Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Sveinn segir söguna alla: „Okkur fannst þessi tengsl mjög skrítin“

Vina­tengsl Hjalta Sig­ur­jóns Hauks­son­ar og Bene­dikts Sveins­son­ar vöktu undr­un yf­ir­manna hjá Kynn­is­ferð­um. Sama dag og þeir sögðu Hjalta Sig­ur­jóni upp störf­um, vegna þess að hann hafði ver­ið dæmd­ur barn­aníð­ing­ur, kom fyr­ir­skip­un um að end­ur­ráða hann.

Sveinn segir söguna alla: „Okkur fannst þessi tengsl mjög skrítin“
Eigandi og starfsmaður Yfirmönnum hjá Kynnisferðum var vel kunnugt um mikil vinatengsl Hjalta Sigurjóns og Benedikts Sveinssonar.

„Okkur fannst þessi tengsl mjög skrítin,“ segir Sveinn Eyjólfur Matthíasson, fyrrverandi verkefnisstjóri hjá Kynnisferðum, um aðdraganda þess að honum var fyrirskipað að afturkalla uppsögn á Hjalta Sigurjóni Haukssyni, rútubílsstjóra og dæmdum barnaníðingi. 

Tengslin sem Sveinn undraðist lágu milli Hjalta Sigurjóns og Benedikts Sveinssonar, eins helstu eigenda Kynnisferða. 

Sveinn segir að skilaboð hafi borist að ofan úr eigendahópi Kynnisferða um að afturkalla ætti uppsögn Hjalta, sem var sagt upp vegna mótmæla við störf hans á grundvelli þess að hann hefði verið dæmdur fyrir að misnota stjúpdóttur sína „nær daglega“ í tólf ár.

Sveinn, sem er einn af þeim meðmælendum sem dómsmálaráðuneytið byggði á þegar Hjalta Sigurjóni var veitt óflekkað mannorð í fyrra - að Sveini forspurðum - segir söguna alla af því hvernig þrýstingi var beitt til að halda manninum í vinnu.

Eigendur vildu afturköllun uppsagnar

„Þegar við ákváðum að reka hann, þegar þetta kom upp, það kom grein í DV eða eitthvað um þetta, þá komu skilaboð daginn eftir um að hann ætti að vera áfram í vinnu. Og við bara sögðum nei, og framkvæmdastjórinn var með okkur í því. Hann vildi ekki hafa hann í vinnu. Þetta mál gekk í einhverjar tvær vikur, og við notuðum hann ekkert. Hann var bara að bíða, hvort hann fengi að halda áfram eða ekki,“ segir Sveinn.

„Við vissum af þessum vinatengslum Hjalta og Benedikts [Sveinssonar]. Hjalti talaði um það við okkur mjög oft, að þeir væru bestu vinir og svo framvegis,“ útskýrir Sveinn. „Þetta er það sem við ræddum okkar á milli, ég, rekstrarsstjóri og framkvæmdastjóri. Okkur fannst þessi tengsl mjög skrítin. Sérstaklega eftir að upp komst um þetta mál, á þeim tíma. Dæmdur barnaníðingur, af hverju það var svona mikilvægt að hafa hann í vinnu.“

Hann segir að þrýstingurinn hafi borist að ofan, í gegnum æðstu stjórnendur fyrirtækisins. „Hann fór samt alltaf þessa leið. Hann fór í gegnum stjórnarformanninn, sem hluti af stjórninni, niður til framkvæmdastjóra og frá framkvæmdastjóra til mín og rekstrarstjóra.“ 

Hættu þrýstingi eftir umfjöllun

Hann segir að eftir fjölmiðlaumfjöllun um mótmælin við að Hjalti væri við störf hefði síðan leitt af sér að látið var af þrýstingi að ofan.

„Og þá komu þessi skilaboð til okkar að við réðum þessu, hvað við gerðum. Þá voru þeir búnir að sjá að þetta þýddi ekkert. Þetta var þá komið í blöðin og yrði aldrei friður.“

Þær lyktir urðu að uppsögn Hjalta Sigurjóns stóð. Síðar tók hins vegar við tilraun Hjalta til að fá störf annars staðar, en það var meðal annars á grundvelli meðmælabréfs frá Sveini Eyjólfi sem Hjalti náði að fá uppreist æru hjá dómsmálaráðuneytinu og forseta Íslands. Sveinn hafði ekki grun um að hann væri að mæla með því að Hjalti fengi uppreist æru og óflekkað mannorð, enda hafði hann engar forsendur til að meta iðrun hans eða hegðun utan vinnu.

„Ég skrifaði aldrei undir bréfið eins og það leit út þarna, sem kemur frá dómsmálaráðuneytinu. Hann var að fara að vinna hjá Olíudreifingu, minnir mig, frekar en Skeljungi. “

Þannig að hann er að misnota þetta meðmælabréf sem þú veitir honum vegna vinnu?

„Alveg klárlega.“

Fjölskylda Benedikts átti Kynnisferðir

Á þeim tíma sem eigendur kröfðust þess að uppsögn Hjalta Sigurjóns yrði afturkölluð voru Benedikt Sveinsson og fjölskylda hans yfirgnæfandi í eigendahópi Alfa hf, sem fór með 100% hlut í Kynnisferðum. 

Ráðandi hlutur í Kynnisferðum var þannig í höndum Benedikts Sveinssonar, bróður hans, Einars Sveinssonar, og svo eiginkonu Benedikts og afkomenda þeirra. Bjarni Benediktsson, nú forsætisráðherra en þá fjármálaráðherra, er hins vegar ekki í eigendahópnum, enda sagði hann sig frá trúnaðarstörfum í viðskiptum á vegum fjölskyldunnar eftir efnahagshrunið. Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, og ættingi eigendahópsins, var hins vegar í eigendahópnum þar til í fyrravor, en hann hafði ekki verið í eigendahópnum 2013.

Nú hefur hins vegar komið fram að Bjarni vissi þegar í júlí síðastliðnum að faðir hans, Benedikts Sveinsson, væri einn af meðmælendum Hjalta Sigurjóns. Hinir tveir meðmælendurnir hafa hafnað því að fyrirætlun þeirra hefði verið að mæla með því að Hjalti fengi uppreist æru.

Annað tækifæri - leynd yfir meðmælendum

Nú eru fyrirhugaðar Alþingiskosningar 28. október næstkomandi í kjölfar þess að stjórn Bjartrar framtíðar samþykkti að slíta stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn vegna trúnaðarbrests í tengslum við málefni tengd veitingu uppreistar æru. Björt framtíð taldi það trúnaðarbrest að Sjálfstæðisflokkurinn og Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hefðu haft hag að því að leyna upplýsingunum, sem þau og gerðu.

Bjarni var spurður út í málefnin í Ríkisútvarpinu 16. júní síðastliðinn. Þá tók hann afstöðu með því að brotamenn fengju „annað tækifæri“. Í spurningum RÚV var fjallað um mál Róberts Downey, og sagði Bjarni að það hefði fengið sína „hefðbundnu meðferð“, en síðar kom í ljós að Róbert fékk undanþágu með því að hann fékk uppreist æru áður en fimm ár voru liðin frá fullnustu refsingar. Hins vegar hefur komið fram að fjölmargir aðrir hafi fengið sömu undanþágu.

„Ég myndi frekar hallast að því að í okkar samfélagi viljum við gefa fólki tækifæri aftur í lífinu, sem hefur tekið út sína refsingu. Við getum ekki látið tilfinningar kannski ráða of miklu í þeim efnum. Með þessu er ég ekki að gera neinn mun á einstökum brotum eða einstaklingum,“ sagði Bjarni í júní.

Á þeim tíma hafði verið talið að Bjarni hefði sem starfandi dómsmálaráðherra verið pólitískt ábyrgur fyrir ákvörðuninni, en hann leiðrétti það ekki fyrr en einum og hálfum mánuði síðar. 

Bjarni greindi ekki frá því að faðir hans væri meðmælandi í málinu og fyrirspurnum Stundarinnar um málið var ekki svarað af dómsmálaráðuneytinu, jafnvel þótt úrskurðarnefnd upplýsingamála hefði þá þegar komist að þeirri niðurstöðu að það gengi gegn upplýsingalögum að leyna upplýsingunum. Hins vegar kom fram í máli Bjarna á blaðamannafundi í Valhöll um slit ríkisstjórnarsamstarfsins að hann hefði fengið upplýsingar um að fjölmiðlar væru að spyrja út í málið. Þá hafi hann ákveðið að upplýsa Benedikt Jóhannesson, formann Viðreisnar, og Óttarr Proppé, formann Bjartrar framtíðar, um tengsl sín við málið.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Við hvaða götu býr Ragnar? Reykás
2
Helgi skoðar heiminn

Við hvaða götu býr Ragn­ar? Reykás

Sauð­kræk­ing­ur­inn Ragn­ar Páll Árna­son, sem starfar hjá Öss­uri, býr í ná­grenni höf­uð­stöðva fyr­ir­tæk­is­ins, við göt­una Reykás. Seg­ist ekki hafa ætl­að að ílengj­ast þar, en kann nú hvergi bet­ur við sig. Siggi Sig­ur­jóns, guð­fað­ir Ragn­ars Reykáss, kann vel að meta sög­una af „nafna“ sín­um. Hann á sjálf­ur pín­lega en um leið drep­fyndna sögu tengda göt­unni í Ár­bæn­um.
Segja leigusala nýta sér neyð flóttafólks til að okra á Bifröst
3
Fréttir

Segja leigu­sala nýta sér neyð flótta­fólks til að okra á Bif­röst

Íbú­ar á Bif­röst segja fyr­ir­tæki sem leig­ir út gamla stúd­enta­garða nýta sér neyð þeirra sem þar búa til að standa í óhóf­leg­um verð­hækk­un­um. Meiri­hluti íbú­anna eru flótta­menn, flest­ir frá Úkraínu. „Við höf­um eng­an ann­an mögu­leika. Við get­um ekki bara far­ið.“ Leigu­sal­inn seg­ir við Heim­ild­ina að leigu­verð­ið þyki af­ar hag­stætt.
„Það er ekkert svo ógeðslegt og hryllilegt að það sé ekki til“
6
FréttirÁ vettvangi

„Það er ekk­ert svo ógeðs­legt og hrylli­legt að það sé ekki til“

„Það er her úti í hinum stóra heimi, óskipu­lagð­ur og skipu­lagð­ur sem vinn­ur við það að reyna að búa til nú fórn­ar­lömb og þeir svíf­ast bók­staf­lega einskis,“ seg­ir Hall­ur Halls­son rann­sókn­ar­lög­reglu­mað­ur. Hann vinn­ur í deild sem sér­hæf­ir sig í að mynd­greina barn­aníðs­efni. Í þátt­un­um Á vett­vangi fylg­ist Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son með störf­um kyn­ferð­is­brota­deild­ar lög­regl­unn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
3
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
10
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu