Þessi færsla er meira en 8 ára gömul.

Rússagullsgræðgi kvótagreifanna

Það er varla hægt annað en að taka hattinn ofan fyrir utanríkisráðherra og utanríkismálanefnd þingsins fyrir að hafa ekki látið undan þrýstingi kvótagreifa landsins um að hætta viðskiptabanni á Rússland þó íslensk stjórnvöld mættu nú taka svipaða afstöðu gagnvart fleirum ríkjum s.s. Kína og Bandaríkjunum vegna mannréttindabrota og óhæfuverka stjórnvalda þar.

Enda eru engin tilefni til þess að setja peningahagsmuni ofar öllu þegar kemur að samskiptum við ógeðfelld einræðisríki.

Rússland undir stjórn Pútins hefur hagað sér eins og skepna, ráðist inn í fleiri en eitt nágrannalönd síðustu árin í nafni þess að „vernda rússneska minnihlutann“, fangelsað og drepið pólitíska andstæðinga og ofsótt minnihlutahópa sem búa við skert mannréttindi auk fleiri óhæfuverka sem algeng eru í einræðisríkjum.

Innrás Rússa inn í Úkraníu, innlimum Krímskagans og  farþegaflugvélin sem var skotin niður eru því góðar og gildar ástæður fyrir því að segja hingað og ekki lengra við þetta einræðisríki í stað þess að líta undan og „vera hlutlaus“ í nafni peningagræðginngar gagnvart yfirgangi, mannrétindabrotum og morðum Rússsa.

Sagan ætti líka að kenna okkur það að það gefst ekki vel að líta undan, „vera hlutlaus“ og einblína á viðskiptahagsmuni líkt og fjölmargar þjóðir gerðu gagnvart Þýskalandi nasismans sem þrátt fyrir innlimun Rínarhéraðanna, Tékklands, Austurríkis og fregna af ofsóknum gagnvart gyðingum og öðrum minnihlutahópum.

 Það gerir það að verkum að þessi herferð kvótagreifa fyrir peningahagsmunum sínum, verður ansi sjálfhverf siðblinda græðginnar þegar maður lítur til framferðis Rússa. Ekki bætir heldur úr skák að tímasetning áróðursherferðar og lobby-isma kvótagreifanna er ansi kaldranaleg í ljósi þess að sviðsljósið hér á landi er þessa daganna á réttindabaráttu hinsegin fólks sem Rússar ofsækja með skipulegum hætti og óvinagera sem ógn við rússnesku þjóðina.

Eitt er þó jákvætt við þetta og það er það að kvótagreifarnir opinbera það að á bak við vinalegri ímyndina sem þeir hafa verið að reyna að hanna síðustu árin í gegnum nýjan framkvæmdastjóra samtaka sinna, að þeim er enn efst í huga eigin auragræðgi og sama um rétt annarra.

Það sést t.d. ágætlega á orðum framkvæmdastjóra Síldarvinnslunnar sem talar um að allt fari til fjandans ef íslensk stjórnvöld gefi ekki eftir gagnvart Rússum og að við eigum frekar að rækta sambandið við Rússa á þessum erfiðu tímum. Síðast þegar hann talaði á slíkum nótum þá talaði hann um að allt færi til fjandans þegar síðasta ríkisstjórn ákvað að hækka veiðigjöldin upp í hóflegt gjald fyrir nýtingu á þjóðarauðlindinni og þá skeytti hann engu um hina erfiðu tíma eigin þjóðar. Núverandi stjórnvöld lúffuðu svo í framhaldi fyrir yfirgangi peningagræðginnar og lækkuðu veiðigjöldin með þeim afleðingum að skorið var svo m.a. niður í heilbrigðis- og velferðarkerfinu sem bitnaði á þeim sem síst skyldi.

En eitt verður maður þó að hrósa framkvæmdastjóra Síldarvinnslunnar fyrir að hafa ekki gert í þetta sinn.

Hann slepptí því að veifa mynd af börnunum sínum til réttlætingar líkt og þegar hann barðist gegn hækkun veiðigjalda.

Það hefði líka verið svo gersamlega langt yfr strikið.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni