Á Íslandi ólst ég upp sem manneskjan sem mig langaði að verða

Klāvs Liep­iņš er lista­mað­ur sem flutti til Ís­lands fyr­ir tíu ár­um síð­an til að fara í dans­nám. Á Ís­landi fékk hann að verða mann­eskj­an sem hann lang­aði alltaf að verða. Fyr­ir til­vilj­un fékk hann vinnu í kvik­mynda­brans­an­um sem hann elsk­ar því í þeim bransa er eng­inn dag­ur eins.

Á Íslandi ólst ég upp sem manneskjan sem mig langaði að verða
Klāvs Liepiņš Mynd: Alma Mjöll Ólafsdóttir

Hæ. Ég heiti Klāvs og við erum stödd hérna á fallega, Lækjartorgi? Allavega við erum á fallega torginu þar sem hjólabrettagaurarnir hanga. Það er sólskin og veðrið er dásamlegt. Já þetta eru jólaseríur sem ég er með í höndunum og nóg af þeim. 

Af hverju er ég með jólaseríur í höndunum? Það verður að koma í ljós. En það sem ég get þó sagt er að við erum að þjóna kvikmyndaiðnaðinum til þess að koma tveimur jólamyndum fyrir sjónir áhorfenda. Ég er í listræna teyminu sem sér um að búa til settin. Við erum að búa til lítinn jólamarkað. Jólin eru búin til úr fullt jólatrjám, jólaljósum, ást, hlýju, þú veist, öllum þeim djassi. Þetta er mjög falleg saga um jólasveina og, úpps, kannski má ég ekki segja um hvað hún er. 

Ég hef starfað við þetta í fjögur ár núna og það var eiginlega algjör tilviljun að ég endaði í þessu starfi. Mér var boðið að hjálpa til í einni bíómynd og ég varð eiginlega bara ástfanginn. Vá svo rómantískt, ég varð ástfanginn af starfinu, en það er svo kapítalískt. Nei ég varð ekki ástanginn en mér finnst þetta mjög gaman. 

Hvað finnst mér gaman við þetta? Hver einasti dagur er ólíkur. Þú færð að heimsækja staði sem þú hefur aldrei séð. Þú ert bara eitthvað að lifa lífinu og allt í einu ertu staddur upp á jökli eða inn í helli eða inn í húsi sem þig langaði alltaf að sjá hvernig væri að innan. Þú færð að ferðast á alla þessa staði og fólkið, þau eru svo skapandi og skemmtileg. Það er aldrei leiðinlegt augnablik í þessari vinnu. 

Það sem hefur verið mér efst á huga síðustu daga er tilvistarkreppa í tengslum bara við allt sem er í gangi. Við sem siðmenning manna erum algjörlega í ruglinu, sko í ruglinu. Þetta er bæði persónuleg tilvistarkreppa en líka samfélagsleg tilvistarkreppa og þær eru í gangi á sama tíma. Hvorug þeirra er eitthvað sem ég bjó til, báðar eru þær vegna þess hvað er að gerast og hvað þetta er allt ruglað. 

Augnablikið sem breytti lífi mínu var að flytja til Íslands. Ég hóf algjörlega nýtt líf. Veistu, hérna ólst ég upp sem manneskjan sem ég er núna. Ég fæddist í Lettlandi og kom hingað til þess að fara í nám í Listaháskólanum. Ég keypti miða aðra leið. Núna get ég sagt að ég er nákvæmlega manneskjan sem mig langaði að verða. 

Hvaða manneskja er það? Það er Klāvs sem er bara að rokka, eða, stundum er ég ekki að rokka og stundum er ég sorgmæddur en ég er sáttur við það. 

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

„Ætli ég hafi ekki verið 12 ára þegar kýrnar voru seldar“
Fólkið í borginni

„Ætli ég hafi ekki ver­ið 12 ára þeg­ar kýrn­ar voru seld­ar“

Ríkey Guð­munds­dótt­ir Ey­dal er safn­fræð­ing­ur og starfar á Borg­ar­sögu­safn­inu í Að­alstræti. Hún er Reyk­vík­ing­ur í húð og hár en býr að þeirri reynslu að stunda bú­skap í sveit með ömmu og afa. Ríkey var tólf ára þeg­ar kýrn­ar á bæn­um voru seld­ar á næsta bæ og amma og afi hættu bú­skap. Ömmu henn­ar fannst erfitt að hætta að sinna dýr­um dægrin löng og dó sjálf stuttu eft­ir að kött­ur­inn á bæn­um dó.
Í sextíu ár hef ég spurt mig hvað ég ætla að verða þegar ég verð stór
Fólkið í borginni

Í sex­tíu ár hef ég spurt mig hvað ég ætla að verða þeg­ar ég verð stór

Sæmund­ur Andrés­son er svo­kall­að­ur þús­und­þjala­smið­ur enda veit hann ekki enn eft­ir sex­tíu ára lífs­göngu hvað hann ætl­ar að verða þeg­ar hann verð­ur stór. Hann spurði sig að þessu sem barn og fann aldrei svar og hef­ur því bæði gert við hitt og þetta, smíð­að leik­mynd­ir, lært að verða bak­ari, unn­ið sem skósmið­ur og sem leik­ari, nú síð­ast í upp­setn­ingu á eig­in verki, Heila­blóð­fall, um reynslu hans og eig­in­konu hans að tak­ast á við það þeg­ar hún fékk heila­blóð­fall.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu