Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Helgi og félög sem hann á 100 prósent í teljast ekki „tengdir aðilar“

Ekk­ert bend­ir til ann­ars en að Við­reisn hafi fylgt laga­bók­stafn­um þeg­ar flokk­ur­inn tók við 1,6 millj­ón­um króna frá Helga Magnús­syni fjár­festi og fé­lög­um sem eru al­far­ið í hans eigu. Þetta kem­ur fram í svari Rík­is­end­ur­skoð­un­ar við fyr­ir­spurn Stund­ar­inn­ar.

Helgi og félög sem hann á 100 prósent í teljast ekki „tengdir aðilar“

Helgi Magnússon fjárfestir er ekki tengdur félögum sem hann á 100 prósenta eignarhlut í samkvæmt viðtekinni túlkun á ákvæði um „tengda aðila“ í lögum um fjármál stjórnmálasamtaka. Þetta staðfestir Ríkisendurskoðun í svari við fyrirspurn Stundarinnar um málið. Út frá þessu áttu ásakanir um að Viðreisn hefði brotið lög með því að veita styrkjunum viðtöku ekki við rök að styðjast.

Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri Viðreisnar, sagði í gær að flokkurinn hefði stuðst við umrædda túlkun á lögunum þegar tekið var við 1,6 milljón króna fjárstyrk frá fjárfestinum og félögum sem hann á 100 prósenta hlut í á stofnári Viðreisnar, 2016. Styrkir einstaklinga og styrkir lögaðila voru metnir hvor í sínu lagi. Þannig var Helgi Magnússon sem einstaklingur ekki talinn tengjast félögum (lögaðilum) sem voru alfarið í eigu hans sjálfs.

Í svari Guðbrands Leóssonar, sérfræðings hjá Ríkisendurskoðun, við fyrirspurn sem Stundin sendi stofnuninni í gær kemur fram að á grundvelli fyrirliggjandi upplýsinga sé ljóst að tengsl Hofgarða ehf. og Varðbergs ehf. við Helga Magnússon falli ekki undir skilgreiningu laga um fjármál stjórnmálasamtaka á tengdum aðilum. „Verður [...] ekki séð að tengsl Helga og umræddra félaga falli undir ofangreinda skilgreiningu laganna á tengdum aðilum. Því sýnast bæði hann og bæði félögin hafa mátt styrkja Viðreisn í samræmi við ákvæði III. kafla laga nr. 162/2006,“ segir í svari stofnunarinnar.

Stundin sendi Ríkisendurskoðun fyrirspurn í gær og spurði hvort einkahlutafélög Helga teldust „tengd“ Helga samkvæmt túlkun stofnunarinnar á ákvæðum laga um fjármála stjórnmálasamtaka. Ríkisendurskoðun staðfestir að svo sé ekki. Jafnframt séu hvorki Helgi sjálfur né félög hans tengd Bláa lóninu ehf. og N1 ehf., enda séu hvorki hann né Varðberg ehf. skráð fyrir félögunum. Þá eigi Hofgarðar ehf. aðeins 6,18 prósenta hlut í Bláa lóninu og 2,24 prósenta hlut í N1, sem nægir ekki til að félögin teljist tengd samkvæmt lögunum. 

Stundin spurði einnig hvort Ríkisendurskoðun teldi að lagaákvæðið „telja skal saman framlög tengdra aðila“ ætti við um mat á hámarksfjárframlagi lögaðila eða eingöngu um framsetningu í ársreikningi. Í svarinu segir: „Að mati Ríkisendurskoðunar felur ákvæði fyrst og síðast í sér leiðsögn og áréttingu á því að séu aðilar tengdir í skilningi laganna þá megi sameiginlegt framlag þeirra ekki fara fram úr hámarksframlagi sem einstökum lögaðila eða einstaklingi er heimilt að veita stjórnmálasamtökum. Aðalatriðið í þessu sambandi er eftir sem áður að tengsl aðila falli undir áðurnefnda skilgreiningu á tengdum aðilum í 5. tölul. 2. mgr. 2. gr. laganna.“ 

Undanfarna daga hefur Viðreisn legið undir ásökunum um að hafa brotið lög um fjármál stjórnmálasamtaka. Þannig fullyrti til dæmis Smári McCarthy, þingmaður Pírata á Facebook, að styrkveitingarnar til Viðreisnar væru ólöglegar. „Úbbs. Þetta er heldur betur ólöglegt,“ skrifaði hann og rötuðu ummælin í fréttir. Þá kallaði Margrét Tryggvadóttir, fyrrverandi þingkona Hreyfingarinnar, eftir afsögn Benedikts Jóhannessonar, formanns Viðreisnar, vegna málsins. Smári og Margrét byggðu ummæli sín á frétt Vísis um að Helgi og „félög honum tengd“ hefðu veitt Viðreisn 2,4 milljónir króna í styrki. 

Samkvæmt svörum Ríkisendurskoðunar til Stundarinnar var þó Viðreisn á þurru landi og tók við fjárframlögum í samræmi við lögin eins og þau eru túlkuð af Ríkisendurskoðun. Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri flokksins, segir í samtali við Stundina að hún hafi fylgt leiðbeiningum Ríkisendurskoðunar og verið meðvituð um þá lagatúlkun sem hér er vísað til.

Í svari við spurningu Stundarinnar um hvort Viðreisn hafi tekið við fjárframlögum í samræmi við lög segir Ríkisendurskoðun: 

„Enn sem komið er hefur ekkert annað komið í ljós en að svo hafi verið. Tekið skal fram í þessu sambandi að stofnunin kýs að birta útdrátt úr ársreikningum stjórnmálasamtaka um leið og hún hefur gengið úr skugga um að þeir séu að formi til lagi og ekkert í þeim stingi í augu. Tilgangurinn með því að birta þessar upplýsingar sem fyrst er ekki síst sá að auðvelda fjölmiðlum og almenningi að rýna þær og benda á atriði, sem vekja tortryggni eða að ástæða væri að skoða sérstaklega og stuðla þannig að því að ákvæði laganna séu virt. Ef fram koma áreiðanlegar upplýsingar um að fjárframlög einstaklinga eða lögaðila til Viðreisnar séu ekki lögum samkvæmt mun stofnunin að sjálfsögðu bregðast við með viðeigandi hætti.“

Í lögum um fjármál stjórnmálasamtaka eru „tengdir aðilar“ skilgreindir með eftirfarandi hætti í 2. gr.:

Lögaðilar þar sem svo háttar til að sami aðili eða sömu aðilar eiga meiri hluta hlutafjár, stofnfjár eða atkvæðisréttar í báðum eða öllum lögaðilunum, enda nemi eignarhlutur hvers þeirra um sig a.m.k. 10% af hlutafé, stofnfé eða atkvæðafjölda í viðkomandi lögaðilum. Sama á við ef einstaklingar eða lögaðilar, sem eiga meiri hluta hlutafjár, stofnfjár eða atkvæðisréttar í lögaðila og hver um sig á a.m.k. 10% hlutafjár, stofnfjár eða atkvæðisréttar í lögaðilanum, eiga ásamt viðkomandi lögaðila meiri hluta hlutafjár, stofnfjár eða atkvæðisréttar í öðrum lögaðila. Til eignarhluta og atkvæðisréttar einstaklinga í lögaðilum samkvæmt þessum tölulið telst jafnframt eignarhlutur og atkvæðisréttur maka og skyldmenna í beinan legg. 

Í 7. gr. laganna segir svo að telja skuli saman framlög tengdra aðila. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
2
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.
Steinunn Ólína segist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna persónulegrar óvildar
4
Fréttir

Stein­unn Ólína seg­ist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna per­sónu­legr­ar óvild­ar

Stein­unn Ólína Þor­steins­dótt­ir sagð­ist í Pressu fara fram fyr­ir hönd þeirra sem upp­lifa valda­leysi gagn­vart stjórn­völd­um. Taldi hún for­seta­kosn­ing­arn­ar vera af­ar póli­tísk­ar að þessu sinni. Þrátt fyr­ir gagn­rýni sína á rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur, ít­rek­aði Stein­unn að fram­boð henn­ar væri ekki vegna per­sónu­legra óvild­ar henn­ar í garð Katrínu.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
6
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.
Formaður Sameykis sakaður um ógnarstjórn
7
Skýring

Formað­ur Sam­eyk­is sak­að­ur um ógn­ar­stjórn

Skrif­stofa Sam­eyk­is hef­ur und­an­far­ið ver­ið að glíma við ósætti á vinnu­staðn­um og slæm­an vinnu­anda. Sam­kvæmt ný­legri út­tekt sem gerð var á vinnu­staðn­um bend­ir ým­is­legt til að vand­ann megi rekja til fram­komu og stjórn­un­ar­hátta for­manns Sam­eyk­is, Þór­ar­ins Eyfjörð. Sjálf­ur seg­ist hann hafa tek­ið til sín eitt­hvað af þeirri gagn­rýni sem bein­ist gegn hon­um og að vinna við að bæta and­rúms­loft­ið á skrif­stof­unni sé vel á veg kom­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
3
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.
Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
10
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár