Viðtal

Hjálpar eldri borgurum að auka hamingjuna

Ásdís Halldórsdóttir, forstöðumaður heilsu og vellíðanar hjá Sóltúni Heima, útskýrir hvernig leikfimi fyrir eldri borgara geti bætt bæði líkamlega og andlega líðan.

Líkamleg heilsa Á Sóltúni geta eldri borgarar sótt hóptíma, útitíma, alls kyns dansleikfimi og styrktarþjálfun. Mynd: Heiða Helgadóttir

Líkamleg heilsa er lykilþáttur farsællar öldrunar og hamingju, segir Ásdís Halldórsdóttir, forstöðumaður heilsu og vellíðanar hjá  Sóltúni Heima. Ásdís er nú í óða önn að innleiða líkamsræktarþjónustu fyrir eldri borgara sem fer fram á heimilum þeirra. „Hluti af okkar hamingju er að geta haldið hreyfifærni og því er líkamleg heilsa beintengd andlegri hamingju,“ segir Ásdís.

Heimahreyfing er nýjung á Íslandi og byggð á danskri fyrirmynd. Þá fá eldri borgarar sérsniðið æfingaplan í þrjá mánuði þar sem þeim er leiðbeint í gegnum styrktar- og jafnvægisæfingar til að auka heilsu þeirra og lífsgæði. Danska vefforritið DigiRehab er notað til að sérsmíða æfingaplan fyrir hvern og einn þátttakanda. „Þannig eru hjón aldrei með sama æfingaplan, heldur er mætt þörfum hvers og eins þátttakanda og lögð áhersla á þá þætti sem mest þarf að styrkja,“ útskýrir Ásdís.

Stefna Sóltúns Heima er ekki síður að efla félagslega þáttinn og efla eldri borgara í að sækja ...

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð 4 greinar fríar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.190 krónum á mánuði. Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Pistill

Costco: Musteri græðginnar

Fréttir

Nichole vill setja stjórn yfir Landspítalann svo forstjórinn hætti að „betla pening“

Pistill

Um útskrift og útlitsdýrkun

Viðtal

Neyðarópið í gilinu

Fréttir

Krefjast aðgangs að gögnum sem ráðherra telur „spilla fyrir hugmyndafræðinni“

Fréttir

Hóta að hætta nema fjármálaráðherra verði áfram formaður hollvinafélagsins

Mest lesið í vikunni

Pistill

Costco: Musteri græðginnar

Fréttir

Nichole vill setja stjórn yfir Landspítalann svo forstjórinn hætti að „betla pening“

Viðtal

Hjarta og martraðir lögreglumannsins

Úttekt

Menningarbylting Sjálfstæðisflokksins

Fréttir

Stefnt að fækkun lögreglumanna næstu árin

Blogg

Fordómar gagnvart ákveðnum dýrategundum