Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Boðað til mótmæla: „Borgið okkur mannsæmandi laun og hættið að nauðga okkur“

Mót­mæli gegn kyn­ferð­isof­beldi og launam­is­rétti í mið­borg Reykja­vík­ur.

Boðað til mótmæla: „Borgið okkur mannsæmandi laun og hættið að nauðga okkur“
Frá mótmælum kvenna Mótmæli hafa tíðkast á Kvennafrídaginn 24. október.

Boðað hefur verið til mótmælastöðu á Austurvelli í dag. Yfirskrift mótmælanna er: „Engin helvítis blóm: Borgið okkur mannsæmandi laun og hættið að nauðga okkur“.

Í mótmælunum er fólk hvatt til að mála andlit sitt í appelsínugulum eða gulum lit í samræmi við prófílmyndir á Facebook. „Appelsínugular og gular prófílmyndir stíga út úr netheimum og mæta fólki í raunheimum. Tökum hinn fagra gjörning Eddu Ýr Garðarsdóttur lengra og mætum á Austurvöll 19. júní með appelsínugul eða gul andlit. Appelsínugul andlit fyrir þau okkar sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi, gul andlit fyrir þau okkar sem vita af einhverjum sem hefur orðið fyrir slíku eða ef við viljum sýna brotaþolum samstöðu. Gular myndir eru líka fyrir þau okkar sem ekki eru tilbúin að opinbera sig því að til þess að galopna sig á þennan hátt er þörf á mikilli úrvinnslu. En sýnum samstöðu og berjumst gegn því ofbeldi sem þöggun er. Appelsínugular og gular prófílmyndir: Mætum á Austurvöll í allri okkar dýrð!“

Appelsínugular prófílmyndir á Facebook merkja að viðkomandi hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi, en þær gulu merkja að viðkomandi þekki einhvern sem orðið hefur fyrir því.

Tilefni mótmælanna er ekki síst ákvörðun stjórnvalda að setja lög til að stöðva verkfall Bandalags háskólamanna og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. „Konur hafa kvartað undan lágum launum í áraraðir, okkur er sagt að við þurfum að vera ákveðnar og sækja okkur. Hvað gerist þá? Það eru sett á okkur lög.“

Mótmælastaðan kemur í kjölfar „skrúðgöngu“ sem hefst klukkan 15.45 frá Miðbæjarskóla. Hér má kynna sér mótmælin.

Ræða frá karli í tilefni dagsins

Einn þátttakenda í mótmælunum, María Lilja Þrastardóttir, gagnrýnir opinbera hátíðardagskrá Kvenréttindadagsins á Facebook. „Það er skelfilega sorglegt að á 100 ára afmæli kosningaréttarins skuli ekkert vera í hátíðardagskrá sem tekur mið af þeirri sterku feminísku undiröldu sem hefur rutt sér til rúms undanfarna mánuði. Í stað þess að mæta kröfum kvenna og 100+ ára baráttu okkar fyrir jafnrétti á að heiðra okkur með blómsveigum, ræðu frá karlmanni; Einari K. Guðfinnssyni, forseta Alþingis og forláta styttu af (með fullri virðingu) íhaldsamri forréttindakonu.“ 

„Í stað þess að mæta kröfum kvenna og 100+ ára baráttu okkar fyrir jafnrétti á að heiðra okkur með blómsveigum, ræðu frá karlmanni.“

Í dag á milli klukkan 16 og 17 verður athöfn við Austurvöll í Reykjavík, og víðar um land. Dagskrána má sjá hér. Í Reykjavík mun Einar K. Guðfinsson veita ávarp frá svölum Alþingishússins. Þá mun Vigdís Finnbogadóttir flytja „ávarp til æskunnar“. Auk þess verður afhjúpuð höggmynd af fyrstu alþingiskonunni, Ingibjörgu H. Bjarnason, við Skála Alþingis. Nánari dagskrá í Reykjavík má sjá hér.

Fjölbreytt dagskrá ungra femínista

Auk athafnar á Austurvelli er fjölbreytt dagskrá á vegum UngFem í Ráðhúsinu undir slagorðinu: „Engin helvítis blóm“. Á dagskránni eru eftirfarandi atburðir:

- Hljómsveitt 
- Uppistand: Bylgja Babýlons og Snjólaug Lúðvíksdóttir
- Myndband frá Kitty Von Sometime
- Fyrirlestur Eydísar Blöndal og Bjarkar Brynjarsdóttur um drusluskömmun
- Fyrirlestur Steinunnar Ólínu Hafliðadóttur um brotaþolendaskömm
- Skiltagerð í samvinnu við Druslugönguna
- Helstu tíðindi úr byltingum vetrarins, #konurtala og #freethenipple (bolir til sölu til styrktar Stígamótum!)
- Myndlist eftir Heiðrúnu Grétu Viktorsdóttur, Hildi Ásu Henrýsdóttur og Camillu Reuter
- Opinn míkrófónn, ljóðlist og ýmislegt fleira

Lokanir í tilefni dagsins

Þá verður starfsfólki Reykjavíkurborgar og fleiri sveitarfélaga gefið frí í tilefni dagsins. „Leikskólar, félagsmiðstöðvar, frístundaheimili og frístundaklúbbar verða lokaðir eftir klukkan 12.00. Þjónustuver Reykjavíkurborgar lokar klukkan 12 en opið verður í símaverinu til 16.15.

Lokað verður hjá matvælaeftirliti, hundaeftirliti, byggingarfulltrúa og heilbrigðiseftirliti en símavakt heilbrigðiseftirlitsins verður opin.
Upplýsingamiðstöð ferðamanna, Árbæjarsafn, Landnámssýningin, Sjóminjasafnið, Kjarvalsstaðir, Hafnarhús og Ásmundarsafn verða opin að venju.

Starfsfólk sorphirðunnar verður starfandi, ákveðinn hópur á hverfastöðvum, þeir sem sinna öryggisþjónustu, svo sem umferðarljósaeftirliti ofl. Fjölskyldugarðurinn verður lokaður frá 13.00-18.00

Sundlaugarnar verða opnar.

Skrifstofur Reykjavíkurborgar í Ráðhúsinu og í Höfðatorgi 12 – 14 verða lokaðar frá klukkan 12.00.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
2
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
3
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna yf­ir­vof­andi stríðs í lok árs 2021. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
„Óviðunandi“ að bíða í þrjú ár – Var læstur inni árum saman
4
FréttirFatlað fólk beitt nauðung

„Óvið­un­andi“ að bíða í þrjú ár – Var læst­ur inni ár­um sam­an

Þriggja ára bið eft­ir ráð­gjöf frá sér­fræðiteymi um að­gerð­ir til að draga úr beit­ingu nauð­ung­ar í þjón­ustu við fatl­að fólk er óvið­un­andi að mati fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­is­ins. Það var hins veg­ar sá tími sem Ak­ur­eyr­ar­bær beið eft­ir ráð­gjöf­inni í máli Sveins Bjarna­son­ar sem var læst­ur inni í íbúð á veg­um bæj­ar­ins. Ráðu­neyt­ið ít­rek­ar þó ábyrgð þeirra sem beita slíkri nauð­ung.
Hvað gerist í huganum þegar við hreyfum okkur?
6
ViðtalHlaupablaðið 2024

Hvað ger­ist í hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur?

„Mögn­uð“ breyt­ing verð­ur á hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur. Hreyf­ing virk­ar eins og þung­lynd­is­lyf á þau sem glíma við vægt eða miðl­ungs þung­lyndi. Endorfín, sem fást við hlaup, hafa áhrif á túlk­un til­finn­inga, deyfa sárs­auka og valda sælu­til­finn­ingu. Steinn B. Gunn­ars­son íþrótta- og lýð­heilsu­fræð­ing­ur veit­ir inn­sýn í áhrif­in og ráð til að fá hug­ann til að halda sig við hreyf­ing­una.
„Finnst ég vera að heyja dauðastríð“
7
Fréttir

„Finnst ég vera að heyja dauða­stríð“

Níg­er­ísku kon­urn­ar þrjár sem flúðu til Ís­lands und­an man­sali fyr­ir nokkr­um ár­um verða send­ar úr landi í kvöld. Þær eru í fang­els­inu á Hólms­heiði og ræddu við Heim­ild­ina í síma síð­deg­is. Ein kvenn­anna er al­var­lega veik og seg­ist líða eins og hún sé að heyja dauða­stríð. Þær segja að lækn­ir verði með í för þeg­ar þær verða flutt­ar úr landi. „Lækn­ir á að sjá til þess að hún andi út fyr­ir loft­helgi Ís­lands,“ seg­ir ís­lensk vin­kona kvenn­anna þriggja.
Katrín eini matvælaráðherra VG sem tekur ekki afstöðu gegn gjafakvótanum í laxeldinu
10
FréttirLaxeldi

Katrín eini mat­væla­ráð­herra VG sem tek­ur ekki af­stöðu gegn gjafa­kvót­an­um í lax­eld­inu

Bæði Bjarkey Gunn­ars­dótt­ir og Svandís Svavars­dótt­ir hafa lýst því yf­ir að þær vilji tíma­binda rekstr­ar­leyf­in í sjókvía­eld­inu. Eini mat­væla­ráð­herra VG á síð­asta og yf­ir­stand­andi kjör­tíma­bili sem ekki hef­ur gert slíkt hið sama er Katrín Jak­obs­dótt­ir for­setafram­bjóð­andi. Hún vann tals­vert að frum­varp­inu, fund­aði með hag­að­il­um um það og lét breyta ein­staka grein­um þess.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
3
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
8
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár