Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Stórskemmtileg saga úr samtímanum

Hall­dór Armand Ás­geirs­son hef­ur gef­ið út þeysireið um ís­lenska sam­tím­ann sem erfitt er að leggja frá sér. Galli bók­ar­inn­ar felst í sögu­fram­vind­unni og dá­lít­ið ódýr­um endi.

Stórskemmtileg saga úr samtímanum
Fjörleg frásögn Mikið fjör og frásagnargleði einkennir bók Halldórs Armands Ásgeirssonar.

Aftur og aftur

Halldór Armand Ásgeirsson

Forlagið

3,5 stjarna af 5

Skáldsaga Halldórs Armands Ásgeirssonar, Aftur og aftur, er skemmtileg bók. Lýsingar hans á samtímanum, hvernig snjallsíminn hefur yfirtekið líf margra með öllu sínu stefnulausa samfélagsmiðlafikti, eru sumar pínlegar. Ég smáskríkti á köflum yfir þessum lýsingum af því stundum sér maður sjálfan sig í þeim og það getur verið óþægilegt.

Aðalsögupersónan í bókinni, Arnmundur, gengur hins vegar lengra í sínu snjallsímaflökti og narsisíska sjálfsrúnki en flestir gera enda reynir hann líka að sigrast á farsímafíkninni í gegnum bókina og verða „gerandi í eigin tilveru“.  

Skáldsaga um hrun

Aftur og aftur segir sögurnar af 28 ára háskólanemanum Arnmundi sem skrifar ritgerð um hryðjuverkaárásir við háskóla í Frakklandi undir handleiðslu popppaðrar franskrar fræðikonu sem sendir honum fræðilegar athugasemdir um ritgerðina hans af djamminu og Stefáni Fal, þingmannssyni og  fyrrverandi sveitaballatrommara frá Selfossi, sem hefur lent í ýmsu í lífinu, meðal annars dópinnflutningi og íslenska efnahagshruninu. Sagan hefst  11. september 2001 með sjálfstæðum sögum Arnmundar og Stefáns Fals og svo tvinnast örlög þeirra saman mörgum árum seinna, eftir hrunið. 

Hér er sem sagt komin skáldaga sem öðrum þræði fjallar um bankahrunið 2008 og Halldór skrifar nokkra þekkta leikendur úr því, eins og Sigurð Einarsson og Hreiðar Má Sigurðsson, inn í bókina. Atburðir úr sögu hrunsins sem einungis eru nokkurra ára gamlir,  Panamaskjölin, Kvíabryggjuvist þekktra manna  og breytingar á lögum sem gerðu þeim kleift að losna fyrr úr fangelsi eru skrifaðar inn í bókina. 

Stundum hefur mann þyrst í svona sögur sem eru rifnar beint upp úr veruleikanum eins og hann er í dag; kannski í stað enn einnar skáldsögunnar um horfin heim úr íslenska bændasamfélaginu frá aldamótunum 1900 eða enn lengra í fyrndinni. 

Nærsaga unga fólksins

Sagan er líka skemmtileg nærfortíðarlýsing á neyslusögu Íslands, lýsing á tækni-, tísku- og matarbylgjum ungs fólks síðustu tæplega tveggja áratuga. Halldór Armand talar mikið um Nokia farsíma, Converse-skó, staldrar við orkudrykkinn Aquarius, langlokuát ungs fólks með pítusósu í munnvikunum og lýsir tímabili íslensku sveitaballahljómsveitanna af þannig innsæi og innlifun að annað eins hefur varla sést í poppumfjöllun í skáldskap síðan Patrick Bateman talaði í löngu og innblásnu máli um Huey Lewis and the News, Whitney Houston og Phil Collins í skáldsögunni American Physco eftir Bret Easton Ellis. Allt snýst þetta um neyslu og neyslumenningu og það er gaman að sjá hvernig hann tvinnar þessum díteilum saman við söguna alveg eins og Ellis gerði á sínum tíma með poppið frá níunda áratugnum. Þetta er nostalgía fyrir fólk sem er alið upp í þessu umhverfi og sem man ennþá eftir Landi og sonum -  Hreims en ekki Indriða - og Selfossi sem musteri íslenskrar sveitaballamenningar, tríbaltattúunum, pinnunum í augabrúnunum og rökuðu hnökkunum. 

Nostur við orð

Halldór Armand er líflegur og fjörlegur penni. Aftur og aftur stend ég mig að því að fá vellíðunar- og gleðitilfinningu yfir einhverju sem hann orðar vel og skemmtilega og ég krota og krota á spassíurnar þar sem mér finnst hann vera hittinn, fyndinn og hnyttinn. 

Þetta geta verið einstaka orð hjá Halldóri, eins og þegar hann talar um að réttarkerfið á Íslandi sé að „mylja“ atburði hrunsins; Arnmundur hafi „veðsett“ sitt litla hjarta; tveggja lítra kókflösku sem „dæsir“ þegar hún er opnuð og að fólk upplifi „edensælu“ - ég gef mér að hann sé að tala um Eden í Hveragerði - í Leifsstöð, til heilla málsgreina: „Ég hafði lengi grínast með að einn dag yrði hún háskólaprófessor eða þokkafull söngkona sem lifði flóknu ástalífi meðal auðugra gáfumenna á meginlandinu og reykti í rúminu.“

Halldór spreyjar skemmtilegheitum og frumlegu orðalagi og setningum á blaðsíður þessarar bókar. Hann er gjöfull á gaman; þetta er stundum eins og að pikka nammimola af síðunum hjá honum og þá vill maður auðvitað halda áfram að lesa.  

Breið samtímaskáldsaga

En þó bókin sé öðrum þræði næm og hugvitssamleg innanbúðarlýsing á íslenskri nærsögu og samtíma, sem einungis einhver sem hefur lifað í þessu samfélagi gæti skrifað, þá er bókin engin innansveitarkróníka. Halldór víkkar sögusviðið með því að tengja sögur þessara tveggja manna við útlönd og heimssögulega atburði eins og 11. september, önnur minni hryðjuverk og alþjóðlegu fjármálakreppuna og hrunið 2008. Með stöðugri nettengingu söguhetjanna í snjallsímunum sínum verður líka til stöðugt talsamband við útlönd  og heimssöguna þar sem bæði Arnmundur og Stefán Valur eiga í samskiptum við fólk sem býr utan Íslands og sem jafnvel býr í nágrenni við staði þar sem hryðjuverkaárásir eru framkvæmdar. Snjallsímarnir og netið víkka því líka alþjóðlegt samhengi bókarinnar.

Þetta verður fyrir vikið, að mínu mati, stór og breið samtímaskáldsaga hjá honum sem minnti mig að sumu leyti á bækur bandarískra samtímahöfunda eins og Jonathan Franzen og A.M. Homes, sú síðarnefnda dró upp hrollvekjandi og dystópíska mynd af bandarísku samfélagi í skáldsögunni May We Be Forgiven frá árinu 2012 þar sem álíka næmni fyrir neyslumenningu og poppi og í bók Halldórs Armands kemur fram. Rétt eins og hjá þessum höfundum fær maður samtímann, stemninguna, ástandið, stöðuna beint í æð í bók Halldórs af með ákveðnum léttleika og frásagnargleði: Hughrifin og tilfinninguna fyrir núinu, með kostum þess og löstum.   

Stóri gallinn er söguframvindan

Gallar bókarinnar felast hins vegar í söguuppbyggingunni og framvindu sögunnar. Hvert fer Halldór Armand með þessi vel gerðu þræði um Arnmund og Stefán Fal sem hann spinnur svo firna flott nær alla söguna?

 Ég fékk það á tilfinninguna að Halldór hafi ekki alveg vitað hvert hann hafi viljað leiða söguþráðinn og af hverju. Lausn hans á þessu, sem er sannarlega niðurstaða og sem ég fjalla ekki um efnislega hér til að skemma ekki fyrir mögulegum lesendum þessarar fjörugu bókar, er ekki trúverðug og hana skortir að mínu mati undirbyggingu til þess að teljast vera sannfærandi. Framvindan kom mér satt að segja á óvart, og ekki á jákvæðan hátt, af því undirbygginguna fyrir niðurstöðunni skortir. Fyrir vikið er bókin, sagan, dálítið snubbótt í lokin og ekki mjög sterk heild þó samtímalýsingarnar og tilþrif Halldórs séu frábær heilt yfir. Þarf þessa miklu og skjótu dramatík, þarf þessa lúkningu á frásögninni, þarf glæpasöguplott, þarf einhver að deyja?

Aftur og aftur er mikil þeysireið eftir frumlegan og hugmyndaríkan höfund, sannkallaður síðuflettir (e. pageturner), og þessi stóri galli í sögunni sjálfri sem heild gerir það ekki að verkum að lesandinn vilji hætta að lesa bókina, þar sem sagan er einungis bundin saman og kláruð á þennan dálítið ódýra hátt á alllra síðustu blaðsíðum hennar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Jólabækur

Kraftur Jóns Kalmans
GagnrýniJólabækur

Kraft­ur Jóns Kalm­ans

Saga Ástu eft­ir Jón Kalm­an Stef­áns­son Út­gáfa: Bene­dikt­Ein­kunn: 4 stjörn­ur af 5 Jón Kalm­an Stef­áns­son er rit­höf­und­ur sem marg­ir hafa sterk­ar skoð­an­ir á. Sum­um finn­ast bæk­ur hans frá­bær­ar, nán­ast full­komn­ar, á með­an aðr­ir eiga erfitt með há­fleyg­an og ljóð­ræn­an stíl­inn. Ég þekki fólk sem elsk­ar bæk­ur Jóns Kalm­ans. En ég þekki líka fólk sem get­ur ekki les­ið hann út af...
Hvernig skrifa rithöfundarnir?: „Manneskja sem er skelfingu lostin gagnvart orðunum“
MenningJólabækur

Hvernig skrifa rit­höf­und­arn­ir?: „Mann­eskja sem er skelf­ingu lost­in gagn­vart orð­un­um“

Jóla­bóka­flóð­ið hef­ur ver­ið sagt sér­ís­lenskt fyr­ir­bæri þar sem svo marg­ar bæk­ur koma út, eða um 35 til 40 pró­sent allra bóka sem gefn­ar eru út á hverju ári. Stund­in fékk fimm rit­höf­unda, sem all­ir gefa út skáld­verk fyr­ir þessi jól, til að lýsa því hvernig þeir skrifa bæk­ur sín­ar og bað þá vin­sam­leg­ast líka að fara út fyr­ir efn­ið.

Mest lesið

„Mér hefur ekki verið nauðgað“
1
Fréttir

„Mér hef­ur ekki ver­ið nauðg­að“

„... þó að fjór­ar rík­is­stjórn­ir hafi geng­ið úr skugga um að flokka, bæla nið­ur og jafn­vel þurrka út eig­in­lega öll mest af­ger­andi sönn­un­ar­gögn­in tókst þeim ekki að halda lok­inu á sam­ráði og mis­ferli sínu,“ skrif­ar pró­fess­or Nils Melzer sem rann­sak­aði mál Ju­li­an Assange sem sér­stak­ur skýrslu­gjafi fyr­ir Sam­ein­uðu þjóð­irn­ar. Skýrsl­an kom út sem bók.
Halla Tómasdóttir
10
Aðsent

Halla Tómasdóttir

Með mennsk­una að leið­ar­ljósi

„Ég hvet ís­lensk fyr­ir­tæki til að velta fyr­ir sér hvernig þau geti lagst á ár­ar um að gefa fólki til­gang og tæki­færi, þeim og sam­fé­lag­inu til góðs,“ skrif­ar Halla Tóm­as­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi. Hún skrif­ar stutt­lega um sögu Hamdi Ulukaya sem er tyrk­nesk­ur smali sem flúði til Banda­ríkj­anna til að læra ensku. Hann stofn­aði stór fyr­ir­tæk­ið Chobani sem er í dag stærsti fram­leið­andi grísks jóg­úrts í Banda­ríkj­un­um og hvernig hann. Þar ræð­ur hann helst inn inn­flytj­end­ur og flótta­fólk til vinnu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
3
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
9
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár