Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Forstjóri Landspítala fær 42 þúsund krónur fyrir yfirvinnu hvern dag

47 rík­is­for­stjór­ar fá yf­ir eina millj­ón á mán­uði eft­ir síð­ustu ákvörð­un Kjara­ráðs. Páll Matth­ías­son, for­stjóri Land­spít­ala, fær jafn­mik­ið greitt í yf­ir­vinnu og dag­vinnu.

Forstjóri Landspítala fær 42 þúsund krónur fyrir yfirvinnu hvern dag
Fær 31 milljón í árslaun Forstjóri Landspítalans, Páll Matthíasson, fær jafn mikið greitt í dagvinnu og yfirvinnu. Mynd: Heiða Helgadóttir

Allir 48 forstöðumenn ríkisstofnana utan einn sem Kjararáð úrskurðaði um launahækkanir til 14. Júní síðastliðinn fá yfir eina milljóni króna í mánaðarlaun sé tekið tillit til fastra greiðslna vegna yfirvinnu. Aðeins forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands fær undir milljón á mánuði en heildarlaun hans eru 980.992 krónur þegar allt er tiltekið.

Kjararáð fundaði í síðasta sinn 14. júní síðastliðinn en ráðið var lagt niður með lögum nú um mánaðarmótin. Á fundinum voru laun til handa 48 forstöðumönnum ríkisstofnana ákvörðuð. Um var að ræða erindi frá forstöðumönnum sem bárust ráðinu á árunum 2016 og 2017, utan tvö sem voru eldri. Umfjöllun um erindin hófust, eftir því sem segir í úrskurðinum, fyrir 1. janúar síðastliðinn og var ráðinu því skylt að ljúka umfjöllun um þau með úrskurði fyrir þann tíma sem ráðið var lagt niður.

Meðaltalshækkun umræddra 48 forstöðumanna nemur um 10,8 prósentum að því er kemur fram í Morgunblaðinu. Þrettán þeirra fá, eftir hækkunina, yfir eina milljón á mánuði í grunnalaun. Hækkunin er aftuvirk og gildir frá 1. desember á siðasta ári.

Forstjóri Landspítala með 31 milljón á ári

Forstjóri Landspítalans fær hæst laun af forstöðumönnunum 48,  1.294.693 krónur í grunnlaun. Þar að auki fær hann viðlíka upphæð, 1.292.220 krónur í greidda í fasta yfirvinnu á mánuði en samkvæmt úrskurði Kjararáðs skal greiða honum 135 einingar á mánuði fyrir alla yfirvinnu er starfinu fylgi. Það jafngildir því að Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, fái greiddar um 60.000 krónur í yfirvinnu fyrir hvern virkan dag mánaðarins og 42 þúsund krónur á hverjum degi. Heildarlaun Páls nema 2.586.913 krónum á mánuði þegar grunnlaun og yfirvinna er saman tekin. Árslaun Páls nema því alls ríflega 31 milljón króna.

Enginn forstöðumaður fær viðlíka fjölda eininga ákvarðaða í fastar yfirvinnugreiðslur eins og forstjóri Landspítala. Einingar eru 1 prósent af launaflokki 136 í launatöflu kjararáðs nr. 502 og jafngilda nú 9.572 krónum. Næstur Páli Matthíassyni í þeim efnum kemur Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, en honum skal greiða 50 einingar á mánuði í fasta yfirvinnu. Það jafngildir 478.600 krónum á mánuði og heildarlaun Páls Gunnars eru því 1.649.043 krónur.

Meiri yfirvinna hjá forstjóra Samkeppniseftirlitsins en ríkislögreglustjóra

Rektor Háskóla Íslands, Jón Atli Benediktsson, fær eftir úrskurðinn næst hæstu grunnlaunin, 1.251.843 krónur. Að auki fær hann greiddar 40 einingar í yfirvinnu mánaðarlega, jafngildi 382.880 króna. Samanlagt fær því Jón Atli greiddar 1.634.723 krónur á mánuði.

Þriðju hæstu grunnmánaðarlaunin fær forstjóri Vegagerðarinnar en þau eru eftir ákvörðun kjararáðs nú 1.210.442 krónur. Að auki fær forstjóri Vegagerðarinnar greiddar 40 einingar á mánuði í yfirvinnu, 382.880 krónur og hefur því samtals í laun 1.593.322 krónur á mánuði.

Athygli vekur að ríkisslögreglustjóri, Haraldur Johannessen, hefur sömu grunnlaun og Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, en fær hins vegar færri einingar í yfirvinnu. Haraldur fær úrskurðaðar 45 einingar í fasta yfirvinnu, jafngildi 430.740 króna, sem eru 47.860 krónum lægri yfirvinnugreiðslur en Páll Gunnar.

 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
4
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.
Steinunn Ólína segist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna persónulegrar óvildar
8
Fréttir

Stein­unn Ólína seg­ist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna per­sónu­legr­ar óvild­ar

Stein­unn Ólína Þor­steins­dótt­ir sagð­ist í Pressu fara fram fyr­ir hönd þeirra sem upp­lifa valda­leysi gagn­vart stjórn­völd­um. Taldi hún for­seta­kosn­ing­arn­ar vera af­ar póli­tísk­ar að þessu sinni. Þrátt fyr­ir gagn­rýni sína á rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur, ít­rek­aði Stein­unn að fram­boð henn­ar væri ekki vegna per­sónu­legra óvild­ar henn­ar í garð Katrínu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
6
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
9
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.
Við hvaða götu býr Ragnar? Reykás
10
Helgi skoðar heiminn

Við hvaða götu býr Ragn­ar? Reykás

Sauð­kræk­ing­ur­inn Ragn­ar Páll Árna­son, sem starfar hjá Öss­uri, býr í ná­grenni höf­uð­stöðva fyr­ir­tæk­is­ins, við göt­una Reykás. Seg­ist ekki hafa ætl­að að ílengj­ast þar, en kann nú hvergi bet­ur við sig. Siggi Sig­ur­jóns, guð­fað­ir Ragn­ars Reykáss, kann vel að meta sög­una af „nafna“ sín­um. Hann á sjálf­ur pín­lega en um leið drep­fyndna sögu tengda göt­unni í Ár­bæn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár