Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

„Gerði ráðherra enga kröfu um að aðstoðarmaðurinn færi ekki að vinna fyrir sömu kröfuhafa og hann var að kljást við?“

Odd­ný G. Harð­ar­dótt­ir, þing­kona Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, seg­ir hneyksli að sami mað­ur og vann að stöð­ug­leika­skil­yrð­um gagn­vart kröfu­höf­um fyr­ir Bjarna Bene­dikts­son vinni nú fyr­ir að­il­ana sem stöð­ug­leika­skil­yrð­in voru snið­in að.

„Gerði ráðherra enga kröfu um að aðstoðarmaðurinn færi ekki að vinna fyrir sömu kröfuhafa og hann var að kljást við?“

Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir hneyksli að Benedikt Gíslason, sami maður og vann að gerð stöðugleikaskilyrða, samningsmarkmiða og annarra útfærslna gagnvart kröfuhöfum sem aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar í tíð ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, vinni nú fyrir Kaupþing og stærstu eigendur Arion banka, þá aðila sem stöðugleikaskilyrðin voru sniðin að.

Benedikt Gíslasonfyrrverandi aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar sem nú stafar í fjármálageiranum.

Þetta kom fram í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun, en Oddný benti á að Benedikt hefði hafið störf fyrir umrædda aðila aðeins nokkrum vikum eftir að hann hætti störfum sem aðstoðarmaður fjármálaráðherra.

„Við erum fámenn hér á landi. En erum við virkilega svo fámenn að sú staða hafi verið óumflýjanleg?“ sagði Oddný og spurði Bjarna hvort hann teldi eðlilegt að fyrrverandi aðstoðarmaður hans gæti eina stundina unnið með viðkvæmar trúnaðarupplýsingar fyrir hið opinbera en stuttu seinna farið að vinna fyrir þá aðila sem hafa augljóslega mikla hagsmuni af því að sýsla með þær sömu upplýsingar. „Gerði hæstvirtur ráðherra enga kröfu um að aðstoðarmaðurinn sem starfaði í umboði hans færi ekki að vinna fyrir sömu kröfuhafa og hann var að kljást við fyrir hæstvirtan ráðherra? Telur hæstvirtur ráðherra ekki augljóslega að starfsmaður sem býr yfir slíkum upplýsingum sé afskaplega verðmætur starfsmaður fyrir Kaupþing? Hvað gerði hæstvirtur ráðherra til að koma í veg fyrir að mögulegir hagsmunaárekstrar ættu sér stað?“

Bjarni sakaði Oddnýju um dylgjur og sagði hana gefa í skyn að farið hefði verið illa með trúnaðarupplýsingar sem mönnum var treyst fyrir. „Ég verð bara að biðja háttvirtan þingmann um að færa einhver rök fyrir máli sínu ef svo er,“ sagði hann og bætti við: „Það sem var verkefni umrædds starfsmanns eru opinberar upplýsingar í dag. Það er ekkert sem leiddi af störfum hans eða þeirra sem tóku þátt í þeirri vinnu, og það voru fjölmargir aðilar — það er allt saman bundið í samninga sem m.a. voru lagðir fyrir í efnahags- og viðskiptanefnd í vikunni. En um hvað hv. þingmaður er að dylgja átta ég mig ekki á, hún verður að gera betur grein fyrir því hér.“

Oddný svaraði á þá leið að hún væri ekki að dylgja um nokkurn skapaðan hlut. „Ég var að spyrja hæstvirtan ráðherra spurningar sem hann svaraði ekki. En svona atriði skipta máli. Afstaða hæstvirts fjármálaráðherra skiptir mjög miklu máli. Ef honum finnst ekkert óeðlilegt við þessa stöðu, sem flestum öðrum finnst, er það eitt og sér sannarlega áhyggjuefni.“ Hún benti á að sú ákvörðun að fara aðra leið með Arion banka en Íslandsbanka hefði verið tekin að kröfu sjálfstæðismanna að sögn fyrrum samstarfsmanns Bjarna í ríkisstjórn, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar.

„Sporin hræða þegar kemur að fjármálakerfinu og aðkomu Sjálfstæðismanna. Allt ferlið þarf að vera gegnsætt og opið. En það er það ekki. Söluferli Arion banka er óljóst. Samningar við ríkið hafa ekki allir verið gerðir opinberir. Við vitum ekki hverjir eiga vogunarsjóðina. Er ekki kominn tími til að við hættum þessu pukri og fúski og viðurkennum að það vinnur gegn hagsmunum almennings? Getur hæstvirtur fjármála- og efnahagsráðherra að minnsta kosti ekki verið sammála mér um það?“

Bjarni svaraði: „Þetta eru algjörlega innihaldslaus orð sem falla hér úr ræðustól. Pukur og fúsk. Það er ekkert pukur og það er ekkert fúsk. Háttvirtur þingmaður sat í ríkisstjórninni sem gerði kaupréttinn við Kaupþing á sínum tíma, hún kannast bara ekki við það. Hún sat í ríkisstjórninni sem gerði kaupréttinn sem nú er verið að virkja en kemur hér upp og talar um pukur og fúsk. Kannast ekki einu sinni við eigin verk.“ 

Bjarni sagði stöðugleikasamninga og niðurstöður þeirra sýna að allt hefði gengið fullkomlega upp. „Þrýstingur á krónuna var enginn. Verkefnið var til þess ætlað að draga úr gjaldeyrisójöfnuði sem hætta var á að myndaðist við uppgjör gömlu slitabúanna. Það tókst 100%. Og stöðugleikaframlögin, sem metin hafa verið á sínum tíma upp á rétt um 380 milljarða, eru í dag metin á um 74 milljarða umfram það sem þá var.“

Oddný hefur áður gert hagsmunaárekstra við gerð stöðugleikaskilyrða að umtalsefni á Alþingi. Hún átti orðaskipti við Bjarna um málið fyrir tæpu ári, sjá hér, og nýlega birti hún svo eftirfarandi hugleiðingu á Facebook:

„Benedikt Gíslason, fyrrverandi aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar þegar Bjarni var fjármála- og efnahagsráðherra í ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, var einn helsti ráðgjafi þeirrar ríkisstjórnar um losun gjaldeyrishafta. Eitt af því sem fólst í vinnu Benedikts var að koma að gerð stöðugleikaskilyrðanna. Benedikt hefur síðan því lauk, unnið fyrir kröfuhafa Kaupþings sem eru stærstu eigendur Arion banka og hafa verið að kaupa hlut í sjálfum sér, að því er virðist eingöngu svo að ríkið fái ekki sinn hlut greiddan á raunvirði bankans. Hvers vegna var ekki komið í veg fyrir þetta með stöðugleikasamkomulaginu? Ráðlagði Benedikt Gíslason Bjarna eitthvað í þessum efnum? Og hvað ætli Benedikt hafi svo ráðlagt Kaupþingi um þetta? Þessi staða Benedikts beggja vegna borðsins er sannarlega tortryggileg þó ómögulegt sé að fullyrða um afleiðingar hennar. Samkvæmt svari Bjarna við fyrirspurn minni frá því í fyrra hafði hann ekki miklar áhyggjur af þessum tengslum fyrrum aðstoðarmanns hans. En ætli aðstoðarmaðurinn fyrrverandi verði samt ekki einn af þeim sem fær háar bónusgreiðslur þegar að fléttunni sem nú gengur yfir með Arion banka verður lokið?“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Við hvaða götu býr Ragnar? Reykás
1
Helgi skoðar heiminn

Við hvaða götu býr Ragn­ar? Reykás

Sauð­kræk­ing­ur­inn Ragn­ar Páll Árna­son, sem starfar hjá Öss­uri, býr í ná­grenni höf­uð­stöðva fyr­ir­tæk­is­ins, við göt­una Reykás. Seg­ist ekki hafa ætl­að að ílengj­ast þar, en kann nú hvergi bet­ur við sig. Siggi Sig­ur­jóns, guð­fað­ir Ragn­ars Reykáss, kann vel að meta sög­una af „nafna“ sín­um. Hann á sjálf­ur pín­lega en um leið drep­fyndna sögu tengda göt­unni í Ár­bæn­um.
Segja leigusala nýta sér neyð flóttafólks til að okra á Bifröst
2
Fréttir

Segja leigu­sala nýta sér neyð flótta­fólks til að okra á Bif­röst

Íbú­ar á Bif­röst segja fyr­ir­tæki sem leig­ir út gamla stúd­enta­garða nýta sér neyð þeirra sem þar búa til að standa í óhóf­leg­um verð­hækk­un­um. Meiri­hluti íbú­anna eru flótta­menn, flest­ir frá Úkraínu. „Við höf­um eng­an ann­an mögu­leika. Við get­um ekki bara far­ið.“ Leigu­sal­inn seg­ir við Heim­ild­ina að leigu­verð­ið þyki af­ar hag­stætt.
„Það er ekkert svo ógeðslegt og hryllilegt að það sé ekki til“
4
FréttirÁ vettvangi

„Það er ekk­ert svo ógeðs­legt og hrylli­legt að það sé ekki til“

„Það er her úti í hinum stóra heimi, óskipu­lagð­ur og skipu­lagð­ur sem vinn­ur við það að reyna að búa til nú fórn­ar­lömb og þeir svíf­ast bók­staf­lega einskis,“ seg­ir Hall­ur Halls­son rann­sókn­ar­lög­reglu­mað­ur. Hann vinn­ur í deild sem sér­hæf­ir sig í að mynd­greina barn­aníðs­efni. Í þátt­un­um Á vett­vangi fylg­ist Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son með störf­um kyn­ferð­is­brota­deild­ar lög­regl­unn­ar.
Ingrid Kuhlman
9
Aðsent

Ingrid Kuhlman

Hinn kaldi raun­veru­leiki: Þess vegna þurf­um við að eiga mögu­leika á dán­ar­að­stoð

„Á síð­ustu stund­um lífs síns upp­lifa sum­ir deyj­andi ein­stak­ling­ar óbæri­leg­an sárs­auka og önn­ur al­var­leg ein­kenni sem valda þján­ingu.“ Ingrid Ku­hlm­an skrif­ar í að­sendri grein um lík­am­lega og til­finn­inga­lega van­líð­an sem deyj­andi ein­stak­ling­ar með ban­væna sjúk­dóma upp­lifa við lífs­lok.
Þingið samþykkir tillögu um skipun rannsóknarnefndar um Súðavíkurflóðið
10
FréttirSúðavíkurflóðið

Þing­ið sam­þykk­ir til­lögu um skip­un rann­sókn­ar­nefnd­ar um Súða­vík­ur­flóð­ið

Al­þingi sam­þykkti rétt í þessu að skipa rann­sókn­ar­nefnd vegna snjóflóðs­ins sem féll á Súða­vík í janú­ar 1995. Fjöl­mörg­um spurn­ing­um er ósvar­að um það hvernig yf­ir­völd brugð­ust við í að­drag­anda og eft­ir­leik flóð­anna. Fjór­tán lét­ust í flóð­inu þar af átta börn. Að­stand­end­ur hinna látnu hafa far­ið fram á slíka rann­sókn síð­an flóð­ið varð. Nýj­ar upp­lýs­ing­ar í mál­inu komu fram í rann­sókn Heim­ild­ar­inn­ar fyr­ir ári.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
3
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
10
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár