Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Sótt að Pressunni vegna 90 milljóna skuldar: Björn Ingi flytur inn í 320 fermetra einbýlishús

Björn Ingi Hrafns­son leig­ir ein­býl­is­hús sem er í eigu fé­lags á Möltu sem er einn hlut­hafa eign­ar­halds­fé­lags­ins Borg­un­ar. Mála­ferli gegn Press­unni ehf. vegna rúm­lega 90 millj­óna láns, sem veitt var til að kaupa DV ehf. 2014, hafa ver­ið þing­fest. Eig­andi skuld­ar Press­unn­ar ehf. vill ekki ræða mál­ið en stað­fest­ir að það sé vegna van­gold­inn­ar skuld­ar.

Sótt að Pressunni vegna 90 milljóna skuldar: Björn Ingi flytur inn í 320 fermetra einbýlishús
Bað um að leigja húsið Björn Ingi Hrafnsson, eigandi og stjórnarformaður Pressunnar, er fluttur inn í 320 fermetra einsbýlishús við Starhaga. Félag hans stendur í ströngu fjárhagslega á sama tíma og hefur meðal annars verið stefnt vegna 90 milljóna króna skuldar. Mynd: Skjáskot af ÍNN

Björn Ingi Hrafnsson, aðaleigandi og stjórnarformaður fjölmiðlafyrirtækisins Pressunnar, er fluttur inn í 320 fermetra einbýlishús við Starhaga í Vesturbæ Reykjavíkur sem keypt var í gegnum eignarhaldsfélag á Möltu í lok júlímánaðar. 

Verðmæti hússins á fasteignamarkaðnum á Íslandi í dag væri á milli 175 og 200 milljónir, samkvæmt fasteignasala sem Stundin fékk álit frá, og leiguverðið á sambærilegum húsum á Vesturbæjar- og miðbæjarsvæðinu er um 750 þúsund krónur á mánuði samkvæmt sama aðila.

Fasteignamat hússins er rétt tæplega 130 milljónir króna. Húsið er í eigu félagsins TD á Íslandi ehf. sem aftur er í eigu félagsins Maltice ltd. á eynni Möltu í Miðjarðarhafinu. Félagið hefur áður ratað í fréttir vegna kaupanna á greiðslumiðlunarfyrirtækinu Borgun þar sem TD á Íslandi ehf. er einn af hluthöfunum.

„Hann kom bara til okkar og bað um að fá að leigja þetta hús og tengist okkur ekki á neinn hátt“

Engum leigusamningi hefur verið þinglýst vegna leigu Björns Inga Hrafnssonar á húsinu frá TD á Íslandi ehf. og kaupverð hússins kemur ekki fram í afsali þess. Seljandi var Franz Jezorski sem er annar af eigendum TD á Íslandi ehf. í gegnum félagið á Möltu.  Jóhann Baldursson, stjórnarmaður í TD á Íslandi, segir að engin tengsl séu á milli Björns Inga og TD á Íslandi eða maltverska félagsins sem á félagið sem á húsið.

Jóhann segir:

„Það eru engin tengsl á milli félagsins og Björns Inga Hrafnssonar. Hann hefur hvergi komið nálægt þessu fyrirtæki á neinn hátt. Hann var bara að leita sér að húsnæði - þetta er nú stórt hús og það eru kannski ekki margir á leigumarkaði þannig. Hann kom bara til okkar og bað um að fá að leigja þetta hús og tengist okkur ekki á neinn hátt. Ég hef aldrei séð hann nema bara í blöðunum.“ 

Samkvæmt fréttum í fjölmiðlum hefur Björn Ingi verið með um og yfir tvær milljónir króna í mánaðarlaun síðastliðin ár: 1.9 milljónir árið 2015 og 2.4 milljónir árið 2016. 

Fyrirtaka í septemberMyndin sýnir dagkskrársíðu Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem málaferli Útvarðar ehf. gegn Pressunni ehf. koma fram.

Á sama tíma og Björn Ingi flytur inn í húsið á Starhaga stendur fjölmiðlafyrirtæki hans, sem meðal annars rekur DV*, Eyjuna, Pressuna, Bleikt og nokkur héraðsfréttablöð, illa vegna skulda. Fjölmiðilinn Kjarninn sagði frá því fyrir helgi að félagið Útvörður ehf. hafi stefnt Pressunni vegna 91 milljónar króna skuldar félagsins.

Skuldin er tilkomin vegna kaupa Pressunnar ehf. á hlutafé í fjölmiðlafyrirtækinu DV ehf. í árslok 2014 þegar Útvörður ehf. veitti Pressunni seljendalán til að kaupa hlutafé fjölmiðilisins.

Forsvarsmaður Útvarðar er Þorsteinn Guðnason en á bak við félagið er athafnamaðurinn Gísli Guðmundsson sem veitti einum fyrri hluthafa DV ehf., Reyni Traustasyni**, lán fyrir hlutafé í DV sem hann svo yfirtók í árslok 2014 þegar harðar deilur komu upp innan DV. Þorsteinn og Gísli seldu hlutaféð svo áfram til Pressunnar ehf.

„Það er bara vangoldin skuld“

Í samtali við Stundina segir Þorsteinn Guðnason að hann vilji ekki ræða um málaferlin við Pressuna í neinum smáatriðum.

„Það er bara vangoldin skuld [...] Ég á voðalega erfitt með að tjá mig um þetta. Lögmaðurinn minn er bara með þetta og við sjáum bara hvað setur. Það er affarasælast að vera ekkert að tala um þetta,“ segir Þorsteinn sem meðal annars segist ekki geta svarað því hversu mikið Pressan ehf. hefur greitt af upphaflega láninu. 

Hættu viðFjárfestar sem ætluðu að leggja Pressunni til aukið hlutafé, meðal annars Róbert Wessmann, hættu við það fyrr á árinu vegna fjárhagsstöðu félagsins.

Kjarninn hefur áður greint frá því að setja þurfi um 700 milljónir króna inn í Pressusamstæðuna til að gera hana rekstrarhæfa og að þar af sé um 300 milljóna króna skuld vegna ógreiddra opinberra gjalda, lífeyrissjóðsgreiðslna og stéttarfélagsgreiðslna fyrir starfsmenn samstæðunnar. Fjölmiðillinn sagði frá því að nýir hluthafar, meðal annars Róbert Wessmann fjárfestir, sem ætluðu að koma inn í hluthafahóp Pressunnar hafi hætt við það þegar þeir áttuðu sig á fjárhagsstöðu Pressunnar.

Þá greindi Fréttablaðið frá því í mars að stéttarfélagið VR hefði krafist þess að DV ehf. yrði tekið til gjaldþrotaskipta vegna ógreiddra launa starfsmanna þess og að Lífeyrissjóður verslunarmanna hefði gert árangurslaust fjárnám hjá DV ehf. vegna vangoldinna lífeyrissjóðsgreiðslna. 

 

* Tekið skal fram að greinarhöfundur, Ingi F. Vilhjálmsson, er fyrrverandi hluthafi og starfsmaður DV ehf. 

** Tekið skal fram að Reynir Traustason er fyrrverandi hluthafi og ritstjóri DV og hluthafi og stjórnarformaður Stundarinnar. 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fjölmiðlamál

Hundruð milljóna taprekstur fjölmiðla telst ekki til fjárhagserfiðleika
ÚttektFjölmiðlamál

Hundruð millj­óna ta­prekst­ur fjöl­miðla telst ekki til fjár­hagserf­ið­leika

Stærst­ur hluti Covid-styrkja til fjöl­miðla fer til þriggja sem töp­uðu hundruð­um millj­óna í fyrra. Lilja Al­freðs­dótt­ir mennta­mála­ráð­herra vildi að smærri miðl­ar fengju meira. And­staða var á Al­þingi og ekki er vit­að hvort fjöl­miðla­frum­varp verð­ur aft­ur lagt fram. Pró­fess­or seg­ir pen­ing­um aus­ið til hags­muna­að­ila.

Mest lesið

Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
3
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.
Steinunn Ólína segist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna persónulegrar óvildar
7
Fréttir

Stein­unn Ólína seg­ist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna per­sónu­legr­ar óvild­ar

Stein­unn Ólína Þor­steins­dótt­ir sagð­ist í Pressu fara fram fyr­ir hönd þeirra sem upp­lifa valda­leysi gagn­vart stjórn­völd­um. Taldi hún for­seta­kosn­ing­arn­ar vera af­ar póli­tísk­ar að þessu sinni. Þrátt fyr­ir gagn­rýni sína á rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur, ít­rek­aði Stein­unn að fram­boð henn­ar væri ekki vegna per­sónu­legra óvild­ar henn­ar í garð Katrínu.
Formaður Sameykis sakaður um ógnarstjórn
9
Skýring

Formað­ur Sam­eyk­is sak­að­ur um ógn­ar­stjórn

Skrif­stofa Sam­eyk­is hef­ur und­an­far­ið ver­ið að glíma við ósætti á vinnu­staðn­um og slæm­an vinnu­anda. Sam­kvæmt ný­legri út­tekt sem gerð var á vinnu­staðn­um bend­ir ým­is­legt til að vand­ann megi rekja til fram­komu og stjórn­un­ar­hátta for­manns Sam­eyk­is, Þór­ar­ins Eyfjörð. Sjálf­ur seg­ist hann hafa tek­ið til sín eitt­hvað af þeirri gagn­rýni sem bein­ist gegn hon­um og að vinna við að bæta and­rúms­loft­ið á skrif­stof­unni sé vel á veg kom­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
5
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár