„Þessi ríkisstjórn er ekkert annað en skaðræði“

Í dag­skrárliðn­um störf þings­ins mætti fjöl­breytt­ur hóp­ur þing­manna stjórn­ar­and­stöð­unn­ar í ræðu­púlt og sögðu nýtt rík­is­stjórn­ar­sam­starf strax vera að lið­ast í sund­ur. Bentu þing­menn­irn­ir á óein­ingu væri strax far­ið að gæta með­al stjórn­ar­flokk­anna gagn­vart þeim mála­flokk­um sem rík­is­stjórn­in hef­ur lagt áherslu á að ljúka á þessu kjör­tíma­bili. Þá þótti mörg­um stjórn­ar­and­stöðulið­um ný fjár­mála­áætl­un vera þunn­ur þrett­ándi.

„Þessi ríkisstjórn er ekkert annað en skaðræði“
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins sagði nýja ríkisstjórn undir forsæti Bjarna Benediktssonar vera skaðræði fyrir íslenska þjóð og hvatti þingheim til styðja vantrauststillögu sína á ríkisstjórnina. Mynd: Golli

Þingmenn úr röðum stjórnarandstöðuflokkanna voru ómyrkir í máli á dagskrárliðnum störfum þingsins í dag. Töldu flestir að endurnýjað stjórnarsamstarf stæði á veikum grunni. Ríkisstjórnin væri óstarfshæf til þess að leiða ýmis mikilvæg mál til lykta á kjörtímabilinu.

Þá þótti mörgum nýútgefin fjármálaáætluns, sem gildir til 2029, vera til marks um stefnuleysi stjórnvalda. Áætlunin væri hvorki sannfærandi né til þess fallin að stuðla að draga úr verðbólgu og stuðla jafnvægi í efnahagsmálum. 

Ágreiningur um þrjú megin stefnumál ríkisstjórnarinnar 

Í ræðu sinni vakti Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, athygli á grein sem Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, birti á Vísi í gær. Sagði Bergþór að þar hefði formaður Vinstri grænna komið á framfæri sýn á orkumálum sem væri gjörólík þeirri sem hinir tveir stjórnarflokkarnir hefðu til málaflokksins. 

Hið sama ætti við um stefnu ríkisstjórnarinnar í útlendingamálum og ríkisfjármálum. Nýleg fjármálaætlun ríkisstjórnarinnar sé óljós að hans mati og þótti Bergþóri greinilegt að verið væri að fela Seðlabankanum einum það hlutverk að kveða niður verðbólgu. 

„Það er auðvitað ekki boðleg staða að þingmenn stjórnarflokkanna og ráðherrarnir sérstaklega, sem eru svona rétt búnir að ná sér upp úr gleðiföðmum síðustu viku, finni sig í þeirri stöðu að þrjú megináhersluatriði ríkisstjórnarinnar, þrjú í raun einu áhersluatriði ríkisstjórnarinnar eins og mál eru lögð fram, eru öll í uppnámi, hvert og eitt einasta. Við hverju er að búast þegar svona er um hnútana búið?“ spurði Bergþór. 

Í ræðu sinni tók Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, í sama streng og sagði ágreining stjórnarflokkanna vera öllum ljós. Í ræðu sinni lýsti hann stjórnarsamstarfinu sem einum langdregnasta skilnaði Íslandssögunnar.

„Flokkarnir þrír eru því ekki samstiga um þrjú helstu áhersluatriði sín núna þegar heitin voru endurnýjuð á dögunum. Það kallar á að ný ríkisstjórn verði mynduð í landinu hið fyrsta,“ sagði Sigmar. 

Fjármálaætlunin ósannfærandi  

Formaður Samfylkingarinnar, Kristrún Frostadóttir, lagði áherslu á nýbirta fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Taldi hún áætlanir ríkisstjórnarinnar um fjármögnun útgjalda meðal annars vegna kjarasamninga duga skammt. 

Sagði hún einu aðhaldsaðgerðirnar sem boðaðar eru í áætluninni vera árs frestun á upptöku nýs örorkubótakerfis og endurmat á forsendum um hve margir verða á örorku.  

Þá nefndi hún einnig áætlanir ríkisstjórnarinnar um að draga úr heimildum í varasjóðum og fjárfestingum. Sjóðum sem Kristrún segir að hafi ekki staðið til að nýta.

„Að kalla slíkt aðhald er ekkert annað en bókhaldsbrella, hvað þá að tala um pólitíska ákvörðun. Þetta skiptir máli upp á efnahagsmálin því að mótvægisaðgerðir telja ekki gagnvart verðbólgu ef þær fela ekki í sér raunverulega ákvarðanatöku,“ sagði Kristrún.

„Þessi ríkisstjórn er ekkert annað en skaðræði“

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, var á sama máli og sagði að þrátt fyrir fögur fyrirheit og stofnun ýmis konar stýri- og starfshópa, hafi ríkisstjórnin ekki náð neinum af sínum markmiðum. 

„Staðan hefur aldrei verið verri í heilbrigðismálum og fasteignamarkaðurinn er gjörsamlega í rúst. Samt er komið hér upp ítrekað og talað um hvað hér drjúpi smjör af hverju strái og allt sé frábært. Það eru ósannindi og það veit fólkið í landinu,“ sagði Inga. 

Þá nefndi Inga einnig viðbrögð Ingu við neyð Grindvíkina og sagði ríkisstjórnina hafa dregið lappirnar við að koma bæjarbúum til aðstoðar.  

„Er það furða þó að við viljum losna við þessa ríkisstjórn? Þessi ríkisstjórn er ekkert annað en skaðræði fyrir íslenskt samfélag og ég skora á alla sem vettlingi geta valdið að mæta á þingpallana á morgun þegar ég mæli fyrir þessu vantrausti gagnvart ríkisstjórn Íslands.“

Flokkur fólksins ásamt þingflokki Pírata hafa mælt fyrir um þingsályktunartillögu um vantraust á ríkisstjórnina. Þar sem lagt er til að þing verði rofið í lok júlí og boðað til nýrra kosninga í september. 

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
1
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
3
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
5
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
3
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
8
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Þórður Snær Júlíusson
9
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu