Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Barn rekur á land

Nýj­asta skáld­saga Sölva Björns Sig­urðs­son­ar hefst á því að barn rek­ur á land við Hjör­leifs­höfða haust­ið 1839. Sag­an kall­ast á við flótta­mannakrís­una, eitt­hvert stærsta mál sam­tím­ans, og á brýnt er­indi við les­end­ur dags­ins í dag. Jón Bjarki Mag­ús­son ræddi við höf­und­inn um skáld­sög­una Seltu sem er eins kon­ar óð­ur til manns­and­ans og þess góða í mann­in­um.

Hvað gerir maður þegar ókunnugt barn rekur óforvarendis á fjörur hans? Þetta er á meðal þeirra spurninga sem rithöfundurinn Sölvi Björn Sigurðsson spyr í nýrri skáldsögu sinni, Seltu, apókrýfu úr ævi landlæknis. Sagan, sem gerist á haustmánuðum 1839, fjallar um landlækni sem lífgar við lítinn dreng sem rekið hefur á land fyrir ströndum Hjörleifshöfða. Fljótlega kemur í ljós að drengurinn virðist ómálga á íslensku, þótt hann mæli nokkur kunnugleg orð sem benda helst til þess að hann komi frá fjarlægu landi að því er virðist utan Evrópu. Sýruson. Sandsinni. Fyndinn hestur. Þeir kumpánar halda í kjölfarið í afdrifaríkt og ævintýralegt ferðalag þvert yfir jökulár, sanda og hálendi í leit að uppruna þess síðarnefnda, og njóta meðal annars liðsinnis aðstoðarmannsins Mister Undertaker og servantsstúlku á hæli.

Sölvi Björn hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir leik sinn að hinum ýmsu bókmenntaformum í gegnum árin, hlotið rithöfundaviðurkenningu RÚV, Menningarverðlaun DV …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Flóttamenn

Missti göngugetuna níu ára og missir „himnaríki“ ellefu ára
FréttirFlóttamenn

Missti göngu­get­una níu ára og miss­ir „himna­ríki“ ell­efu ára

Þó að lækn­ar telji mik­il­vægt að hinn ell­efu ára gamli Yaz­an, sem er með ágeng­an vöðvarýrn­un­ar­sjúk­dóm, haldi áfram í lækn­is­með­ferð tel­ur Kær­u­nefnd út­lend­inga­mála ekk­ert því til fyr­ir­stöðu að vísa hon­um til lands sem hann hef­ur sem stend­ur eng­in rétt­indi í. „Ég hef unn­ið við þetta í næst­um 8 ár og aldrei séð svona af­ger­andi lækn­is­vott­orð,“ seg­ir tals­mað­ur fjöl­skyld­unn­ar. Sex sam­tök og fjöl­marg­ir Ís­lend­ing­ar hafa mót­mælt fyr­ir­hug­aðri brott­vís­un.
Eigi að læra íslensku áður en fjölskyldan kemur
FréttirFlóttamenn

Eigi að læra ís­lensku áð­ur en fjöl­skyld­an kem­ur

Meiri­hluti alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd­ar tel­ur efni til að víkka að­eins skil­yrði til fjöl­skyldusam­ein­ing­ar í um­deildu út­lend­inga­frum­varpi. Skil­yrði til und­an­þágu eru þó frem­ur ströng: Flótta­mað­ur­inn sem sæk­ir um fjöl­skyldusam­ein­ingu gæti feng­ið und­an­þágu ef hann hef­ur á einu ári lært ís­lensku, ver­ið virk­ur á vinnu­mark­aði í átta mán­uði, hef­ur til­tækt íbúð­ar­hús­næði fyr­ir fjöl­skyld­una og get­ur fram­fleytt sér.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Flúði vændi en verður send út í annað sinn: „Ég vil að hún viti að ég reyndi allt“
FréttirFlóttamenn

Flúði vændi en verð­ur send út í ann­að sinn: „Ég vil að hún viti að ég reyndi allt“

Níg­er­ísk­ar kon­ur sem hing­að leita eft­ir dvöl á Ítal­íu hafa í mörg­um til­vik­um ver­ið neydd­ar út í vændi þar og vilja ekki snúa aft­ur, því þær vita hvað bíð­ur þeirra. Ein kvenn­anna kom aft­ur til Ís­lands ör­fá­um dög­um eft­ir að hún fékk end­ur­komu­bann til þriggja ára, því hún sá enga aðra leið út.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár