Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Eldgos og arabíska vorið

Kristján H. Kristjáns­son slapp við að taka próf upp úr Gísla sögu Súrs­son­ar vegna þess að það fór að gjósa í Heima­ey. Sú lífs­reynsla að verða vitni að gos­inu herti hann og síð­an hafa spenn­andi ferða­lög, helst til fjar­lægra landa, ver­ið að­aláhuga­mál hans.

Eldgos og arabíska vorið
Víðförull Kristján heillaðist ungur af ævintýrum og veit ekkert skemmtilegra en að skoða heiminn. Tígrishreiðrið má sjá í hringnum fyrir ofan Kristján.

Sextán ára vaknaði hann við drunur og leit út um gluggann. Gos var hafið í Heimaey þar sem hann bjó.

„Ég var rosalega feginn vegna þess að ég átti að taka próf úr Gísla sögu Súrssonar daginn eftir og tók aldrei prófið,“ segir Kristján H. Kristjánsson, heimshornaflakkari og fyrrverandi lögreglufulltrúi. Hann fór upp á meginlandið eins og aðrir íbúar en meðan á gosinu stóð fór hann þó oft á milli, meðal annars til að bjarga eigum fjölskyldunnar.

„Foreldrar mínir ráku apótekið í Vestmannaeyjum. Maður braust inn í apótekið, dó af gasinu sem fylgdi gosinu og fannst þar. Heimili mitt var kallað „dauðagildran“ í sjónvarpsþætti. Ég veiktist pínulítið af gasinu. Stundum kom glóandi vikur yfir mann, gjóska, og þá flúði maður í skjól. Einu sinni stukkum við pabbi upp á vörubílspall ásamt fleirum og fórum í Austurbæinn, þegar hraunið var farið að renna hraðar, og brutumst inn í einbýlishús. Við vorum …

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár