Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Fékk nóg af hagræðingartali ráðherra: „Við erum hér alla daga að reyna gera okkar besta“

Páll Matth­ías­son, for­stjóri Land­spít­al­ans, svar­aði Þor­steini Víg­lunds­syni full­um hálsi þeg­ar ráð­herra lagði áherslu á hag­ræð­ingu og fram­leiðniaukn­ingu í heil­brigðis­kerf­inu og sagði að alltaf yrði kvart­að und­an lág­um fjár­fram­lög­um til spít­al­ans.

Fékk nóg af hagræðingartali ráðherra: „Við erum hér alla daga að reyna gera okkar besta“

Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttisráðherra og oddviti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður, lagði áherslu á hagræðingu og framleiðniaukningu í heilbrigðiskerfinu á fundi Læknaráðs með fulltrúum stjórnmálaflokka sem haldinn var í síðustu viku.

Sagði ráðherra að umræðan um fjármögnun spítalans væri á svipuðum stað í dag og hún var fyrir 5, 10 eða jafnvel 20 árum. Alltaf væri krafist aukinna fjárveitinga til heilbrigðismála. „Ég held að við munum aldrei komast á þann punkt að við fáum yfirlýsingu frá Landspítalanum: ‘Þetta er komið nóg’. Ég bíð allavega spenntur eftir þeim degi. Það þýðir ekki að það eigi ekki að bæta í,“ sagði Þorsteinn. 

„Ég get bara sagt, komandi úr einkageiranum, það er ekkert fyrirtæki sem býr við það umhverfi“

„Hvernig getum við nýtt fjármagnið betur? Það er alltaf og verður alltaf að vera undirliggjandi krafa. Það er talað um aðhaldskröfur. Ég get bara sagt, komandi úr einkageiranum, það er ekkert fyrirtæki sem býr við það umhverfi að geta fengið verðhækkanir sem nema verðlagi og launakostnaði. Það er alltaf krafa um einhvers konar framleiðniaukningu inni í kerfinu. Opinber rekstur þarf að gangast undir slíka framleiðniaukningu líka. Það er auðvitað bara grundvöllurinn fyrir því að við náum framgangi í kerfinu.“ Þá hvatti hann til þess að leitað yrði leiða til að „gera hlutina betur, hagkvæmar, skilvirkar,“ en tók um leið undir að Landspítalinn yrði að geta staðið undir þeirri þjónustu sem gerð er krafa um að sé veitt.“ 

Stjórnlaus og vælandi peningahít?

Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, furðaði sig á áherslum Þorsteins og spurði hvort hann væri að dylgja um stjórnendur og starfsmenn Landspítalans.

„Ég vil að þú sannfærir mig um að þú sért ekki að koma hérna með dylgjur inn á Landspítala í garð okkar sem hér störfum þegar þú talar um að það sé nú aldrei hægt að setja nóg í heilbrigðiskerfið, eins og við séum bara vælandi og einhver óstöðvandi hít,“ sagði Páll. Þá benti hann á að Landspítalinn hefði þurft að gangast undir strangar aðhaldskröfur um margra ára skeið, ekki síst á kreppuárunum.

„Við erum búin að vera að hagræða, við hagræddum hér um 20 prósent eftir hrun. Og það kostaði mikið, bæði hvað varðar þjónustu, mannauð og ekki síst vísindastarf. Það er eitt, annað er það að ár eftir ár var aldrei gert  ráð fyrir álagsaukningu sem var í raun 2 prósent hjá okkur. Þetta var í raun 2 prósenta hagræðingarkrafa,“ sagði Páll. „Ég bara frábið mér þessar dylgjur. Við erum hér alla daga að reyna gera okkar besta, að nýta fjármagnið sem best, en það vantar virkilega mikið.“

Þorsteinn fékk aftur orðið, lýsti undrun sinni á þeim skilningi sem Páll hafði lagt í orð hans og áréttaði að það hefði ekki verið ætlun hans að dylgja um starfsmenn spítalans. Hann væri meðvitaður um það góða starf sem stjórnendur ynnu. Ummælin um þörfina á hagræðingu bæri ekki að skilja sem gagnrýni á rekstur spítalans.

Stundin fjallaði um það í vor hvernig Þorsteinn var staðinn að því að setja fram rangar tölur um útgjöld til Landspítalans, en á sama tíma sakaði hann stjórnendur spítalans um talnaleikfimi. 

Blaðamaður Stundarinnar sendi Þorsteini Víglundssyni og aðstoðarmönnum hans tvívegis fyrirspurn þar sem óskað var eftir skýringum á málflutningi ráðherra og spurt hvort ráðherra hygðist biðjast afsökunar á því að hafa sett fram rangfærslur um fjármál spítalans. Engin svör bárust.

Landspítalinn fær minna en stjórnendur telja nauðsynlegt

Í fjárlagafrumvarpi fráfarandi ríkisstjórnar var gert ráð fyrir að fjárveitingar vegna þjónustu og reksturs Landspítalans ykjust um tæpar 600 milljónir á árinu 2018. Þetta er umtalsvert minni aukning en stjórnendur spítalans hafa fullyrt að sé nauðsynleg til að tryggja viðunandi þjónustu við sjúklinga.

Samkvæmt sama frumvarpi fellur tímabundið framlag vegna hjúkrunar- og dvalarrýma, meðal annars til að mæta útskriftarvanda Landspítalans, niður á komandi fjárlagaári auk þess sem rekstrargrunnur hjúkrunar- og endurhæfingarþjónustu lækkar um tæplega hálfan milljarð.

Í forstjórapistli Páls Matthíassonar í dag kemur fram að Landspítalinn telji nauðsynlegt að fá 600 milljónir króna í fjárlögum ársins 2018 til að bæta kjör og vinnutíma hjúkrunarfræðinga. Bent er á að í fjármálaáætlun fráfarandi ríkisstjórnar hafi verið gert ráð fyrir 3,8 milljörðum króna á næstu 5 árum til að fjölga heilbrigðisstarfsfólki á Landspítala. Hins vegar hafi aðeins 60 milljónir verið settar til verkefnisins í fjárlagafrumvarpi ársins 2018. „Landspítali telur þurfa að tífalda þá upphæð, þannig að hún nemi að lágmarki 600 milljónum króna á árinu 2018,“ segir í pistlinum. „Ef sú upphæð fæst, mun Landspítali nýta hana til að bæta starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga almennt og til að minnka vaktabyrði og bæta grunnkjör þeirra hjúkrunarfræðinga sem starfa í vaktavinnu.“

 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
1
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
4
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.
Askur Hrafn Hannesson
10
Aðsent

Askur Hrafn Hannesson

„Bant­ust­an er ekki Palestína”

Bar­áttu­mað­ur fyr­ir mann­rétt­ind­um vitn­ar í rapptexta Erps Ey­vind­ar­son­ar þar sem hann fjall­ar um „að­skiln­að­ar­stefnu að­flutta hvíta manns­ins” í Suð­ur-Afr­íku og bend­ir á að mann­rétt­inda­sam­tök á borð við Am­nesty In­ternati­onal hafi einnig kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu, í kjöl­far­ið á ára­langri rann­sókn­ar­vinnu, að Ísra­el sé að­skiln­að­ar­ríki.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
3
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
8
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Þórður Snær Júlíusson
9
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu