Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Bloggfærslur höfundar munu snúast bæði um málefni líðandi stundar og þeirra sem liðnar eru. Bæði innanlands og erlendis. Höfundur hefur frá blautu barnsbeini haft mikinn áhuga á sögu og kennir efnið, ásamt fleiri samfélagsgreinum við Fjölbrautaskólann í Garðabæ. Gunnar er stjórnmálafræðingur að mennt og lauk MA prófi i Austur-Evrópufræðum frá háskólanum í Uppsölum, Svíþjóð, árið 1997.

Myrkrahöfðingjar í Hvíta húsinu?

Donald Trump ætlar að gefa skít í hinn fræga blaðamannadinner sem haldinn verður í lok apríl næstkomandi. En Trump er fórnarlamb eigin hroka og vitleysisgangs í málinu. Hvernig þá? Jú, Trump tók nefnilega upp á því rugli á sínum tíma að ásaka Barack Obama fyrir það að vera ekki fæddur í Bandaríkjunum. Þetta var upphafið af því sem "tryllta-villta-hægrið"...

Hverskonar hópur eru útgerðarmenn?

Nokkur af nýjustu og flottustu fiskveiðiskipum heims eru í íslenskri eigu og á undanförnum mánuðum hefur fjöldi skipa verið keyptur til landsins. Kannski ekki nema von, því að hagnaður útgerðarinnar hefur verið með ólíkindum frá hruni, eða um 400-500 milljarðar króna, eins og sést hér. Þess vegna er það óskiljanleg staðreynd að sjómenn hafi verið samningslausir í á sjötta...

Forseti Bandaríkjanna: Stríð í pakkanum

Bandaríkin eru stríðsóð þjóð, enda fædd í stríði. Allir forsetar frá FDR, Franklin D. Roosevelt, nema Gerald Ford (1975-77) og Jimmy Carter (forseti frá 1977-1980) hafa verið stríðsforsetar. Meira eða minna. ,,Ég er stríðsforseti," sagði George Walker Bush og undir hans stjórn réðist her Bandaríkjanna inn í Írak árið 2003 og setti Mið-Austurlönd á hvolf undir því yfirskini að verið...

Hrokagikkur og öskurapi verður forseti

Í dag, á bóndadaginn 2017, tekur 45. forseti Bandaríkjanna við völdum í þessu öflugasta ríki heims. Hinn 70 ára gamli "tístari", Donald Trump. Hrokagikkur af verstu gerð. Maður sem talar niður til venjulegs fólks, fatlaðra, kvenna, minnihlutahópa og hefur kallað alla Mexíkana morðingja og nauðgara. Maður sem elur á hatri og hræðslu, enda hafa árásir á fólk úr minnihlutahópum aukist...

Ríkisstjórn hinna ríku – fyrir hina ríku

Eftir aðeins rúmar þrjár vikur tekur 45. forseti Bandaríkjanna við völdum. Donald J. Trump, auðkýfingur og "silfurskeiðungur" frá Nýju Jórvík. Síðustu vikurnar hefur Trump verið að setja saman ríkisstjórn sína, ,,kabinettið“ – sem á að stjórn með honum. Svo er það spurning hvort og hvernig það gangi, því sú mynd sem maður hefur af Trump er sú að hér sé...

ALDARFJÓRÐUNGUR FRÁ ENDALOKUM SOVÉTRÍKJANNA

Um þessar mundir eru liðin 25 ár, aldarfjórðungur, frá því að Sovétríkin liðu undir lok og á annan dag jóla (að okkar tímatali) árið 1991 var sovéski fáninn dreginn niður í Kreml, í síðasta sinn. Sumir segja að þar með hafi kommúnisminn, ein áhrifamesta hugmyndafræði stjórnmálanna, lent á ruslahaugi sögunnar. Og muni aldrei koma aftur. En hvað voru Sovétríkin og...

HITNAR Í NÝJU KÖLDU STRÍÐI STÓRVELDANNA

Margt bendir til þess að nýtt kalt stríð sé í uppsiglingu á milli Rússlands og Bandaríkjanna/Vesturveldanna, já og það sé jafnvel hafið. Sjaldan hefur eftirspil eftir kosningar í Bandaríkjunum valdið eins miklu fjaðrafoki og nú. Donald Trump vann kjörmannavalið, en Hillary vann kosningarnar á landsvísu og er með um tæpum þremur milljónum fleiri atkvæði en Trump. Ekki skrýtið að raddir...

Stóru fjölmiðlarnir brugðust litlu flokkunum í kosningunum

Stóru fjölmiðlarnir brugðust litlu flokkunum í kosningunum. Var samsæri í gangi gagnvart litlu flokkunum, með hinni óréttlátu 5% reglu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Í því sem kallast lýðræði eru nokkrar grundvallarreglur, sem ríki sem vilja kalla sig lýðræðisríki ættu að fara eftir. Ein þeirra er til dæmis að öll sjónarmið frá öllum aðilum eigi rétt á því að heyrast. Í...

Áslaug Arna: Skipta peningar meira máli en menntun?

„Ég held að það sé nauð­syn­legt að stytta tím­ann sem við erum í skól­an­um, við erum búin að stytta hann um eitt ár og ég held að við megum stytta hann um fleiri ár. Af því að heim­ur­inn er fullur af fólki og pen­ingum og alls­kon­ar, en við eigum ekk­ert alveg nógan tíma. Og það er bæði gaman að vera...

Gamma(r) og innviðir - einkakapítalið hérlendis vill komast í innviðina og sér þar feita möguleika

Nú í vikunni kom út skýrsla frá fyrirbæri sem heitir GAMMA og ku vera verðbréfafyrirtæki. Í skýrslunni er verið að fjalla um nauðsyn þess að fjárfesta í innviðum á Íslandi, því sem á ensku er kallað ,,infrastructure“. Með því er átt við öll helstu burðarkerfi samfélagsins, vegir, rafmagns og orkudreifing og þess háttar. Rómaveldi og Járnfrúin Í skýrslunni, sem...

Um listina að gera alla dýrvitlausa í íslensku samfélagi

Stundum eru teknar svo afspyrnuvitlusar ákvarðanir í íslensku samfélagi að það mætti halda að þær séu teknar af hálfvitum, sem eru ekki í neinum tengslum við raunveruleikann. Ákvörðun Kjararáðs er frábært dæmi um slíka ákvörðun. Hún hefur hreinlega sett allt á annan endann, enda ekkert annað en blaut tuska framan í almenning og í raun gróf tilraun til þess að...

...OG RÉTTLÆTI FYRIR ALLA - einkennislög flokkanna fyrir kosningarnar 2016

Uppáhaldslög flokkanna: Hér er listi yfir einkennislög flokkanna fyrir kosningarnar 2016, listinn er saminn af mér og tek ég ábyrgð á honum. Alþýðufylkingin: https://www.youtube.com/watch?v=lteomt5CWq4 Björt framtíð: https://www.youtube.com/watch?v=DsdAnYLvGe4 Dögun: https://www.youtube.com/watch?v=lfg0_FbIqqw Flokkur fólksins: https://www.youtube.com/watch?v=12AcglZ2xGw Framsókn: https://www.youtube.com/watch?v=UqlsVZ1zxMk Húmanistaflokkur: https://www.youtube.com/watch?v=aYcwI5cW7pE (John Merrick) Píratar: https://www.youtube.com/watch?v=cBojbjoMttI Samfylkingin: https://www.youtube.com/watch?v=UtKADQnjQmc Sjálfstæðisflokkur: https://www.youtube.com/watch?v=zGYVjGN8zNQ VG: https://www.youtube.com/watch?v=8D56eqR-qiM&list=PLA4854F2395B73F2A Viðreisn: https://www.youtube.com/watch?v=2tmc8rJgxUI Þjóðfylking:...

ÁLYKTUN DÖGUNAR VEGNA KAUPÞINGSLÁNSINS ÞANN 6.OKTÓBER 2008

Kæri kjósandi. Vegna umfjöllunar Kastljóss um síðustu helgi hafa stjórnmálasamtökin Dögun sent frá sér eftirarandi ályktun: Stjórnmálasamtökin Dögun fordæma harðlega þá ákvörðun tveggja æðstu yfirmanna efnahagsmála á Íslandi, sem tekin var þann 6. október árið 2008. Þá var Kaupþingi veitt neyðarlán upp á 80 milljarða króna, en vitað var fyrirfram að þessir fjármunir myndu tapast að fullu. Þarna var...

Gull og grænir skógar í boði LOFORÐAFLOKKSINS

Kæri lesandi og kjósandi. Mig langar fyrir hönd Loforðaflokksins að kaupa þig núna rétt fyrir kosningar og þar með þitt atkvæði. Það sem ég býð þér er eftirfarandi: Enga skatta á öll laun. Ókeypis heilsugæslu, heilbrigðisþjónustu og öldrunarþjónustu Rosalega flottan lífeyri, svo þú getir lifað eins og greifi síðustu árin - innifalið; ókeypis jarðarför að æviskeiði loknu, að sjálfsögðu með...

Mannúð í móttöku - forðumst ljótu dæmin

Eins og flestir vita að þá geisar flóttamannaskrísa í Evrópu og víðar. Helsta ástæða hennar er hið grimmilega borgarastríð í Sýrlandi, sem nú hefur staðið í um hálfan áratug og kostað um 300.000 manns lífið. Nú glímir alþjóðakerfið við alvarlegasta flóttamannavanda sem um getur síðan 1945 og milljónir manna eru flótta, bæði í Evrópu og Mið-Austurlöndum. Áhrifa alls þessa og...

Bananakassinn

Óhætt er að segja að landflótti hafi brostið á þegar litlum hópi manna hafði næstum því tekist að kollkeyra íslenskt samfélag á haustdögum 2008 og Geir H. Haarde bað Guð um að blessa Ísland. Þá fékk litla eyþjóðin heldur betur skell, sem aðeins er sambærilegur við endalok fullveldis Íslands í kjölfar Sturlungaaldar árið 1262, þegar Þjóðveldið sundraðist vegna græðgi og...

Sláturtíð stjórnmálanna

Svo virðist sem Sjálfstæðisflokkurinn sé kominn með nýtt slagorð: ,,Berjum á bumbur.“ Bumbur miðaldra karlmanna, sem virðast, samkvæmt útkomum úr prófkjörum flokksins fyrir skömmu hreinlega hafa valtað yfir konur flokksins. Konum í flokknum var hreinlega hent út á hafsauga í þessu prófkjöri. Fýlan lekur af þeim og kannski ekkert skrýtið. Hversvegna það gerðist veit í raun enginn – það virðist...

Goðsögnin um "elsta lýðræðisríki" í heimi

Um daginn heyrði ég í útlendingi sem var að ræða einhver íslensk málefni, ég man ekki nákvæmlega hvað. Í því samhengi notaði hann orðin "oldest democracy in the world" um Ísland. Fátt er fjarri sannleikanum. Þetta er einmitt gott dæmi og eina af goðsögnunum um Ísland (önnur var sú að Ísland væri svo laust við spillingu, en annað hefur jú...

Gordon Gekko snýr aftur

Sannleikurinn verður að vera að leiðarljósi í opinberri umræðu. Í kjölfar bloggs sem birtist hér þann 30.8 hafði aðili úr bankakerfinu samband við mig og átti við mig áhugarvert spjall. Og benti mér á að í raun sé lítil tenging á milli Arion-banka og þess eignarhaldsfélags Kaupþings-banka (fór á hausinn í hruninu 2008) sem nú var að samþykkja svimandi háar...

Bréf til framkvæmdastjóra Strætó á Gleðigöngudaginn, sem hann hefur ekki séð ástæðu til að svara

Eftifarandi bréf sendi ég framkvæmdastjóra Strætó þann 6. ágúst í gegnum heimasíðu Strætó, en ég hef ekkert almennilegt svar fengið. Það finnst mér lélegt. ------------- "Daginn, langar að lesa yfir þér/ykkur vegna ömurlegrar þjónustu á Gleðigöngudaginn. Þannig er að ég ætlaði að taka strætó niður í bæ og skoða mannlífið á þessum ágæta degi. Við Aktu taktu í Garðabæ komu...

Eftir hlé frá störfum (eða hvernig Sigmundur Davíð vill láta okkur gleyma)

Það hefur verið ansi vandræðalegt að fylgjast með tilraunum Sigmundar -,,Íslandi allt“ Davíðs til þess að koma í veg fyrir að kosið verði í haust. En á sama tíma mjög áhugavert, þ.e. að fylgjast með honum reyna að gera eins lítið úr mestu mótmælum lýðveldissögunnar og búa til nýja ,,sannleika“ í sambandi við framferði hans í og eftir Wintris-málið. Sigmundur...

Peningaþvottavél í Mosó?

Áform um nýtt einksjúkrahús í Mosfellsbæ hafa vakið mikla athygli. Enda kom fréttin um þetta eins og þruma úr heiðskýru lofti. Kristján Þór Júlíusson, ráðherra heilbrigðismála, kom af fjöllum og var eins og spurningamerki í framan. En það fyndnasta er að menn ætla sér að byggja kofann áður en tilskilinna leyfa verður aflað! Það verður að segjast eins og er...

Tyrkland: Myrkir tímar framundan

Sé litið á landakortið eins og staðan er núna má segja að það gangi logandi ás í gegnum Evrópu, frá Úkraínu, í gegnum Tyrkland, til Sýrlands og Íraks og þaðan niður til Jemen. Á þessum svæðum geisa stríð eða gríðarlega spenna ræður ríkjum (Tyrkland, jafnvel Sádí-Arabía). Í vestur eru svo óróasvæðin Egyptaland (þar berjast menn við ISIS á Sinaí-skaganum) og...

Hvar er íslenski fáninn?

Flaggstöngin á Stjórnarráðinu er tóm eins og eyðimörk. Líka stöngin á Alþingi. Á sama tíma hafa fótboltastrákarnir okkar unnið hug og hjörtu heimsbyggðarinnar með frábærri frammistöðu á EM, sem hefur sameinað hug og hjörtu þjóðarinnar. En mesta þjóðernisremburíkisstjórn frá stofnun lýðveldisins er úti að aka. Hversvegna er ekki flaggað af fullum krafti á öllum opinberum byggingum, til heiðurs þessum frábæru...

Ég mótmæli!

Afrit af tölvupósti til innanríkisráðherra, vegna alræðisaðgerða lögreglunnar: Daginn. Vil lýsa yfir vanþóknun minni á aðgerðum lögreglunnar og framgöngu hennar gagnvart flóttamönnum og hælisleitendum nú í vikunni. Þetta er landinu til skammar og ekki til eftirbreytni. Ísland, sem friðelskandi land og land sem kennir sig við mannréttindi, á ekki og skal ekki koma fram með þeirri hörku og mannvonsku sem...