Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Ráðuneyti Willums þrýsti á Persónuvernd

Ráðu­neyti Will­ums Þórs Þórs­son­ar heil­brigð­is­ráð­herra bað Per­sónu­vernd, und­ir stjórn Helgu Þór­is­dótt­ur, að end­ur­skoða um­sögn um breyt­ing­ar á lög­um um vís­indi og rann­sókn­ir á heil­brigð­is­sviði í vet­ur. Helga varð ekki við beiðn­inni.

Helga Þórisdóttir forsetaframbjóðandi og forstjóri Persónuverndar fékk beiðni frá heilbrigðisráðuneytinu um að endurskoða viðbótarumsögn um breytingar á lögum um vísindi og rannsóknir á heilbrigðissviði í vetur. „Við náttúrulega endurskoðum ekki umsögn, við erum að fara að lögum,“ sagði Helga um afskipti ráðuneytisins í þjóðmælaþættinum Pressu sem var í beinni útsendingu á vefsíðu Heimildarinnar á föstudag. 

„Það er grafalvarlegt,“ sagði Helgi Seljan, annar þáttastjórnenda. 

„Þess vegna er ég að segja það, við erum búin að þurfa að taka hverja ákvörðunina á fætur annarri sem fólk hefur þurft að finna fyrir. Þá gerast hlutir. Þá er fólk ekki sátt af því að það er þannig að maður fer með vald, maður þarf að passa að hafa ekki valdhroka,“ sagði Helga. 

Umsögnin sem um ræðir snýr að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði sem sett voru 2014. Frumvarpið var birt í samráðsgátt í 17. nóvember. Umsögn Persónuverndar var hins vegar aldrei birt. Raunar hafa engar umsagnir verið birtar en átta aðilum var boðið að senda inn umsögn: Embætti landlæknis, Íslenskri erfðagreiningu, Landspítala, Persónuvernd, Sjúkrahúsinu á Akureyri, Siðanefnd Landspítala, Vísinda- og tækniráði og Vísindasiðanefnd.  

„Rétt er rétt og rangt er rangt“

Umræðan um umsögnina kom í framhaldi af spurningu Margrétar Marteinsdóttur, annars þáttastjórnanda Pressu, sem spurði Helgu um yfirlýsingar hennar um að hún standi fyrir heiðarleika og festu. „Það er nú bara það eina sem ég kann að gera í lífinu. Það er að koma vel fram við annað fólk. Rétt er rétt og rangt er rangt,“ sagði Helga.  

Aðspurð hvort þetta væri svona skýrt hélt Helga áfram. „Allaveganna fyrir mér. Eins og þessi vegferð sem ég fór í, að gefa kost á mér í forsetaframboð, það var í rauninni bara heiðarleiki minn og festa, ef þú skoðar allt sem ég hef gert í lífinu. Lögfræðingur í almannahagsmunum, alltaf að reyna að hugsa um hagsmuni almennings og gera betra samfélag.“

Helga segist hafa lent í ýmsum ólgusjó sem forstjóri Persónuverndar í þau rúmu átta ár sem hún hefur gegnt starfi forstjóra, meðal annars að takast á við sterk öfl í íslensku samfélagi, til að mynda heilbrigðisráðuneytið í vetur. „Ég hef þurft að takast á við sterka forstjóra í einkafyrirtækjum, ég hef þurft að takast á við ráðuneyti, við höfum þurft að sekta stofnanir, sekta ráðuneyti, sekta fyrirtæki.“

„En ertu ekki að fara að lögunum?“ spurði Helgi. 

„Jú, en trúðu mér, að hafa dug og þor til að fara að lögunum, það eru ekkert allir sem fara þá leið. Það er miklu auðveldara að líta framhjá og segja: Já við skulum hafa slaka,“ svaraði Helga.  

Helgi spurði í framhaldinu hvort þessir aðilar hafi reynt að hafa áhrif á hana. „Það hafa komið upp stundir,“ svaraði Helga, sem var beðin um að nefna dæmi. „Það hafa komið símtöl á minni starfstíð og það hafa komið bréfsefni, svona ábendingar um það hvort Persónuvernd ætli ekki að breyta umsögn sinni og svo framvegis.“

„Trúðu mér, að hafa dug og þor til að fara að lögunum, það eru ekkert allir sem fara þá leið.“
Helga Þórisdóttir,
forstjóri Persónuverndar og forsetaframbjóðandi

Helga var ekki á því að nefna dæmi í beinni útsendingu. En hún vildi vera heiðarleg. Aðspurð hvort ráðherrann, sem í þessu tilfelli er Willum Þór Þórsson, hefði hringt sagði Helga að „það er alltaf einhver sem hringir fyrir hönd einhvers“.  

„Það var gengið dálítið fast að okkur um það að endurskoða umsögn um breytingar á lögum um vísindi og rannsóknir á heilbrigðissviði,“ hélt Helga áfram.  

„Var það Decode?“ spurði Helgi og átti þá við Íslenska erfðagreiningu undir stjórn Kára Stefánssonar. Helga sagði heilbrigðisráðuneytið hafa krafist þess að Persónuvernd myndi endurskoða ákveðna umsögn. „Við náttúrulega endurskoðum ekki umsögn, við erum að fara að lögum.“ 

„Það var heilbrigðisráðuneytið sem gerði það?“ ítrekaði Helgi.  

„Við vorum beðin um að endurskoða umsögn,“ svaraði Helga. Hún sagðist hafa lent í því að verða forstjóri stofnunar sem fær gríðarlegar heimildir. „Við fáum tveggja milljarðar heimildir til að sekta stjórnvöld og fyrirtæki, við þurfum að fara vel með það.“ 

Helga sagðist vera heiðarleg og yfirveguð og í starfi sínu sem forstjóri Persónuverndar hafi hún tekið málefnalegar ákvarðanir og þorað að sýna festu og standa í fæturna. „Ég hef ekki gert neitt annað alla mína hunds- og kattartíð. Og það er kannski erfitt og sjaldan sem fólki finnst svona á götunni en bara fyrirgefið, hér er ég, þess vegna fór ég líka í þetta forsetaframboð.“

„Þessi afskipti heilbrigðisráðuneytisins af þessari umsögn urðu ekki til þess að þið breyttuð umsögninni,“ spurði Helgi. 

„Nei,“ svaraði Helga, sem er nú í leyfi frá störfum sem forstjóri Persónuverndar á meðan hún er í framboð til forseta Íslands.

Hér má horfa á Pressu þar sem forsetaframbjóðendurnir Arnar Þór Jónsson, Helga Þórisdóttir og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir mættust. Fyrri hluti þáttarins er öllum aðgengilegur en áskrifendur geta horft á þáttinn í heild sinni: 

Kjósa
35
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Guðmundur Ásgeirsson skrifaði
    Hmmmm... núna er búið að birta umsagnir Persónuverndar og ÍE á samráðsgáttinni. Það brýtur í bága við góða stjórnsýsluhætti og viðmið um opið samráð að "fela" umsagnir.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Forsetakosningar 2024

Katrín niðurstaða flestra í Kosningaprófi Heimildarinnar
FréttirForsetakosningar 2024

Katrín nið­ur­staða flestra í Kosn­inga­prófi Heim­ild­ar­inn­ar

Katrín Jak­obs­dótt­ir lenti oft­ast í fyrsta sæti hjá þeim sem þreyttu Kosn­inga­próf Heim­ild­ar­inn­ar fyr­ir for­seta­kosn­ing­arn­ar 2024. Um fjórð­ung­ur þátt­tak­enda var oft­ast sam­mála fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herr­an­um. Yf­ir 8.000 tóku próf­ið en svör bár­ust ekki frá Vikt­ori Trausta­syni eða Ást­þóri Magnús­syni.
Halla Tómasdóttir verður sjöundi forseti lýðveldisins
GreiningForsetakosningar 2024

Halla Tóm­as­dótt­ir verð­ur sjö­undi for­seti lýð­veld­is­ins

Kjarna­fylgi tveggja efstu fram­bjóð­enda til for­seta var hníf­jafnt dag­inn fyr­ir kosn­ing­ar. Fjöldi kjós­enda valdi að velja á milli þeirra á kjör­dag og lang­flest­ir þeirra völdu Höllu Tóm­as­dótt­ur, sem vann af­ger­andi sig­ur. Þrjár kon­ur fengu þrjú af hverj­um fjór­um at­kvæð­um, kjós­end­ur Jóns Gn­arr kusu „með hjart­anu“ og fjöldi fram­bjóð­enda fékk mun færri at­kvæði en með­mæli með fram­boði sínu.

Mest lesið

Bankarnir búnir með alla sénsa - peningaþvættisvarnir í ólestri
3
FréttirPeningaþvætti

Bank­arn­ir bún­ir með alla sénsa - pen­inga­þvættis­varn­ir í ólestri

Tæp­lega 600 millj­ón króna sátt Ís­lands­banka við yf­ir­völd vegna ónógra pen­inga­þvættis­varna er til marks um að bæði séu séns­ar eft­ir­lits­að­ila á þrot­um og að mun hærri sekt­ir verði lagð­ar á fyr­ir­tæki en áð­ur. Ari­on banki er næst­ur, en óljóst er hversu há sú sekt verð­ur. Fyr­ir tveim­ur ár­um greiddi Salt­Pay rúm­lega tíu sinn­um lægri sekt fyr­ir mun al­var­legri brot.
Brugðust ekki við ábendingum um „ógeðslegar“ aðstæður
5
FréttirBrostnar vonir á Betra lífi

Brugð­ust ekki við ábend­ing­um um „ógeðs­leg­ar“ að­stæð­ur

Árni Dav­íðs­son, deild­ar­stjóri holl­ustu­eft­ir­lits hjá sam­eig­in­legu Heil­brigðis­eft­ir­liti Garða­bæj­ar, Hafn­ar­fjarð­ar, Kópa­vogs, Mos­fells­bæj­ar og Seltjarn­ar­ness, seg­ir kall­að verði eft­ir breyt­ingu á lög­um til að bæta áfanga­heim­il­um á lista yf­ir eft­ir­lits-og starfs­leyf­is­skylda starf­semi. Auk þess mun eft­ir­lit­ið kalla eft­ir skýr­ari leið­bein­ing­um frá Um­hverf­is­stofn­un er varð­ar að­komu eft­ir­lits­ins að íbúð­ar­hús­næði.
Matvælaráðherra segir fiskeldi vera „varasama atvinnustarfsemi“
8
FréttirFiskeldi

Mat­væla­ráð­herra seg­ir fisk­eldi vera „vara­sama at­vinnu­starf­semi“

Bjarkey Ol­sen Gunn­ars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra sagði sjókvía­eldi vera „mjög vara­sama at­vinnu­starf­semi,“ sem þurfi að koma bönd­um á með lög­um. Óvissa rík­ir um sekt­ar­á­kvæði frum­varps­ins sem kveð­ur áum há­ar fjár­sekt­ir á fyr­ir­tæki sem ger­ist upp­vís um vinnu­brögð sem hafa í för með sér slæm­ar af­leið­ing­ar fyr­ir um­hverf­ið og líf­rík­ið hér á landi.
Jón gagnrýnir Bjarkeyju: „Maður er orðlaus gagnvart ósvífni ráðherrans“
9
FréttirHvalveiðar

Jón gagn­rýn­ir Bjarkeyju: „Mað­ur er orð­laus gagn­vart ósvífni ráð­herr­ans“

Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, væn­ir Bjarkeyju Gunn­ars­dótt­ur mat­væla­ráð­herra um margs kon­ar brot gegn Hval og starfs­mönn­um fyr­ir­tæk­is­ins með því heim­ila hval­veið­ar í ein­ung­is éitt ár. Flokk­ar Jóns og Bjarkeyj­ar sitja sam­an í rík­is­stjórn og eru um­mæl­in með­al ann­ars áhuga­verð í því sam­hengi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Segir banaslys við Reykjanesvirkjun „alveg á mörkunum að vera gáleysisdráp“
3
Rannsókn

Seg­ir bana­slys við Reykja­nes­virkj­un „al­veg á mörk­un­um að vera gá­leys­is­dráp“

Slys varð ár­ið 2017 í Reykja­nes­virkj­un. Einn mað­ur lést og ann­ar var hætt kom­inn af völd­um eitr­un­ar vegna brenni­steinsvetn­is. Gas­ið komst í gegn­um neyslu­vatns­lögn sem HS Orka hafði nýtt til að kæla bor­holu. Áð­ur óbirt­ar nið­ur­stöð­ur í rann­sókn Vinnu­eft­ir­lits­ins varpa ljósi á al­var­legt gá­leysi í verklagi. Svip­að at­vik átti sér stað ár­ið 2013, gas komst upp úr sömu bor­holu og inn í neyslu­vatns­kerf­ið, en HS Orka lag­aði ekki vanda­mál­ið.
Jesús Kristur breytti lífinu
4
Fólkið í borginni

Jesús Krist­ur breytti líf­inu

Kurt­eis og mjúk­máll ung­ur mað­ur sit­ur á brún­um bekk á Hlemmi. Hann bend­ir sessu­nauti sín­um á að strætó­inn hans sé kom­inn. Sá tek­ur úr sér heyrn­ar­tól­in og þakk­ar fyr­ir. Ungi mað­ur­inn sem sit­ur eft­ir bros­andi tal­ar ís­lensku með ör­litl­um hreim, en orða­forð­inn er áber­andi góð­ur. Hann er með barm­merki sem á stend­ur: Öld­ung­ur Matt­son. Hann seg­ir blaða­manni frá því hvað varð til þess að hann komst á þenn­an stað.
Velgjörðarmenn Elliða hafa bæði hagsmuni af námum í sjó og á landi
5
SkýringJarðefnaiðnaður í Ölfusi

Vel­gjörð­ar­menn Ell­iða hafa bæði hags­muni af nám­um í sjó og á landi

Ein­ar Sig­urðs­son og Hrólf­ur Öl­vis­son námu­fjár­fest­ar hafa fjöl­þættra hags­muna að gæta af því að möl­un­ar­verk­smiðja Heidel­berg rísi í Ölfusi og að fyr­ir­tæk­ið fái að vinna efni af hafs­botni við Land­eyj­ar. Elliði Vign­is­son seg­ir til­gát­ur um hags­muna­árekstra tengda námu­fjár­fest­un­um lang­sótt­ar. Harð­ar deil­ur eru um verk­smiðj­una og efnis­tök­una.
Spyr hvort fyrirtæki og almenningur eigi að kaupa rándýra orku af stóriðjunni
9
Fréttir

Spyr hvort fyr­ir­tæki og al­menn­ing­ur eigi að kaupa rán­dýra orku af stór­iðj­unni

For­stjóri stærsta sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæk­is Ís­lands gagn­rýn­ir harð­lega hug­mynd­ir um að leysa eigi skort á um­framorku til fiski­mjöls­verk­smiðja, með því að neyða fyr­ir­tæk­in og neyt­end­ur í við­skipti við stór­iðj­ur lands­ins, fyr­ir upp­sprengt verð. Til­laga um að stór­iðj­an fái að selja frá sér ónýtta orku, sem hún fær í gegn­um lang­tíma­samn­inga, ligg­ur nú fyr­ir Al­þingi.

Mest lesið í mánuðinum

Auður Jónsdóttir
1
Skoðun

Auður Jónsdóttir

Þið er­uð óvit­ar! ­– hlust­ið á okk­ur

Það er andi elí­tísma í kring­um kosn­inga­bar­áttu Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur. Nafn­tog­að­ir lista­menn, áhrifa­fólk í sam­fé­lag­inu og stjórn­mál­um jafnt sem vél­virkj­ar þaul­setn­asta stjórn­mála­flokks lands­ins leggj­ast á eina sveif með henni. Fyr­ir vik­ið eru kosn­ing­arn­ar áhuga­verð fé­lags­fræði­leg stúd­ía af því að í þeim af­hjúp­ast sam­taka­mátt­ur þeirra sem vald og raddsvið hafa – á ólík­um svið­um.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
3
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Saga af áralangri vanrækslu og vonleysi: „Þetta heitir Betra líf sko“
9
RannsóknBrostnar vonir á Betra lífi

Saga af ára­langri van­rækslu og von­leysi: „Þetta heit­ir Betra líf sko“

Slökkvi­lið­ið hef­ur sent kæru til lög­reglu á hend­ur Arn­ari Gunn­ari Hjálm­týs­syni fyr­ir að hafa stefnt lífi og heilsu íbúa áfanga­heim­il­is­ins Betra líf í Vatna­görð­um í hættu eft­ir að eld­ur kvikn­aði þar í fe­brú­ar í fyrra. Áfanga­heim­il­ið flutti þá upp í Kópa­vog. Í styrk­umsókn til Reykja­vík­ur fór Arn­ar með rang­færsl­ur en fékk engu að síð­ur rúm­ar 24 millj­ón­ir fyr­ir rekst­ur­inn. Full­trúi fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­is­ins lýsti áhyggj­um af eit­ur­lyfja­sölu og vændi á einu áfanga­heim­il­inu.
„Hann sagði við mig að ef mér mislíkaði þetta gæti ég bara flutt út“
10
FréttirBrostnar vonir á Betra lífi

„Hann sagði við mig að ef mér mis­lík­aði þetta gæti ég bara flutt út“

Sylwia Burzy­kowska leigði 12 fer­metra her­bergi á áfanga­heim­ili Betra lífs á Kópa­vogs­braut á 140 þús­und krón­ur á mán­uði sem hún þurfti að greiða í reiðu­fé. Hún skrif­aði und­ir ótíma­bund­inn leigu­samn­ing en hafði að­eins bú­ið þar í þrjá mán­uði þeg­ar hús­ið var rif­ið í byrj­un mán­að­ar­ins. Sylwia býr nú í tjaldi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár