Stefán Snævarr
Stefán Snævarr fæddist árið 1953 í Reykjavík. Hann er prófessor í heimspeki við Lillehammerháskóla í Noregi. Hann hefur stundað margháttuð ritstörf og skrifað bækur á ýmsum tungumálum. Síðustu bækur hans á íslensku eru Kredda í kreppu og Bók bókanna, bækur ljóðanna. Árið 2010 hlaut hann fyrstu verðlaun í ritgerðarsamkeppni Alþjóðasamtaka fagurfræðinga (The International Association of Aesthetics).

Heiðar, Piketty, McCloskey, S-Kórea

Kjarninn birtir aðra grein eftir Heiðar Guðjónsson um dómsdag og marxisma. Heiðar snyrtir ekki fyrri staðhæfingar heldur endurtekur þær í lítt breyttum myndum. Reyndar bætir hann við staðhæfingum um „cognitive dissonance“ og smávegis um hagfræðinginn Deirdre McCloskey. Heiðar hefur sérkennilegan skilning á orðasambandinu „cognitive dissonance“: „Það nær utan um þá leitni mannsins að fella alla upplifun að fyrirfram mótuðum...

Heiðar, heiðarleikinn og sannleikurinn

Kjarninn birti nýlega furðulega ritsmíð eftir Heiðar Guðjónsson, fjárfesti. Heiðar fer á þeysireið um hugmynda- og hagsögu, afgreiðir kenningu eftir kenningu með fáeinum frösum. Til að gera illt verra talar hann í þessum sjálfbirginslega alvitringstóni sem einkennir talsmáta frjálshyggjumanna og kommúnista. Boðskapur Heiðars er sá að stöðugt sé verið að spá dómsdegi og spásagnirnar séu marxískrar ættar. Spárnar séu...

Birgir Svan með frumefnahatt

Birgir Svan Símonarson hefur löngum verið huldumaður í íslenskum skáldskap. Enda við hæfi, eru ekki öll góð skáld huldumenn eða álfkonur? Alltént hefur Birgir gefið bækur sínar út sjálfur og lítið komið við sögu bókmenntabáknsins. En má telja költskáld, hann á sér sína aðdáendur. Nýlega kom út átjánda ljóðabók hans og nefnist „Frumefnahatturinn. Spunahljóð tómleikans“. Fyrsta og besta ljóð bókarinnar...

Skjervheim og gagnrýnin vísindi

Norski heimspekingurinn Hans Skjervheim (1926-1999) hefði orðið níræður á þessu ári ef hann hefði lifað. Hann hóf feril sinn sem talsmaður fyrirbærafræði en nálgaðist með árunum hina svonefndu gagnrýnu kenningu Frankfurtarskólans. Þekktasti fulltrúi hans í dag er þýski heimspekingurinn Jürgen Habermas. En Skjervheim gat aldrei sætt sig marxismann, taldi hann hafa varhugaverðar stjórnlyndar hliðar. Einnig væru ýmsar af meginkennigum hans...

Enn um frelsi

Frjálshyggjumenn segja að frelsi felist í því að gera það sem manni sýnist svo fremi maður skaði ekki aðra með því að hefta frelsi þeirra. Frelsi hvers einstaklings takmarkist af frelsi annarra einstaklinga. Sérhver einstaklingur eigi óskoraðan rétt til að ráðstafa eigum sínum og líkami hans og sál (ef einhver er) teljist hans eign. Frelsi og fóstureyðingar Þetta er allt...

Örn Ólafsson og bók hans um Thor Vilhjálmsson

Örn Ólafsson er mikilvirkur bókmenntafræðingur sem sett hefur saman bækur um Guðberg Bergsson, rauða penna og íslensk nútímaljóð. Eitt megineinkenni hans sem fræðimanns er nákvæmni og beiting reynsluraka. Hann ánetjaðist aldrei póststrúkturalismann sem frægur er fyrir ýmislegt annað en trú á nákvæmni og reynslu, gott hjá Erni! Reyndar kennir Örn sig við marxisma en ekki er auðvelt að sjá bein...

Skakki turninn í PISA

Mikið fjaðrafok hefur verið í kringum nýjasta PISA prófið þar sem íslensk ungmenni komu illa út. Rassvasavillan Áberandi er að menn tala einatt eins og PISA-mælingar séu hlutlægar í sama skilningi og mæling á peningamagni í vösum manns. Skyldi ég vera með tuttugukarl norskan í jakkavösunum, eða aðeins meir? Köllum það „rassvasavilluna“ að telja PISA mælingar jafn hlutlægar og mælingar...

Eyjólfur litli 2.0

Eitt af frægustu leikritum norska skáldsins Henriks Ibsen kallast "Eyjólfur litli“. Það fjallar um meinleg örlög lítils drengs. Hann er þroskaheftur vegna þess að hann datt á gólfið ungabarn, foreldrar höfðu brugðið sér frá til að njóta ásta og drengsins var ekki gætt. Svo ber að garði hálfgerða norn sem nefnd er „Rottujómfrúin“. Hún býður fólki að hreinsa íbúðir þeirra...

Frelsið, formúlan og hatursorðræðan

Hatursorðræða og tjáningarfrelsi eru ofarlega á baugi í umræðu dagsins. Sumir telja að banna beri slíka orðræðu þar eð hún sé ofbeldi, aðrir telja að slíkt bann sé aðför að tjáningarfrelsi. Báðir aðilar virðast sammála um að frelsi sé af hinu góða og að ofbeldi sé andstætt frelsi. Meinið er að þessir aðilar hafa ólíkar hugmyndir um hvað teljist frelsi...

Hænueggin brúnu og manneggin rotnu

Enn einu sinni berast fregnir um svívirðilega hegðun íslenskra auðjöfra. Fyrirtæki sem kennir sig við brún egg er uppvíst að því að hafa blekkt neytendur til að trúa því að það stundi vistvæna eggjaframleiðslu. Ekki nóg með það, fyrirtækið hefur gerst sekt um dýraníð af verra taginu. Stjórnvöld hafa algerlega brugðist í málinu, eina ferðina enn. Rotin mannegg fá að...

Kúba Castros

Castro, Kúbujöfur, er fallinn frá. Óvíst er um framtíð landsins, óvissan kannski ekki minni þegar fortíðin er annars vegar. Saga Kúbu á dögum Castros er túlkuð með mismunandi hætti. Hægrimenn telja Kúbu Castros einfaldlega dæmi um kommúnískt einræði og misheppnað efnahagskerfi. Sovétríkin hafi bjargað landinu frá efnahagshruni með því dæla peningum í hagkerfið. Þau hafi viljað gera kommúnismann aðlaðandi með...

Ár sterka mannsins, reiða karlsins

Árið 2016 er ár sterka mannsins og reiða karlsins. Reiði karlinn gerði sterka manninn Trump að forseta og sagði Bretland úr lögum við ESB. Sterki maðurinn er einatt líka reiður karl, Trump fær útrás fyrir reiði sína í kjánalegu tvitri. Erdogan hinn tyrkneski er bæði sterkur og reiður, styrkur hans hefur aukist mjög eftir valdaránstilraunina misheppnuðu í sumar sem leið....

Rorty, Hillary og hvítir verkakarlar

Í lok síðustu aldar skrifaði bandaríski heimspekingurinn Richard Rorty bók sem ber heitið Achieving Our Country. Þar átelur hann bandaríska vinstrimenn fyrir að einblína á samsemdarpólitík, málefni kvenna og minnihlutahópa. Þeir krefjist þess að menn viðurkenni rétt manna til að vera öðru vísi en hinn meðalhvíti heteró karl. Það er gott og blessað segir Rorty en þeir gleyma efnahagsmálum, gleyma...

Leonard Cohen (1934-2016)

Rétt áðan barst mér sú sorgarfregn að kanadíski skáldsöngvarinn Leonard Cohen væri allur, 82 ára gamall. Fékk engan nóbel en slapp alltént við að lifa forsetatíð Trumps. Upphafið Ég gæti tuðað endalaust um áhrif Cohens á mína aumu persónu en hyggst sleppa því. Í staðinn vil ég minnast Cohens og ræða list hans. Hann var fjölhæfur, hóf feril sinn sem...

Trump forseti

Það óhugnanlega er að gerast, hinn fjölþreifni og kjaftfori Donald Trump sigrar í forsetakosningunum. Engin veit hvað gerast muni í forsetatíð hans, kannski verður stórstyrjöld, efnahagskreppa o.s.frv. Eða kemur Trump til með að sýna aðra og betri hlið á sér. Vonandi.

Skattar, ofbeldi og Nozick

Pawel Bartoszek, Heiðrún Lind Marteinsdóttir og Jón Steinsson bergmála gamla frjálshyggjufrasa um að skattlagning sé ofbeldi. Bergmálið hefur valdið talsverðum taugatitringi en heimspekingurinn Ásgeir Berg Matthíasson svarar því með hófstilltum og yfirveguðum hætti. Hann bendir á að fullt eins megi telja einkaeignaréttinn ofbeldi. Virði maður hann ekki á maður á hættu fangelsisvist eða aðra refsingu. Talið um sköttun sem...

Hin dauðu augu Trumps

Heimspekingurinn Platon sagði að augun væru spegill sálarinnar. Mín reynsla er sú að augu og augnaráð segi mikið um skapgerð manna. Stór hlý augu eru jafnan merki um góðmennsku. Ef litið er á myndir af ofbeldismönnum og psýkopötum sést að þeir hafa oft lítil, innfallin, og köld augu. Þannig augu hefur Donald Trump enda illræmdur ruddi, monthænsn og sérgæðingur. Hvað...

Stjórnin og Marx

"Þegar hnígur húm að þorra oft ég hygg til feðra vorra og þá fyrst og fremst til..." Karls Marx sem samdi Auðmagnið. Reyndar hefur annað rit Marx verið mér hugstætt á dögum ríkra-ríkisstjórnarinnar, Kommúnistaávarpið, sem hann setti saman í félagi við Friedrich Engels. Þar segir: „Ríkisvald vorra tíma er ekkert annað en framkvæmdaráð er annast sameiginleg málefni allrar borgarastéttarinnar“ (Marx...

Freki karlinn sigrar

Í skáldsögu Jóns Kalmans, Eittvað á stærð við alheiminn, segir ein sögupersóna að Íslendingar hafi alltaf litið upp til frekjuhunda og ranglega talið ósvífni merki um styrk. Enda sigrar freki karlinn einatt í kosningum, Davíð Oddsson og Ólafur Ragnar voru yfirleitt sigursælir. Sigmundur Davíð vann frægan sigur árið 2013. Þegar Bjarni Ben var prúður súkkulaðidrengur gekk honum ekki vel í...

Á kjördegi

Í sögunni um Vesalingana er greint frá uppreisn í Frakklandi gegn voldugri yfirstétt. Herinn varar uppreisnarmenn við og segir þá dæmda til að tapa. Í söngleiknum svarar uppreisnarforinginn með svofelldum hætti: „Damn their warnings, damn their lies, they will see the people rise!“ Stjórnarliðar vara nú kjósendur við að kjósa stjórnarandstöðuflokkana. Því má svara á sömu lund og gert var...

Krataávarpið 2.0

Fyrir sex árum birti Tímarit Máls og menningar grein mína Krataávarpið. Heitið var komið frá hinum hugkvæma ritstjóra tímaritsins, Guðmundi Andra Thorssyni. Seinna var glefsum úr greininni ofið inn í kafla í bók minni Kredda í kreppu. Mikið vatn er til sjávar runnið síðan það kver kom út. Ég hef endurskoðað margar af mínum hugmyndum en ekki gefist upp á...

Stjórnin: Mölvum hana, bölvaða!

Einn helsti heimspekingur upplýsingartímans kallaði sig "Voltaire" og var franskur aðalsmaður. Hann barðist gegn valdníðslu, og hjátrúargrillum, endaði oft bréf sín á því að skrifa „Écrasons l'infâme “, „mölvum hana bölvaða“. Átti við kirkjuvald, umburðarleysi, hjátrú og annan djöfuldóm. Heimfæra má þessa hvatningu Voltaires á íslenskan nútíma, á laugardaginn ber okkur að mölva hina bölvuðu ríkra-ríkisstjórn. Og hennar umburðarleysi, valdníðslu...

Deilan um Dylan

Netheimar loga nú vegna nóbelsnafnbótar Bob Dylans og sýnist sitt hverjum. Sumir fagna ákaft, aðrir segja Dylan óhagmæltan dægurlagasöngvara. Deilan er mjög af hinu góða því list á að hreyfa við mönnum, hvetja þá til umhugsunar og andmæla, kappræðna og rökræðna. Það rýrir ekki upplifunargildi listanna. Upplifun, tilfinningar og hugsun verða að haldast í hendur þegar við nálgumst listaverk með...

Hundseðlið og kattareðlið

Feita fressið: Ég verð nú að segja fyrir mig og mína parta og með fullri virðingu fyrir ykkur hundum að mér finnast við kettir merkari skepnur en þið hundar. Við erum sjálfsstæðir og sterkir, þið óttalegar hópsálir og undirlægjur. Okkar siðferði er herrasiðferði, ykkar þrælasiðferði. (kisa hefur greinilega lesið Nietzsche!) Stjúphvolpurinn: Vitleysa, við hundar erum trygglyndir og fórnfúsir, við kunnum...

Dylan nóbelsskáld!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Mikil tíðindi, Bob Dylan fær nóbelsverðlauniní bókmenntum!!!! Maðurinn með andlitin mörgu (grímufjöld?), maðurinn sem endurskapar sig sjálfan fimmta hvert ár eða svo. Fyrst reiða unga manninn, mótmælandann með kassagítarinn, svo dularfulla, innhverfa, skáldið og kúlmennið með rafmagnsgítarinn. Næst kántrígaurinn með skæru röddina, þá nýja útgáfu af dularfulla skáldinu. Svo þann heittrúar- kristna, þá Gyðinginn endurborna o.s.frv., o.s.frv. Póstmódernistinn Dylan Það...