Þessi færsla er meira en 7 ára gömul.

Bretar kjósa hið opna haf

Winston Churchill sagði að ef Bretar þyrftu að kjósa milli Evrópu og hins opna hafs myndu þeir kjósa hafið.

 Í gær kusu þeir sjóinn opna, Vladmir  Pútín dansar örugglega stríðsdans af ánægju. Boris Johnson og Nick Farage kalla gærdaginn „sjálfsstæðisdag Sameinaða konungsdæmisins“. En þessi dagur þýðir hið gagnstæða, endalok þessa konungdæmis. Yfirgnæfandi meirihluti Skota greiddi atkvæði með ESB-aðild og koma til að segja sig úr lögum við London. Katalónar munu þá hugsa sig til hreyfings. Margar ESB þjóðir munu nota hótanir um úrsögn til að krefjast betri samninga við Brussel og hrikta mun í stoðum ESB.  Það mun styrkja hið árásargjarna Rússland. Efnahagslegar afleiðingar Brexit verða miklar, nú þegar hríðfellur pundið á fjármálamörkuðum.

Margt má ljótt um ESB segja en það er skárra að skipta við lifandi fólk í Brussel en hið steindauða, opna haf.

Sá dallur sem Bretar hyggjast sigla á um hafið mikla er hriplekur ryðkláfur.

 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni