Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

„Robert Downey fékk sérstaka meðferð þegar hann sótti um uppreist æru“

Berg­ur Þór Ing­ólfs­son bend­ir á eitt sem að­skil­ur mál Roberts frá öðr­um sem sótt hafa um upp­reist æru, sam­kvæmt lista yf­ir slík­ar um­sókn­ir sem dóms­mála­ráðu­neyt­ið birti í gær. Í stað þess að hon­um væri synj­að á þeim for­send­um að enn var ekki lið­inn nægi­lega lang­ur tími frá því að refs­ingu lauk lá um­sókn Roberts óvenju lengi í ráðu­neyt­inu.

„Robert Downey fékk sérstaka meðferð þegar hann sótti um uppreist æru“
Berjast fyrir réttlæti Bergur ásamt eiginkonu sinni, Evu, en fjölskyldan hefur tekið höndum saman í baráttunni fyrir réttlátara umhverfi fyrir brotaþola kynferðisglæpamanna og gagnsærra kerfi. Mynd: Úr einkasafni

„Robert Downey fékk sérstaka meðferð þegar hann sótti um uppreist æru,“ segir Bergur Þór Ingólfsson leikstjóri og faðir stúlku sem Robert braut gegn þegar hún var á unglingsaldri. Bergur og dóttir hans, Nína Rún Bergsdóttir, hafa ítrekað kallað eftir frekari upplýsingum um ferlið sem lá að baki þeirri ákvörðun að veita Robert uppreist æru, en upplýsingarnar hafa verið og eru enn takmarkaðar.

Umsókn Roberts sker sig úr 

Í gær var hins vegar birtur listi yfir afgreiðslu umsókna um uppreist æru, sem lagðar voru fram á tímabilinu 1995-2017. Eftir að hafa legið yfir þessum upplýsingum áttaði Bergur sig á því að mál Roberts Downey skar sig úr að einu leyti, því að afgreiðsla málsins tók mun lengri tíma en afgreiðsla annarra mála. Í því samhengi bendir Bergur á að þegar Robert lagði upphaflega fram beiðni um uppreist æru var ekki liðinn nægilega langur tími frá því að refsingu lauk til að hægt væri að samþykkja beiðnina. 

Í hegningarlögum er kveðið á um að fimm ár séu liðin frá því að refsingu lauk áður en hægt er að veita mönnum sem hafa framið alvarleg brot uppreist æru. Þegar umsókn Roberts var skilað inn voru heldur ekki liðin fimm ár frá því að seinni dómurinn yfir honum féll, þar sem hann var dæmdur fyrir brot gegn fimmtu stúlkunni, en var aðeins gert að greiða henni miskabætur. 

Þegar umsókn Roberts var loks tekin til afgreiðslu í ráðuneytinu hafði hins vegar nægur tími liðið til að hægt væri að veita honum umbeðna uppreista æru, enda uppfyllti umsóknin þar með öll lögformleg skilyrði; að viss tími sé liðinn frá því að dómur féll, að refsing hafi verið tekin út að fullu og viðkomandi hafi sýnt af sér góða hegðun frá þeim tíma. Til staðfestingar um góða hegðun eru lagðar fram upplýsingar úr sakaskrá og málaskrá lögreglu, auk þess sem tveir valinkunnir menn þurfa að votta um góða hegðun viðkomandi. 

Meirihluti nefndarinnar gekk af fundinum 

Ekki liggur fyrir hvaða valinkunnu menn vottuðu um góða hegðun Róberts, en málið var tekið til umræðu í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í gær. Þar voru gögn málsins lögð fram en fulltrúar meirihlutans í nefndinni, að formanninum undanskyldum, gengu af fundinum áður en honum lauk, án þess að skoða meðmælabréfin sem fylgdu umsókn Roberts. 

Áður hafði nefndin fundað með ráðuneytisstjóra innaríkisráðuneytisins, þar sem farið var yfir vinnuferlið sem liggur að baki því að fólki sé veitt uppreist æra. Í kjölfarið sagði Svandís Svavarsdóttir, þingkona og fyrrverandi ráðherra Vinstri grænna, að það hefði komið á óvart hvað ferlið væri vélrænt og að því þyrfti að breyta. Engum hefði verið synjað um uppreist æru, nema í þeim tilvikum þar sem lögformleg skilyrði hefðu ekki verið uppfyllt og tíminn sem liðinn væri frá brotunum væri of stuttur.

Í samantekt RÚV á þeim upplýsingum sem dómsmálaráðuneytið birti í gær kemur fram að sex nauðgarar, þrír barnaníðingar og þrír morðingjar eru á meðal þeirra 32 sem hafa fengið uppreist æru frá árinu 1995. Á sama tíma hefur 54 verið synjað um uppreist æru, öllum vegna þess að þeir uppfylltu ekki formskilyrði.

Tímalínan 

Bergur birtir tímalínu í málinu á Facebook-síðu sinni í kvöld. Þar segir hann meðal annars: „Það er bagalegt að hent sé í mann einhverjum upplýsingabrotum í máli sem hefur jafn mikil áhrif á líf fjölda fólks eins og raun ber vitni.“

Nýlega voru undirskriftir forseta og ráðherra á umsókn Roberts birtar. Áður hafði forsætisráðherra ranglega sagt í viðtali við RÚV að hann hefði tekið við málinu eftir það fékk hefðbundna meðferð í ráðuneytinu. Það var ekki leiðrétt fyrr en rúmum mánuði síðar. 

Í gær var listi dómsmálaráðuneytisins síðan birtur. „Þar sést að öll mál hafa verið afgreidd á innan við ári nema eitt. Mál Robert Downey. Það var afgreitt á tveimur árum. Málið er frávik frá eðlilegri afgreiðslu. Þess vegna er réttlætanlegt að það mál sé skoðað sérstaklega í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og nefndarmenn ættu ekki að forðast það eins og heitan eldinn og ganga burt af fundi með lokuð augu eins og gerðist í dag,“ segir Bergur. 

Hann bendir á að: 

15. maí 2008 var Róbert Árni Hreiðarsson dæmdur í þriggja ára óskilorðsbundið fangelsi fyrir alvarleg kynferðisbrot gagnvart fjórum stúlkum. Um leið var hann sviptur lögmannsréttindum í Hæstarétti.

Í dómsorði kom fram að brotavilji ákærða hafi verið einbeittur og að hann hafi haldið brotum sínum áfram eftir að honum var kunnugt um að hann væri grunaður um kynferðisbrot gegn stúlku. Þá var litið til þess að hann var starfandi lögmaður og annaðist hagsmunagæslu fyrir brotaþola í sakamálum og sinnti verjendastörfum í kynferðisbrotamálum. Þegar dómur féll lá fyrir dómsbeiðni í héraði að hann yrði skipaður verjandi manns sem var ákærður fyrir kynferðisbrot gegn barni. 

Í febrúar 2009 hóf Róbert afplánun í fangelsinu á Akureyri. 

Í maí 2010 var Róbert Árni dæmdur fyrir samskonar brot gegn fimmtu stúlkunni. Hann var dæmdur til að greiða henni 300 þúsund króna miskabætur en var ekki gerð nein refsing. 

Árið 2011 lauk Róbert afplánun, eftir að hafa setið af sér tvo þriðju af dómnum. 

Árið 2014 sótti hann um uppreist æru. 

16. september 2016 veitti forseti Íslands Robert Downey uppreist æru, eftir að umsókn hans hafði verið afgreidd í ráðuneytinu. 

Í júní 2017 fellst Hæstiréttur á að Robert Downey endurheimti lögmannsréttindin á þeim forsendum að hann hafi óflekkað mannorð.

Umsókn Roberts lá lengi í ráðuneytinu

Bergur bendir einnig á að í skjalinu sem dómsmálaráðuneytið birti í gær kemur fram að umsóknum um uppreist æru er synjað af ýmsum ástæðum, meðal annars vegna þess að nægur tími frá því að refsingu lauk er ekki liðinn.

Umsókn RobertsSkjáskot af lista ráðuneytisins. Þarna má sjá að umsókn Roberts var lögð fram árið 2014 en ekki afgreidd fyrr en 2016.

Nokkrar umsóknir um uppreist æru voru afgreiddar í ráðuneytinu árið 2014, sama ár og Robert sendi sína umsókn inn. Tveimur var synjað um uppreist æru, en ekki er hægt að sjá hversu lengi umsókn þeirra hafði legið inni í ráðuneytinu. Auk Roberts lögðu þrír inn umsókn um uppreist æru árið 2014. Tveir fengu umsóknir sínar samþykktar sama ár en einn beið til ársins 2015. Af öllum þeim sem hafa fengið uppreist æru á þessu tímabili virðist enginn hafa beðið jafn lengi og Robert eftir afgreiðslu sinna mála. 

Um þetta segir Bergur: „Mál Roberts fær ekki neitun 2014 þótt ekki séu liðin fimm ár frá því að dómur er úttekinn eins og lög kveða á um og virðist vera reglan um aðra umsækjendur.

Hann fær heldur ekki neitun árið 2015 þrátt fyrir að tíminn sé ekki liðinn en hann lauk fangelsisvist árið 2011 og fimm ár þurfa að líða frá því að dómur sé að fullu út tekinn.

Umsókn hans er látin liggja inni í ráðuneytinu til ársins 2016 og forseti skrifar undir uppreist æru hans 16. september það ár.“

Óþolandi að upplýsingum sé haldið frá þeim 

Þá hvetur Bergur nefndarmenn í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd til að birta allar upplýsingar sem liggja fyrir í málinu, því það sé óásættanlegt fyrir brotaþola Roberts og aðstandendur þeirra að þurfa að raða saman brotunum á eigin spýtur, í tilraun til að skilja hvernig það gat gerst að maður með þessa brotasögu fær uppreist æru. 

Þarna sé um augljóst frávik að ræða, sem hvorki dómsmálaráðuneytið né stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hafa komið auga á. Það sé mat brotaþola Roberts og aðstandenda þeirra. 

„Við höfum upp á eigin spýtur og með hjálp fjölmiðla þurft að raða saman þeim litlu brotum sem mjatlað er í okkur. Það er því óþolandi að upplýsingum sé haldið frá okkur og krefjumst þess að fá allar upplýsingar um málið fram í dagsljósið, þar á meðal umsagnir og nöfn hinna valinkunnu. Ef stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd telur það brjóta jafnræðisreglu biðjum við um sömu upplýsingar um öll mál af sama toga.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
2
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.
Steinunn Ólína segist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna persónulegrar óvildar
4
Fréttir

Stein­unn Ólína seg­ist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna per­sónu­legr­ar óvild­ar

Stein­unn Ólína Þor­steins­dótt­ir sagð­ist í Pressu fara fram fyr­ir hönd þeirra sem upp­lifa valda­leysi gagn­vart stjórn­völd­um. Taldi hún for­seta­kosn­ing­arn­ar vera af­ar póli­tísk­ar að þessu sinni. Þrátt fyr­ir gagn­rýni sína á rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur, ít­rek­aði Stein­unn að fram­boð henn­ar væri ekki vegna per­sónu­legra óvild­ar henn­ar í garð Katrínu.
Formaður Sameykis sakaður um ógnarstjórn
6
Skýring

Formað­ur Sam­eyk­is sak­að­ur um ógn­ar­stjórn

Skrif­stofa Sam­eyk­is hef­ur und­an­far­ið ver­ið að glíma við ósætti á vinnu­staðn­um og slæm­an vinnu­anda. Sam­kvæmt ný­legri út­tekt sem gerð var á vinnu­staðn­um bend­ir ým­is­legt til að vand­ann megi rekja til fram­komu og stjórn­un­ar­hátta for­manns Sam­eyk­is, Þór­ar­ins Eyfjörð. Sjálf­ur seg­ist hann hafa tek­ið til sín eitt­hvað af þeirri gagn­rýni sem bein­ist gegn hon­um og að vinna við að bæta and­rúms­loft­ið á skrif­stof­unni sé vel á veg kom­inn.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
7
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
4
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.
Við hvaða götu býr Ragnar? Reykás
10
Helgi skoðar heiminn

Við hvaða götu býr Ragn­ar? Reykás

Sauð­kræk­ing­ur­inn Ragn­ar Páll Árna­son, sem starfar hjá Öss­uri, býr í ná­grenni höf­uð­stöðva fyr­ir­tæk­is­ins, við göt­una Reykás. Seg­ist ekki hafa ætl­að að ílengj­ast þar, en kann nú hvergi bet­ur við sig. Siggi Sig­ur­jóns, guð­fað­ir Ragn­ars Reykáss, kann vel að meta sög­una af „nafna“ sín­um. Hann á sjálf­ur pín­lega en um leið drep­fyndna sögu tengda göt­unni í Ár­bæn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár