Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

„Þið teljið að þið séuð ekki nasistar af því þið eruð góða fólkið“

Áslaug María Frið­riks­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Sjálf­stæð­is­flokks­ins, bar vinnu­brögð borg­ar­stjórn­ar­meiri­hlut­ans sam­an við kyn­þáttam­is­mun­un nas­ista á borg­ar­stjórn­ar­fundi í kvöld. Kall­að var eft­ir af­sögn borg­ar­stjóra og stór orð höfð uppi um skað­ann sem ákvörð­un­in í síð­ustu viku hefði vald­ið.

„Þið teljið að þið séuð ekki nasistar af því þið eruð góða fólkið“

Aukafundur borgarstjórnar vegna tillögu um að draga til baka samþykkt um sniðgöngu á ísraelskum vörum fór fram í Ráðhúsinu í kvöld. Stundin fjallaði um málið eftir því sem umræðunum vatt fram.

Kl. 13:20, 23. sept

Áslaug hefur beðist afsökunar á ummælum sínum. Á Facebook-síðu sinni skrifar hún:

„Á borgarstjórnarfundi í gær fjallaði ég um alvarleika þess viðhorfs að telja sig æðri lögum í skjóli þess að um góðan málstað væri að ræða. Tilefnið var að ég taldi ákveðna borgarfulltrúa meirihlutans ekki skilja hversu hættulegt fordæmi væri þar með sett. Ekki væri alltaf öruggt að gott fólk væri við stjórn og tók ég í kjölfarið svo til orða að fordæmið yrði sérstaklega slæmt ef til dæmis nasistar kæmust til valda. Þeir gætu þá í skjóli þess að þeir trúðu á ákveðinn málstað virt lög að vettugi eins og borgarstjórnarmeirithlutinn gerði fyrir viku. Ég var ekki að líkja meirihlutanum við nasista en það hefur misskilist og það þykir mér mjög leitt. Ég vil því biðjast afsökunar á því að hafa ekki valið orð mín af meiri kostgæfni og vandað betur til máls míns.“

Kl. 00:45

Áslaug Friðriksdóttir tjáir sig á Facebook og segist vilja kom því skýrt á framfæri að hún hafi ekki verið að kalla fulltrúa meirihlutans nasista. „Ég notaði nasistana sem dæmi um af hverju virðing fyrir lögum og reglu skiptir máli. Lög eru ekki til þess að vera bara stíf og leiðinleg og koma í veg fyrir falleg mál. Þau eru öryggisventill – einmitt sett til að gera vondu fólki erfiðara fyrir ef það kemst til valda,“ skrifar Áslaug og bætir við: „Ef nasistar næðu meirihlutanum í borgarstjórn myndu sömu lög – og meirihlutinn nú ber enga virðingu fyrir og vill helst virða að vettugi - bjarga því að þeir gætu tekið allskonar ógeðfelldar ákvarðanir þrátt fyrir að hafa völdin. Það er mikil vanvirðing að bera ekki virðingu fyrir því hlutverki laga og reglna að halda að þau eigi alltaf bara við um ákvarðanir annarra, en ekki sinna eigin.“

Kl. 21:27, 22. sept

Borgarstjórn hefur nú samþykkt með atkvæðum allra fimmtán borgarfulltrúa að fella úr gildi samþykkt borgarstjórnar frá því í síðustu viku um sniðgöngu á ísraelskum vörumum. Var fundi slitið kl. 21:20.

Kl. 20:30

„Við erum í alþjóðlegu samhengi rasistar. Ykkur er sama um það,“ sagði Áslaug Friðriksdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í ræðu sinni rétt í þessu, nefndi að íslenskar vörur hefðu verið teknar úr búðum og vitnaði til yfirlýsingar Simon Wiesentahl-stofnunarinnar þar sem gyðingar eru hvattir til að fara ekki til Íslands. „Það skiptir ekki máli þótt ykkur finnist þið vera ofboðslegir mannréttindafrömuðir,“ sagði hún og fullyrti að samþykkt borgarstjórnarmeirihlutans hefði verið andstæð lögum og haft slæmar afleiðingar. „Ykkur er í raun og veru alveg nákvæmlega sama, þið takið þetta ekki alvarlega og þið eruð meira að segja farin að fabúlera um það að skaðinn sé nánast enginn. Algjörlega óskiljanlegt og mér finnst þetta bara ekki siðað.“

„Þið gerið það í krafti þess
að þið séuð góða fólkið“

Hún sagði að borgarstjórnarmeirihlutinn virðist hafa talið sig æðri lögum. „Þið tölduð ykkur æðri lögunum og mér finnst það svo alvarlegt brot að þið hljótið að vera að íhuga afsögn.“ Sagði hún meirihlutann ganga fram „með hegðun sem ég held að ekkert okkar vilji sjá. En þið gerið það í krafti þess að þið séuð góða fólkið“. Þá nefndi hún dæmi úr sögunni:

„Segjum að nasistar kæmust hér við völd og ákvæðu að setja einhvers konar bann á hluti, fara í gegnum innkaupastefnuna og segja: 'þetta hérna, þetta er einhvern veginn þannig að við teljum að hér sé verið að brjóta á fólki og lalala'... þið eruð í rauninni að gera þetta nema að þið teljið að þið séuð ekki nasistar af því þið eruð góða fólkið“.

Kl. 20:27

„Framganga ykkar í minnihlutanum undanfarnar vikur hefur einkennst af pólitískum subbuskap þegar þið hafið þjösnast áfram og kallað eftir afsögn borgarstjóra,“ sagði Magnús Már Guðmundsson, borgarfulltrúi Samfykingarinnar. Gagnrýndi hann sjálfstæðismenn fyrir að hafa ekki lagst af meiri hörku gegn tillögunni þegar rætt var um hana á borgarstjórnarfundi í síðustu viku. Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins, furðaði sig á þessum málflutningi og sagði borgarstjórnarmeirihlutann láta eins og sitt eigið klúður væri minnihlutanum að kenna.

Kl. 20:07

„Baráttan fyrir mannréttindum er ekki einföld,“ sagði Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, í ræðu sinni. Sagði hún tillöguna hafa verið illa orðaða og því yrði að draga hana til baka. „Við erum ekki að draga til baka erindi hennar, sem er að standa upp fyrir mannréttindum fólks,“ sagði hún þó einnig. Heiða benti á að þótt samþykkt borgarstjórnar yrði tekin til baka útilokaði það ekki að borgin ákvæði að sniðganga vörur í framtíðinni vegna mannréttindasjónarmiða.

Kl. 20:02

„Að þekkja og virða sín valdamörk eru eitt af mikilvægustu verkefnum stjórnmálanna,“ segir Halldór Auðar Svansson, oddviti Pírata í borgarstjórn. „Við hugsuðum ekki nógu vel um afleiðingarnar.“ Halldór segir drög að tillögu Bjarkar hafa legið fyrir í borginni í nokkurn tíma en tillagan þó verið lögð fram með of skömmum fyrirvara. „Þannig að ég tel fulla ástæðu til að biðjast afsökunar á því að hafa farið fram úr sjálfum mér og beitt valdi mínu á óábyrgan hátt. Ég geri það hér með,“ sagði Halldór og bætti við: „Vegurinn til heljar er því miður oft varðaður góðum áformum. Áformin voru nefnilega ekki vond - þau snerust um að vekja athygli á hernámi Ísraelsmanna á landsvæðum Palestínumanna og þrýsta á um að látið yrði af því. Mér finnst þessi málstaður hafa dálítið gleymst í umræðunni um tillöguna og afleiðingar hennar og vonandi gefast færi á að ræða áfram hvernig halda má honum og öðrum góðum og mikilvægum málstöðum á lofti.“

Kl. 19:55

Ítrekað hefur verið minnst á bréf Höskuldar Ólafssonar, bankastjóra Arion banka, til Dags B. Eggertssonar borgarstjóra í kvöld, en eins og fram hefur komið áframsendi bankastjórinn Degi bréf frá Eggerti Dagbjartssyni, einum af þeim fjárfestum sem koma að byggingu Marriott-hótels við Hörpu, sem lýst hafði áhyggjum af viðbrögðum við ákvörðun borgarstjórnar. Dagur vísar því á bug að þetta bréf eitt og sér hafi valdið því að hann ákvað að draga til baka tillögu borgarstjórnar um að sniðganga ísraelskar vörur.

Kl. 19:50

„Ég vona að borgarfulltrúar hafi ekki hér verið að hvetja aðila til að krefjast skaðabóta af borginni vegna afleidds tjóns," sagði Björn Blöndal, oddviti Bjartrar framtíðar í ræðu sinni. Sagði hann kröfu um afsögn borgarstjóra „einhvers konar yfirspil“. Þá spurði Björn hvort borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins væru að veita meirihlutanum aðhald eða að reyna að valda pólitískum skaða. Hann viðurkenndi að ekki hefði verið staðið nægilega vel að samþykkt borgarstjórnar í síðustu viku. 

Kl. 19:16

Skúli Helgason, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, ræddi um mikilvægi þess að barist sé fyrir mannréttindum með ýmsum hætti. Borgin ætti ekki að láta sitt eftir liggja. Hann sagði virðingarvert af Degi B. Sigurðssyni að hafa beðist afsökunar á samþykkt borgarinnar. Fráleitt og fjarstæðukennt væri að krefja borgarstjóra um afsögn vegna tillögu sem dregin hefði verið til baka. 

Kl. 19:08

Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, sakaði Kjartan Magnússon um að reyna að grafa undan farsælum og vinsælum borgarstjóra. Þá sagði hann ræðu Kjartans ómálefnalega og óskýra og farið hefði verið úr einu í annað. Ræða Kjartans hafi haft „móðursýkislegt yfirbragð“. Kjartan svaraði þessu, furðaði sig á orðum Hjálmars og sagðist aldrei sjálfur hafa viðhaft slík ummæli um þá sem eru honum ósammála í pólitík. 

Kl. 19:05

Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Reykjavíkurborgar, kallar eftir því að lögfræðiálit borgarinnar á samþykkt borgarstjórnar um að sniðganga ísraelskar vörur verði gert opinbert. Hann segir að erfitt sé að meta þann skaða sem ákvörðunin hafi valdið. Þá veltir Kjartan því fyrir sér hvort umræða undanfarna daga hafi ef til vill skaðað umræðuna um mannréttindi á Íslandi. Umræðan hafi harðnað og orðið ómálefnalegri og með samþykkt borgarinnar hafi gyðingahatur fengið frjóan farveg.

Kl. 18:53

Magnús Már Guðmundsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, spurði Sveinbjörgu Birnu hvort hún styddi að mannréttindasjónarmiðum væri fylgt í innkaupastefnu borgarinnar og hvort hún styddi Palestínu sem sjálfstætt og fullvalda ríki. Sveinbjörg svaraði fyrri spurningunni játandi en vildi ekki svara þeirri síðari. „Ég ætla aftur á móti ekki að fara út í það að láta stilla mér hérna upp við vegg að láta mig svara einhverjum spurningum sem mér finnst ekki eiga heima í borgarstjórnarsal,“ sagði hún.

Kl. 18:39

„Við ættum ekki að espa upp í okkur einhverja móðursýki varðandi þetta,“ sagði Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi Samfylkingarinnar í andsvari við ræðu Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, oddvita Framsóknar og flugvallarvina. Benti hann á að lítið hefði verið fjallað um samþykkt Reykjavíkurborgar annars staðar en í íslenskum og ísraelskum miðlum. Sveinbjörg segir mikilvægt að sannreyna og meta tjónið sem hafi orðið og bæta þurfi það upp. 

Kl. 18:36

„Hvernig ætlar borgarstjórnarmeirihlutinn að bregðast við efnahagslegum afleiðingum þessa flumbrugangs?“ spyr Sveinbjörg. Hún segist ætla að óska eftir umsögn borgarlögmanns um mögulega skaðabótaskyldu vegna samþykktarinnar um að sniðganga vörur frá Ísrael. Áður hefur Júlíus Vífill, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, boðað að kallað verði eftir öllum gögnum um ákvörðun borgarinnar. 

Kl. 18:33

Sveinbjörg Birna gagnrýnir Dag B. Eggertsson harðlega en segir að hann hafi „klárlega viðurkennt vanmátt sinn“ og sé „að því leyti maður að meiri“. Sveinbjörg les nú upp tilkynningu utanríkisráðuneytisins í heild sinni. Í þeirri tillögu kom fram að ákvörðun borgarstjórnar Reykjavíkur væri hvorki í samræmi við íslensk lög né utanríkisstefnu Íslands.

„Sveitarstjórnir eru eins og önnur stjórnvöld bundin af lögum. Í því felst að Reykjavíkurborg verður að haga stjórnsýslu sinni í samræmi lög og að ákvarðanir hennar mega ekki fara í bága við þau, þ. á m. lög um opinber innkaup, þar sem óheimilt er að mismuna fyrirtækjum á grundvelli þjóðernis eða af öðrum sambærilegum ástæðum,“ segir í tilkynningunni. Ekki er tekið fram að samkvæmt 15. gr. laganna njóta aðeins þau fyrirtæki réttar samkvæmt lögunum sem eru með staðfestu í einhverju ríkja Evrópska efnahagssvæðisins eða aðildarríkja stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu. 

Sveinbjörg Birna segist ekki hissa á því að kallað sé eftir afsögn Dags, enda sé iðulega kallað eftir afsögnum þegar axarsköft eru gerð.

Kl. 18:27

Lágmörkun skaðans felst í að draga tillöguna til baka og ekki koma með nýja. Þetta segir Sveinbjörn í ræðu sinni. Hún segir að líkja megi málinu við það ef fiður úr fiðurkodda fýkur út um allan heim. Nú beri borgarstjórnarmeirihlutanum að reyna að lágmarka tjónið. „Skaðinn er skeður og fréttir af tillögunni komnar út um allan heim,“ segir hún.

Kl. 18:25

Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Framsóknar og flugvallarvina, segir óljóst að hvaða leyti ákvörðunin um að sniðganga ísraelskar vörur varði hagsmuni Reykvíkinga, þess hóps sem borgarstjórn eigi að þjóna.

Kl. 18:20

Skúli Helgason, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, spurði Júlíus Vífil hvort hann gæti útskýrt í hverju sá mikli skaði fælist sem Ísland hefði orðið fyrir og hvert umfang skaðans væri. Júlíus svaraði meðal annars á þá leið að skaðinn hefði komið skýrt fram í fréttum undanfarna daga. Auk þess væri bagalegt fyrir Reykvíkinga að vera kallaðir rasistar. „Ég vil ekki láta kalla mig rasista,“ sagði Júlíus í svari sínu við spurningu Skúla.

Kl. 18:10

Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir Dag B. Eggertsson borgarstjóra og borgarstjórnarmeirihlutann í Reykjavík harðlega á fundi sem nú stendur yfir í Ráðhúsinu.

„Meirihluti borgarstjórnar hefur skaðað hagsmuni Íslands. Skaðinn er bæði fjárhagslegur og ímyndarlegur. Orðspor okkar hefur beðið hnekki og það mun taka tíma að vinna það til baka,“ sagði Júlíus á fundinum.

Þá sakaði hann borgarstjórnarmeirihlutans um valdagræðgi og sagði málið orðið hið ótrúlegasta. „Þetta er eins og framhaldsþáttur sem gæti heitið borgarstjóravaktin en það eru bara allir sofandi á þeirri vakt,“ sagði hann og bætti því við að fjöldi fólks hefði orðið fyrir fjárhagslegum skaða. Líklega ætti einhver eftir að missa vinnuna vegna samþykktar Reykjavíkurborgar um sniðgöngu á ísraelskum vörum.

„Ég tel að umboðsmaður Alþingis sé næsti vettvangur þessa máls,“ sagði hann og fullyrti að augljóst væri að ekki hefði verið farið að reglum um vandaða stjórnsýslu. Kallaði hann eftir afsögn Dags B. Eggertssonar. Þá gagnrýndi hann Árna Pál fyrir að hafa sagt í viðtali við vefmiðilinn The Electronic Intifada að haft yrði samráð við palestínsk yfirvöld um næstu skref. Furðaði hann sig á því að Árni hefði rætt við „palestínskan áróðursvef“ og lofað „samráði við stjórnvöld í palestínu“. „Maður veltir fyrir sér á hvaða stað Samfylkingin er eiginlega komin,“ sagði Júlíus.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Reykjavíkurborg

Mest lesið

Milljarðar kvenna sem passa ekki inn í útlitsboxið
3
Fréttir

Millj­arð­ar kvenna sem passa ekki inn í út­lits­box­ið

Þó svo að hættu­lega grannt „heróín-lúkk“ sé ekki leng­ur í tísku og að Bridget Jo­nes sé ekki leng­ur tal­in feit, eru út­lit­s­kröf­ur til nú­tíma­kvenna enn óraun­hæf­ar, seg­ir pró­fess­or í fé­lags­sál­fræði. Hún er þó bjart­sýn: „Ég þekki ekki dæmi um að áð­ur hafi ver­ið kyn­slóð sem er vís­vit­andi að berj­ast gegn því að fólk sé smán­að út af út­liti.“
Vextir þriðjungs allra óverðtryggðra lána til heimila landsins losna brátt
8
Viðskipti

Vext­ir þriðj­ungs allra óverð­tryggðra lána til heim­ila lands­ins losna brátt

Í nýj­ustu mán­að­ar­skýrslu Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar er sagt frá því að meiri­hluti eft­ir­stand­andi óverð­tryggðra lána á föst­um vöxt­um munu koma til end­ur­skoð­un­ar á næstu miss­er­um. Frá og með júlí og til og með ág­úst á næsta ári munu vext­ir losna á óverð­tryggð­um lán­um fyr­ir sam­an­lagt 410 millj­arða króna. Það er rúm­lega þriðj­ung­ur af öll­um óverð­tryggð­um lán­um til heim­ila lands­ins.
Án endurgreiðslunnar hefði útgáfa íslenskra bóka sennilega hrunið
10
Fréttir

Án end­ur­greiðsl­unn­ar hefði út­gáfa ís­lenskra bóka senni­lega hrun­ið

Sal­an á nýj­um bók­um í prent­uðu formi hef­ur dreg­ist mjög mik­ið sam­an og hratt. Sig­þrúð­ur Gunn­ars­dótt­ir, fram­kæmda­stjóri For­lags­ins, tel­ur að án end­ur­greiðsl­unn­ar núna væri stað­an skelfi­leg. Ný­lega var tek­in sam­an skýrsla á veg­um Menn­ing­ar- og við­skipta­ráðu­neyt­is­ins um áhrif þess­ara laga sem sýni ótví­rætt: „að án end­ur­greiðsl­unn­ar hefði út­gáfa ís­lenskra bóka senni­lega hrun­ið.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
2
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.
Ríkisstjórnin vill gefa kvótann í laxeldinu um aldur og ævi
4
FréttirLaxeldi

Rík­is­stjórn­in vill gefa kvót­ann í lax­eld­inu um ald­ur og ævi

Í frum­varpi mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi er kveð­ið á um að lax­eld­is­fyr­ir­tæk­in í land­inu hafi „ótíma­bund­in“ rekstr­ar­leyfi til að stunda sjókvía­eldi í ís­lensk­um fjörð­um. Hing­að til hafa rekstr­ar­leyf­in ver­ið tíma­bund­in í 16 ár. Með þessu ákvæði munu stjórn­völd á Ís­landi ekki geta bann­að sjókvía­eldi án þess að baka sér skaða­bóta­skyldu gagn­vart lax­eld­is­fyr­ir­tækj­un­um.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
5
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Þórður Snær Júlíusson
6
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Hand­bók um leið­ir til að þykj­ast sið­leg­ur ráð­herra

Á Ís­landi er við lýði reglu­verk sem á að koma í veg fyr­ir spill­ingu ráð­herra og auka traust á stjórn­sýslu. Ný­lega var gef­in út hand­bók með út­skýr­ing­um á regl­un­um með raun­hæf­um dæm­um. Raun­veru­leik­inn sýn­ir hins veg­ar að ráð­herr­ar láta þetta ekki hafa áhrif á hegð­un sína. Regl­urn­ar gilda bara þeg­ar það reyn­ir ekki á þær.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
8
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
9
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.
Öryrkjar borga fyrir kjarasamninga og tugir milljarða settir í borgarlínu
10
GreiningFjármálaáætlun 2025-2029

Ör­yrkj­ar borga fyr­ir kjara­samn­inga og tug­ir millj­arða sett­ir í borg­ar­línu

Rík­is­sjóð­ur verð­ur rek­inn í halla í næst­um ára­tug sam­fleytt áð­ur en við­snún­ing­ur næst. Til að fjár­magna tug­millj­arða króna út­gjöld vegna Grinda­vík­ur og kjara­samn­inga á með­al ann­ars að fresta greiðsl­um til ör­orku­líf­eyri­s­kerf­is­ins, selja eign­ir fyr­ir tugi millj­arða króna og lækka fram­lög í vara­sjóð. Fram­kvæmd­um sem áð­ur hef­ur ver­ið frest­að er frest­að á ný en pen­ing­ar sett­ir í nýja þjóð­ar­höll og tug­ir millj­arða króna verða til­tæk­ir í borg­ar­línu og tengd verk­efni. Vaxta­byrð­in á rík­is­sjóði verð­ur þó þung. Á næsta ári mun hann borga 121 millj­arð króna í slíka.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
4
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu