Láta tölvur tala og lesa íslensku í gömlu frystihúsi á Akranesi

Mál­tæknifyr­ir­tæk­ið Gramm­a­tek verð­ur sex ára í haust. Það hef­ur ein­beitt sér að tal­gerv­ingu síð­ustu ár­in en lang­ar að fram­leiða meira efni fyr­ir þann stóra hóp sem treyst­ir á að geta hlustað frek­ar en að lesa bæk­ur.

Láta tölvur tala og lesa íslensku í gömlu frystihúsi á Akranesi
Í nýsköpunarsetrinu Breið Hjónin Anna Björk Nikulásdóttir og Daníel Schnell eru sem stendur einu starfsmenn fyrirtækisins. Mynd: ÚR VÖR

Hjónin Anna Björk Nikulásdóttir og Daníel Schnell stofnuðu máltæknifyrirtækið Grammatek haustið 2018 og hafa undanfarin ár einbeitt sér að talgervingu, þar sem tölvurnar eru látnar tala og lesa íslensku. Anna lærði máltækni í Þýskalandi og starfaði við það um tíma þar og Daníel er tölvunarfræðingur með mikla reynslu af hugbúnaðarþróun, bæði erlendis sem og hér á landi. Þau bjuggu saman um tíma í Þýskalandi en búa nú á uppeldisslóðum Önnu, á Akranesi, og starfrækja fyrirtækið sitt í nýsköpunarsetrinu Breið, sem er einnig uppi á Skaga. 

Anna segir að þau hjón hafi unnið að undanförnu að máltækniáætlun stjórnvalda en um er að ræða stórt samstarf fyrirtækja og háskóla hér á landi varðandi grunninnviðaþróun, að koma íslenskunni almennilega inn í tölvuveröldina. „Þetta verkefni hefur vakið mikla athygli á heimsvísu, sér í lagi af þvíað  þetta er samstarf milli fyrirtækja og háskóla og svo eru allar afurðir úr þessu samstarfi opnar og aðgengilegar og öllum frjálst að nota, hvort sem það er í viðskiptalegum eða rannsóknartilgangi,“ segir Anna.

Tugir þúsunda þurfa að hlusta

Samkvæmt Önnu er mjög margt fólk sem treystir á að hafa aðgengi að hljóðefni, eins og blindir, sjónskertir og lesblindir, en varlega hefur verið áætlað að bara á Íslandi þurfi um 40.000 manns að getað hlustað á efni frekar en að lesa það. „Svo eru líka alltaf fleiri sem kjósa að hlusta heldur en lesa, til að spara sér tíma og finnst það þægilegra. Þannig að það er þessi þörf sem við erum að vinna í að uppfylla og hefur fókusinn hjá okkur því verið á talgervingu, þar sem við látum tölvurnar tala og lesa íslensku. Við gáfum nýlega út uppfærslu á appi fyrir Android sem heitir Símarómur. Það er notað fyrir íslenskan skjálestur og er ókeypis á Google Playstore þar sem allir geta sótt það og er markmiðið að koma því líka í Iphone-tæki í framtíðinni,“ segir Anna.

„Fólk er hissa hvað röddin á tækjunum hljómar vel og hvað appið okkar, Símarómur, virkar vel“

Að auki eru þau hjón í samstarfi við Hljóðbókasafnið um að framleiða námsbækur sem hljóðbækur með sjálfvirkum lestri, svokölluðum talgervislestri og segir Anna að fyrirtækið sé að byrja vegferð í því að gera sem mest efni aðgengilegt á hljóðformi. „Við viljum líka bjóða þjónustu til fyrirtækja og fjölmiðla og allra sem vilja gera sitt efni aðgengilegt sem upplestur í stað þess að hafa það bara á textaformi. Það er mikilvægt fyrir íslenskuna að hún haldi velli í þessu umhverfi og viðtökurnar hafa verið mjög góðar. Fólk er hissa hvað röddin á tækjunum hljómar vel og hvað appið okkar, Símarómur, virkar vel. Eins og áður segir þá er þetta ekki bara fyrir fólk sem þarf nauðsynlega á þessu að halda, heldur eru sífellt fleiri sem kjósa þessa leið, að hlusta til dæmis þegar það er á ferðinni í bíl. Við erum reyndar ekki komin af stað með yndislestur eða þannig efni, en um er að ræða námsbækur, skýrslur, tölvupósta og efni sem er gott að nálgast í talkerfi og talkerfishugbúnaði.“

Gamalt frystihús í eigu Brim

Anna starfaði um tíma í Háskólanum í Reykjavík og í kjölfar þess kviknaði hugmyndin að Grammatek. Hún segir að ein af ástæðunum hafi verið að skapa sér starf í heimabyggð, en þau hjón vildu frekar starfa þar en að vinna í höfuðborginni. Að sögn Önnu er frábært að vinna í skapandi umhverfi eins og fyrirfinnst í Nýsköpunarsetrinu Breið uppi á Skaga sem hún segir að sé frábært framtak fyrir svæðið og íbúa þess, en um er að ræða gamalt frystihús í eigu Brim sem tekið var í gegn og er samstarfsverkefni fyrirtækisins og Akranesbæjar.

SímarómurGrammatek gaf núverið út uppfærslu á appi fyrir Android sem heitir Símarómur. Það er notað fyrir íslenskan skjálestur og er ókeypis á Google Playstore.

Anna segir að þau hjón hafi fengið styrki fyrir verkefni sín í gegnum tíðina, þau fengu til að mynda styrk frá Rannís við að koma fyrirtækinu á koppinn og hafa einnig fengið styrk þaðan fyrir verkefni sem þau vinna með Háskólanum í Reykjavík og fyrirtæki sem nefnist Tiro, en um er að ræða þróunarumhverfi fyrir samræðukerfi á íslensku. Hún segir að þau hjón hafi ávallt alla anga úti er kemur að styrkjaumhverfi og hafi mörg járn í eldinum, eins og glöggir lesendur hafa eflaust tekið eftir. „Við erum ansi öflugt teymi þó ég segi sjálf frá, en Daníel hefur einnig sökkt sér í máltæknina undanfarin ár, sem gagnast fyrirtækinu afar vel, þar sem við erum einu starfsmenn þess eins og er. Við höfum í nógu að snúast og okkur langar að halda áfram að byggja upp þessa þjónustu, svo að sem mest efni sé aðgengilegt með hágæða talgervingu fyrir íslensku. Einnig langar okkur að halda áfram samstarfi við Hljóðbókasafnið hvað varðar framleiðslu á námsbókum á íslensku, þannig að hægt sé að framleiða meira efni fyrir þann stóra hóp sem treystir á að geta hlustað frekar en að lesa bækurnar,“ segir Anna að lokum. 

Umfjöllunin er unnin í samstarfi við Úr Vör. 

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Við hvaða götu býr Ragnar? Reykás
2
Helgi skoðar heiminn

Við hvaða götu býr Ragn­ar? Reykás

Sauð­kræk­ing­ur­inn Ragn­ar Páll Árna­son, sem starfar hjá Öss­uri, býr í ná­grenni höf­uð­stöðva fyr­ir­tæk­is­ins, við göt­una Reykás. Seg­ist ekki hafa ætl­að að ílengj­ast þar, en kann nú hvergi bet­ur við sig. Siggi Sig­ur­jóns, guð­fað­ir Ragn­ars Reykáss, kann vel að meta sög­una af „nafna“ sín­um. Hann á sjálf­ur pín­lega en um leið drep­fyndna sögu tengda göt­unni í Ár­bæn­um.
Segja leigusala nýta sér neyð flóttafólks til að okra á Bifröst
3
Fréttir

Segja leigu­sala nýta sér neyð flótta­fólks til að okra á Bif­röst

Íbú­ar á Bif­röst segja fyr­ir­tæki sem leig­ir út gamla stúd­enta­garða nýta sér neyð þeirra sem þar búa til að standa í óhóf­leg­um verð­hækk­un­um. Meiri­hluti íbú­anna eru flótta­menn, flest­ir frá Úkraínu. „Við höf­um eng­an ann­an mögu­leika. Við get­um ekki bara far­ið.“ Leigu­sal­inn seg­ir við Heim­ild­ina að leigu­verð­ið þyki af­ar hag­stætt.
„Það er ekkert svo ógeðslegt og hryllilegt að það sé ekki til“
6
FréttirÁ vettvangi

„Það er ekk­ert svo ógeðs­legt og hrylli­legt að það sé ekki til“

„Það er her úti í hinum stóra heimi, óskipu­lagð­ur og skipu­lagð­ur sem vinn­ur við það að reyna að búa til nú fórn­ar­lömb og þeir svíf­ast bók­staf­lega einskis,“ seg­ir Hall­ur Halls­son rann­sókn­ar­lög­reglu­mað­ur. Hann vinn­ur í deild sem sér­hæf­ir sig í að mynd­greina barn­aníðs­efni. Í þátt­un­um Á vett­vangi fylg­ist Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son með störf­um kyn­ferð­is­brota­deild­ar lög­regl­unn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
3
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
10
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu