áhrif á stjórn­mála­vit­und heilla kyn­slóða. Mót­mæli há­skóla­nema þessa dag­ana gegn fjár­hags­leg­um tengsl­um há­skóla sinna við Ísra­el og gegn stríð­inu á Gaza mæta þó harka­legri vald­beit­ingu yf­ir­valda. Sögu­legi bak­sýn­is­speg­ill­inn dæm­ir slík­ar að­gerð­ir hart.
Hvað gerist í huganum þegar við hreyfum okkur?
9
ViðtalHlaupablaðið 2024

Hvað ger­ist í hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur?

„Mögn­uð“ breyt­ing verð­ur á hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur. Hreyf­ing virk­ar eins og þung­lynd­is­lyf á þau sem glíma við vægt eða miðl­ungs þung­lyndi. Endorfín, sem fást við hlaup, hafa áhrif á túlk­un til­finn­inga, deyfa sárs­auka og valda sælu­til­finn­ingu. Steinn B. Gunn­ars­son íþrótta- og lýð­heilsu­fræð­ing­ur veit­ir inn­sýn í áhrif­in og ráð til að fá hug­ann til að halda sig við hreyf­ing­una.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
3
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Telja frumvarpið gert fyrir fjármálafyrirtæki sem fá auknar þóknanir verði það að lögum
10
Skýring

Telja frum­varp­ið gert fyr­ir fjár­mála­fyr­ir­tæki sem fá aukn­ar þókn­an­ir verði það að lög­um

Al­þýðu­sam­band Ís­lands (ASÍ) og Sam­tök at­vinnu­lífs­ins eru sam­mála um að frum­varp sem á að heim­ila að­komu eign­a­stýr­inga fjár­mála­fyr­ir­tækja að því að fjár­festa við­bót­ar­líf­eyr­is­sparn­að fólks sé í besta falli ekki tíma­bær. ASÍ seg­ir að eng­in al­menn krafa sé uppi í sam­fé­lag­inu um þetta. Ver­ið sé að byggja á hug­mynd­um fyr­ir­tækja sem sjá fyr­ir sér að græða á um­sýslu verði frum­varp­ið að lög­um.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu