Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Bjarni Benediktsson vill að forseti Alþingis ráði lengd umræðna

For­sæt­is­ráð­herra legg­ur til að völd for­seta Al­þing­is, sem val­inn er af rík­is­stjórn­ar­meiri­hlut­an­um, verði auk­in með þeim hætti að hann ráði lengd um­ræðna þing­mála á Al­þingi. Formað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og þing­flokks­formað­ur Pírata telja til­lögu Bjarna vera frá­leita.

Bjarni Benediktsson vill að forseti Alþingis ráði lengd umræðna
Bjarni Benediktsson Telur að auka þurfi völd forseta Alþingis. Mynd: RÚV

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra vill að forseti Alþingis fái aukin völd til þess að stjórna störfum þingsins og þar með takmarka umræðutíma minnihlutans. Bjarni sagði frá skoðun sinni í þættinum Eyjunni á sjónvarpsstöðinni ÍNN í gærkvöldi.

„Það sem mér finnst einna mestu skipta er að forseti Alþingis myndi úthluta umræðutíma og standa stíft á því. [Þegar] öll sjónarmið í þessari umræðu eru komin fram eða við höfum gefið nægilegan tíma til þess að þau kæmu fram, er umræðunni lokið. Henni er bara lokið og þá er næsta mál á dagskrá,“ sagði Bjarni Benediktsson í þætti Eyjunnar í gærkvöldi.

Bjarni viðurkenndi í þættinum að réttur minnihlutans ynni gegn þessum breytingum, en taldi mögulegt að innleiða breytingarnar engu að síður. „Það sem kemur í veg fyrir að það sé gert er minnihlutavernd. Það eru uppi sjónarmið um að þá muni meirihluti þingisins valta yfir. En við þurfum bara að ræða það. Það eru leiðir sem hægt er að skoða,“ sagði Bjarni.

Formaður Samfylkingarinnar og þingflokksformaður Pírata telja tillögu Bjarna vera fráleita. Þeir segja það vera samdóma álit þingmanna á Alþingi að Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis, hafi miðlað málum vel á milli stjórnarandstöðunnar og minnihlutans og ekki hafi komið upp núningar vegna umræðutíma þingmála á þingárinu. „Ég átta mig ekki á því hvaða áhyggjur Bjarni hefur. Það tíðkast reglulega í þinginu að menn semji um ákveðna umræðulengd þingmála. Það gengur hins vegar ekki að forseti Alþingis sé einum falið þetta vald,“ segir Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.

Einar BrynjólfssonSegir tillögu Bjarna vera vonda hugmynd.

Einar Brynjólfsson, þingflokksformaður Pírata, segir Pírata hafa lengi talað fyrir því að forseta Alþingis yrðu falin meiri völd og embættið gert sjálfstæðara frá framkvæmdavaldinu. „Að úthluta ræðutíma án samráðs er hins vegar ekki góð hugmynd. Eins og þetta er núna þá hefur ríkisstjórn og forsætisráðherra forseta Alþingis í vasanum.“

Samkvæmt þingskaparlögum skal forseti hafa samráð við formenn þingflokka um fyrirkomulag umræðna um mikilvæg mál ef ætla má að umræður verði miklar. Þá er honum heimilt með samþykki allra þingflokksformanna að ákveða, áður en umræða hefst, hve lengi umræðan má standa. Forseta er einnig heimilt að stinga upp á því að umræðum sé hætt. Samþykki meirihluta atkvæða þingmanna ræður úrslitum um slíkar tillögu.

Þannig er fyrirkomulag núgildandi þingskaparlaga, við úthlutun ræðutíma, talið mynda sátt um málið meðal stjórnarflokka og minnihlutans. Tillaga Bjarna sem gengur gegn núgildandi fyrirkomulagi er því fráleit í augum Einars og Loga.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Grátrana sást á Vestfjörðum
1
Fréttir

Grátr­ana sást á Vest­fjörð­um

Grátr­ana sást á túni vest­ur í Djúpi á Vest­fjörð­um. Um er ræða sjald­séð­an flæk­ings­fugl og þyk­ir það tíðund­um sæta að hann hafi sést á þess­um slóð­um en hing­að til hafa þeir að­eins fund­ist á Aust­ur­landi og á Norð-Aust­ur­landi. Fugl­inn varð á vegi hjón­anna Kristjáns Sig­ur­jóns­son­ar og Áslaug­ar Ótt­ars­dótt­ur sem náðu af smella af nokkr­um mynd­um af trön­unni áð­ur en hún flaug á brott.
Ójöfnuður kemur okkur öllum við
6
Viðtal

Ójöfn­uð­ur kem­ur okk­ur öll­um við

Alma Möller land­lækn­ir seg­ir að stjórn­völd og sam­fé­lag­ið allt þurfi að horf­ast í augu við að hér ríki ójöfn­uð­ur í heilsu. Rann­sókn­ir sýna að lífs­gæði og lífs­lík­ur þeirra sem búa við efna­hags­leg­an skort eru minni en þeirra sem ná vel end­um sam­an. Alma seg­ir mik­il­væg­ast að hlúa að börn­um sem al­ist upp í fá­tækt. „Því ef fólk fær vont start í líf­inu þá á það sér kannski ekki við­reisn­ar von.“
Borgin sökuð um ráðríki og samráðsleysi gagnvart íbúum í Laugardal
10
Fréttir

Borg­in sök­uð um ráð­ríki og sam­ráðs­leysi gagn­vart íbú­um í Laug­ar­dal

Ákvörð­un Reykja­vík­ur­borg­ar um að falla frá áform­um um við­hald og upp­bygg­ingu á við­bygg­ing­um við grunn­skóla í Laug­ar­daln­um hef­ur vak­ið hörð við­brögð með­al margra sem koma að mál­inu sem saka borg­ar­yf­ir­völd um svik og sýnd­ar­mennsku. Nú til að reisa nýj­an skóla sem mun þjón­usta nem­end­ur á ung­linga­stigi frá skól­un­um þrem­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
6
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.
Öryggisverðir gæta Bjarna – „Nokkuð góðir í að vera ósýnilegir“
8
Fréttir

Ör­ygg­is­verð­ir gæta Bjarna – „Nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir“

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra vill ekki kalla þá líf­verði, ör­ygg­is­verð­ina sem fylgja hon­um hvert fót­mál. „Þeir eru nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir þannig að ég geti sinnt mín­um störf­um,“ seg­ir hann. Áhættumat vegna ör­ygg­is ráð­herra rík­is­stjórn­ar Ís­lands er í sí­felldri end­ur­skoð­un, sam­kvæmt embætti rík­is­lög­reglu­stjóra.
Hvað gerist í huganum þegar við hreyfum okkur?
9
ViðtalHlaupablaðið 2024

Hvað ger­ist í hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur?

„Mögn­uð“ breyt­ing verð­ur á hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur. Hreyf­ing virk­ar eins og þung­lynd­is­lyf á þau sem glíma við vægt eða miðl­ungs þung­lyndi. Endorfín, sem fást við hlaup, hafa áhrif á túlk­un til­finn­inga, deyfa sárs­auka og valda sælu­til­finn­ingu. Steinn B. Gunn­ars­son íþrótta- og lýð­heilsu­fræð­ing­ur veit­ir inn­sýn í áhrif­in og ráð til að fá hug­ann til að halda sig við hreyf­ing­una.
„Ótrúlega falleg framtíðarsýn“ að hlaupa með pabba sínum á níræðisaldri
10
ViðtalHlaupablaðið 2024

„Ótrú­lega fal­leg fram­tíð­ar­sýn“ að hlaupa með pabba sín­um á ní­ræðis­aldri

Rann­veig Haf­berg hélt að hún gæti aldrei byrj­að að hlaupa. Hún létt­ist um 38 kíló á einu og hálfu ári með breyttu mataræði og hleyp­ur vænt­an­lega sitt tí­unda of­ur­m­ara­þon á Lauga­veg­in­um í sum­ar. Ey­steinn Haf­berg, fað­ir henn­ar, byrj­aði að hlaupa um sjö­tugt eft­ir hjarta­áfall. Hann er orð­inn fræg fyr­ir­mynd í ís­lenska hlaupa­heim­in­um. Móð­ir henn­ar er líka byrj­uð að hlaupa. Og barna­börn­in.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
6
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
10
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár