Stefán Snævarr
Stefán Snævarr fæddist árið 1953 í Reykjavík. Hann er prófessor í heimspeki við Lillehammerháskóla í Noregi. Hann hefur stundað margháttuð ritstörf og skrifað bækur á ýmsum tungumálum. Síðustu bækur hans á íslensku eru Kredda í kreppu og Bók bókanna, bækur ljóðanna. Árið 2010 hlaut hann fyrstu verðlaun í ritgerðarsamkeppni Alþjóðasamtaka fagurfræðinga (The International Association of Aesthetics).

Mónöður undir stýri

Þýski heimspekingurinn Gottfried Wilhelm Leibniz (1646-1716) var með fjölhæfari mönnum. Hann átti m.a. þátt í því að skapa örsmæðarreikning (calculus) sem margir lesenda kannast við. En margt í heimspeki hans orkar einkennilega á nútímafólk. Hann segir að grunneining tilverunnar séu „mónöður“ sem hafi bæði efnislega og huglæga eiginleika. Þannig megi finna huglæga eiginleika í örsmáum skömmtum í dauðu efni, rétt...

Fákeppni á Fróni einu? Fákeppni bara slæm?

Fákeppni á Íslandi er mjög til umræðu þessa dagana og er það í sjálfu sér vel. Gallinn er sá að álitsgjafar tala eins og fákeppni sé séríslenskt fyrirbæri og telja sig jafnvel geta fundið rætur hennar í séríslenskri sögu. Þeir gefa sér líka að fákeppni sé ávallt af hinu illa. Ég hyggst nú sýna fram á að fákeppni sé um...

Gunnlaugur Jónsson og frjálshyggjan

Fyrir nokkrum árum skrifaði Gunnlaugur Jónsson mikla mærðarvellu um frjálshyggjuna. Hún væri miðju- og friðarstefna, einna helst í anda kristni og daóisma. En eins og ég mun reyna að sýna fram á fer Gunnlaugur villur vegar, hann skilur ekki að frjálshyggjan er dæmd til að grafa undan sjálfri sér. Ég mun reyna að sýna fram á að frjálshyggjan sé...

Ferfætllingaflokkurinn

Stjúphvolpurinn og Stjúpkötturinn: Stjúpi, við ætlum að stofna flokk. Ég: Nú, hvað á hann að heita? Stjúpkötturinn: Ferfætlingaflokkurinn. Ég: Uhh, ég held að það séu til a.m.k. tveir ef ekki þrír slíkir flokkar á Íslandi, Viðreisn og Björt framtíð skríða á fjórum fótum fyrir íhaldinu. Og Framsókn hefur löngum sýnt því hundslega undirgefni. Stjúphvolpurinn (urrar reiðilega): Þetta eru hundfjandsamleg ummæli!...

Rökræða og skynsemi: Karl-Otto Apel (1922-2017)

Þýski heimspekingurinn Karl-Otto Apel er látinn í hárri elli. Hann starfaði náið með Jürgen Habermas og átti heiðurinn af ýmsum þeim hugmyndum sem Habermas hafa verið eignaðar, þ.á.m. rökræðusiðfræðinni (þý. Diskursethik, e. discourse ethics). Undirritaður sótti fyrirlestra Apels í Frankfurt fyrir margt löngu og kynntist honum svo lítið. Frá nasisma til skynsemishyggju Apel var alinn upp í Þýskalandi Hitlers...

Sgt. Pepper fimmtug!

„It was FIFTY years ago today, Sgt. Pepper taught the band to play…“, Bítlarnir sungu reyndar „twenty years“ en ég tók mér bessaleyfi að breyta textanum þar eð platan verður fimmtug á fimmtudaginn. Tímamótaplatan Sgt. Pepper‘s Lonly Hearts Club Band. Fyrsta konseptplatan, plata sem myndar heild í kringum gefið stef, stefið hér er hljómsveitin sem kennd er við Pepper liðþjálfa....

Er tal um samkeppnishæfi ríkja della?

Fyrir rúmlega tuttugu árum skrifaði nóbelshagfræðingurinn Paul Krugman ágæta ádrepu þar sem hann gagnrýndi harkalega hugmyndina um samkeppnishæfi landa (Krugman 1994). Fólk haldi ranglega að alþjóðleg samkeppni milli landa sé eins og samkeppni fyrirtækja. Að meta hvort land X sé samkeppnishæft á alþjóðavísu sé eins og að spyrja hvort General Motors sé samkeppnishæft á bandarískum markaði (köllum fylgjendur þessarar...

Macron, Jóhann frá Örk?

Það er kunnara en frá þurfi að segja að Emmanuel Macron vann frægan sigur á hinni stórhættulegu Marine le Pen. Ungur maður sem er eindreginn Evrópusinni og alþjóðasinni. Spurt er: Er hann Jóhann frá Örk, maðurinn sem bjarga mun Frakklandi rétt eins og Jóhanna frá Örk gerði fyrir sex hundruð árum? Vandi Frakka og Macron hinn ráðagóði Landið er í...

Bjarni Ben, tískurökin og heilbrigðiskerfið

Bjarni Benediktsson sagði nýlega að það væri gamaldags að vera á móti arðgreiðslum í heilbrigðiskerfinu. Kalla má þetta «tískurök» þar eð forsætisráðherra talar eins og það sé gefið að hið nýjasta nýja sé það besta. Þannig hugsar tískuhyskið. Beiti maður slíkum tískurökum mætti afgreiða frjálshyggjuna sem gamaldags, hún er jú ættuð frá sautjándhundruðogsúrkál. Þess utan er hún ekki lengur í...

Maísól

Svo orti skáldið frá Laxnesi í frægu kvæði, Maístjörnunni: „En í kvöld lýkur vetri sérhvers vinnnandi manns“, Því miður mun auðvaldsvetrinum íslenska ekki ljúka í kvöld en á morgun eiga launamenn leikinn: „og á morgun skín maísól það er maísólin hans,“ Ég skora á íslenska launþega að fylkja liði á morgun og láta frekjuhunda auðvaldsins fá það óþvegið: „það er...

"...orkuna styrkja?" Vísindi og gagnrýnin hugsun

Oft er sagt að gagnrýnin hugsun sé þungamiðja vísindanna, meðal þeirra sem því trúðu var vísndaheimspekingurinn Karl Popper. Kuhn, venjuvísindi og kreddutrú En þetta er engan veginn öruggt. Vísindaheimspekingurinn og –sagnfræðingurinn Thomas Kuhn var á öndverðum meiði. Hann hélt því fram að hryggjarstykki vísinda væri venjuvísindi (e. normal science) en venjuvísindamenn tryðu blint á vissar grundvallarforsendur. Þeir væru flest annað...

"...alla dáð?" Um vísindi og hlutdrægni

Ekki má skilja síðustu færslu mína um vísindin svo að ég sé vísindatrúar. Kannski eru kenningarnar um hlýnun jarðar af mannvöldum ekki eins pottþéttar og sýnist. Kannski er þróunarkenning Darwins meingölluð. Ef til eru vísindi siðferðilega skaðvænleg, kannski er sú tækni sem þau geta af sér vistkerfinu hættuleg. Hver veit? Karllæg vísindi? Nýlega lést í hárri elli einn helsti vísindaheimspekingur...

"Vísindin efla..."

Í gær þyrptist fjöldi manns víða um lönd í göngur til að mótmæla árásum á vísindin. Trump og liðsmönnum hans nægir ekki að tala um valkvæðar staðreyndir og hunsa velígrundaðar kenningar um hlýnun jarðar. Þeir ráðast líka beint á vísindin með því að berjast fyrir minni opinberum framlögum til vísindastarfa vestanhafs. „Lifa bæði á mysu og mjólk...“, Trump virðist í...

Sósíalistaflokkur?

Það er kunnara en frá þurfi að segja að nýr flokkur sem kennir sig við sósíalisma er í burðarliðnum. Á heimasíðu hans má fnna eins konar stefnuskrá í fimm liðum. Í fyrsta lagi ætlar flokkurinn að berjast fyrir því að allur almenningur fái notið mannsæmandi kjara, í öðru lagi útvega mönnum ódýrt húsnæði, í þriðja lagi stuðla að ókeypis...

Ódæðin í Sýrlandi

Stuðmenn sungu á sínum tíma um sumar á Sýrlandi og var "Sýrlandi" ekki notað í bókstaflegri merkingu. En nú hefur verið fimbulvetur þar í landi um sex ára skeið, stór hluti þjóðarinnar landflótta, borgir í rúst. Nokkur hundruð þúsund manns hafa fallið. Einræðisherrann Assad svífst einskis til að halda völdum, efnavopnaárásin í vikunni var líklega verk hans manna. Rússar og...

Ódæðið í Stokkhólmi

Við vitum ekki enn hver ódæðismaðurinn í Stokkhólmi er. Gæti verið venjulegur Svíi sem hreinlega hefur misst vitið. En það er IS-fýla af ódæðinu, IS-hneigðir öfgamenn hafa framið hryðjuverk með líkum hætti. Ég skrifaði færslu um fjöldamorðin í Nice í fyrra og fékk ýmis viðbrögð. Einn aðili sagði í athugasemdakerfi mínu að árásir af slíku tagi væru sum part skiljanlegar...

Markaðs-og sjóðasósíalisminn

Í þessari grein hyggst ég hefja mál mitt á því að kynna markaðssósíalískar hugmyndir bandaríska hagfræðingsins John Roemer. Einnig mun ég tæpa stuttlega á markaðssósíalískum tilraunum í Júgóslafíu heitinni og Tékkóslóvakíu sálugu. Og í því sambandi kynna stuttlega markaðssósíalískar kenningar Ota Siks. Að lokum ræði ég sænskar hugmyndir um sjóðasósíalisma og velt þvi fyrir mér hvort þær séu brúklegar á...

Markaðssósíalisminn

Ég man þá tíð þegar frjálshyggjan var að ryðja sér til rúms á Íslandi um 1980. Hannes Gissurarson og Jónas Haralz skrifuðu hálft Morgunblaðið og voru fyrirferðamiklar annars staðar. Þeim var mikið í mun að kynna kennismiði frjálshyggjunnar og var tíðrætt um markaðssósíalisma sem þeir töldu mjög af hinu illa. Tal þeirra (og Ólafs Björnssonar) um markaðssósíalisma var eins og...

Enn til varnar skattheimtu

Svo var sungið í mínu ungdæmi: "Maðurinn með hattinn stendur upp við staur og borgar ekki skattinn því hann á engan aur“ Undirskilið er sennilega að ríki maðurinn með pípuhattinn stingi fé undan og þykist ekkert eiga og þurfi því ekki að borga skatt. Síðar tók hattakarlinn að koma fé sínu undan til aflanda. Þetta atferli þykir skattahöturum frjálshyggjunnar í...

Febrúarbyltingin rússneska, 100 ára afmæli

„Hvílíkar lygar hvílík óheilindi hvílík söguleg stórslys“ segir Sigfús Daðason í ljóðabókinni Hendur og orð. Ekki fylgir sögunni hvað Sigfús hafði í huga enda er skáldskapur þeirrar náttúru að heimfæra má (og á) hann upp á hið ýmsasta. Franski heimspekingurinn Paul Ricœur segir skáldskap hafa óakveðna tilvísun, gagnstætt staðhæfingum daglega málsins og vísindanna. Októberbyltingin: Valdarán fámennrar klíku Ég leyfi mér...

Meistarar ljóðsins

Tveir skáldmeistarar gáfu út ljóðabækur fyrir jólin, Sigurður Pálsson og Þorsteinn frá Hamri. Bók Sigurðar ber heitið „Ljóð muna rödd“, bók Þorsteins „Núna“. Sé Sigurður skáld léttleikans og glettninnar þá er Þorsteinn skáld þungra þanka og alvöru. Í ljóðum Sigurðar er flæði, í ljóðum Þorsteins þung undiralda, ljóð Sigurðar stundum hástemd, ljóð Þorsteins fremur lágstemd. Ljóð muna rödd Eins og...

Abraham í jakkafötum. Bág staða ungmenna.

Margir lesenda kannast við lag Leonards Cohen "The Story of Isaac, kvæði um Abraham Biblíunnar sem ætlaði að fórna syni sínum Ísak að boði Guðs. Á tónleikaplötunni Live Songs segir Cohen er hann kynnir lagið að textinn fjalli um það þegar eldri kynslóðin fórnar ungu kynslóðinni. Svo syngur Cohen: „You who build these altars now To sacrifice these children,...

Hinir fokríku og Borgunarmaðurinn

Erlendur nokkur Magnússon mun vera stjórnarformaður Borgunar og því réttnefndur „Borgunarmaður“ (vonandi líka borgunarmaður með litlum staf). Hann geysist nú fram á ritvöllinn og vegur að Oxfam. Oxfam hefur haldið því fram að átta ríkustu menn heimsins eigi jafn miklar eignir og fátækasti helmingur mannkynsins. Erlendur leiðir ýmis rök að því að þetta sé villandi og skal ekki útilokað...

Ráðherrarispa

Ég var búinn að nefa þrjá nýja ráðherra i síðasta bloggi, hann Vaffa Túney, Sjóauga Túney og Propp Poppara. En sem óforbetranlegt karlrembusvín láðist mér að kynna kvenráðherrana. Fyrsta skal fræga telja kvótamálaráðherraynjuna sem þess utan er endurmenntunar- og erfðafræðingur. Hún hefur getið sér gott orð meðal erfðafræðinga fyrir að uppgötva öfundargenið. Maðurinn hennar er lánaafskriftafræðingur, þetta er mikil fræðafjölskylda....

Í Túneynni heima

Þið þekkið Túneyjarfjölskylduna, fjölskylduna sem löngum hefur átt allt og öllu ráðið á Íslandi. Ættarhöfðinginn heitir Vafningur Túney, kallaður „Vaffi“. Hann er svona yfirmálaráðherra. Systur hans heita Matorka Túney (kölluð „Matta“) og Borgunn („Bogga“). Þær stunda viðskipti. Frændi þeirra, hann Sjóauga Túney, er peningamálaráðherra. Sér til halds og trausts hefur hann Propp poppara sem er líka svona ráðherrakarl. Proppur er...