Stefán Snævarr
Stefán Snævarr fæddist árið 1953 í Reykjavík. Hann er prófessor í heimspeki við Lillehammerháskóla í Noregi. Hann hefur stundað margháttuð ritstörf og skrifað bækur á ýmsum tungumálum. Síðustu bækur hans á íslensku eru Kredda í kreppu og Bók bókanna, bækur ljóðanna. Árið 2010 hlaut hann fyrstu verðlaun í ritgerðarsamkeppni Alþjóðasamtaka fagurfræðinga (The International Association of Aesthetics).

"...orkuna styrkja?" Vísindi og gagnrýnin hugsun

Oft er sagt að gagnrýnin hugsun sé þungamiðja vísindanna, meðal þeirra sem því trúðu var vísndaheimspekingurinn Karl Popper. Kuhn, venjuvísindi og kreddutrú En þetta er engan veginn öruggt. Vísindaheimspekingurinn og –sagnfræðingurinn Thomas Kuhn var á öndverðum meiði. Hann hélt því fram að hryggjarstykki vísinda væri venjuvísindi (e. normal science) en venjuvísindamenn tryðu blint á vissar grundvallarforsendur. Þeir væru flest annað...

"...alla dáð?" Um vísindi og hlutdrægni

Ekki má skilja síðustu færslu mína um vísindin svo að ég sé vísindatrúar. Kannski eru kenningarnar um hlýnun jarðar af mannvöldum ekki eins pottþéttar og sýnist. Kannski er þróunarkenning Darwins meingölluð. Ef til eru vísindi siðferðilega skaðvænleg, kannski er sú tækni sem þau geta af sér vistkerfinu hættuleg. Hver veit? Karllæg vísindi? Nýlega lést í hárri elli einn helsti vísindaheimspekingur...

"Vísindin efla..."

Í gær þyrptist fjöldi manns víða um lönd í göngur til að mótmæla árásum á vísindin. Trump og liðsmönnum hans nægir ekki að tala um valkvæðar staðreyndir og hunsa velígrundaðar kenningar um hlýnun jarðar. Þeir ráðast líka beint á vísindin með því að berjast fyrir minni opinberum framlögum til vísindastarfa vestanhafs. „Lifa bæði á mysu og mjólk...“, Trump virðist í...

Sósíalistaflokkur?

Það er kunnara en frá þurfi að segja að nýr flokkur sem kennir sig við sósíalisma er í burðarliðnum. Á heimasíðu hans má fnna eins konar stefnuskrá í fimm liðum. Í fyrsta lagi ætlar flokkurinn að berjast fyrir því að allur almenningur fái notið mannsæmandi kjara, í öðru lagi útvega mönnum ódýrt húsnæði, í þriðja lagi stuðla að ókeypis...

Ódæðin í Sýrlandi

Stuðmenn sungu á sínum tíma um sumar á Sýrlandi og var "Sýrlandi" ekki notað í bókstaflegri merkingu. En nú hefur verið fimbulvetur þar í landi um sex ára skeið, stór hluti þjóðarinnar landflótta, borgir í rúst. Nokkur hundruð þúsund manns hafa fallið. Einræðisherrann Assad svífst einskis til að halda völdum, efnavopnaárásin í vikunni var líklega verk hans manna. Rússar og...

Ódæðið í Stokkhólmi

Við vitum ekki enn hver ódæðismaðurinn í Stokkhólmi er. Gæti verið venjulegur Svíi sem hreinlega hefur misst vitið. En það er IS-fýla af ódæðinu, IS-hneigðir öfgamenn hafa framið hryðjuverk með líkum hætti. Ég skrifaði færslu um fjöldamorðin í Nice í fyrra og fékk ýmis viðbrögð. Einn aðili sagði í athugasemdakerfi mínu að árásir af slíku tagi væru sum part skiljanlegar...

Markaðs-og sjóðasósíalisminn

Í þessari grein hyggst ég hefja mál mitt á því að kynna markaðssósíalískar hugmyndir bandaríska hagfræðingsins John Roemer. Einnig mun ég tæpa stuttlega á markaðssósíalískum tilraunum í Júgóslafíu heitinni og Tékkóslóvakíu sálugu. Og í því sambandi kynna stuttlega markaðssósíalískar kenningar Ota Siks. Að lokum ræði ég sænskar hugmyndir um sjóðasósíalisma og velt þvi fyrir mér hvort þær séu brúklegar á...

Markaðssósíalisminn

Ég man þá tíð þegar frjálshyggjan var að ryðja sér til rúms á Íslandi um 1980. Hannes Gissurarson og Jónas Haralz skrifuðu hálft Morgunblaðið og voru fyrirferðamiklar annars staðar. Þeim var mikið í mun að kynna kennismiði frjálshyggjunnar og var tíðrætt um markaðssósíalisma sem þeir töldu mjög af hinu illa. Tal þeirra (og Ólafs Björnssonar) um markaðssósíalisma var eins og...

Enn til varnar skattheimtu

Svo var sungið í mínu ungdæmi: "Maðurinn með hattinn stendur upp við staur og borgar ekki skattinn því hann á engan aur“ Undirskilið er sennilega að ríki maðurinn með pípuhattinn stingi fé undan og þykist ekkert eiga og þurfi því ekki að borga skatt. Síðar tók hattakarlinn að koma fé sínu undan til aflanda. Þetta atferli þykir skattahöturum frjálshyggjunnar í...

Febrúarbyltingin rússneska, 100 ára afmæli

„Hvílíkar lygar hvílík óheilindi hvílík söguleg stórslys“ segir Sigfús Daðason í ljóðabókinni Hendur og orð. Ekki fylgir sögunni hvað Sigfús hafði í huga enda er skáldskapur þeirrar náttúru að heimfæra má (og á) hann upp á hið ýmsasta. Franski heimspekingurinn Paul Ricœur segir skáldskap hafa óakveðna tilvísun, gagnstætt staðhæfingum daglega málsins og vísindanna. Októberbyltingin: Valdarán fámennrar klíku Ég leyfi mér...

Meistarar ljóðsins

Tveir skáldmeistarar gáfu út ljóðabækur fyrir jólin, Sigurður Pálsson og Þorsteinn frá Hamri. Bók Sigurðar ber heitið „Ljóð muna rödd“, bók Þorsteins „Núna“. Sé Sigurður skáld léttleikans og glettninnar þá er Þorsteinn skáld þungra þanka og alvöru. Í ljóðum Sigurðar er flæði, í ljóðum Þorsteins þung undiralda, ljóð Sigurðar stundum hástemd, ljóð Þorsteins fremur lágstemd. Ljóð muna rödd Eins og...

Abraham í jakkafötum. Bág staða ungmenna.

Margir lesenda kannast við lag Leonards Cohen "The Story of Isaac, kvæði um Abraham Biblíunnar sem ætlaði að fórna syni sínum Ísak að boði Guðs. Á tónleikaplötunni Live Songs segir Cohen er hann kynnir lagið að textinn fjalli um það þegar eldri kynslóðin fórnar ungu kynslóðinni. Svo syngur Cohen: „You who build these altars now To sacrifice these children,...

Hinir fokríku og Borgunarmaðurinn

Erlendur nokkur Magnússon mun vera stjórnarformaður Borgunar og því réttnefndur „Borgunarmaður“ (vonandi líka borgunarmaður með litlum staf). Hann geysist nú fram á ritvöllinn og vegur að Oxfam. Oxfam hefur haldið því fram að átta ríkustu menn heimsins eigi jafn miklar eignir og fátækasti helmingur mannkynsins. Erlendur leiðir ýmis rök að því að þetta sé villandi og skal ekki útilokað...

Ráðherrarispa

Ég var búinn að nefa þrjá nýja ráðherra i síðasta bloggi, hann Vaffa Túney, Sjóauga Túney og Propp Poppara. En sem óforbetranlegt karlrembusvín láðist mér að kynna kvenráðherrana. Fyrsta skal fræga telja kvótamálaráðherraynjuna sem þess utan er endurmenntunar- og erfðafræðingur. Hún hefur getið sér gott orð meðal erfðafræðinga fyrir að uppgötva öfundargenið. Maðurinn hennar er lánaafskriftafræðingur, þetta er mikil fræðafjölskylda....

Í Túneynni heima

Þið þekkið Túneyjarfjölskylduna, fjölskylduna sem löngum hefur átt allt og öllu ráðið á Íslandi. Ættarhöfðinginn heitir Vafningur Túney, kallaður „Vaffi“. Hann er svona yfirmálaráðherra. Systur hans heita Matorka Túney (kölluð „Matta“) og Borgunn („Bogga“). Þær stunda viðskipti. Frændi þeirra, hann Sjóauga Túney, er peningamálaráðherra. Sér til halds og trausts hefur hann Propp poppara sem er líka svona ráðherrakarl. Proppur er...

Trump, komubannið og Dómaldi Svíajöfur

Donald Trump afhjúpar andlega vesöld sína og illt innræti dag hvern, til dæmis nefnir hann ekki Gyðinga aukateknu orði í ræðu við athöfn tengda helförinni. Miklu verri er þó sú ákvörðun hans að meina fólki frá sjö múslimskum löndum að koma til Bandaríkjanna. Eitt er fyrir sig að komubannið kann að brjóta í bága við bandarísku stjórnarskrána, samkvæmt henni er...

Trump og gamli gringó

Carlos Fuentes (1928-2012) var einn helsti rithöfundur Mexíkóa. Nú er hann dauður og fær ekki nóbelsverðlaunin. Þau hefði hann getað fengið fyrir snilldarverkið Gamla gringó sem ég las á dögunum, rafmagnað drama í anda töfraraunsæis, frumlega uppbyggt og fantavel skrifað. Bókin byggir á sögusögnum um örlög bandaríska rithöfundarins og háðfuglsins Ambrose Bierce (1842-1914?) sem fór til Mexíkó árið 1914 til...

Listamenn og launin vondu

Hið árlega gól um listamannalaun hljómar nú á Íslandi, þau eru talin mikil blóðtaka skattgreiðanda. Ég mun reyna að sýna fram á að það sé tóm della, eins og flest sem listamannalauna-féndur hafa til málanna að leggja. Kostnaður af lisamannalaunum = 2800 kr á skattgreiðanda! Lítum á staðreyndir málsins: Listamannalaun nema sem svarar hálfum milljarði íslenskra króna, ef mínir...

Heiðar, Piketty, McCloskey, S-Kórea

Kjarninn birtir aðra grein eftir Heiðar Guðjónsson um dómsdag og marxisma. Heiðar snyrtir ekki fyrri staðhæfingar heldur endurtekur þær í lítt breyttum myndum. Reyndar bætir hann við staðhæfingum um „cognitive dissonance“ og smávegis um hagfræðinginn Deirdre McCloskey. Heiðar hefur sérkennilegan skilning á orðasambandinu „cognitive dissonance“: „Það nær utan um þá leitni mannsins að fella alla upplifun að fyrirfram mótuðum...

Heiðar, heiðarleikinn og sannleikurinn

Kjarninn birti nýlega furðulega ritsmíð eftir Heiðar Guðjónsson, fjárfesti. Heiðar fer á þeysireið um hugmynda- og hagsögu, afgreiðir kenningu eftir kenningu með fáeinum frösum. Til að gera illt verra talar hann í þessum sjálfbirginslega alvitringstóni sem einkennir talsmáta frjálshyggjumanna og kommúnista. Boðskapur Heiðars er sá að stöðugt sé verið að spá dómsdegi og spásagnirnar séu marxískrar ættar. Spárnar séu...

Birgir Svan með frumefnahatt

Birgir Svan Símonarson hefur löngum verið huldumaður í íslenskum skáldskap. Enda við hæfi, eru ekki öll góð skáld huldumenn eða álfkonur? Alltént hefur Birgir gefið bækur sínar út sjálfur og lítið komið við sögu bókmenntabáknsins. En má telja költskáld, hann á sér sína aðdáendur. Nýlega kom út átjánda ljóðabók hans og nefnist „Frumefnahatturinn. Spunahljóð tómleikans“. Fyrsta og besta ljóð bókarinnar...

Skjervheim og gagnrýnin vísindi

Norski heimspekingurinn Hans Skjervheim (1926-1999) hefði orðið níræður á þessu ári ef hann hefði lifað. Hann hóf feril sinn sem talsmaður fyrirbærafræði en nálgaðist með árunum hina svonefndu gagnrýnu kenningu Frankfurtarskólans. Þekktasti fulltrúi hans í dag er þýski heimspekingurinn Jürgen Habermas. En Skjervheim gat aldrei sætt sig marxismann, taldi hann hafa varhugaverðar stjórnlyndar hliðar. Einnig væru ýmsar af meginkennigum hans...

Enn um frelsi

Frjálshyggjumenn segja að frelsi felist í því að gera það sem manni sýnist svo fremi maður skaði ekki aðra með því að hefta frelsi þeirra. Frelsi hvers einstaklings takmarkist af frelsi annarra einstaklinga. Sérhver einstaklingur eigi óskoraðan rétt til að ráðstafa eigum sínum og líkami hans og sál (ef einhver er) teljist hans eign. Frelsi og fóstureyðingar Þetta er allt...

Örn Ólafsson og bók hans um Thor Vilhjálmsson

Örn Ólafsson er mikilvirkur bókmenntafræðingur sem sett hefur saman bækur um Guðberg Bergsson, rauða penna og íslensk nútímaljóð. Eitt megineinkenni hans sem fræðimanns er nákvæmni og beiting reynsluraka. Hann ánetjaðist aldrei póststrúkturalismann sem frægur er fyrir ýmislegt annað en trú á nákvæmni og reynslu, gott hjá Erni! Reyndar kennir Örn sig við marxisma en ekki er auðvelt að sjá bein...

Skakki turninn í PISA

Mikið fjaðrafok hefur verið í kringum nýjasta PISA prófið þar sem íslensk ungmenni komu illa út. Rassvasavillan Áberandi er að menn tala einatt eins og PISA-mælingar séu hlutlægar í sama skilningi og mæling á peningamagni í vösum manns. Skyldi ég vera með tuttugukarl norskan í jakkavösunum, eða aðeins meir? Köllum það „rassvasavilluna“ að telja PISA mælingar jafn hlutlægar og mælingar...