Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Ofbeldi feðraveldisins og bjargráð

Sig­ríð­ur Jóns­dótt­ir brá sér í Tjarn­ar­bíó og rýn­ir í verk­ið Stelp­ur og strák­ar ...

Ofbeldi feðraveldisins og bjargráð
Björk Guðmundsdóttir að leika.
Leikhús

Stelp­ur og strák­ar

Höfundur Dennis Kelly
Leikstjórn Annalísa Hermannsdóttir
Leikarar Björk Guðmundsdóttir

Aðstoðarleikstjórn Melkorka Gunborg Briansdóttir og Ásta Rún Ingvadóttir

Hljóðmynd Andrés Þór Þorvarðarson

Ljósahönnun Magnús Thorlacius

Þýðing Matthías Tryggvi Haraldsson og Melkorka Gunborg Briansdóttir

Tjarnarbíó í samvinnu við sviðslistahópinn Fullorðið fólk
Gefðu umsögn

Ofbeldisverk eru ekki ný af nálinni í leikritunarsögunni enda er ofbeldi eitt af höfuðeinkennum mannkynsins. Engin önnur dýrategund beitir jafn fjölbreyttu, grófu og yfirgripsmiklu ofbeldi eins og manndýrið. Mennirnir drepa ekki eingöngu ímyndaða óvini sína í stórum stíl á erlendri grund heldur einnig sitt nánasta fólk heima fyrir.

Stelpur og strákar eftir Dennis Kelly skoðar náið samband tveggja einstaklinga út frá ofangreindum hugmyndum um kerfislægt ofbeldi. Tvær manneskjur hittast óvænt á flugvelli, verða tryllingslega ástfangin, stofna til heimilis sem verður að lokum rústir einar. Uppfærslan hefur verið á leikferð um landið og lendir nú í Tjarnarbíó í örstuttan tíma.

Samhliða framvindu verksins, sem snýr að umræddu sambandi, hleður leikskáldið ofbeldisfullum myndlíkingum inn í textann, orðfæri sem einkennir stundum mannleg samskipti. Við tölum um að vilja drepa einhvern, grínumst með ofbeldisfulla hegðun og sláum á létta strengi með aðstoð blóðugra samlíkinga. En eins og með margt annað í uppbyggingu textans er stefið ofnotað í bland við klunnalegt stílbragð á köflum og augljósum dæmum úr samtímanum. Framvindan er langt og strembið ferðalag að hinu augljósa, blóðugum endalokum og tættu sálartetri.

Leikkonan Björk Guðmundsdóttir útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2021 og setur markmiðið hátt í þessu hlutverki, sem er virðingarvert. Tengingin á milli Bjarkar og áhorfenda er sömuleiðis góð, hún spilar inn á nándina af öryggi. Mikið mæðir á Björk enda stendur hún ein á sviðinu í tæpa tvo klukkutíma. En oft og tíðum er of mikil áhersla lögð á textaflutning frekar en leiktúlkun. Tilfinningaleg fjarlægð getur verið bjargráð eftir áföll en er ekki spennandi til áhorfs eitt og sér.

Textinn gefur til kynna að ónefnda konan sé af verkastétt, staðreynd sem skiptir máli en tapast bæði í leik og þýðingu. Þýðendur eru Matthías Tryggvi Haraldsson og Melkorka Gunborg Briansdóttir sem leysa verkefnið tiltölulega vel en sum smáatriði missa marks. Sem dæmi má nefna hryssulegu yfirstéttarkonurnar og forréttindapésana sem aðalpersónan nefnir, einstaklingar geta treyst á aðstoð foreldra sinna til að finna frama, og eru ráðandi afl í enskri stéttarmenningu. Þannig eru áhorfendur staddir í félagslegu tómarými sem dregur úr krafti leiksýningarinnar.

Annalísa Hermannsdóttir, leikstjóri og leikmyndahönnuður sýningarinnar, útskrifaðist einnig frá LHÍ árið 2021 sem sviðshöfundur. Leikmyndin er byggð úr plasti; leiktjöld og leikmunir eru eins og vettvangur glæps eða sláturhúss í bland við barnaleikföng. Þegar hin ónefnda kona talar við áhorfendur stendur hún fyrir framan plasttjald en þegar hún talar við börnin sín er hún bak við sama tjald. Annalísa dregur þannig upp afmarkaða mynd af heimi leikritsins, eins og þessir tveir heimar séu ótengdir. Þessar ákvarðanir ýta undir fjarlægðartilfinninguna og dregur úr tengingu við aðalpersónuna.

Ekki getur verið tilviljun að sjónvarpsþátturinn Broadchurch sé nefndur sérstaklega í textanum. Undir lok fyrstu þáttaraðarinnar er atriði sem inniheldur persónuleg átök, þegar maki mölbrýtur traust, sem svipa til sviptinganna í leiksýningunni. Texti og textaflutningur sem margir hafa reynt að endurskapa síðasta áratuginn en fáum tekist.

Sumir afkimar samfélagsins eru svo gegnsósa af eitraðri karlmennsku að við verðum samdauna ofbeldinu. Eins og Kelly setur fram í leikverkinu: Er samfélagið smíðað þannig að karlmenn blómstri eða er tilgangurinn með skipulaginu að stoppa þá af? Fullorðið fólk er metnaðarfullur nýr leikhópur sem spennandi verður að fylgjast með, en þrátt fyrir fína frammistöðu Bjarkar grefur tilfinningalega fjarlægðin undan slagkrafti textans.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ingrid Kuhlman
6
Aðsent

Ingrid Kuhlman

Hinn kaldi raun­veru­leiki: Þess vegna þurf­um við að eiga mögu­leika á dán­ar­að­stoð

„Á síð­ustu stund­um lífs síns upp­lifa sum­ir deyj­andi ein­stak­ling­ar óbæri­leg­an sárs­auka og önn­ur al­var­leg ein­kenni sem valda þján­ingu.“ Ingrid Ku­hlm­an skrif­ar í að­sendri grein um lík­am­lega og til­finn­inga­lega van­líð­an sem deyj­andi ein­stak­ling­ar með ban­væna sjúk­dóma upp­lifa við lífs­lok.
Þingið samþykkir tillögu um skipun rannsóknarnefndar um Súðavíkurflóðið
9
FréttirSúðavíkurflóðið

Þing­ið sam­þykk­ir til­lögu um skip­un rann­sókn­ar­nefnd­ar um Súða­vík­ur­flóð­ið

Al­þingi sam­þykkti rétt í þessu að skipa rann­sókn­ar­nefnd vegna snjóflóðs­ins sem féll á Súða­vík í janú­ar 1995. Fjöl­mörg­um spurn­ing­um er ósvar­að um það hvernig yf­ir­völd brugð­ust við í að­drag­anda og eft­ir­leik flóð­anna. Fjór­tán lét­ust í flóð­inu þar af átta börn. Að­stand­end­ur hinna látnu hafa far­ið fram á slíka rann­sókn síð­an flóð­ið varð. Nýj­ar upp­lýs­ing­ar í mál­inu komu fram í rann­sókn Heim­ild­ar­inn­ar fyr­ir ári.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
3
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
10
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár