Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Barnafjölskylda svipt framfærslufé vegna reglugerðar Sigríðar um útlendinga

Hert út­lend­inga­stefna er þeg­ar far­in að bitna á fólki sem sæk­ir um hæli á Ís­landi. Til­kynna þurfti fé­lags­mála­yf­ir­völd­um um út­lend­inga í neyð eft­ir að Út­lend­inga­stofn­un felldi nið­ur alla þjón­ustu við barna­fjöl­skyldu.

Barnafjölskylda svipt framfærslufé vegna reglugerðar Sigríðar um útlendinga
Sigríður Andersen Dómsmálaráðherra lagði fram reglugerð sem breytti stöðu hælisleitenda á Íslandi til hins verra. Mynd: Pressphotos

Reglugerð Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra um útlendinga er þegar farin að bitna á fólki sem sækir um hæli á Íslandi. Dæmi eru um að barnafjölskyldur séu sviptar dagpeningum sínum eftir að hafa dregið umsóknir um hæli til baka og að tilkynna þurfi félagsmálayfirvöldum um útlendinga í neyð. Þá hafa hælisleitendur sem dveljast á Airport Inn í Reykjanesbæ ekki fengið strætómiða frá þjónustaaðila eftir að almenningssamgöngur í Reykjanesbæ hættu að vera gjaldfrjálsar nú um áramót. Gistiheimilið er staðsett í jaðri Ásbrúar, langt frá næstu matvöruverslun.

Þann 30. ágúst 2017 síðastliðinn setti Sigríður Andersen dómsmálaráðherra reglugerð sem svipti útlendinga réttinum til framfærslufjár eftir að hælisumsóknum þeirra er synjað og meðan þeir bíða eftir að vera sendir úr landi. Í reglugerðinni felst líka að ef hælisleitandi er frá ríki sem er á lista yfir örugg upprunaríki og umsókn er metin „bersýnilega tilhæfulaus“ getur Útlendingastofnun fellt niður alla þjónustu við viðkomandi eftir að framkvæmdarhæf ákvörðun um synjun umsóknar liggur fyrir. 

Rauði krossinn gagnrýndi reglugerðina harðlega þegar Stundin leitaði viðbragða síðasta sumar. Bent var á að nýju reglurnar gætu orðið til þess að hælisleitendur lentu milli steins og sleggju, án atvinnuréttinda og framfærslufjár, jafnvel vikum saman meðan þeir biðu eftir að vera sendir úr landi. Alþingi aðhafðist ekkert, hvorki þáverandi samstarfsflokkar Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn né þáverandi stjórnarandstöðuflokkar.

Brynhildur Bolladóttir, upplýsingafulltrúi Rauða krossins, segir að reglugerðin sé þegar farin að hafa áhrif á líf fjölskyldna sem sækja um hæli á Íslandi. Hún bendir á að svo virðist sem Útlendingastofnun hafi ekki komið sér upp neinum verklagsreglum við framkvæmd á ýmsum þáttum reglugerðarinnar. Þetta bjóði hættunni heim um handahófskennda meðferð. Óljóst sé hvernig fólki er sagt frá afleiðingum þess þegar reglurnar eru brotnar og hvernig gætt er að andmælarétti.

Brynhildur Bolladóttirupplýsingafulltrúi Rauða krossins

„Til dæmis hafa umsækjendur á Airport Inn í Reykjanesbæ ekki fengið strætómiða eftir að samgöngur í Reykjanesbæ hættu að vera gjaldfrjálsar nú um áramót. Airport Inn er staðsett í jaðri Ásbrúar, langt frá næstu matvöruverslun,“ segir Brynhildur. Hún nefnir annað dæmi: „Fólk með börn sem höfðu dregið umsókn til baka sjálfviljug var svipt dagpeningum sínum. Öll þjónusta féll niður eftir 3 daga. Þau fengu áfram að vera í húsnæðinu, en á meðan þau biðu eftir flugi kláruðust peningarnir.“ Fyrir vikið þurfti að tilkynna félagsmálayfirvöldum um útlendinga í neyð og fjölskyldan leitaði ásjár hjá öðrum stofnunum hins opinbera. „Það er brýnt að reglur séu skýrar og við séum ekki að færa fólk á milli ábyrgðar ólíkra ráðuneyta með tilheyrandi vinnu og kostnaði fyrir íslenska ríkið og með tilheyrandi óþægindum sem það hefur í för með sér fyrir fólkið,“ segir Brynhildur.

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttirformaður þingflokks Vinstri grænna

Stundin spurði Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur, þingflokksformann Vinstri grænna, hvort þingflokkurinn hygðist beita sér fyrir endurskoðun eða niðurfellingu reglugerðarinnar. „Við höfum ekki rætt það neitt sérstaklega og ég get ekki talað fyrir hönd þingflokksins hvað þetta varðar,“ segir hún. „Hins vegar er þetta eitt af því sem mun væntanlega koma upp í vinnu við endurskoðun á útlendingalögum. Við munum tilnefna fólk í þá vinnu og ég geri ráð fyrir að þetta komi upp þar eins og ýmislegt fleira sem þarf að endurskoða.“

Athygli vakti skömmu fyrir jól þegar til stóð að hælisleitendur fengju ekki jólauppbót í desember eins og áður hafði tíðkast. Fram kom að Útlendingastofnun hefði haft samráð við dómsmála-ráðuneytið og að ákvörðunin væri tekin á grundvelli reglugerðar Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra um útlendinga. Eftir að fluttar höfðu verið fréttir um málið ákvað ríkisstjórnin að nota ráðstöfunarfé sitt til að greiða hælisleitendum jólauppbót. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
2
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.
Steinunn Ólína segist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna persónulegrar óvildar
4
Fréttir

Stein­unn Ólína seg­ist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna per­sónu­legr­ar óvild­ar

Stein­unn Ólína Þor­steins­dótt­ir sagð­ist í Pressu fara fram fyr­ir hönd þeirra sem upp­lifa valda­leysi gagn­vart stjórn­völd­um. Taldi hún for­seta­kosn­ing­arn­ar vera af­ar póli­tísk­ar að þessu sinni. Þrátt fyr­ir gagn­rýni sína á rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur, ít­rek­aði Stein­unn að fram­boð henn­ar væri ekki vegna per­sónu­legra óvild­ar henn­ar í garð Katrínu.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
6
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.
Formaður Sameykis sakaður um ógnarstjórn
7
Skýring

Formað­ur Sam­eyk­is sak­að­ur um ógn­ar­stjórn

Skrif­stofa Sam­eyk­is hef­ur und­an­far­ið ver­ið að glíma við ósætti á vinnu­staðn­um og slæm­an vinnu­anda. Sam­kvæmt ný­legri út­tekt sem gerð var á vinnu­staðn­um bend­ir ým­is­legt til að vand­ann megi rekja til fram­komu og stjórn­un­ar­hátta for­manns Sam­eyk­is, Þór­ar­ins Eyfjörð. Sjálf­ur seg­ist hann hafa tek­ið til sín eitt­hvað af þeirri gagn­rýni sem bein­ist gegn hon­um og að vinna við að bæta and­rúms­loft­ið á skrif­stof­unni sé vel á veg kom­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
3
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.
Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
10
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár