Þessi færsla er meira en 7 ára gömul.

Grunnskólamál: Svör og stefna Vinstri grænna

Grunnskólamál: Svör og stefna Vinstri grænna

En það er líka mikilvægt að minnka álag og bæta starfsumhverfi kennara svo að við fáum þá til starfa eftir að þeir hafa lokið námi.

Þá hafa Vinstri græn skilað inn svörum. Áður hafa birst svör Framsóknarflokks, Bjartrar framtíðar og Pírata. Svör hafa verið boðuð frá Viðreisn, Samfylkingu og Dögun. Enn hef ég ekki heyrt frá Sjálfstæðisflokki.

Bergþóra Benediktsdóttir, kosningastjóri VG í Reykjavík, hafði milligöngu um að koma til mín svörunum. Hún vísar ennfremur til stefnu flokksins í mentnamálum.

Hér eru svörin:

1. Hefur flokkurinn sett sér stefnu sem komið getur að gagni við að afstýra hinu alvarlega ástandi sem ríkir í kjaramálum kennara og atgervisflótta úr kennarastétt? Hver er hún? Ef ekki, hvers vegna ekki?

Í stefnunni segir m.a.: Fjölga þarf kennaranemum fyrir öll skólastig, bæta kjör og starfsumhverfi kennara á öllum skólastigum og leggja áherslu á mikilvægi uppeldis og menntunar í samfélaginu öllu.

Við höfum í okkar málflutningi lagt áherslu á að fjölga í kennaranámi og hugmyndir um t.d. launað verknám kennaranema eins og hjá læknakandidötum hafa verið til umræðu. En það er líka mikilvægt að minnka álag og bæta starfsumhverfi kennara svo að við fáum þá til starfa eftir að þeir hafa lokið námi.

 

2. Munt flokkurinn beita sér fyrir eða samþykkja lög þess efnis að tekjustofnar sveitarfélaga verði styrktir í því skyni að bæta megi kjör kennara?

Í stefnunni segir einnig: Gera þarf kennarastarfið að fýsilegri kosti, til dæmis með því að efla faglegt sjálfstæði kennara og leggja áherslu á skólaþróun á öllum skólastigum og tryggja fjármuni til hennar.

Það er ljóst að tekjuskipting ríkis og sveitarfélaga er sífellt til umræðu og ljóst að tekjustofna sveitarfélaga þarf að styrkja, og það munum við gera, til að þau verði í færum að tryggja íbúum sínum mannsæmandi grunnþjónustu og þar er leik- og grunnskólinn ein stærsta stoðin í hverju samfélagi. 

 

3. Fari svo að sveitarfélög telji sig ekki geta boðið ásættanleg kjör kemur til greina af ykkar hálfu að setja lög á kjarabaráttu kennara og munuð þið veita slíkum lögum stuðning?

Vinstri græn telja verkfallsréttinn mikilvægan og hafa ekki talið að lagasetning á kjarabaráttu sé til þess fallinn að leysa mál og slík lagasetning mun engan veginn samrýmast þeirri stefnu að bæta starfsumhverfi og gera starfið aðlaðandi fyrir nýútskrifaða kennara. 

 

4. Fari svo að ríkisstjórn setji lög á kjarabaráttu kennara, munuð þið samþykkja slík lög innihaldi þau sérstaka fyrirvara sem ætlað er að halda kjörum kennara áfram hlutfallslega lágum, t.d. í því skyni að viðhalda stöðugleika á vinnumarkaði. 

 

Nei.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni