Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Velferðarráðuneytið segir Braga fara með rangt mál

Vel­ferð­ar­ráðu­neyt­ið seg­ir Barna­vernd­ar­stofu ekki fara með rétt mál um af­hend­ingu gagna vegna kvart­ana á hend­ur Braga Guð­brands­syni.

Velferðarráðuneytið segir Braga fara með rangt mál
Bragi Guðbrandsson Barnaverndarnefndir kvarta undan dónalegum samskiptum og óeðlilegum inngripum Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu. Mynd: DV / Sigtryggur Ari

Velferðarráðuneytið hefur sent frá sér tilkynningu vegna samskipta ráðneytisins og Barnaverndarstofu að því er varðar athugasemdir sem barnaverndarnefndir Reykjavíkur og Hafnarfjarðar hafa gert við háttsemi og framgöngu Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu. Ráðuneytið segir ekki Barnaverndarstofu ekki fara með rétt mál varðandi afhendingu gagna í málinu, en Barnaverndarstofa sendir frá sér yfirlýsingu vegna málsins á föstudag. Í henni segir meðal annars að erfiðlega hafi gengið að fá gögn málsins, ekki síst þau sem varði „meintar“ kvartanir frá barnaverndarnefndum í garð Braga. 

Í tilkynningu ráðuneytisins segir meðal annars að ljóst liggi fyrir að kvartanirnar hafi verið gerðar og er vísað til bréfs sem ráðuneytið sendi Braga í nóvember síðastliðnum. Í bréfinu eru raktar efnislega þær athugasemdir og umkvartanir sem formenn barnaverndarnefnda Reykjavíkur og Hafnarfjarðar komu á framfæri á fundi með félags- og jafnréttismálaráðherra. „Að mati ráðuneytisins voru þær athugasemdir efnislega skýrar og vel afmarkaðar og vandséð að Barnaverndarstofa þarfnaðist frekari gagna til að gera ráðuneytinu grein fyrir afstöðu sinni til þeirra,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins. 

Barnaverndarstofu hefur nú í tvígang verið veittur frestur til að bregðast við bréfi ráðuneytisins og hefur nú frest til hádegis 14. desember næstkomandi. 

Eins og Stundin rakti ítarlega í síðasta tölublaði snúa kvartanirnar að miklu leyti að samskiptaháttum Braga. Hann er sagður grípa inn í mál, kippa einstökum börnum fram fyrir röðina í meðferðarúrræðum án samráðs við barnavernd, úrskurða um viðkvæm málefni án fullnægjandi upplýsinga og fara harkalega gegn barnaverndarnefnd og starfsmönnum hennar. „Ég er alveg rólegur yfir þessu,“ sagði Bragi í samtali við Stundina. „Ég held að gögnin eigi eftir að leiða í ljós að þetta hafi verið stormur í vatnsglasi.“ 

Tilkynning velferðarráðuneytisins í heild:

Velferðarráðuneytið telur mikilvægt að koma á framfæri eftirfarandi staðreyndum um samskipti þess og Barnaverndarstofu vegna alvarlegra athugasemda sem barnaverndarnefndir Reykjavíkur og Hafnarfjarðar hafa gert við háttsemi og framgöngu forstjóra stofnunarinnar og starfsfólks hennar.  Er þetta gert í ljósi yfirlýsingar sem birt var á vef Barnaverndarstofu síðastliðinn föstudag.

Skyldur ráðuneytis sem fer með yfirstjórn barnaverndar í landinu

Velferðarráðuneytið er æðsta stjórnvald barnaverndar og ber því ríkar skyldur. Þegar tvær af stærstu barnaverndarnefndum landsins leita til ráðuneytisins með alvarlegar athugasemdir sem beinast að Barnaverndarstofu og forstjóra hennar ber ráðuneytinu að taka það alvarlega og bregðast við eins og vönduð stjórnsýsla býður. Barnavernd er afar viðkvæmur málaflokkur og algjörlega nauðsynlegt að tryggja eins og kostur er að einstaklingar og stofnanir sem gegna þar hlutverki geti unnið saman á grundvelli trausts og þess trúnaðar sem áskilinn er. Gangi það ekki eftir eru mikilvægir hagsmunir barna í húfi.

Málavextir

Í yfirlýsingu Barnaverndarstofu er því haldið fram að erfiðlega hafi gengið að fá gögn málsins, ekki síst þau sem varði „meintar“ kvartanir frá barnaverndarnefndum í garð forstjóra Barnaverndarstofu. Þetta er ekki rétt. Það liggur ljóst fyrir að kvartanir hafa verið gerðar, samanber minnisblað formanns barnaverndar Reykjavíkur sem getið er um í yfirlýsingu Barnaverndarstofu og fleiri gögn sem ráðuneytið hefur látið Barnaverndarstofu í té, þar með taldar upplýsingar frá barnaverndarnefnd Hafnarfjarðar.

Í bréfi ráðuneytisins til forstjóra Barnaverndarstofu, dags. 21. nóvember síðastliðinn, eru raktar efnislega þær athugasemdir og umkvartanir sem formenn barnaverndarnefnda Reykjavíkur og Hafnarfjarðar höfðu komið á framfæri í kjölfar fundar þeirra og formanns barnaverndarnefndar Kópavogs sem þeir áttu með félags- og jafnréttismálaráðherra 10. nóvember. Að mati ráðuneytisins voru þær athugasemdir efnislega skýrar og vel afmarkaðar og vandséð að Barnaverndarstofa þarfnaðist frekari gagna til að gera ráðuneytinu grein fyrir afstöðu sinni til þeirra.

Þegar Barnaverndarstofa óskaði eftir lengri fresti til að bregðast við bréfi ráðuneytisins var orðið við því í ljósi þess að stofan taldi sig þurfa lengri tíma til að skoða viðbótargögnin frá ráðuneytinu. Síðastliðinn föstudag var Barnaverndarstofu enn á ný veittur frestur vegna greinargerðar til ráðuneytisins sem stofan er að vinna og var þá litið til þess að um nýja málsástæðu væri að ræða þar sem Barnaverndarstofa hafði kynnt fyrir ráðuneytinu að stofunni væri nauðsynlegt að skoða gögn sem hún sjálf býr yfir allt aftur til ársins 2002.

Barnaverndarstofa hefur frest til að skila greinargerð gerð sinni til ráðuneytisins til hádegis 14. desember næstkomandi. Ráðuneytið hefur farið þess á leit við Barnaverndarstofu að þetta mál verði sett í forgang vegna þess hve brýnt það er.

Í yfirlýsingu Barnaverndarstofu kemur fram að stofan hafi óskað eftir að lagt verði mat á hvort skrifstofustjórinn sem fer með málefni barnaverndar í ráðuneytinu kunni að vera vanhæfur vegna fyrri starfa sinna hjá Reykjavíkurborg. Slíkt mat verður gert og ætti að liggja fyrir á næstu dögum.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
2
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
4
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.
Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
7
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
1
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
4
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.
Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
8
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
9
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár