Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Heldur áfram að hnýta í dómnefndina: „Í nefndinni var nú hjúkrunarfræðingur líka“

Ráð­herra staldr­aði við að rætt væri um „hóp sér­fræð­inga“, furð­aði sig á Excel-skjali og sagði tveggja blað­síðna bréf sitt hafa að geyma ít­ar­legri sam­an­burð en 117 blað­síðna um­sögn dóm­nefnd­ar.

Heldur áfram að hnýta í dómnefndina: „Í nefndinni var nú hjúkrunarfræðingur líka“

Sigríður Andersen dómsmálaráðherra vakti sérstaka athygli á því að einn af nefndarmönnum dómnefndar sem mat hæfni umsækjenda um dómaraembætti við Landsrétt væri menntaður hjúkrunarfræðingur á opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun.

„Í hæfnisnefndinni var nú hjúkrunarfræðingur líka, ég veit ekki hvort það kallist sérfræðiþekking á þessu sviði sko,“ sagði ráðherra eftir að Helga Vala Helgadóttir, formaður þingnefndarinnar, hafði vísað til dómnefndarinnar sem hóps sérfræðinga.

Í dómnefndinni sátu – á grundvelli tilnefninga í samræmi við lög um dómstóla – þau Gunnlaugur Claessen hæstaréttardómari, Guðrún Björk Bjarnadóttir héraðsdómslögmaður, Valtýr Sigurðsson, hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi ríkissaksóknari, Ingibjörg Pálmadóttir, fyrrverandi ráðherra og hjúkrunarfræðingur, og Halldór Halldórsson, dómstjóri héraðsdóms Norðurlands vestra.

Sigríður Andersen gagnrýndi vinnubrögð nefndarinnar, einkum Excel-skjal sem hún studdist við í vinnu sinni. Sagðist hún hafa verið „mjög hugsi yfir þessu Excel-skjali“ og þeirri niðurstöðu dómnefndar að akkúrat 15 einstaklingar teldust hæfastir til að gegna embætti dómara við Landsrétt.

„Ég skynja það að það hafi fram mjög hlutlægt mat á umsækjendum. Ég spurði hvort að þetta væri heppilegasti mælikvarðinn á hæfi umsækjenda sem er með svona rosalega hlutlægum hætti,“ sagði ráðherra.

Fullyrðir að tveggja blaðsíðna rökstuðningur sinn sé
ítarlegri en 62 blaðsíðna samanburður dómnefndar

Ráðherra ítrekaði jafnframt þá skoðun sem hún setti fram í viðtali sem birtist í fréttaskýringaþættinum Kveik í gærkvöldi. Í viðtalinu við Kveik sagði hún:  „Í rauninni rökstyð ég nú kannski mína niðurstöðu örlítið ítarlegar heldur en hæfisnefndin rökstuddi umsögn sína. Af umsögninni sjálfri er ekki hægt að ráða neinn samanburð á einstaklingum.“

Hið rétta er að í umsögn dómnefndarinnar er að finna 62 blaðsíðna umfjöllun með ítarlegum samanburði á hæfni umsækjenda á ýmsum sviðum.

Engan slíkan samanburð er að finna í rökstuðningi sem fylgdi tillögu dómsmálaráðherra um dómaraefni til Alþingis, enda er sá rökstuðningur aðeins tvær blaðsíður að lengd og hefur ekki að geyma efnislega umfjöllun um hæfni hvers og eins umsækjanda, hvað þá ítarlegan samanburð á hæfni þeirra sem sóttu um dómaraembætti.

Vakti athygli á að hjúkrunarfræðingur væri í nefndinni

Þegar Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, vísaði til dómnefndarinnar sem hóps sérfræðinga gerði ráðherra athugasemd við orðalagið og tók fram að einn af nefndarmönnun væri hjúkrunarfræðingur. „Þannig að nefndin er skipuð ýmsum aðilum sem er ágætt held ég en þannig að menn hafi það á hreinu þá er sérfræðiþekkingin af ýmsum toga.“ 

„Í hæfnisnefndinni var nú hjúkrunarfræðingur líka, ég veit ekki hvort það kallist
sérfræðiþekking á þessu sviði sko“

Með þessum orðum vísar ráherra til Ingibjargar Pálmadóttur, sem var tilnefnd af Alþingi sem varamaður í dómnefndinni sem fjallaði um hæfni umsækjenda um dómarastöður. Hún kom inn vegna þess að Ragnhildur Helgadóttir, aðalmaðurinn sem Alþingi tilnefndi, hafði lýst sig vanhæfa í málinu.

Ingibjörg er með hjúkrunarfræðipróf frá Hjúkrunarskóla Íslands frá 1970 og starfaði sem hjúkrunarfræðingur við Sjúkrahús Akraness um 18 ára skeið. Hún sat svo á Alþingi frá 1991 til 2001, var meðal annars nefndarmaður í heilbrigðis- og trygginganefnd, félagsmálanefnd og sjávarútvegsnefnd og gegndi svo embætti heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra frá 1995 til 2001.

Ingibjörg hefur einnig setið í bæjarstjórn Akraness, verið forseti bæjarstjórnar og setið í stjórnarnefnd um málefni fatlaðra, í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga og stjórn framkvæmdanefndar atvinnumála á Akranesi.

Hugsunin á bak við tilnefningar Alþingis í dómnefndina er að þar sitji fulltrúi almennings, tilnefndur af löggjafarþinginu sem sækir umboð sitt til landsmanna í kosningum. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra og flokksfélagi Sigríðar Andersen sem gegndi hlutverki setts dómsmálaráðherra við skipun átta héraðsdómara nú í byrjun árs, hefur lagt sérstaka áherslu á að í dómnefndinni sitji fulltrúar almennings, „leikmenn en ekki löglærðir, sambærilegt því sem gerist í Danmörku“.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

„Mér hefur ekki verið nauðgað“
1
Fréttir

„Mér hef­ur ekki ver­ið nauðg­að“

„... þó að fjór­ar rík­is­stjórn­ir hafi geng­ið úr skugga um að flokka, bæla nið­ur og jafn­vel þurrka út eig­in­lega öll mest af­ger­andi sönn­un­ar­gögn­in tókst þeim ekki að halda lok­inu á sam­ráði og mis­ferli sínu,“ skrif­ar pró­fess­or Nils Melzer sem rann­sak­aði mál Ju­li­an Assange sem sér­stak­ur skýrslu­gjafi fyr­ir Sam­ein­uðu þjóð­irn­ar. Skýrsl­an kom út sem bók.
Halla Tómasdóttir
10
Aðsent

Halla Tómasdóttir

Með mennsk­una að leið­ar­ljósi

„Ég hvet ís­lensk fyr­ir­tæki til að velta fyr­ir sér hvernig þau geti lagst á ár­ar um að gefa fólki til­gang og tæki­færi, þeim og sam­fé­lag­inu til góðs,“ skrif­ar Halla Tóm­as­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi. Hún skrif­ar stutt­lega um sögu Hamdi Ulukaya sem er tyrk­nesk­ur smali sem flúði til Banda­ríkj­anna til að læra ensku. Hann stofn­aði stór fyr­ir­tæk­ið Chobani sem er í dag stærsti fram­leið­andi grísks jóg­úrts í Banda­ríkj­un­um og hvernig hann. Þar ræð­ur hann helst inn inn­flytj­end­ur og flótta­fólk til vinnu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
3
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
9
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár