Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Kapítalisminn á breytingaskeiði

Ás­geir Brynj­ar Torfa­son, doktor í við­skipta­fræði og full­trúi í fjár­mála­ráði, seg­ir að líta verði til sam­fé­lags- og um­hverf­is­sjón­ar­miða í rekstri fyr­ir­tækja og fjár­mála­stofn­ana. Hann tel­ur að reyna muni á Ís­land vegna al­þjóð­legr­ar efna­hags­þró­un­ar en að þjóð­in hafi tæki­færi til að inn­leiða nýj­ar hug­mynd­ir.

Kapítalisminn á breytingaskeiði
Ásgeir Brynjar Torfason Íslendingar þurfa að halda í við hugmyndafræðilega og tæknilega þróun erlendis, að mati Ásgeirs. Mynd: Heiða Helgadóttir

Hamfarahlýnun, tæknibreytingar og eftirmál fjármálahrunsins hafa ýtt undir endurhugsun á efnahagskerfi heimsins, að mati Ásgeirs Brynjars Torfasonar, doktors í viðskiptafræði. Ofsatrú á markmið fyrirtækja um hagnað munu víkja fyrir víðari skilgreiningu á samfélags- og umhverfissjónarmiðum og Íslendingar þurfa að taka þátt í þeirri þróun.

„Það er komið fram nóg af dæmum til að sýna fram á að það er ekki eitthvert hjal í gömlum bóhemískum hippahagfræðingum að breytingar séu í nánd, heldur er það augljóst að nýfrjálshyggjukerfið með ofurtrú á frjálst einkaframtak án regluverks er einfaldlega úrelt hugmynd,“ segir hann. „Það er verið að prófa og þróa nýja heimsmynd. Það er óþægilegra en þegar var trúað á hugmyndaheim þar sem allt var í röð og reglu og atburðir eins og fjármálahrunið voru bara frávik. Það eru mjög spennandi tímar fram undan ef maður er tilbúinn að takast á við breytingarnar.“

Undanfarin fimm ár hefur Ásgeir verið lektor á sviði fjármála …

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fjármálamarkaðurinn á Íslandi

Óljóst hvort samningur Ríkiskaupa við Rapyd verði framlengdur
FréttirFjármálamarkaðurinn á Íslandi

Óljóst hvort samn­ing­ur Rík­is­kaupa við Rapyd verði fram­lengd­ur

Ramma­samn­ing­ur um færslu­hirð­ingu ísra­elska fjár­tæknifyr­ir­tæk­is­ins Rapyd fyr­ir A-hluta stofn­an­ir renn­ur út 19. fe­brú­ar næst­kom­andi. Sara Lind Guð­bergs­dótt­ir, for­stjóri Rík­is­kaupa, seg­ir að ekki sé bú­ið að ákveða hvort samn­ing­ur­inn verði fram­lengd­ur en sam­kvæmt skil­mál­um er Rík­is­kaup­um heim­ilt að fram­lengja samn­ing­inn um eitt ár í við­bót.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu