Þessi færsla er meira en 7 ára gömul.

Forseti Bandaríkjanna: Stríð í pakkanum

Forseti Bandaríkjanna: Stríð í pakkanum

Bandaríkin eru stríðsóð þjóð, enda fædd í stríði.

Allir forsetar frá FDR, Franklin D. Roosevelt, nema Gerald Ford (1975-77) og Jimmy Carter (forseti frá 1977-1980) hafa verið stríðsforsetar. Meira eða minna.

,,Ég er stríðsforseti," sagði George Walker Bush og undir hans stjórn réðist her Bandaríkjanna inn í Írak árið 2003 og setti Mið-Austurlönd á hvolf undir því yfirskini að verið væri að afvopna Saddam Hussein, en ríkisstjórn Bandaríkjanna laug að bandarísku þjóðinni þegar henni var sagt að Saddam og Írakar ættu gereyðingarvopn. Áður hafði pabbi Bush, George Herbert Walker Bush, ráðist inn í Írak árið 1991, eftir að Saddam réðist inn í grannríkið Kuwait.

Truman sprengdi Japan í tætlur 1945 og lenti síðan í stríði í Kóreu, sem er enn ekki lokið, það er enn bara vopnahlé í gangi

Kennedy glímdi við Castro og Kúbu og réðist inn í hinni misheppnuðu ,,Svínaflóaárás" árið 1961.

Víetnam-stríðið magnaðist til muna í tíð Kennedy, en eftir að hann var skotinn í Dallas árið 1963 lenti það hörmulega dæmi í kjöltunni á vara-forsetanum Lyndon B. Johnson og gerði útaf við forsetaferil hans. 

Richard Nixon svamlaði í kviksyndinu í Víetnam frá 1968, allt til þess að hann þurfti að segja af sér vegna Watergate-hneykslisins og varaforseti hans, Gerald Ford tók við ,,rústunum" frá Víetnam árið 1974.

Jimmy Carter lenti í gíslatökumálinu í Teheran og reyndi að bjarga bandarísku gíslunum þar, en sú aðgerð misheppnaðist og gerði útaf við hann sem forseta.

Ronald Reagan, tók við af Jimmy árið 1980. Hann réðist inn í Grenada og studdi gerspilltar herforingjastjórnir í S-Ameríku, sem frömdu grimmileg mannréttindabrot (og stríðsglæpi) og svo réðist hann á Líbíu vegna Lockerbie-málsins.

Síðan kom Bush eldri (fyrri Flóabardagi) og svo Bill Clinton, sem réðist á Serbíu vegna þjóðernisdeilna í Kosovo. Svo kom Bush yngri (seinni Flóbardagi).

Barack Obama hefur svo sem ekki ráðist á neinn, en hann hefur viðhaldið stríðinu í Afganistan (frá 2001 - ) sem og stundað dróna-árásir og á hans vakt var Osama Bin Laden drepinn.

Og nú er Trump orðinn forseti. Hvaða stríð mun hann stunda? Hann á nú þegar í "fjölmiðlastríði" - gegn meginstraums-fjölmiðlum Bandaríkjanna. Hann eru búinn að gera alla Mexíkana vitlausa gegn sér(veggurinn og allt það), sem og fleiri hópa samfélagsins (konur, múslimar, samkynhneigðir og fleiri) og hann hefur hótað að senda alríkishermenn/alríkisagenta til Chicago, til þess að stoppa ofbeldið þar. Það er s.s. ekki mjög friðlegt í kringum Donald Trump og hann er ekki búinn að vera viku í embætti.

Trump fær stríðið í Afganistan í fangið og hann hefur lofað að ganga á milli bols og höfðus á ISIS, Íslamska ríkinu, sem Obama var líka að berja á. Trump hefur hinsvegar lofað að vera mikli harðari gegn ISIS en Obama.

Það er því nánast eins og stríð komi með í "pakkanum" að vera forseti Bandaríkjanna. Stríð er einskonar náttúrulögmál í Washington.

Ps. Myndin sýnir hershöfðingjann og fyrsta forseta Bandaríkjanna, George Washington, leiða hermenn sína yfir Delawareá, þann 25.desember, árið 1776, í baráttu nýlendubúanna gegn Bretum. Þetta var einn af lykilatburðm Amerísku byltingarinnar.

 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni

Loka auglýsingu