Nasistar og nútíminn á hvíta tjaldinu
Greining

Nas­ist­ar og nú­tím­inn á hvíta tjald­inu

Kvik­mynd­in The Zo­ne of In­t­erest í leik­stjórn Jon­ath­an Glazer tekst á við hel­för­ina en á ann­an hátt en venja er fyr­ir, hún skoð­ar hryll­ing henn­ar í gegn­um hvers­dags­legt líf gerenda henn­ar, fjöl­skyldu sem bjó beint fyr­ir ut­an Auschwitz-út­rým­ing­ar­búð­irn­ar. Mynd­in er ekki um þá fjöl­skyldu þó hún sé svo sann­ar­lega í miðju henn­ar. Leik­stjór­inn hef­ur sagt að mynd­in sé ekki gluggi inn í for­tíð­ina held­ur við­vör­un fyr­ir nú­tím­ann.
Sérfræðingur segir Ísland öruggara utan NATO
Greining

Sér­fræð­ing­ur seg­ir Ís­land ör­ugg­ara ut­an NATO

Sér­fræð­ing­ur í sviðs­mynd­um hern­að­ar­átaka fyr­ir NATO tel­ur minni lík­ur á að Ís­land yrði skot­mark í stríði ef land­ið væri hlut­laust og stæði ut­an NATO. Dós­ent í ör­ygg­is­fræð­um við Há­skóla Ís­lands er ósam­mála og seg­ir það „geð­veiki“ að ganga úr NATO á þess­um tíma­punkti. Með­al hlut­lausra ríkja ut­an varn­ar­banda­laga eru eyrík­in Ír­land og Malta.
Forsetaframboðið sem getur sett stjórnmálin á hliðina
GreiningForsetakosningar 2024

For­setafram­boð­ið sem get­ur sett stjórn­mál­in á hlið­ina

Beð­ið er eft­ir því að Katrín Jak­obs­dótt­ir til­kynni hvort hún ætli að bjóða sig fram sem for­seta. Því fram­boði gæti fylgt upp­stokk­un í rík­is­stjórn sem myndi sam­hliða hjálpa stjórn­inni að standa af sér van­traust­stil­lögu á einn ráð­herra henn­ar. Póli­tísk­ar leik­flétt­ur eru komn­ar á fullt og flest­ir flokk­ar farn­ir að horfa til næstu kosn­inga. Hvenær þær verða get­ur ráð­ist á því hvort sitj­andi for­sæt­is­ráð­herra vilji verða for­seti.
Ríkisbanka stýrt í gegnum hlaðvarp, Facebook-færslu og stofnun sem leggja á niður
Greining

Rík­is­banka stýrt í gegn­um hlað­varp, Face­book-færslu og stofn­un sem leggja á nið­ur

Banki hef­ur ákveð­ið að kaupa trygg­inga­fé­lag. Banka­ráð hans tel­ur sig mega það. Kaup­in séu í sam­ræmi við eig­enda­stefnu stjórn­valda. Það tel­ur sig líka hafa upp­lýst stofn­un­ina sem fer með eign­ar­hlut rík­is­ins í bank­an­um um mála­vexti, en hún kann­ast ekk­ert við það. Ráð­herr­ann sem fer svo með hluta­bréf rík­is­ins í bank­an­um birti Face­book-færslu þar sem hann lagð­ist gegn kaup­un­um og sagð­ist hafa gef­ið út yf­ir­lýs­ingu þess efn­is. Það var gert í hlað­varpi.
Heimilin borguðu 39 milljörðum krónum meira í vexti í fyrra en árið 2022
Greining

Heim­il­in borg­uðu 39 millj­örð­um krón­um meira í vexti í fyrra en ár­ið 2022

Vaxta­gjöld heim­ila hafa hækk­að um 80 pró­sent á tveim­ur ár­um og kaup­mátt­ur ráð­stöf­un­ar­tekna, virði þeirra pen­inga sem eru í vasa lands­manna, hef­ur lækk­að í fimm af sex síð­ustu árs­fjórð­ung­um. Heim­il­in borg­uðu rúm­lega 125 millj­arða króna í vexti í fyrra. Sam­hliða juk­ust vaxta­tekj­ur banka veru­lega, og hagn­að­ur þeirra með.
Segist ekki samþykkja kaup Landsbankans á TM nema bankinn verði einkavæddur
Greining

Seg­ist ekki sam­þykkja kaup Lands­bank­ans á TM nema bank­inn verði einka­vædd­ur

Fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra seg­ir að rík­is­fyr­ir­tæki eigi ekki að kaupa trygg­inga­fé­lag. Hún ætl­ar að óska skýr­inga frá Banka­sýslu rík­is­ins, stofn­un sem var sett á fót til að koma í veg fyr­ir að stjórn­mála­menn skiptu sér af rekstri rík­is­banka, á kaup­um Lands­bank­ans á TM. Sam­kvæmt eig­enda­stefnu má ekki selja hluti í Lands­bank­an­um fyrr en allt hluta­fé í Ís­lands­banka hef­ur ver­ið selt.
Skólamáltíðir færðu Vinstri grænum langþráðan pólitískan stórsigur
Greining

Skóla­mál­tíð­ir færðu Vinstri græn­um lang­þráð­an póli­tísk­an stór­sig­ur

Tveir þriðju hlut­ar þeirra kjara­bóta sem fást á fyrsta ári eft­ir gildis­töku ný­lega gerðra kjara­samn­inga koma frá hinu op­in­bera, og þriðj­ung­ur úr at­vinnu­líf­inu. Sam­hliða eru stig­in stór skref í átt að því að end­ur­reisa milli­færslu­kerfi sem leynt og ljóst hef­ur ver­ið reynt að leggja nið­ur á síð­asta ára­tug. Sam­komu­lag­ið er sig­ur fyr­ir Katrínu Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráð­herra, sem hef­ur lagt mik­ið á sig til að landa hon­um.
Seðlabankinn segir bönkum að stilla arðgreiðslum og endurkaupum í hóf
Greining

Seðla­bank­inn seg­ir bönk­um að stilla arð­greiðsl­um og end­ur­kaup­um í hóf

Arð­semi ís­lenskra banka er meiri en evr­ópskra og vöxt­ur henn­ar var fyrst og síð­ast til­kom­inn vegna auk­ins hagn­að­ar af því að rukka heim­ili og fyr­ir­tæki um vexti. Við­bú­ið er að mik­ill vaxtamun­ur muni aukast á þessu ári, en lík­legt er að út­lána­töp muni aukast á næst­unni þeg­ar fólk hætt­ir að borga af lán­um sem það ræð­ur ekki leng­ur við.

Mest lesið undanfarið ár