Svæði

Bresku Jómfrúareyjar

Greinar

Leyndarmál Sigmundar Davíðs
FréttirWintris-málið

Leynd­ar­mál Sig­mund­ar Dav­íðs

Anna Sig­ur­laug Páls­dótt­ir stefndi pabba sín­um Páli Samú­els­syni í des­em­ber 2006. Sumar­ið 2007 samd­ist um mál­ið ut­an dóm­stóla og hún fékk rúm­an millj­arð króna sem end­aði í Wintris Inc. í skatta­skjól­inu Tor­tólu. Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráð­herra hef­ur þag­að um pen­ing­ana á Tor­tólu síð­an sem og upp­kaup Wintris Inc. á kröf­um í bú föllnu bank­anna. Einn þekkt­asti skatta­skjóls­sér­fræð­ing­ur Evr­ópu, Tor­sten Fens­by, seg­ir að mál Sig­mund­ar Dav­íðs sé eins­dæmi í sögu Evr­ópu en bend­ir jafn­framt að eng­ar sann­an­ir um lög­brot hafi kom­ið fram þó spyrja mega spurn­inga um sið­ferði ís­lenska for­sæt­is­ráð­herr­ans.
Anna, Sigmundur Davíð og hinir sem geyma peningana sína í skattaskjólum
Ingi Freyr Vilhjálmsson
PistillWintris-málið

Ingi Freyr Vilhjálmsson

Anna, Sig­mund­ur Dav­íð og hinir sem geyma pen­ing­ana sína í skatta­skjól­um

Lík­lega er það eins­dæmi að for­sæt­is­ráð­herra í vest­rænu lýð­ræð­is­ríki eigi fjár­hags­legra hags­muna að gæta í fyr­ir­tæki í skatta­skjóli. Með notk­un sinni á fyr­ir­tæk­inu hafa Anna S. Páls­dótt­ir og Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son sýnt í verki að þau telja rétt­læt­an­legt að nota fyr­ir­tæki í skatta­skjól­um. Ár­lega leið­ir notk­un slíkra fyr­ir­tækja til þess að rík­is­stjórn­ir í lönd­um heims­ins verða af hundruð millj­arða króna skatt­tekj­um.
Segir ekkert skattahagræði vera af skattaskjólsfélagi Önnu og Sigmundar Davíðs
FréttirWintris-málið

Seg­ir ekk­ert skatta­hag­ræði vera af skatta­skjóls­fé­lagi Önnu og Sig­mund­ar Dav­íðs

Fé­lag Önnu Sig­ur­laug­ar Páls­dótt­ur, eig­in­konu Sig­mund­ar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar for­sæt­is­ráð­herra, átti tvær kröf­ur á Lands­bank­ann og Kaupþing. Fé­lag­ið á eign­ir upp á rúm­an millj­arð. Jó­hann­es Þór Skúla­son seg­ir skatta­hag­ræði hafa ver­ið af því að nota fé­lag­ið en það sé ekki leng­ur þannig. Anna sagði frá fé­lag­inu á Face­book í gær eft­ir fyr­ir­spurn­ir um fé­lag­ið frá ein­hverj­um óþekkt­um að­il­um.

Mest lesið undanfarið ár