Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Frétti af eigin uppsögn í sjónvarpsviðtali

Guð­björg Thor­sen hafði starf­að í um það bil átta ár fyr­ir Hjálp­ræð­is­her­inn á Ak­ur­eyri þeg­ar henni var sagt upp með óvenju­leg­um hætti. Hún horfði á sjón­varps­við­tal við konu sem var titl­uð fyr­ir starfi Guð­bjarg­ar sem þá var í veik­inda­leyfi.

Frétti af eigin uppsögn í sjónvarpsviðtali
Saknar þess að vera sjálfboðaliði Guðbjörg segist sárna það að fá ekki lengur að vinna sem sjálfboðaliði. Mynd: Jón Ingi

Guðbjörg Thorsen var í veikindaleyfi þegar henni var sagt upp störfum hjá Hertex, verslun Hjálpræðishersins á Akureyri. Guðbjörg komst að því að henni hefði verið sagt upp þegar hún horfði á viðtal á sjónvarpstöðinni N4 við konu sem titlaði sig sem verslunarstjóra Hertex en það var staðan sem Guðbjörg hafði sinnt árum saman og stóð í þeirri trú að hún myndi sinna áfram. Þremur vikum síðar afhenti nýji verslunarstjórinn Guðbjörgu uppsagnarbréf sem myndi taka gildi næsta virka dag. Umsjónarmaður Hertex verslananna, Hannes Bjarnason, vill ekki tjá sig um málið.

Það var árið 2012 sem Guðbjörg Thorsen bauð sig fram sem sjálfboðaliða í verslun Hertex á Akureyri, verslun á vegum Hjálpræðishersins. Hún hafði ákveðið að verða sjálfboðaliði fyrst og fremst til að losna úr félagslegri einangrun sem hún bjó við á þeim tíma en svo langaði henni að geta gefið af sér til samfélagsins. Í fjögur ár eða allt til ársins 2016 gaf hún tíma sinn í þágu starfsins en var síðan boðið að verða verslunarstjóri í fjörutíu prósent stöðu sem hún sinnti allt til ársins 2021.

Fór í veikindaleyfi vegna álags 

Þann fjórða janúar á þessu ári fór Guðbjörg í veikindaleyfi sökum mikils álags sem hún hefur upplifað í starfi. Það höfðu komið upp miklir erfiðleikar í samskiptum við annan starfsmann sem varð til þess að hún varð að eigin sögn að fara í veikindaleyfi. „Það var mikið álag þarna. Það var eitt skemmt epli í körfunni sem olli því álagi,“ segir Guðbjörg í samtali við Stundina. Tveimur dögum síðar var henni tilkynnt á fundi að Hertex myndi ráða starfsmann í afleysingar á meðan hún myndi vera í veikindaleyfi.

Sagt upp í veikindaleyfiRétt áður en Guðbjörg átti að snúa til baka úr veikindaleyfi var henni tilkynnt að annar verslunarstjóri hafi verið ráðin í hennar stað

Sagt upp í sjónvarpsviðtali 

Hún vildi þó ekki vera of lengi frá en hún hafði tilkynnt yfirmönnum sínum strax í febrúarmánuði að hún vildi snúa aftur til vinnu í mars, hún væri tilbúin að koma aftur.

Áður en hún hafði tækifæri til þess að snúa til baka úr veikindaleyfi var henni sagt upp. Það voru þó ekki yfirmenn hennar til margra ára sem tilkynntu henni um uppsögnina heldur komst hún að því að það væri búið að láta hana fara þegar viðmælandi í viðtali á N4 kynnti sig sem nýjan verslunarstjóra Hertex á Akureyri og að hún hefði tekið við stöðunni frá áramótum eða um það leyti sem Guðbjörg fór í veikindaleyfi. Viðtalið birtist þann 3. febrúar, tæpum mánuði eftir að Guðbjörg fór í veikindaleyfi. „Þegar ég horfði á viðtalið ákvað ég að segja ekki neitt við mína yfirmenn því ég hélt að þetta hlyti að vera einhver vitleysa,“ segir Guðbjörg. 

„Ég sakna þess rosalega að vinna fyrir Hjálpræðisherinn“
Guðbjörg Thorsen

Um það bil þremur vikum eftir að viðtalið við nýja verslunarstjórann birtist, eða um mánaðarmótin febrúar, mars, afhenti nýji verslunarstjórinn Guðbjörgu uppsagnarbréf. „Hún kom með uppsagnarbréfið heim til kærasta míns. Hún hafði reynt að koma heim til mín en ég var ekki heima og hún spurði börnin mín hvar ég var og þau tjáðu henni að ég væri í næsta hreppi hjá kærastanum mínum. Þá kom hún þangað og afhenti mér bréfið. Þetta var síðasta föstudaginn í mánuðinum og uppsögnin átti að taka gildi 1. mars eða mánudaginn þar á eftir,“ segir Guðbjörg. 

Sagt upp af nýja verslunarstjóranumGuðbjörg segist óska þess að fyrrum yfirmenn hennar til margra ára hefðu sjálfir sagt henni upp í stað þess að manneskjan sem tók við stöðu Guðbjargar hefði gert það.

Erfiðast að geta ekki starfað

Guðbjörg segir að henni sárni mest að fá ekki lengur að vinna. „Ég sakna þess rosalega að vinna fyrir Hjálpræðisherinn. Ég gaf líf mitt og sál í þetta starf,“ segir hún en að mati Guðbjargar var stærsti þátturinn í sjálfboðavinnu að koma sér úr félagslegri einangrun því sem öryrki gat hún ekki unnið fulla vinnu og því hentaði starfið í Hertex hennar lífi afar vel. 

Þá var Guðbjörg einnig sár út í fyrrum yfirmenn sína sem hún hefði óskað að hefðu sagt henni upp sjálfir. „Ef að minn yfirmaður hefði talað við mig, bara feisað mig, þá hefði ég getað séð fyrir mér að halda áfram í sjálfboðaliðastarfi eins og einu sinni til tvisvar í viku. Ég hefði alveg skilið að þau hefðu þurft að láta mig fara og ráðið einhvern í hundrað prósent starf því ég gat bara verið í fjörtíu prósentum. Ég hefði skilið það ósköp vel, ég hefði bara viljað að þeir hefðu feisað mig svo ég hefði getað haldið áfram að gefa af mér,“ segir hún. 

Verslunarstjóri í HertexGuðbjörg bauð sig fyrst fram sem sjálfboðaliða fyrir Hertex á Akureyri árið 2012 en það var hennar leið að rjúfa félagslega einangrun sem hún bjó við á þeim tíma

Tjá sig ekki um málefni einstakra starfsmanna

Aðspurður um það af hverju Guðbjörgu Thorsen var sagt upp í veikindaleyfi og af hverju hún heyrði fyrst af uppsögn sinni í viðtali á N4, segir Hannes Bjarnason, umsjónarmaður Hertex fyrir hönd Hjálpræðishersins, að Hertex geti ekki tjáð sig um málefni einstakra starfsmanna. 

Hannes segir að nýji verslunarstjórinn hafi verið ráðinn 6. janúar eða tveimur dögum eftir að Guðbjörg fór í veikindarleyfi. Aðspurður um það hvernig stóð á því að nýji verslunarstjórinn afhenti Guðbjörgu uppsagnarbréf segir hann að „verkferlar okkar gera ráð fyrir því að verslunarstjóri hafi umsjón með öðrum starfsmönnum einingarinnar. 

Þá leitaði Stundin einnig svara við því af hverju Guðbjörgu var afhent uppsagnarbréfið þremur vikum eftir að nýji verslunarstjórinn kynnti sem slíkan í sjónvarpsviðtali en Hannes endurtók að ekki væri hægt að tjá sig um einstaka starfsmenn. Uppsögnina sagði hann samkvæmt venju hafa verið afhent fyrir mánaðamót og að uppsagnafresturinn sé í samræmi við ákvæði kjarasamninga en eins og áður hefur komið fram var Guðbjörgu afhent bréfið á föstudegi og það tók gildi mánudaginn þar á eftir. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
4
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.
Steinunn Ólína segist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna persónulegrar óvildar
8
Fréttir

Stein­unn Ólína seg­ist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna per­sónu­legr­ar óvild­ar

Stein­unn Ólína Þor­steins­dótt­ir sagð­ist í Pressu fara fram fyr­ir hönd þeirra sem upp­lifa valda­leysi gagn­vart stjórn­völd­um. Taldi hún for­seta­kosn­ing­arn­ar vera af­ar póli­tísk­ar að þessu sinni. Þrátt fyr­ir gagn­rýni sína á rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur, ít­rek­aði Stein­unn að fram­boð henn­ar væri ekki vegna per­sónu­legra óvild­ar henn­ar í garð Katrínu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
3
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.
Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
7
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
10
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár