Blogg

Sósíalistaflokkur?

Það er kunnara en frá þurfi að segja að nýr flokkur sem kennir sig við sósíalisma er í burðarliðnum. Á heimasíðu hans má fnna eins konar stefnuskrá í fimm liðum. Í fyrsta lagi ætlar flokkurinn að berjast fyrir því að allur almenningur fái notið mannsæmandi kjara, í öðru lagi útvega mönnum ódýrt húsnæði, í þriðja lagi stuðla að ókeypis heilbrigðis-, mennta- og velferðarþjónustu, í fjórða lagi skuli vinnuvikan stytt og fimmta lagi á auðstéttin að borga meira í skatta, með því megi fjármagna betra velferðarkerfið.

Ekki verður séð að hér sé á ferðinni róttækur sósíalismi, heldur fremur vinstrikratismi. Reyndar eru fyrsti, annar, og fjórði liður stefnuskrárinnar þess eðlis að bæði vinstrimenn og -hægri geta fallist á að þetta séu æskileg markmið. Í ljósi þess sem hér hefur verið sagt virðist „Sósíalistaflokkurinn“ vart standa undir nafni.

Lýðskrum?

Að fimmta liðnum undanskildum eru engar konkret tillögur í stefnuskránni, ekki er sagt hvernig framkvæma eigi fyrsta til fjórða lið. Það er heldur ekki auðvelt að framkvæma fimmta lið þótt vissulega megi peningamenn borga meir í skatta en þeir gera. HB Grandi greiðir hluthöfum miljarða í arð en telur sig ekki hafa ráð á að halda uppi fiskvinnslu á Akranesi. Ætli eigendurnir  séu ofgóðir að borga meira  til samneyslunnar?

Hvað sem því líður þá er megn lýðskrumsfýla af þessari stefnuskrá. Fólki er lofað gulli og grænum skógum en lítið sagt um hvernig efna megi loforðin.

Bandaríski söngvarinn Joe Hill var sannur sósíalisti. Hann hæddist að trúarbrögðum sem hann taldi blekkja fólk  með loforðum um sælu hinum meginn og söng: „You get pie in the sky when you die.“

Flokksnefnu þessari má segja til varnar að hún er óstofnuð enn. Kannski er núverandi stefnuskrá bara skissa, kannski verður hún aukin og endurbætt í anda  hófsamrar lýðræðis-jafnaðarstefnu.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Pistill

Baráttan um heilbrigðiskerfið er barátta fyrir lýðræði

Pistill

Vaxandi misskipting

Fréttir

Landlæknir leiðréttir „misskilning“ Óttars – lagatúlkun ráðuneytisins opni á einkavæðingu heilbrigðiskerfisins

Fréttir

Páll vill sýna United Silicon skilning: „Það getur kviknað í hverju sem er“

Úttekt

Nýlendur unga fólksins

Pistill

Burt með grasið, lifi mosinn!

Mest lesið í vikunni

Viðtal

Heimsækja allar kirkjur á höfuðborgarsvæðinu

Pistill

Um kosti þess að búa á Íslandi

Úttekt

Björn Ingi fékk kúlulán meðfram lundafléttu

Fréttir

Segir Viðskiptablaðið fara með dylgjur og lygar

Pistill

Ótrúlegt nokk: Norður-kóreski herinn er sá stærsti í heimi

Pistill

Ísland efnahagsbrotalaust land 2020