Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Viðnám – gegn verkfærahyggju

List­fræð­ing­ur­inn Mar­grét Elísa­bet Ólafs­dótt­ir rýn­ir í sýn­ing­una Við­nám á Lista­safni Ís­lands en það er þverfag­leg sýn­ing fyr­ir börn og full­orðna sem á að brúa bil­ið milli mynd­list­ar og vís­inda.

Viðnám – gegn verkfærahyggju
Myndlist

Við­nám Lista­safn Ís­lands

Gefðu umsögn

Listasöfn í opinberri eigu hafa um langt skeið gegnt menntunar- og uppfræðsluhlutverki. Í áranna rás hafa hugmyndir um hvernig söfnin eiga að sinna þessu fræðsluhlutverki breyst og mótast í takt við tíðarandann. Í flestum ríkjum Evrópu leggja opinber listasöfn áherslu á að miðla listasögu síns lands eða héraðs með uppsetningu sýninga sem standa í lengri eða skemmri tíma. Í höfuðborgum álfunnar má ganga að því vísu að á þjóðlistasafninu sé að finna sýningu á verkum úr safnkostinum þar sem hægt er rekja sig í gegnum listasögu viðkomandi lands, sjónrænt og með aðstoð fræðsluefnis. Slíkum langtímasýningum hefur aldrei verið fyrir að fara í Listasafni Íslands, sem er samkvæmt lögum höfuðsafn myndlistar á Íslandi og ætlað að vera leiðandi á sínu sviði í landinu. Safnið hefur lengi búið við þröngan húsakost, og enn þrengri fjárhag og þurft að mæta kröfum um uppsetningu tímabundinna sýninga. Hér hefur því ekki myndast hefð fyrir því að hægt sé að ganga að varanlegri listsögulegri sýningu í safninu. Í staðinn hefur það farið eftir sýn safnstjóra safnsins hverju sinni hvernig safnkosturinn er nýttur til að setja upp tímabundnar sýningar.

Sýningar handa börnum

Í tíð Hörpu Þórsdóttur, sem lét af störfum sem safnstjóri haustið 2022, var lögð mikil áhersla á að setja upp sýningar á safneigninni sem höfða til barna,. Það er óhætt að fullyrða að það hafi verið nýlunda þótt safnið hafi sinnt fræðslu fyrir börn og fullorðna um árabil. Nýmælið fólst í því að gera sýningarnar þannig úr garði að þær höfðuðu sérstaklega til yngstu safngestanna – og um leið síður til hinna eldri. Í upphafi árs var ein slík sýning opnuð í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Sýningin ber titilinn Viðnám og er fyrirhugað að hún standi uppi til ársins 2028. Það væri full ástæða til að fagna því að fá loksins upp langtímasýningu á safneign Listasafns Íslands ef um væri að ræða sýningu af því tagi sem er lýst hér að ofan. Sýningu sem segir sögu íslenskrar myndlistar og getur höfðað til barna, unglinga, fullorðinna og erlendra gesta. Slík sýning byði upp á einstakt tækifæri til að taka á móti skólahópum og veita nemendum innsýn í sögu íslenskrar myndlistar, sem sárlega vantar að sé kennd í skólum. Aðgangur að lykilverkum í tengslum við slíka kennslu verður seint vanmetinn. Því miður er sýningin Viðnám ekki sett upp í þeim tilgangi að miðla íslenskri listasögu.

Sýningin Viðnám er af öðru tagi og í stuttu máli má halda því fram að útgangspunktur hennar sé myndlist óviðkomandi. Markmiðið er ekki að segja sögu íslenskrar myndlistar eða nálgast verkin á forsendum myndlistar. Í staðinn er farin sú leið að byggja lauslega á aðalnámskrá grunnskóla og nota heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna sem útgangspunkt fyrir sýningu sem er kynnt sem þverfagleg. Í texta á heimasíðu safnsins er merking orðsins viðnám tíundað og hugtakið skilgreint með vísun í mótstöðu „sem heimsbúar verða að beita gegn hlýnun jarðar í baráttunni gegn loftslagsbreytingum“.  Markmiðið er að fjalla um  „forsendur fyrir góðu lífi“ og börnum sagt að til þess að geta lifað góðu lífi þurfi að „hlúa að fjölmörgum þáttum og ekki síður sampili þeirra. Að lifa lífinu á þann hátt að maður viðhaldi góðu lífi án þess að skerða lífsgæði annarra er lykillinn að sjálfbærni“. Allt fræðsluefni í textaformi er í þessum dúr. Einu sinni voru börn send í sunnudagaskóla til að læra kristin gildi, nú á að senda þau á Listasafn Íslands til að fræða þau um gott líf og gildi sjálfbærni.

Pólitísk innræting

Ef ætlunin er að lýsa sýningunni í stuttu máli er nærtækast að segja að hún lúti lögmálum verkfærahyggju en hún felur í sér að (mis)nota verk listamanna í þeim tilgangi að koma pólitískum eða siðferðilegum boðskap á framfæri.  Í þessu tilfelli byggir boðskapurinn á sjónarhorni sýningarstjórans Ásthildar Jónsdóttur sem var ráðin sérstaklega til þessa verkefnis. Verkin á sýningunni eru valin úr safneign þjóðlistasafnsins í þeim tilgangi að „myndskreyta“ sýn Ásthildar á tiltekin málefni.  Ásthildur hefur getið sér gott orð sem listgreinakennari, sem hefur leitt þverfagleg verkefni í grunnskólum Reykjavíkurborgar og í samstarfsverkefnum með Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Hún hefur staðið fyrir fjölda vinnustofa með nemendum og kennurum sem hlotið hafa verðskuldaða athygli. Sýningin Viðnám birtir hins vegar aðra hlið og er engu líkara en listgreinakennarinn hafi misst sjónar á kjarna listmenntunar sem miðar að því að kenna börnum listir og listasögu.  

Það væri að æra óstöðugan að rekja sig í gegnum sýninguna í heild og telja upp misviturt samhengi sem einstök verk eru sett í. Í sumum tilfellum tekst uppsetningin verkanna ágætlega, ef horft er framhjá þema sýningarinnar og húsinu sem hentar illa fyrir myndlistarsýningar. En sé samhengið skoðað býður það upp á mistúlkanir á inntaki verka og stundum eru sýningargestir bókstaflega leiddir á villugötur og í átt að því sem mætti kalla listsögulegar rangfærslur. Þá tengjast textarnir sem fylgja sýningunni ekki verkunum heldur þemunum, lofti, láði, legi, lögmáli og leik. Engin tilraun er gerð til að fjalla um þessi þemu á listsögulegum forsendum, sem sætir furðu í sjálfu þjóðlistasafninu. Ef horft er á sýninguna í heild þá er verkunum ætlað að þjóna þemanu en ekki þemað verkunum. Þemað verður ekki til út frá verkunum heldur eru verkin sett inn í þemað. Fræðsluefnið fjallar því ekki um myndlistina eða einstök verk heldur raunverulegt viðfangsefni sýningarinnar, sem eru loftslagsmál og tilbúin tengsl lista og vísinda.

Róðravél og vaggandi bárur

Í tengslum við þemu sýningarinnar hafa verið settar upp skapandi smiðjur fyrir börn en slíkar smiðjur er að finna á flestum listasöfnum í dag. Þetta er þó í fyrsta sinn sem ég sé smiðjurnar settar upp í sjálfum sýningarsalnum, nánast við hlið verkanna. Það sama gildir um gagnvirkt fræðsluefni um jökla. Ég get alveg séð fyrir mér að börnum geti þótt gaman að skoða efnið, en það er merkilegt hvað þeim er vantreyst til að upplifa verkin.

Dæmi um það er vídéomynd af bárum sem er varpað á veggi í herbergi þar sem er að finna málverk eftir Finn Jónsson og Gunnlaug Scheving. Þessum vaggandi bárum er ætlað að gefa tilfinningu fyrir því hvernig það er að stíga ölduna á róðrabáti og fiskiskipi – og vissulega má segja að ef horft er nógu lengi sé hægt að finna til sjóveiki. Ef það er markmiðið tekst ætlunarverkið. Í sama rými hefur verið sett upp bátslíki með róðravél eins og er að finna í flestum líkamsræktarstöðvum. Róðravélin á að hjálpa börnum að ímynda sér hvernig það er að róa á róðrabát – en allir sem prófað hafa hvoru tveggja vita að ekki er um sambærilega upplifun að ræða. Ekki frekar en að það er hægt að líkja því saman að hlaupa á hlaupabretti eða úti undir beru lofti. Hvað þetta hefur með myndlist að gera er mér hulið.

Gagnrýnið viðnám

Listasafn Íslands hefur ákveðnum skyldum að gegna þegar kemur að því að miðla þeim hluta menningararfsins sem tilheyrir myndlist. Það er ábyrgðarhlutverk að sinna þeirri miðlun á þann hátt að safngestir, ungir sem gamlir, verði einhvers vísari um sögu íslenskrar myndlistar. Myndlistin á sér sína eigin sögu sem vissulega er hægt að tengja við ýmis pólitísk og menningarpólitísk mál með beinum og óbeinum hætti. Loftslagsmálin eru eitt þeirra viðfangsefna sem listamenn hafa fengist við, og þeir hafa einnig fjallað um vísindi, náttúru, og samfélagið frá ýmsum hliðum.

En sýningin Viðnám er af öðrum toga. Hún býður mögulega upp á ákveðna afþreyingu og kynni af einstökum verkum, en ég ætla hins vegar að eigna mér orðið viðnám og yfirfæra það á hlutverk gagnrýnandans sem er ekki tilbúinn til að láta bjóða sér hvað sem er í nafni „góðs málstaðar“. Þessi sýning er glatað tækifæri, ekki vegna þess að ekki megi setja upp sýningar ætlaðar börnum, fjalla um sjálfbærni á myndlistarsýningum eða bjóða upp á afþreyingu í Listasafni Íslands, heldur vegna misnotkunar sýningarstjórans á verkunum og vegna þess virðingarleysis sem safneigninni, listaverkunum, listamönnunum og sýningargestunum er sýnd.


Sýning: Viðnám 
Sýningarstaður: Listasafn Íslands – Safnahúsið við Hverfisgötu 
Sýningarstjóri: Ásthildur Jónsdóttir 
Sýningartímabil: 3.febrúar 2023 - 26. mars 2028
Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
4
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.
Steinunn Ólína segist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna persónulegrar óvildar
8
Fréttir

Stein­unn Ólína seg­ist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna per­sónu­legr­ar óvild­ar

Stein­unn Ólína Þor­steins­dótt­ir sagð­ist í Pressu fara fram fyr­ir hönd þeirra sem upp­lifa valda­leysi gagn­vart stjórn­völd­um. Taldi hún for­seta­kosn­ing­arn­ar vera af­ar póli­tísk­ar að þessu sinni. Þrátt fyr­ir gagn­rýni sína á rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur, ít­rek­aði Stein­unn að fram­boð henn­ar væri ekki vegna per­sónu­legra óvild­ar henn­ar í garð Katrínu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
6
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
9
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.
Við hvaða götu býr Ragnar? Reykás
10
Helgi skoðar heiminn

Við hvaða götu býr Ragn­ar? Reykás

Sauð­kræk­ing­ur­inn Ragn­ar Páll Árna­son, sem starfar hjá Öss­uri, býr í ná­grenni höf­uð­stöðva fyr­ir­tæk­is­ins, við göt­una Reykás. Seg­ist ekki hafa ætl­að að ílengj­ast þar, en kann nú hvergi bet­ur við sig. Siggi Sig­ur­jóns, guð­fað­ir Ragn­ars Reykáss, kann vel að meta sög­una af „nafna“ sín­um. Hann á sjálf­ur pín­lega en um leið drep­fyndna sögu tengda göt­unni í Ár­bæn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár