Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Árni Johnsen reynir að niðurlægja Pírata: „Hvaða vitleysa er þetta?“

Fram­bjóð­andi í próf­kjöri Sjálf­stæð­is­flokks­ins, fyrr­ver­andi þing­mað­ur­inn Árni Johnsen, tel­ur Pírata óhæfa til að stýra land­inu og upp­nefn­ir þá „leik­fé­laga“. Árni er eini mað­ur­inn sem dæmd­ur hef­ur ver­ið fyr­ir mútu­þægni í op­in­beru starfi á Ís­landi.

Árni Johnsen reynir að niðurlægja Pírata: „Hvaða vitleysa er þetta?“
Árni Johnsen Var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir mútuþægni og fjárdrátt þegar hann var alþingismaður. Nú vill hann aftur verða alþingismaður. Mynd: Pressphotos.biz

Árni Johnsen, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og frambjóðandi í prófkjöri flokksins á Suðurlandi, gerir lítið úr Pírötum í grein í Morgunblaðinu í dag, kallar þá „leikfélaga“ og segir þá „ekki standa fyrir neitt“. Þá segir hann þá ekki hafa verkvit og að engin verðmæti séu á bakvið þá.

Píratar hafa undanfarnar vikur mælst með 24-30% fylgi í könnunum, um eða fyrir ofan fylgi Sjálfstæðisflokksins.

„Píratar standa ekki fyrir neitt og ef þeir komast í stjórnunarstöður ætla þeir að gera eitthvað. Gera eitthvað. Hvaða vitleysa er þetta?“ skrifar Árni. Stefna Pírata er birt á vef flokksins hér og er þar að sjá yfirlit yfir einstök stefnumál

„Verðmætin á bak við Pírata sem stjórnmálaafl eru því miður engin, þeir eru góðir spjallarar, lausir og liðugir og hafa áhuga á tölvutengingum, en pólitísk stefna þeirra er efnisminni en nýju fötin keisarans,“ segir Árni ennfremur.

Grein ÁrnaÁrni segir að það þurfi burð, myndugleika, markmið, fylgni, þolinmæði og þrautseigju til að stjórna landi, en Píratar hafi ekki þá eiginleika sem til þurfi.

Árni tilkynnti í grein í Morgunblaðinu í síðasta mánuði að hann myndi bjóða sig fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins sem fer fram um næstu helgi. Hann var þingmaður flokksins frá 1983 til 1987, frá 1991 til 2001 og frá 2007 til 2013.

Árið 2003 var Árni Johnsen dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir mútuþægni, fjárdrátt og umboðssvik í opinberu starfi og rangar skýrslur til yfirvalda. Dóminn má lesa hér

Grein Árna er eftirfarandi:

Píratar í nýju fötum keisarans

Svo vel þykist ég þekkja þjóð mína að hún mun ekki veita Pírötum það brautargengi sem hún hefur gert í skoðanakönnunum undanfarin misseri. Ástæðan er einföld þegar á reynir. Píratar standa ekki fyrir neitt og ef þeir komast í stjórnunarstöður ætla þeir að gera eitthvað. Gera eitthvað. Hvaða vitleysa er þetta?

Píratar virðast hafa litla reynslu og lítið verkvit, stundum tefla þeir fram brjóstviti sem virðist slasað. Grundvöllurinn fyrir sjálfstæði og stjórn sjálfstæðrar þjóðar er stefna, markmið, metnaður - jafnvægi í hlutum, fjármálum sem framkvæmdum miðað við það sem þjóðin hefur úr að spila. Þar reynir á seiglu og þol því fátt er einfalt. Við Íslendingar höfum yndi af sérstæðum persónuleikum og það er fullt af þeim í safni Pírata. Á einum fundi þeirra hafði einn á orði að þeir yrðu að gera eitthvað sniðugt. Eftir stundarþögn sagði annar: Fríar tannviðgerðir. Frábært, sagði leiðtoginn. Hver á að borga 11 milljarða kostnað? spurði annar. Útgerðin, svaraði leiðtoginn, ekkert mál.

Maður spyr í hvaða veröld þetta blessað fólk lifir. Kannski einhverju eins og Bakkabræður sem fengu sér kött, en vissu ekki hvað hann æti. Bóndinn á næsta bæ sagði þeim að kötturinn æti allt. Þá fóru þeir heim og drápu köttinn svo hann æti þá ekki sjálfa.

„Þeir eru góðir spjallarar, lausir og liðugir og hafa áhuga á tölvutengingum“

Verðmætin á bak við Pírata sem stjórnmálaafl eru því miður engin, þeir eru góðir spjallarar, lausir og liðugir og hafa áhuga á tölvutengingum, en pólitísk stefna þeirra er efnisminni en nýju fötin keisarans.

Það þarf burð, myndugleika, markmið og fylgni, þolinmæði og þrautseigju til þess að stjórna landi okkar. Andstæðan við Pírata er til dæmis Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra sem hefur leyst hlutverk sitt frábærlega vel og áttar sig á því hvað það skiptir miklu máli að hafa tón sem getur skapað þjóðarsátt um leiðir og lausnir.

Nei, kæru landar, hættum að æra óstöðuga, minnkum að hampa Pírötum þannig að sumir fréttamenn góna upp í þá eins og naut á nývirki og halda að þeir séu að höndla sannleikann og hamingjuna einu sönnu og fólk getur algjörlega ruglast í ríminu.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2016

Mest lesið

Við hvaða götu býr Ragnar? Reykás
3
Helgi skoðar heiminn

Við hvaða götu býr Ragn­ar? Reykás

Sauð­kræk­ing­ur­inn Ragn­ar Páll Árna­son, sem starfar hjá Öss­uri, býr í ná­grenni höf­uð­stöðva fyr­ir­tæk­is­ins, við göt­una Reykás. Seg­ist ekki hafa ætl­að að ílengj­ast þar, en kann nú hvergi bet­ur við sig. Siggi Sig­ur­jóns, guð­fað­ir Ragn­ars Reykáss, kann vel að meta sög­una af „nafna“ sín­um. Hann á sjálf­ur pín­lega en um leið drep­fyndna sögu tengda göt­unni í Ár­bæn­um.
Segja leigusala nýta sér neyð flóttafólks til að okra á Bifröst
4
Fréttir

Segja leigu­sala nýta sér neyð flótta­fólks til að okra á Bif­röst

Íbú­ar á Bif­röst segja fyr­ir­tæki sem leig­ir út gamla stúd­enta­garða nýta sér neyð þeirra sem þar búa til að standa í óhóf­leg­um verð­hækk­un­um. Meiri­hluti íbú­anna eru flótta­menn, flest­ir frá Úkraínu. „Við höf­um eng­an ann­an mögu­leika. Við get­um ekki bara far­ið.“ Leigu­sal­inn seg­ir við Heim­ild­ina að leigu­verð­ið þyki af­ar hag­stætt.
Á vettvangi með kynferðisbrotadeildinni: Hljóðin eru verst
6
RannsóknirÁ vettvangi

Á vett­vangi með kyn­ferð­is­brota­deild­inni: Hljóð­in eru verst

„Ég fæ bara gæsa­húð sjálf þeg­ar ég hugsa um þetta enn þann dag í dag og það eru mörg ár síð­an ég sá þetta mynd­skeið,“ seg­ir Bylgja lög­reglu­full­trúi sem hef­ur það hlut­verk að mynd­greina barn­aníðs­efni. Það fel­ur með­al ann­ars í sér að hún þarf að horfa á mynd­skeið þar sem ver­ið er að beita börn of­beldi. Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son er á vett­vangi og fylg­ist með störf­um kyn­ferð­is­brota­deild­ar lög­regl­unn­ar.
„Það er ekkert svo ógeðslegt og hryllilegt að það sé ekki til“
8
FréttirÁ vettvangi

„Það er ekk­ert svo ógeðs­legt og hrylli­legt að það sé ekki til“

„Það er her úti í hinum stóra heimi, óskipu­lagð­ur og skipu­lagð­ur sem vinn­ur við það að reyna að búa til nú fórn­ar­lömb og þeir svíf­ast bók­staf­lega einskis,“ seg­ir Hall­ur Halls­son rann­sókn­ar­lög­reglu­mað­ur. Hann vinn­ur í deild sem sér­hæf­ir sig í að mynd­greina barn­aníðs­efni. Í þátt­un­um Á vett­vangi fylg­ist Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son með störf­um kyn­ferð­is­brota­deild­ar lög­regl­unn­ar.
Formaður BÍ: Innflutningur afurðastöðva „ekki beint í samkeppni við bændur“
9
ViðtalSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Formað­ur BÍ: Inn­flutn­ing­ur af­urða­stöðva „ekki beint í sam­keppni við bænd­ur“

Formað­ur Bænda­sam­tak­anna seg­ist treysta því að stór­fyr­ir­tæk­in í land­bún­aði muni skila bænd­um ávinn­ingi af nýj­um und­an­þág­um frá sam­keppn­is­lög­um. Hann við­ur­kenn­ir að litl­ar sem eng­ar trygg­ing­ar séu þó fyr­ir því. Það hafi þó ver­ið mat hans og nýrr­ar stjórn­ar að mæla með breyt­ing­un­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
3
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
„Það er svo ótrúlega helvíti erfitt að fara frá honum“
10
Viðtal

„Það er svo ótrú­lega hel­víti erfitt að fara frá hon­um“

Krist­inn Hrafns­son ræð­ir stöð­una á mál­um Ju­li­an Assange en um­ræð­an byrj­aði að breyt­ast eft­ir að Nils Melzer, þá­ver­andi skýrslu­gjafi Sam­ein­uðu þjóð­anna, gaf út á bók ár­ið 2022 og lagði áherslu á að eng­inn hef­ur axl­að ábyrgð á stríðs­glæp­um þeim sem Wiki­Leaks af­hjúp­aði á með­an Ju­li­an sæt­ir pynt­ing­um og yf­ir­völd fjög­urra landa hafa marg­brot­ið á hon­um. Bók­in hef­ur haft áhrif, jafn­vel á Joe Biden og Olaf Sholz.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu