Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Sýknaður af skotárás í Bryggjuhverfi og fær bætur frá ríkinu

Ax­el Már Smith sat í gæslu­varð­haldi þar til sýknu­dóm­ur féll. Hæstirétt­ur úr­skurð­aði í gær að ís­lenska rík­ið skyldi borga hon­um hálfa millj­ón króna í bæt­ur.

Sýknaður af skotárás í Bryggjuhverfi og fær bætur frá ríkinu
Sýknaður Einn skotárásarmanna úr Bryggjuhverfi færður fyrir dóm. Mynd: Geirix / Pressphotos.biz

Hæstiréttur komst í gær að þeirri niðurstöðu að ríkið sé skaðabótaskylt gagnvart Axel Má Smith vegna gæsluvarðhalds sem hann sat í rúmar tvær vikur, eftir að yfirvöld hefðu átt að láta hann lausan.

Axel Már er einn þriggja manna sem ákærðir voru fyrir skotárás í Bryggjuhverfinu þann 18. nóvember 2011. Axel Már var þó, ólíkt hinum tveimur aðilunum, sýknaður í héraðsdómi af aðild að skotárásinni. Hann sat í gæsluvarðhaldi frá 8. desember 2011 til 22. mars er sýknudómur féll.

Viðurkenndi að hafa verið viðstaddur

Í upphafi neitaði Axel Már staðfastlega allri aðild að málinu og sagðist ekki hafa verið viðstaddur skotárásina. Hann breytti þó framburði sínum við aðalmeðferð málsins og játaði að hafa verið viðstaddur skotárásina. Þrátt fyrir þá játningu var Axel Má ekki sleppt úr gæsluvarðhaldi fyrr en hann var sýknaður.

Niðurstaða Hæstaréttar var sú að áframhaldandi gæsluvarðhald eftir að hann játaði þetta atriði geri íslenska ríkið skaðabótaskylt gagnvart honum. Á hann að fá 500 þúsund krónur í bætur.

Eltu fórnarlambið með haglabyssu  

Skotárásin í Bryggjuhverfi vakti mikla athygli og umtalsverð umfjöllun var um málið í fjölmiðlum á árunum 2011 og 2012. Þann 18. nóvember árið 2011 barst lögreglu tilkynning um að skotið hafi verið með haglabyssu á bíl við Tangarhöfða í Reykjavík. Málið tengdist mótorhjólasamtökunum Outlaws en sá sem skotið var á skuldaði einum geranda, Tómasi Pálssyni, umtalsverða upphæð. Samkvæmt dómi hittust mennirnir þann 16. nóvember 2011 til að semja um greiðslu á skuldinni. Niðurstaða þeirrar samningagerðar var að fórnarlambið neitaði að greiða skuldina í heild sinni.

Tveimur dögum síðar hittust mennirnir aftur og var Tómas þá í fylgd tveggja manna, Axels Más og Kristjáns Halldórs Jenssonar. Samkvæmt dómnum ók Tómas í veg fyrir fórnarlambið á fundarstað. Þá stigu fylgdarmenn Tómasar út úr bílnum með hulin andlit og hélt annar þeirra á afsagaðri haglabyssu. Tómas var æstur og sparkaði í bíl fórnarlambsins sem í kjölfarið ók burt. Þegar maðurinn var komið í um 20 metra fjarlægð hleypti Kristján Halldór af byssunni og hittu skotin bíl fórnarlambsins að framanverðu. Maðurinn flúði af vettvangi en þremenningarnir fylgdu á eftir. Við hringtorg hjá Bíldshöfða og Sæbraut var skotið á ný á bíl fórnarlambsins og brotnaði afturrúða bílsins við það. Eftir það hættu þremenningarnir eftirförinni.

Sýknaður vegna skorts á vitneskju

Kristján var dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir hættubrot og vopnalagabrot. Tómas var sýknaður af tilraun til manndráps en var líkt og Kristján dæmdur fyrir hættubrot og vopnalagabrot. Hann fékk 18 mánaða fangelsisdóm.

Líkt og fyrr segir var Axel sýknaður af ákæru á þeim forsendum að hann hafi mætt á innheimtufundinn með skömmum fyrirvara og samkvæmt dómnum var talið að hann hefði ekki vitað að Tómas og Kristján hefðu haft með sér haglabyssu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
1
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Katrín eini matvælaráðherra VG sem tekur ekki afstöðu gegn gjafakvótanum í laxeldinu
5
FréttirLaxeldi

Katrín eini mat­væla­ráð­herra VG sem tek­ur ekki af­stöðu gegn gjafa­kvót­an­um í lax­eld­inu

Bæði Bjarkey Gunn­ars­dótt­ir og Svandís Svavars­dótt­ir hafa lýst því yf­ir að þær vilji tíma­binda rekstr­ar­leyf­in í sjókvía­eld­inu. Eini mat­væla­ráð­herra VG á síð­asta og yf­ir­stand­andi kjör­tíma­bili sem ekki hef­ur gert slíkt hið sama er Katrín Jak­obs­dótt­ir for­setafram­bjóð­andi. Hún vann tals­vert að frum­varp­inu, fund­aði með hag­að­il­um um það og lét breyta ein­staka grein­um þess.
Domino's-þjóðin Íslendingar
6
Skýring

Dom­ino's-þjóð­in Ís­lend­ing­ar

Guð­fað­ir og stofn­andi Dom­ino´s á Ís­landi, Birg­ir Bielt­vedt, hef­ur enn og aft­ur selt hluta­bréf í fyr­ir­tæk­inu og er út­gerð­ar­kon­an Guð­björg Matth­ías­dótt­ir nú orð­inn stærsti hlut­haf­inn. Birg­ir er rauði þráð­ur­inn í æv­in­týra­legri sögu pitsu­fyr­ir­tæk­is­ins á Ís­landi sem hef­ur kom­ið sér í ein­staka mark­aðs­stöðu á skyndi­bita­mark­að­in­um á Ís­landi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
4
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
8
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
5
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár